Tíminn - 24.10.1972, Side 10
10
TÍMINN
Þriöjudagur 24 október 1972
Þriðjudagur 24 október 1972
TÍMINN
Lillcstrand rckur leið flöskunnar frá Norðurpólnum til Islands fyrir fréttamann Timans.
Timamynd: Gunnar.
Er hægt að sjá frá
París til Ameríku?
Bandarískur vísindamaður og heimskautafari í heimsókn
t s.l. viku var staddur hér á
landi bandariskur heimskauta-
fari, Robert Lillestrand að nafni.
Hann er að því leyti meiri afreks-
maður en flestir, að hann er þriðji
maðurinn i sögunni, sem bæði
hefur dvalizt á Norður-Grænlandi
og á Norðurheimskautinu, og það
meira aðsegja oftar en einu sinni.
Forverar hans eru aðeins Robert
Peary og hinn blakki aðstoðar-
maður hans, Matthew Henson.
Þeir fóru til N-Grænlands i mai
aldamótaárið siðasta, og á
Norðurpólnum voru þeir i april
1909.
Eins og nafnið bendir til, er
Lillestrand norrænn að kyni.
Nafnið er heiti á bæ forfeðra hans
á Mæri i Noregi, sem nú er i eyði.
Þvi má skjóta hér inn, að tvær
bæir á Islandi munu bera þetta
sama nafn, Litla-strönd i Mý-
vatnssveit og á Rangárvöllum.
Lillestrand er mjög stoltur af
uppruna sinum og skyldleika við
hina fornu landkönnuði okkar og
hefur mikinn áhuga á landa-
fundasögu þeirra.
Nyr/.ta land jaröar
Fréttamaður Timans átti við-
ræður við Lillestrand, er hann
dvaldist hér sem áningarfarþegi,
en dvölina notaði hann m.a. til að
skjótast austur á land til að sjá
með eigin augum þann stað, sem
stendur i beinu sambandi við
heimskautaleiðangur hans árið
1967. Að visu var hann ekki for-
ingi hópsins, heldur yfirmaður
allra mælinga.
Robert Lillestrand starfar við
visindastofnun i Minneapolis,
Minnesota. Starf hans byggist á,
hvernig nota megi tölvur við
myndatækni ýmiss konar, t.d. við
myndatökur af eldgosi, þar sem
sjá mætti breytingarnar frá sek-
úndu til sekúndu. Eins er þessi
tækni notuð við krabbameins-
rannsóknir af ýmsu tagi. Þar
nemur tölvan strax hina minnstu
breytingu. Störf hans eru einnig á
sviði N.A.S.A., bandarisku geim-
ferðastofnunarinnar.
Hann var þátttakandi i tveim
ferðum til Norðurpólsins, 1967 og
’69 og foringi i tveim leiðöngrum
til N-Grænlands, 1968 og ’69. Til-
gangur þessara ferða var að
mæla dýpið og kortleggja botn-
inn, svo og staðsetningar, gerðar
eftir himintunglum.
Merkasti árangur visindastarfs
hans er vafalaust að sanna að
nyrzti staður jarðar á landi er
ekki þar, sem gömlu landkönnuð-
irnir töldu hann vera, þ.e.a.s.
Morris Jessup höfði, heldur
Kaffiklúbbsey, sem er um 30 km
austar og 800 m norðar.
Peary sá eyna fyrstur 1909, en
Danir gáfu henni nafn. Hinn frægi
visindamaður Lauge Koch sá
hana a ferð sinni um N-Græn-
land 1921. Við komuna til Kaup-
mannahafnar að henni lokinni
ákvað hann að nefna eyna i höf-
uðið á kaffifélaginu við jarðfræði-
stofnun háskóians. Kaffiborðið er
enn til, og skoðaði Lillestrand það
m.a. á ferð sinni um Evrópu nú.
Það verður nú að teljast mikil-
vægara en áður, þar eð eyjan er
orðin mikilvæg i landafræðinni.
Tilvera þessarar eyjar var
mikið deiluefni, þar eð hún sést
mjög illa úr fjarlægð nema
hillingar hjálpi til. Þetta gaf okk-
ur tækifæri til rökræðna og athug-
ana á, hve langt megi sjá, e.t.v.
frá Evrópu til Ameriku, eins og
lesa má um i lok þessarar
greinar.
1 lokin benti Lillestrand á, að
hann hefði lokið verki Eiriks
rauða, er hann fann Grænland.
— Eirikur fann landið og suður-
odda þess, en nú hef ég loks stað-
sett nyrzta blettinn, sagði hann og
brosti.
Fundið flöskuskeyti
frá Noröurpólnum.
I nóvembermánuði 1968 var
ungur maður frá Borgarfirði
eystra, Árni Sveinsson að nafni,
að ganga við fé i Breiðuvík, sem
er sunnan Borgarfjarðar, en næst
norðan Húsavikur. 1 þessari ferð
fann hann flösku, sem hafði að
geyma skeyti frá Norðurpólnum,
er að var gáð. Fundur þessi þótti
mjög forvitnilegur, ekki sizt
vegna þess, hve stuttur timi leið
frá þvi hún var skilin eftir þar til
hún fannst, eða aðeins eitt og
hálft ár.
Flaskan lá um 100 metra frá
sjó, og telur Árni, að hún hafi get-
að verið búin að liggja þar i tvo
mánuði eða meira. Liklegasti
timinn á komu hennar til landsins
er þvi vorið eða sumarið 1968.
Ferðir flöskunnar verða þvi at-
hyglisverðari, sé þess gætt, að
Hér má sjá leifar herstöövarinnar á Strauninesi. Skyldi Eirikur rauði hafa verið forveri hermannanna á þessum stað eða á öðrum vestfirzkum
fjöllum, eins og t.d. Drangajökli, sem leiðin heim til hans lá yfir, og séð þaðan til Grænlands? Timamynd Gunnar.
árin 1967 og 1968 voru mikil ísaár •
hér við land. 'vekur þetta þvi
spurningar um, hvort isinn, sem
þá lá við landið, hafi verið hingað
kominn beint frá Norðurpólnum.
Það eru óneitanlega sterkar
likur, sem benta til, að flaskan
hafi borizt á land á sama isjakan-
um og hún var upphaflega látin á.
Flaskan skilin eftir —
— frásögn Lillestrands
— 1 kanadiska rannsóknarleið-
angrinum til Norðurheimskauts-
ins sem gerður var út árið 1967,
báðu nokkrir loftskeytamenn i
stöð á auðnum Norður-Kanada
einn þátttakandann að taka með
sér flösku, sem þeir höfðu lagt
nöfn sin i, og skilja hana eftir á
pólnum. Þetta var auðsótt og
þegar flugvél fór til að sækja sið-
ustu mennina út á isinn hinn 13.
mai, var 'flaskan skilin eftir.
Búðir okkar voru i ca. 50 km fjar-
lægð frá pólnum á þessum tima,
en lent var ca. 6 km frá pólnum,
siðustu mælingar gerðar og flask-
an lögð á isinn með beztu kveðju.
Eins urðu þar eftir 6 eða 7 tómar
rauðmálaðar benzintunnur, sem
allar voru merktar. Á pólnum
sjálfum var áður búið að sökkva
tæki, sem gaf frá sér merki, til að
gera staðsetningar eftir. Var þvi
hægt að fylgjast mjög nákvæm-
lega með isrekinu.
Enginn átti von á, að flaskan
myndi finnast. Mestar likur voru
til þess, að hún klemmdist milli
jaka og brotnaði. Ef hana ræki
suður með Grænlandi, var hætt
við, að hana bæri að landi i
óbyggðum A-Grænlands, og hún
gat einnig lent á eilifðar hringferð
i N-lshafinu.
Þar sem burðarþol flugvélanna
var takmarkað, urðum við að
skilja eftir i búðunum allt, sem
við gátum án verið. Þær stóðu á
ársgömlum is, sem var aðeins
fjögurra feta þykkur, og myndi
þvi bráðna fyrr en ísinn, sem
flaskan var á, en hann var um 20
fet á þykkt!
Isinn tak þarna um 2 sjóm. á
dag i stefnu 20 gráður vestan við
suður. Með svipuðum hraða ætti
flaskan að hafa konxizt suður
fyrir 80. gráðu n.br. á einu ári.
Þar eykst hraðinn, og mun ekki
fjarri lagi að áætla hana reka 10
sjóm. á dag eftir það, þvi getur
það vel staðizt, að hún hafi i júni
1968 verið komin suður i Breiðu-
vik, þar sem hún svo fannst i
nóvember sama ár.
Sá Eirikur rauði
til Grænlands
af bæjargötunni?
Áður er á það minnzt, hve illa
heimskautaförum hefur gengið
að sjá Kaffiklúbbsey, án þess að
hillinga nyti. Þetta ól af sér rök-
ræður um, hve langt mætti sjá
eftir reglum stærðfræðinnar, og
þegar hillingar eru, má vitanlega
sjá mun lengra. Hillingar eru
algengar á norðurslóðum, eins og
flestir Islendingar þekkja. Þeir
eru ófáir, sem séð hafa Landeyjar
hilla uppi, eða þá eyjarnar á
Breiðafirði. A söndunum norður
af Herðubreið eru einnig geysi-
miklar hillingar i björtu veðri, og
telja margir sig hafa séð Mývatn
með öllum sinum eyjum þar.
Lillestrand kenndi mér formúlu
til að nota við að reikna út, hve
langt mætti sjá. Þar sem hans
tömustu mælieiningar eru milur
og fet, mun ég halda þeim hér, en
færa niðurstöðurnar til okkar
vegar. Hvergi er tekið tillit til
þeirrar hjálpar, sem orðið gæti að
hillingum.
Formúlan er þannig, að sé^
kvaðratrótin af hæð fjallsins i
milum margfölduð með 90, •
kemur út sú vegalengd, sem sjá
má viðkomandi fjall úr af sjó.
Þess skal getið strax, að ensk
mila telst vera 1609 metrar.
Þannig má sjá míluhátt fjall, eins
og t.d. Eyjafjallajökul (1666 ^m
úr 90 milna fjarlægð eða ca. 150
km.
Sverrir Þór skipstjóri sagði
mér, að landsýn á öræfajökul,
væri ca. 120 sjómilur, e.t.v.
Texti:
Erlingur Sigurðsson
meira. Þetta fer mjög nærri for-
múlu Lillestrands.
Þá er bezt að athuga stærð-
fræðilega möguleika þess, að sjá
megi frá Evrópu til Ameríku, frá
Islandi til Grænlands.
Dæmið sannað.
Drangajökull er 925 metra hár.
Þar sem stytzt er yfir Grænlands-
haf er vegalengdin 287 km. Rétt
þar á móti er Gunnbjarnarfjall,
sem er tæplega 3700 m hátt.
Til að einfalda málin við breyt-
inguna i enskar milur köllum við
Drangajökul 0,6 milna háan og
Gunnbjarnarfjall 3,2 mílur á hæð.
Kvaðratrótin af 0,6 er tæplega
0,8, og rótin af 3,2 ca. 1,8. Þegar
þessar tölur eru margfaldaðar
með 90, eins og formúlan segir,
kemur út að Drangajökul má sjá
úr 72 milna fjarlægð eða 115 km,
en Gunnbjarnarfjall sést úr 162
milna fjarlægð eða ca. 260 km.
Bein sjónlina á milli fjallanna er
þvi 375 km, áður en bunga jarðar
skyggir á. Fjöllin eru að sjálf-
sögðu ekki alveg við ströndina, en
fjarlægðin þeirra i milli nemur
vart meira en 350 km. Þvi fær
þetta dæmi vel staðizt. (Þess skal
getið, að samkvæmt siðari upp-
lýsingum er Gunnbjarnarfjall
hærra, eða um 4000 m).
Eirikur rauði hafði þvi alla
möguleika á að sjá til Grænlands
af bæjargötunni heim til sin, en
hann átti fyrst bú á Dröngum, og
leiðin þar i milli og Djúps liggur
yfir Drangajökul.
Á svo löngu færi er að sjálf-
sögðu erfitt að greina hluti, sama
þótt um stór fjöll sé að ræða.
Fornmenn höfðu heldur enga
sjónauka til að nota. Þvi getur
ekki hafa verið um sýn að ræða
nema i bezta skyggni, en þó að
ekki sjáist landa á milli er enginn
vandi fyrir kunnuga og athugula
menn að sjá það á skýjum, hvort
land er undir eða haf. Skýja-
myndirnar segja ótvirætt til um
það. Er ég hafði samband við
Hjálmar R. Bárðarson, en hann
mun einna kunnugastur allra á
Drangajökli, og sá er þar hefur
dvalizt lengst, sagðist hann ekki
álita sig nokkurn tima hafa séð
landa i milli, en eigi að siður væri
alls ekki óhugsandi að svo mætti
gera. Ef einhver er sá, sem álitur
sig hafa séð þessa leið, er hann
beðinn að hafa samband við blað-
ið.
Sést milli Fær
eyja og íslands?
Þegar hér er komið sögu, fer
maður að hugleiða, hvort sjá
megi landa i milli alla leið frá
Evrópu til Ameriku. Þvi verður
til að svara, að á milli Islands og
Færeyja er of langt, til að bein
sjónlina fáist milli hæstu fjalla.
Vegalengdin er um 430 km, en má
ekki vera nema rúmjega 300 km
til að kúla jarðar skyggi ekki á.
Hér verður þvi hilling að koma til,
eða skýjamyndanir, sem greina
má yfir landi. 1 þessu sambandi
er vert að minnast sögunnar af
Flóka og hröfnunum, en þar er
þess þó getið, að hrafninn, sem
sleppt var i miðið, hafi hvergi séð
til lands, og þvi setzt aftur á
skipið. Hinir flugu aftur um skut
sá fyrri og fram um stafn hinn
siðari. Þá vissi Flóki af landi
fram undan. Fugl, sem er i
100—200 metra hæð sér til muna
lengra en fugl á sjó og gæti þetta
þvi auðveldlega hafa dugað
hrafninum.
Leiðin milli Færeyja og Islands
er þvi eini kaflinn á milli Evrópu
og Ameriku, þar sem ekki sést
milli landa samkvæmt reglum
stærðfræðinnar. Frá Grænlandi á
að sjást til Ellesmere eyjar og
eins á að sjást á milli Færeyja og
Hjaltlands. Þaðan er svo auðvelt
að rekja sig til meginlands
Evrópu og Parisar þar með, og er
þá komið i eina af miðstöðvum
gamla heimsins. Þessi sjónhend-
ing er rakin fyrir þá, sem aðeins
fara til staða, sem sjást, en sú
mun raunin hafa verið með forn-
menn, flesta aðra en þá, sem
lentu i hafvillum, eins og raunar
er getið. Eins er ekki ósennilegt,
að ibúar eyjanna hafi tekið eftir
flugi farfugla haust og vor og vit-
að af þvi, að land væri að finna i
norðri.
Grein þessi ber yfirskrift þess
efnis, hvort hægt sé að sjá frá
Paris til Ameriku. Með þvi að
fara landleiðir er aðeins eitt sund,
sem ekki fæst sjónlina yfir, þ.e.
milli Islands og Færeyja, en frá
Evrópu til Ameríku, þ.e. frá Is-
landi til Grændlands, á að mega
sjá. Þvi er hér slegið fram þeirri
hugmynd, að fundir Grænlands
og Vinlands hafi orðið með þeim
hætti, sem áður er á minnzt, að
sjá megi á milli nálægustu staða
þessara landa, eða þá að hafa
megi landsýn til beggja átta af
miðjum sundunum á milli, Græn-
landshafi og Daviðssundi. Löndin
þurfa alls ekki að hafa fundizt upp
úr hrakningum skipa, eins og frá
er sagt i sögum, og enda þótt
siglingatækni fornmanna hafi
verið meiri en flestir gera sér i
hugarlund, sigldu þeir mest með
ströndum fram, þar til fsland
fannst, og hættu sér sjaldan úr
landsýn.
Ilcr má sjá Robcrt Lillestrand og félaga hans úr heimskauta-
leiðangrinum við snjóhús á Norðurpólnum. Eskimóinn hafði einkum
þann starfa i leiðangrinum að byggja snjóhús yfir mælitæki þau, sem
sizt máttu verða fyrir hnjaski.
Þessar benzintunnur voru skildar eftir á sama stað og flaskan, sem um er rætt í greininni, ásamt
fleira dóti. Þetta var um 6 km frá pólnum. E.t.v. hefur einhver þeirra borizt upp að ströndum tsiands.
Hafi einhver fundið tunnu, sem komin gæti verið frá þessum leiðangri, er sá hinn sami beðinn að liafa
samband við Timann.
Robert Lillestrand og Árni Sveinsson á staðnum, þar sem flaskan fannst, — Breiöuvik i N-Múl.