Tíminn - 24.10.1972, Page 16

Tíminn - 24.10.1972, Page 16
TÍMINN þriöjudagur 24 október 1972 Í6 ’ - liðið var heppið að ná jafntefli gegn Valsliðinu, sem er í öldudal Hitt og þetta um hand- knattleik Þrjú lið eru nú jöfn að stigum i Reykjavikurmótinu i handknattleik, en liðin eru Fram, Vlkingur og KR, sem skipa efstu sætin i mótinu. Staðan: Fra m 5 4 (1 i 72-51 8 Vik. 5 3 2 u 66-54 8 KR (i 4 0 2 72-62 8 Valur 4 2 1 1 49-4(1 5 Arm. 5 2 1 2 61-54 5 Þróttur 4 1) 2 2 44-49 2 ÍR 4 1 U 3 45-53 2 Fylkir 5 0 0 5 34-80 U Markhæstu menn Axel Axelsson Fram 31(15) Einar Magnúss.Vik. 22(17) Björn Jóhanness. Arm 19 (5) Björn Péturss. KR 18 (6) Lék i vörn Það vakti athygli áhorfenda á sunnudagsk völdið að Vil- hjálmur Sigurgeirsson, IR, lék eingöngu i vörn gegn Ármanni og hann stóð sig vel. Astæðan fyrir þvi að Vilhjálmur lék ekki i sókn, er að hann meiddis.t á fingri i 1. flokks- leik daginn áður og gat þar af leiðandi ekki gripið knött- inn að ráði. Voru svangir Mjög broslegt atvik, kom fyrir Þórarin Tyrfingsson handknattleiksmann úr 1R, þegar hann lék með liði sinu æfingarleik gegn FH i firðinum á föstudagskvöld. Hann fór með skrinukost með sér til Hafnarfjarðar — voru það þrjú epli. Þegar hann ætlaði að fara að gæða sér á eplunum eftir æfingaleikinn kom hann að tómu. Það var búið að borða eplin hans og eingöngu voru eftir kjarnarnir, lagðir mjög snyti- lega i plastpoka Þegar Þórarinn fór að grennslast um, hvað hafði komið fyrir eplin sin, frétti hann að FH-ingarnir Þórarinn Ragnarsson, Viðar Simonar- son og Ólafur Einarsson hafi verið að narta i þau, á meðan á æfingaleiknum stóð. Þegar Þórarni voru sögð tiðindin, þá varð honum að orði: ,,Að éta, það er eina sem þeir geta, en að vinna, það er heldur minna.” SOS. Nú cr erfitt að stöðva Vikings- liðið I Reykjavikurmótinu i hand- knattleik, eftir að liðið gerði jafn- tcfli 13:13 gegn Val á sunnudags- kvöldið, er liðið oröið sigur- stranglegasta liðið I Rcykjavik- urmótinu. Vlkingsliðið er nú eina liðið, sem er taplaust I Rcykja- vikurmótinu, var heppið að vinna Val á sunnudagskvöldið — Vals- menn, sem eru núverandi Reykjavikurmeistarar, fóru illa að ráði sinu, þegar þeir mættu Viking. Þeir höfðu yfir 13:11, þeg- ar tæpar tvær minútur voru til leiksloka, og voru þá með knött- inn, en á óskiljanlegan hátt, missti hinn leikreyndi landsliös- inaður Vals, ólafur Jónsson knöttinn og i þokkabót var hann rekinn af leikvelli, fyrir það að rcyna að tcfja leikinn. Vikingarn- ir léku þvi einum fleiri i lok leiks- ins og náðu að jafna, við mikinn fögnuð áhorfenda. Það er greinilegt, að það er eitt- hvað meira en litið að hjá Vals- liðinu um þessar mundir — liðið sýnir ekki þann handknattleik, sem það hefur sýnt undanfarin ár. Maður hefur það á tilfinning- unni, að landsliðsmenn Vals, séu orðnir leikleiöir. — Það er varla hægtað þekkja þá sem sömu leik- mennina, sem léku i fyrra. Aftur á móti eru leikmenn Vikings, mjög friskir og verða betri með hverjum leik — með þessu áfram- haldi, verða þeir ekki auðunnir i vetur. Valsmenn tóku forustuna i leiknum gegn Viking og eftir nokkrar minútur, var staðan orðin 3:1 fyrir þá — Vikingsliðinu tókst að jafna og komast yfir, með marki frá „villimanninum” Magnúsi Sigurðssyni. Valsmenn jafna 5:5 og komast yfir, en Vikingar jafna aftur og þegar fyrri hálfleik lauk, var staðan 7:7. Bergur Guðnason og Gunnsteinn Skúlason koma svo Valsmönnum yfir 9:7 á fyrstu min. siðari hálf- leiks og þeir eru með tveggja marka forskot, þegar tæp min. er til leiksloka og er leikurinn þá kominn á suðupunkt. Valsmenn eru i sókn — þegar Ólafi Jónssyni, verður á ljót skyssa, sem kostaði Valsliðið sigur og jafnframt þvi, að þeir eru nú búnir að missa af strætisvagninum i Reykjavikur- mótinu. Ólafur lét reka sig af leikvelli fyrir brot, sem hann gat alveg sleppt — eftir að hann hafði misst knöttinn, reyndi hann að ná honum aftur og halda honum. Fyrir það var honum visað af leikvelli og Vlkingsliðið fékk knöttinn við mikinn fögnuð áhorf- enda, sem voru greinilega á bandi Vikings, en það vill oft verða svo- leiðis, þegar liö mæta sér sterkari liðum. Magnús Sigurðsson skorar tólfta mark Vikings og 32. sek. fyrir leikslok skorar Guðjón Magnússon, jöfnunarmarkið úr hraðupphlaupi. Vikingsliðið var mjög skemmtilegt i leiknum og heppnaðist sóknarleikur liðsins, mjög vel og þegar storskyttur liðsins, Einar Magnússon, Guðjón og Magnús ná sér upp, er erfitt að stöðva þær. Með þessu jafn- tefli eru möguleikar Vikings orðnir miklir i mótinu — Vikings- liðið á eftir tvo leiki gegn 1R og Armanni. Framliðið, sem er eina liðið, sem getur náð jafn mörgum stigum og Vikingur i mótinu, á eftir að leika gegn Val, en sá leikur getur orðið liðinu erfiður. leiknum og leiddi hann framan af — liðið hafði 8:6 yfir i hálfleik, en i siðari hálfleik tókst liðinu aðeins að skora tvö mörk, Jóhannes Gunnarsson og Bjarni G. Hákonarson, og dugðu þau liðinu ekki til sigurs. Björn Jóhannesson skoraði aftur á móti fjögur mörk og Vilberg Sig- tryggsson eitt ,og þessir beztu menn Ármanns færðu liöi sinu sigur. KR-liðið var lengi að átta sig á nýliðunum Fylkir. KR-liðið, sem hefur sýnt svo ójafna leiki i Reykjavikurmótinu, var lengi að koma sér á skrið gegn Fylki. Þegar fyrri hálfleik lauk, var staðan aðeins 6:4 fyrir KR, en með sex fyrstu mörkunum i siðari hálfleik (12:4), fundu KR-ingar sig og eftir það var enginn vafi á, hvort liðið var betra og lokatölurnar urðu 16:8. Með þessum sigri er KR-liðið orðið jafnt Vikingsliðinu og Fram að stigum, en öll liöin eru með átta stig — KR-liðið, sem á aðeins eftir einn leik i Reykja- vikurmótinu, hefur litla mögu- leika á að sigra mótið. SOS . Hér á myndinni, sést Agúst Sva varsson, stökkva hátt upp, fyrir framan Armannsvörnina og senda knöttinn i netið. (Timamynd Gunnar) Sigurður gefur ekki kost á sér Samkvæmt upplýsingum, sem iþróttasíðan hefur aflaö sér, hefur Sigurður Jónsson ná ákveðið að gefa ekki kost á sér við formannskjör á ársþingi HSÍ, sem háð verður n. k. laugardag, en eins og kunnugt er hafði Sigurður ákveðið að vera i framboði að áskorun forustumanna handknatt- leiksmála úr félögum, aðal- lega i Reykjavik. Verður þvi Einar Mathiesen að öllum likindum einn i framboði. Ekki er talið óliklegt, að Sigurður gefi kost á sér i stjórn HSl, þvf að sennilega mun hann taka við for- mennsku i handknattleiks- deild Vikings. Reykjavíkurmótið í handknattleik: Víkingsliðið nálgast Reykjavíku rmeistaratitilinn Þórarinn Tyrfingsson Ármannsliðiö sigraði IR í jöfnum leik. Björn Jóhannesson átti mjög góðan leik með Armannsliðinu, þegar það sigraði 1R á sunnu- daginn. Hann skoraði sex mörk og var aðalmaðurinn i spili Ármanns. IR-liðið tók forustu i ólafur Jónsson, sést hér stökkva inn I vitateig Víkings og skora. ólafi varö á skissa i leiknum gegn Viking, þegar hann lét visa sér af leikvelli, fyrir brot, sem hann gat vel sleppt — brottför Ólafs, af leik- velli, kostaði Valsliðið sigur. Timamynd Gunnar)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.