Tíminn - 24.10.1972, Side 8

Tíminn - 24.10.1972, Side 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 24 október 1972 Fjárlagaræða Halldórs E. Sigurðssonar - fyrri hluti Herra forseti. Þetta er i fyrsta sinn, aö fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp fer fram eftir nýjum þingsköpum Alþingis, og er nú ekki gert ráð fyrir útvarpsumræðu. Ég mun þó fylgja þvi formi, sem venja hefur verið að fylgja i fjárlagaræðum og skipta efni ræðunnar i megin- atriðum i fjóra hluta. Fyrst geri ég grein fyrir afkomu ársins 1971. Þar stikla ég þó á stóru, enda er sami háttur hafður á nú og á s.l. ári, að háttvirtum þingmönnum fjölmiðlum er látin i té nákvæm greinargerð um afkomu þess árs gerð af fjármálaráðuneytinu. Auk þess var háttvirtum alþingis- mönnum afhentur rikisreikn- ingurinn fyrir árið 1971 þegar i upphafi þessa þings. Annar þáttur fjárlagaræðunnar fjallar um útlitið með rekstraraf- komu rikissjóðs á þessu ár, eins og nú verður séð. Þriðji þátturinn fjallar um fjár- lagafrumvarp þetta og sá fjórði um ýmsa þætti rikisbúskaparins og breytingar á honum, sem nú er unnið að eða fyrirhugaðar eru. Rikisreikningurinn 1971. Geri ég þá fyrst grein fyrir af- komu ársins 1971. Niðurstöður rikisreikningsins fyrir árið 1971 eru þær, að tekjur reyndust 12.258 millj. kr. en rekstrarútgjöldin 13.534 millj. kr.. Halli á rekstrarreikningi var þvi 276 millj. kr. Greiðslujöfnuðurinn i heild reyndist óhagstæður á ár- inu um 339 m. kr. Heildartekjur rikissjóðs voru á fjárlögum fyrirárið 1971 áætlaðar 11.535 millj. kr. 1 reynd urðu það 13.258 millj., sem á var lagt og til féll eftir gildandi reglum og fært var til tekna á rikisreikningi, eða l. 723 millj. kr. hærra en fjárlög áætluðu. Rikistekjur, sem innheimtar voru á árinu reyndust 12.955 m. kr. eða 1.420 m. kr. umfram áætl- un Ijárlaga. Stærstu liðirnir á tekjufærslureikningi, sem fóru fram úr áætlun, voru aðflutnings- gjöld, 738 millj. kr., söluskattur 275 m. kr., tekju-og eignarskattur 200 m. kr. Innflutningsgjald af benzini og gúmmigjald 155 m. kr. og launaskattur 132 m. kr. Nokkr- ir tekjuliðir reyndust lægri en fjárlög gerðu ráð fyrir, einkum þó þrir. Hagnaður af Afengis- og tóbaksverzlun rikisins varð 20 m. kr. lægri en áætlað var, náms- bókagjaldið 19 m., en það var fellt niður á árinu, og álgjaldið var 12 m. kr. undir áætlun fjárlaganna. Innheimta rikistekna hefur fariö hlutfallslega batnandi á siðari ár- um, t.d. voru persónuskattar inn- heimtir að 76,2% árið 1971 á móti 73.8% árið áður, tekju- og eignar- skattur 73.9% á móti 71,4% árið áður og söluskattur 99,1% á móti 98,8% árið áður. Gjöld 1971. Gjöld rikissjóðs skv. rekstrar- reikningi A-hluta reyndust 13.534 m. kr. eða 1742 m. kr. umfram fjárlög ársins 1971 og aðrar sér- stakar beinar heimildir til út- gjalda. Fjárlög ársins námu 11.023 millj. kr. en aðrar heimildir voru 769 m. kr. Af þeirri fjárhæð voru 339 m. kr. vegna nettó hækkunar þeirra tekna, sem markaðar eru ákveðnum framkvæmdum og stofnunum og hafa þvi bein áhrif til hækkunar gjalda. Heimildir til lántöku og sölu eigna til að standa undir ýmsum gjöldum einkum stofnkostnaði námu 430 m. kr. Svonefndir markaðir tekju- stofnar voru um 40 að tölu á árinu 1971. Af þeim var nær fjórðungur að tölu til lægri i tekjufærslu reiknings, en gert var ráð fyrir i fjárlögum. Varð þetta til lækkun- ar á gjöldum um 28 millj. kr. Mestu nam, að framleiðslugjald af áli til Atvinnujöfnunarsjóðs varð 12 m. kr. lægra en gert var ráð fyrir og að aðflutningsgjöld af sjónvarpstækjum, sem renna til Sjónvarpsins, urðu 7 m. kr. lægri en i áætlun fjárlaga. Ýmsir markaðir tekjustofnar reyndust hins vegar hærri en áætlun fjár- laga, og nam það 367 m. kr. Sú hækkun kom sem viðbót við fjár- lagaheimildir og kemur fram i gjaldfærslu reikningsins. Mest munaði um tekjur Vegagerðar rikisins, innflutningsgjald af benzini, gúmmigjald og þunga- skatt, svo og veggjald, er samtals reyndist 232 m. kr. hærri en fjár- lög áætluðu. En innflutningsgjald af benzini og þungaskattur voru hækkuð með lögum nr. 98/1970. Mörkuðu tekjurnar fela i sér lög- boðna gjaldfærslu jafnframt þvi að koma sem tekjur og verða þvi að teljast til hækkunar fjárlaga- heimilda en sú reikningsmeðferð hefur þó i raun og veru ekki áhril' á reksturslega niðurstöðu rikis- sjóðs i þrengri merkingu. Gjaldfærsla, sem er byggð á lántökuheimildum og öðrum sér- stökum heimildum, hefur hins vegar bein óhagstæð áhrif á rekstursniðurstöðu rikissjóðs skv. A-hluta rikisreiknings. Slik- ar beinar heimildir námu eins og áður er sagt 430 m. kr. fyrst og fremst á grundvelli fram- kvæmda- og fjáröflunaráætlana fyrir árið 1971. Af þeirri fjárhæð voru 303 m. kr. til Vegagerðar rikisins: — 61 m. kr. til Lands- virkjunar og jarðvarmaveitna: — 42 m. kr. koma til utanrikisráðu- neytisins til byggingar lögreglu- stöðvar. Til Kleppsspitala og ltann- sóknarráðs rikisins fóru samtals 24 m. kr. Hefðu þessar gjaldfærsl- ur ekki komið til, hefði reksturs- niðurstaða ársins 1971 ekki orðið óhagstæð um 276 m. kr. heldur hagstæð um 154 m. kr. Gjald- færsla á grundvelli lántökuheim- ilda hefur hins vegar ekki áhrif á greiðslujöfnuði. Umframgjöld 1971. Skal ég nú gefa nðkkra heildar- mynd af þessum liðum, sem urðu umfram gjaldamegin. Eins og kunnugt er voru áhrif kjarasamninga rikisstarfsmanna frá i desember 1970 ekki kunn, þegar fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1971 var afgreitt. Talið var, að greiðsluafgangur þess, að fjár- hæð 270 m. kr., mundi nægja fyrir þeim útgjöldum, er leiddu af þessum kjarasamningum, en mikið vantaði á það. Af þeim 823 millj. kr., sem al- menn rekstrargjöld fóru fram úr áætlun fjárlaga var megin hlut- inn, eða 577 millj. kr. aukin launa- gjöld vegna kjarasamninganna. — Það er 307 millj. kr. hærri fjár hæð en gert var ráð fyrir —, þegar reiknað var með þvi, aö greiðslu- afgangur fjárlaga 1971 mundi hrökkva fyrir þessu. önnur umframgjöld, sem mest munar um voru tilfærslur, svo sem til Tryggingastofnunar rikis- ins 245 millj. kr. Til rikisspital- anna 82 millj. kr. m.a. vegna reksturshalla frá fyrri árum. Til flugmála 33 millj. kr. Útflutnings- bætur 132 millj kr. og auknar niðurgreiðslur 463 millj. kr. Ég gat þess i fjárlagaræðu minni i fyrra, að verulegrar óná- kvæmni gætti i fjárlögum fyrir árið 1971 og ber það, sem ég hef nú greint frá, vitni þess að það hefur ekki verið of mælt. Af þvi. sem að framan er rakið sést að með réttu má segja, að þessi vanáætlun á útgjöldum f jár- laganna 1971 hafi verið rúmlega l. 000 m. kr. t fjárlagaræðu minni i fyrra gerði ég ráð fyrir, að útgjalda- aukning rikisins vegna ákvarð- ana fyrrverandi rikisstjórnar gætu numið um 640 m. kr. Nú er i ljós komið, að þetta varð um 3-400 m. kr. meiri en ég gerði þá ráð fyrir. Til viðbótar þessu koma svo óhagstæð áhrif vegna notkunar lántökuheimilda á rekstursreikn- ingi rikissjóðs.sem nema um 430 m. kr. Með þessu reiknaði ég heldurekki i fjárlagaræðu minni i fyrra. Það er þvi ljóst, að um tekjuafgang hefði orðið að ræða hjá rikissjóði á s.l. ári, þrátt fyrir ákvarðanir núverandi rikis- stjórnar um útgjöld vegna al- mannatrygginga og niður- 1963-1972 miðað við 30. sept hvert ár og hlutfallslega breytingu á þessari stöðu frá 1. jan-sept. ár hvert. Þetta yfirlit á að auðvelda áhugamönnum umræður um þennan þátt rikisfjármála en yfirlit þetta er þannig: llreyfing á aðal- Illutfall viðskiptareikningi hreyfingar i Seðiabanka 1. jan. Gjöid af gjöldum Ar til 30. september l'járlaga fjárlaga 1963 -7 38,7 2.052,3 -í- 1,9% 1964 - 258,0 2.516,6 •í- 10,3% 1965 - 344,4 3,302,0 + 10,4% 1966 1- 69,8 3.608,2 + 1,9% 1967 507,7 4.463,5 -4-11,4% 1968 659,3 6,139,8 -í-10,7% 1969 603,3 7,000,6 -4- 8,6% 197(1 473,3 8,187,4 ■4- 5,8% 1971 - 1.222,2 11.023,3 -4-11,1% 1972 - 1.408,5 16.549,6 -5- 8,5% Samtals 1963-1972 5.445.6 64.843,3 -4- 8,4% Saintals 1963-1970 -2.814,9 37.270,4 4- 7,6% greiðslna, ef þessi auknu útgjöld hefðu ekki komið til og jafnvel eru likur til þess að greiðslujöfnuður hefði náðst. Það er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt, að af um- framgjöldum rfkissjóðs á árinu 1971 var meiru ráðstafað af fyrr- verandi en núverandi rfkisstjórn. Þetta sannar rikisreikningurinn fyrirárið 1971 svoaðekki þarf um að deila. Til viöbótar þessu, sem ég nú hef sagt um áhrif ,,Viðreisnar- stjórnarinnar” á rikisreikninginn 1971 vek ég athygli á þvi, að hún hefði ekki frekar en núverandi rikisstjórn komizt hjá þvi að gera ráðstafanir á siðasta hausti, vegna þeirrar verðbólgu, sem hún sjálf hafði safnað til. Svipað og gert var 1. april 1971. En hún hafði ekki gert ráð fyrir þeim gjöldum eða tekjum til þeirra i fjárlögum fyrir árið 1971. Ætti þó öllum háttvirtum al- þingismönnum að vera ljóst hvernig gengið hefði að koma saman kjarasamningum i fyrra- haust ef verðbólguflóðið hefði þá fengið að leika laust. Ég vek einn- ig athygli á þvi að umframtekjur ársins 1971 byggðust að verulegu leytiá þeim mikla viðskiptahalla, sem Viðreisnarstjórnin stóð að á þvi ári. Afkoma ársins 1972. Þá mun ég gera grein fyrir þvi, sem þekkt er nú um afkomu rikis- sjóðs á þessu ári. Það var ljóst þegar I upphafi þessa árs að afkoma rikissjóðs mundi verða erfið fram eftir þessu ári. Þó að endar myndu nást saman i árslokin, svo sem ráð var fyrir gert. Ástæðurnar fyrir þessu eru öll- um augljósar þeim, sem sjá vilja. Þær breytingar á verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga, sem gerð- ar voru á siðasta Alþingi, með breytingum á lögum um tekju- og eignarskatt og tekjustofna sveitarfélaga, urðu til þess að út- gjöld rikisins jukust verulega, þegar i upphafi ársins, en tekjurnar, sem áttu að koma á móti þessum gjöldum, komu ekki að neinu marki fyrr en eftir álagningu tekju- og eignarskatts. Þvi var hvergi lokið fyrr en seint i júli og sumsstaðar ekki fyrr en komið var fram i ágúst. September var þvi fyrstu mánuðurinn. sem innheimta tekjuskatts kemur eðlilega fram. Þegar þessar breytingar eru hafðar i huga þarf engan að undra, þó að staða rikissjóðs við Seðlabankann hafi verið erfið i sumar. Þess má þó einnig minn- ast að ekki var um neina innstæðu að ræða i upphafi ársins til að mæta þessari óhagstæðu greiðslusveiflu rikissjóðs. 1 sambandi við allar þær um- ræður, sem orðið hafa i sumar um stöðu rikissjóðs við Seðlabankann hefur rikisbókhaldið látið mér i té stöðu i aðalreikningi rikissjóðs við Seðlabankann frá og með öll árin hefur staðan versnað á þessu timabili, hlutfallslega mest á árinu 1967, eða um 11,4% af gjöldum fjárlaga, að undanskildu árinu 1966, er hún batnaði sem svaraði 1,9% af gjaldfjárhæð fjárlaga. Að meðaltali versnaði staðan um 8,4% á þessum 9 mán- uðum á árunum 1963 til 1972, en 7,6% á árunum 1963-1970. Meðal- tal áranna 1964-1970 er hins vegar 7,9% og áranna 1964-1972 8,6% Þessi frásögn skýrir, svo að ekki verður um deilt, að viðskipti rikis við Seðlabankann á þessu ári eru ekkert einsdæmi, nema tölulega séð. Hins vegar er sex ár af þessum tiu, sem ég hefi vitnað til, er hreyfingin er óhagstæðari hlut- fallslega en árið i ár, og það er sem næst meðaltali, og flest hin árin er staðan mun óhagstæðari. Hlutfallslegur samanburður við heildarútgjöld fjárlaga er eini raunhæfi og rétti samanburður- inn að minni hyggju á viðskiptum rikissjóðs og Seðlabankans. Ég gat þess hér að framan, að viðskipti við Seðlabankann á þessu ári voru engin einsdæmi, að öðru leyti en þvi, að tölurnar voru hærri. Annað er það sem sker sig úr á þessu herrans ári 1972, sem ekkert á skylt við nokkuð annað ár i sögu Seðlabankans, en það eru umræður blaða og ýmissa þeirra, er komið hafa fram á opinberum vettvangi á þessu ári um þessi viðskipti. Slikar vandlætingaumræður eru einsdæmi i sögunni. Vafalaust gengur þeim, sem þá sagnfræði hafa iðkað gott eitt til, þó stund- um sé erfitt að sjá hið góða i um- ræðu vandlætarans. 1 byrjun ársins gerði hagsýslu- stjóri spá um mánaöarlega greiðsluafkomu rikissjóðs. 1 ljós kemur, að gjöldin hafa orðið 726 m. kr. umfram það, sem spáð var, af þeirri fjárhæð eru 346 millj. kr. vegna ákvörðunar um vegafram- kvæmdir, i samræmi við ákvörð- un vegaáætlunar, en þær voru ekki með i spánni. Þá stafa 340 millj. kr. af meiri niðurgreiðslum en áætlað var, en i ársbyrjun var horfið frá þvi að lækka niður- greiðslur á nýmjólk, eins og ráð var fyrir gert við afgreiðslu fjár- laga, og svo hækkunum á niður- greiðslum i júli sl. Sala á niður- greiddum vörum hefur einnig orðið meiri en ætlað var. Aðrar breytingar frá spá um greiðsluaf- komuna eru um 60 milljónir. Á þessu sama timabili hafa tekjur farið 285 millj. kr. fram úr þvi sem spáð var. Tekjustofnar hafa allir reynzt gefa meira á þessu timabili en áætlað var nema tekju- og eignar- skattur, sem ennþá er 60 millj. kr. undir áætlun. Þess ber hins vegar að geta, að tekjur af aðflutnings- gjöldum hafa reynzt lægri en spáð var þrjá siðustu mánuðina i röð. Þó að i heild séu þær enn aðeins hærri en ráð var fyrir gert. Þegar tekið er tillit til þess, að greiðslum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur verið flýtt umfram það, sem gert var ráð fyrir i spánni, sem nemur um 170 millj. kr. er greiðslujöfnuðurinn óhagstæðari, sem nemur 300 millj. kr. hærri upphæð en ráð var fyrir gert. Mestu munar þar um ákvörðunina um auknar niður- greiðslur. Ég hef látið gera samanburð á tekju- og gjaldahlutfalli miðað við fjárlög eins og það hefur verið i septemberlok árin 1971 og 1972. Kemur þá i ljós, að 1971 voru tekjurnar orðnar 76.3% af áætlun fjárlaga en 68,4% i ár. Útgjöld voru á sama tima orðin 86,1% af fjárlögum 1971, en 77,5% i ár. Mismunurinn liggur i lægra hlutfalli i innheimtu tekju- og eignarskatta, svosem ég hef áður vikið að. Þegar ákvörðun var tekin um útgáfu bráðabirgðalaganna um timabundnar efnahagsráðstafan- ir, var ákveðið að mæta þeim, með þvi að draga úr áætluðum út- gjöldum rikissjóðs allt að 400 millj. kr. Þessi upphæð var þó m.a. ákveðin með hliðsjón af þvi sem áður hafði verið gert og ég hef þegar skýrt frá. Það er að hverfa frá lækkun á niðurgreiðsl- um á mjólk og hækkunar á elli- launum. Aður en ákveðið var að lækka þannig útgjöldin hafði verið haft samráð við einstök ráðuneyti um möguleika til að draga úr útgjöld- um án þess að það hafði áhrif á framkvæmdahraða við viðkom- andi framkvæmdir eins og mál stóðu þá. 1 aðalatriðum skiptist þessi niðurskurður þannig: Gert er ráð fyrir að fella niður greiðslu til Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs, 100 millj. kr. Þessa til- lögu lagði ég fyrir fund stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs og mætti hún skilningi og velvilja stjórnarmanna. Það skal tekið fram, að sjóðurinn mun eftir sem áður greiða framlag sitt til Bygg- ingasjóðs rikisins. útgjöld á veg- um menntamálaráðuneytisins lækka um 100 millj. kr, Heilbrigðismálarn. ca.60m.kr. Samgönguráðuneytiðca. 30 m. kr. Félagsmálaráðuneytið ca.30m. kr. Fjármálaráðuneytið ca.20m.kr. Ýmisleg útgjöld lækka um ca. 50 millj. kr. A þessu stigi málsins verður ekki fullyrt, hvortþessu takmarki verður náð að fullu. — En ég geri mér vonir um, að ekki verði langt frá þvi. Auðvitað þarf fjárveitingu siðar til þeirra verka, sem nú eru látin ógerð, en svo má og um alla hluti segja, er fé þarf að veita til á vegum rikisins. Hvort tekst að ná hallalausum rikisbúskap á þessu ári skal ég engu spá um. Ég hef hér að fram- an sagt frá ástandi og horfum rikisbúskaparins fram til septemberloka, en læt öðrum eft- ir að spá, hver endanleg útkoma á fjárhag rikissjóðs verður á þessu ári. Fjárlagafrv. 1973 Þá er ég kominn að þvi að gera grein fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1973. 1 upphafi máls mins vil ég taka það fram, að leit- azt er við, að áætla tekjur og gjöld i sem beztu samræmi við heimild- ir um liklega þróun á komandi ári. Miðað við þær forsendur, sem lagðar eru til grundvallar við samningu þess. Ég vek einnig at- hygli á þvi, að kappkostað er með þessu f járlagafrum varpi, að vinna að efnahagslegri og félags- legri uppbyggingu i þjóðfélaginu með skipulegum hætti og með svo miklum hraða, sem skynsamlegt og framkvæmanlegt getur talizt. Við undirbúning þessa fjár- lagafrumvarps lá fyrir sundurlið- uð greinargerð frá nokkrum ráðuneytum um einstakar fram- kvæmdir og er það nýmæli. Sá undirbúningur mun gera starf Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.