Tíminn - 24.10.1972, Side 1
\ /r
BEBI
c
24:5. tölublaö — Þriðjudagur 24. október — 56. árgangur.
J
kæli-
skápar
^O/VÖHjtct/MAAéÁjCU*, A /
RAFTÆKJADEILD
Hafnarslræti 23
Simar 18395 & 86500
Fjármálaráðherra um sérkenni fjárlagafrumvarpsins 1973:
Félagsleg uppbygging
Tekjuskattsbyrði einstaklinga minnkar
á næsta ári samkvæmt frumvarpinu
TK—Reykjavik.
1. umræða fjárlaga fyrir árið
l!)7:i liófst á alþingi i gær. í fram-
söguræðu sinni fyrir fjárlaga-
frumvarpinu sagði Ualldór E.
Sigurðsson f jármálaráðherra
m.a, að þrjú atriði hefðu valdið
mestu um hækkanir rikisútgjalda
frá þvi núverandi rikisstjórn tók
við vöUlum. Þau eru launahækk-
anir, hækkun tryggingabóta og
dýrtiðarráðstafanir. Uin sömu
einkenni væru á þessu frumvarpi.
I>á bæri að hafa i huga, þegar rætt
væru um hækkun rikisútgjalda,
að rikissjóður hcfur nú tekið á sig
útgjöld, scm sveitarfélögin sinntu
áður og eru þvi ckki ný útgjöld
hjá stjórnsýslunni i heild.
Ef samanburður er gerður frá
1971 til 1973, þó sveitarfélags-
dæmið sé tekið þar með, þá er um
að ræða 46,8% hækkun á þessum
tveimur árum, en á tveimur ár-
um þar á undan i tið viðreisnar-
stjórnarinnar nam hækkunin
79%.
Hækkunin er hlutfallslega þetta
lægri þrátt fyrir það, að á tveimur
siðari árunum hafi verið gerð sú
róttæka breyting um tilfærslu út-
gjalda frá sveitarfélögum yfir til
rikissjóðs.
Fjármálaráðherra sagði, að
þegar hafðar væru i huga verð-
stöðvunaraðgerðir haustið 1970,
þyrfti engan að undra, þótt
aðgerða væri þörf i efnahagsmál-.
um nú. Þá treysti viðreisnar-
stjórnin ekki atvinnuvegunum til
að greiða fulla verðlagsvisitölu á
það kaupgjald, sem þá var i gildi.
Það var þó almannarómur, að
laun á hinum almenna vinnu-
markaði þá, væru svo lág, að þau
fengju ekki staðizt til lengdar. Sú
stefnuákvörðun viðreisnarstjórn-
arinnar var fólgin i þvi að færa
erfiðleika atvinnuveganna inn i
rikissjóð með stórauknum niður-
greiðslum og siðan jók hún við
þessar niðurgreiðslur og frestaði
verðhækkunum til 1. september
1971. öllum var ljóst, að til
lengdar yrði þeim verðhækkun-
um sumum hverjum ekki frestað
nema um takmarkaðan tima,
vegna þess hvers eðlis þær voru.
Þessu til viðbótar i viðskilnaði
viðreisnarstjórnarinnar komu
nýir kjarasamningar og varð að
hækka laun verulega. Það var
ljóst, að i þeim samningum var
gengið svo langt, að til erfiðleika
myndi koma, ef atvinnu-
Kramhald á 5. siðu.
Algert afgreiðslu-
bann í Bretlandi
Dettifossi meinuð afgreiðsla í Felixstowe
Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra.
Bæjarbruni í Kolla-
vík í Þistilfirði
Klp-Reykjavik.
i gærmorgun kom upp eldur á
bænum Kollavik við Þistilfjörð.
Þar býr Ketill Björgvinsson,
ásamt konu sinni og syni, og var
konan ein heima, þegar eldurinn
kom upp.
Talið er, að kviknað hafi i göml-
um torfbæ, sem var rétt við gafl-
inn á ibúðarhúsinu. Þar inni var
reykhús og geymsla fyrir ýmis
verkfæri, auk þess sem þar var
geymdur matur, sem mun hafa
verið mikill, enda sláturtið nýlok-
ið. Þegar eldurinn kom upp, var
hvasst og stóð vindurinn beint á
ibúðarhúsið, og varð það Jljótlega
alelda. Konan náði ekki að kom-
ast i sima, en fólk á næsta bæ,
Nýtt
varðskip
ÞÓ-Reykjavik.
A fundi Alþingis i gær, var lagt
fram nýtt stjórnarfrumvarp um
að láta smiða eða kaupa nýtt
varðskip. Ef farið verður út i það
að kaupa notað skip til land-
helgisstarfa, ætti ekki að liða
ýkjalangur timi þangað til nýtt
varðskip bætist við islenzka varð-
skipsflotann. Hins vegar getur
það tekið allt að tvö ár að fá skip,
ef nýsmiði verður fyrir valinu.
Borgum, varðeldsinsvart og kall-
aði á slökkviliðið á Raufarhöfn og
Þórshöfn. Þegar það kom á vett-
vang var þakið fallið, og allt stóð i
ljósum logum. Tókst ekki að
bjarga nema litlu af innbúi og
hlöðu og gripahúsum, sem þarna
voru rétt hjá. Húsið og innbúið
var allt mjög lágt vátryggt.
Þó-Reykjavík.
islenzk skip fá nú enga af-
greiðslu i brezkum höfnum.
Stjórn Sambands flutningaverka-
manna á Bretlandseyjum ákvað á
fundi sinum fyrir helgina, að sett
skyldi afgreiðslubann á islenzk
skip, sem kæmu i brezkar hafnir.
hvort heldur er til losunar eða
lestunar. Astæðan til afgreiðslu-
bannsins er vafalaust árekstur
Aldershots og Ægis út af Hraun-
hafnartanga í siðustu viku. Sá at-
burður hefur vakið mikla athygli i
Bretlandi, og liafa brezkir fjöl-
miðlar yfirleitt sagt, að Ægir hafi
siglt á Aldershot.
Eitt islenzkt skip Ljósafoss, átti
að losa frystan fisk i Grimsby um
helgina, en skipið hélt til Ham-
borgar án viðkomu i Grimsby. Þá
kom Dettifoss til Felixstowe i
gærmorgun, og átti að lesta vörur
þar. Eimskipafélaginu barst
skeyti siðari hluta dags i gær, þar
sem segir, að Dettifoss hafi ekki
fengið afgreiðslu, og heldur skipið
þvi til Hamborgar.
Það þarf enginn að halda, að
þetta afgreiðslubann Breta sé
þeim i hag. Viðskipti okkar við
Bretland hefur verið þvi mjög i
hag á undanförnum árum. 1 fyrra
fluttum við út til Bretlands vörur
fyrir 1.725 milljónir kr., sem var
um 13.5% af heildarútflutningi.
okkar. Frá Bretlandi fluttum við
hins vegar inn vörur fyrir 2.611
milljónir kr. Er hér mikið um að
ræða vélar, bifreiðar og
vefnaðarvöru. A þessu sést að
miðað við ársgrundvöll er um að
ræða tæplega 900 millj. kr. tap
fyrir Breta.
Talað hefur verið um, að af-
greiðslubannið á islenzk skip og
islenzkar vörur geti leitt til þess,
að skortur verði i Bretlandi á
fiski, sem fer i fiskstautafram-
leiðsluna. Framkvæmdastjóri
Birds Eye, sem er lang stærsti
framleiðandi fiskstauta i Bret-
landi, sagði að engin hætta væri á
hráefnisskorti, þar sem 1% af
fiskmagninu, sem fer til fisk-
stautaframleiðslunnar kæmi úr
islenzkum togurum. En maðurinn
hefur sennilega alveg gleymt þvi,
að fiskur sá, sem islenzku
togararnir selja i Bretlandi, er
mikill minni hluti af fiskútflutn-
ingi okkar til Bretlands.
Sigurlaugur Þorkelsson hjá
Eimskipafélagi Islands sagði, að
það hefði verið um kl. 15 i gær,
Framhald á bls. 19
2 lestir af nautakjöti á sorphauga
Fannst óskoðað og ómetið í frystigeymslum tveggja fyrirtækja, 500 þúsund króna virði
Nú um helgina komst Timinn á
snoðir um dularfulla kjötflutn-
inga á öskuhauga Reykjavíkur-
borgar í Gufnesi. Hermdi sagan,
að þar hefði verið fleygt nauta-
kjöti fyrir tæplega hálfa milljón
króna. Það er ekki á hverjum
degi, að margir nautaskrokkar
séu jarðaðir með viðhöfn þar
efra, og karlarnir á tippnum
botnuðu ekkert i hvað um var að
Við eftirgrerinslanir fregnaði
blaðið, að tvö fyrirtæki i bænum
hefðu verið innsigluð vegna
óhæfilegrar meðferðar á kjöti. Að
lokum fékkst það staðfest hjá
framkvæmdastjóra Heilbrigðis-
eftirlits Reykjavikurborgar, Þór-
halli Halldórssyni, að þessir kjöt-
flutr.ingar hefðu átt sér stað.
Hann kvað þó rangt að fyrirtækj-
um hefði veriðlokað. Aftur á móti
sagði hann, að frystigeymslur
tveggja fyrirtækja hefðu verið
innsiglaðar af lögreglunni eftir
kröfu heilbrigðiseftirlitsins.
— Þetta er sá árstimi, sagði
hann, er mikið berst af kjöti til
borgarinnar, og þess vegna gerð-
um við skyndikönnun á fyrstihús-
um og frystiklefum veitingahúsa
og verzlana til þess að ganga úr
skugga um, hvort allir heilbrigð-
ishættir væri þar eins og krafizt
er og kjöt læknisskoðað og gæða-
metið. Við þessa könnun fannst á
þessum tveim stöðum kjöt, sem
hvorki hafði verið skoðað né met-
ið lögum samkvæmt, alls um tvær
smálestir.
— Getur ekki dýralæknir skoð-
að og metið slikt kjöt eftir á, ef
ekki koma til aðrir ágallar?
— Nei. Óskoðað kjöt er af
heimaslátruðum gripum, og það
er utan við lög, og rétt. Það er
ekki unnt að dæma um, hvort það
er af sjúkum skepnum, þar sem
dýralæknir hefur ekki átt þess
kost að skoða kjöt, kir'.la, og inn-
yfli sláturdýrsins samtimis og
slátrun fór fram.
— Hvernig er ákvæðum heil-
brigðisreglugerðar að öðru leyti
framfylgt?
— Astandið var yfirleitt gott —
með einni undantekningu þó. Þar
var það lika afleitt. Þar ægði
saman óskyldustu hlutum —
ópökkuðum fiski af öllum hugsan-
legum tegundum, alls konar
pökkum, óhamflettum sjófuglum,
gærum, ósviðnum hrútshausum
og mörgu öðru.
— Ber oft við, að þið komizt á
snoðir um svona eða umgengni
þessu lika?
Það er rétt að þess verður ótrú-
lega oft vart, að meðferð á
neyzluvöru og umgengni eða
ræstingu á stöðum, þar sem mat-
væli eru framleidd, geymd eða
höfð á boðstólnum, er fjarri þvi að
vera i lagi, sagði Þórhallur að
lokum.
Þvi má bæta við, að það voru
tólf skrokkar, sem farið var með
á sorphaugana, og eftir þvi sem
blaðið kemst næst hefði útsölu-
verð þessa kjöts numið sex
hundruð þúsund krónum.