Tíminn - 24.10.1972, Síða 20
i Sundahöl'n í fíær. Mi'/.ac t.v. of> Kdisto t.h. A milli þcirra sést hvar Soulhwind kemur til hafnar.
ísbrjótarnir komnir til hafnar
400 manns voru tepptir í ísnum
JGK-Reykjavik
Eins og l'ram hefur komið i
fréttum, lentu tveir bandariskir
isbrjótar og eitt rannsóknaskip i
miklum hrakningum i is um 700
milur norður af tslandi. Skipin
eru nú komin heilu og höldnu til
Reykjavikur og lögðust að
bryggju i Sundahöfn um tvöleytið
i gær.
bað var upphaf þessa máls að
rannsóknaskipið Mizar festist i
isnum, þar sem það var i rann-
sóknaferð. Var þá isbrjóturinn E-
distosendur á vettvang til aðstoð-
ar, en tókst ekki betur til en svo
að hann festist lika. Þá var annar
isbrjótur Southwind sendur til
hjálpar, en allt fór á sömu leið.
Var þriðji isbrjóturinn ferðbúinn
norður á bóginn, þegar fregnir
bárust um að skipin hefðu losnað.
Varð það með þeim hætti, að
hreyfing komst á isinn, svo þau
losnuðu úr klemmunni. Nokkrar
skemmdir höföu þá orðið á
Edisto, skrúfa brotnað o.fl. og
þurfti að draga hann til hafnar.
Var þá Mizar búinn að liggja i
isnum i heila viku. Skipin lögðu af
stað til íslands að kvöldi sunnu-
dagsins 15. okt. og hafa þvi verið
átta daga á leiðinni. Samtals voru
á skipunum þrem um 400 menn.
Blaðamenn fengu að fara um
borð i Edisto i gær og lýstu
kafteinar isbrjótanna stuttlega
atburðarásinni i isnum. Voru þeir
að vonum ánægðir yfir að vera
komnir til hafnar, eftir langa og
erfiða útivist. Viðdvölin verður þó
ekki löng, þvi að skipin munu
leggja upp á miðvikudaginn til
Bandarikjanna.
Þess má geta til gamans að
Edisto hefur fyrr komizt duglega
i hann krappan. f leiðangri til
Suðurskautsins snemma árs 1961
lenti skipið i fádæma ofviðri, eða
90 hnúta vindi og hlóð á sig 600
tonnum af is. Mönnum til
glöggvunar skal bent á tólf vind-
stig eða fárviðri eru 64 hnútar, en
hærra er ekki mælt hér á landi.
JAV.V/.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAV.’.V.VV.VVV.V.V.V.V.V.V.VAV.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V,
| Fríður á næsta leifi?
Kissinger á heimleið frá Saigon
NTB-Paris, Washington og
London
Aðilar Vietnamstyrjaldar-
innar munu innan skamms
gera með sér samkomulag um
vopnahlé og er það liður i
lausn deilunnar i áföngum.
Þetta var haft eftir hlutlaus-
um vietnömskum heimildum i
Paris i gær. Allt bendir til
þess, að vopnahléð verði til-
kynnt rétt um forsetakosn-
ingarnar i Bandarikjunum
hinn 7. nóvember.
Þá sögðu heimildirnar, að
bandariskir striðsfangar yrðu
látnir lausir i hópum og yrðu
sennilega allir komnir heim
fyrir jól.'í staðinn eiga Banda-
rikjamenn að hætta loftárás-
um á N-Vietnam, opna höfnina
i Haiphong og öðrum hafnar-
borgum N-Vietnam, sem lok-
að var með tundurdufla-
girðingum i sumar.
Fulltrúar N-Vietnama i
Paris staðfestu i gær, að
mögulegt væri að Vietnam-
deilan væri að leysast, en þeir
sögöu, að Bandarikjamenn
tefðu þó fyrir samningum. N-
Vietnamar hafa haldið fast við
svartsýni sina og telja sér-
fræðingar i Paris, að þessi
svartsýni á yfirborðinu sé að-
eins liður i samningatækni N-
Vietnama. Þeir muni senni-
lega halda fast við hana allt
þar til tilkynnt verður opin-
berlega um vopnahléð.
Það, sem nú er efst á baugi i
friðarviðræðunum i Paris, er
krafa Bandarikjamanna um
tryggingu fyrir þvi að N-Viet-
namar og þjóðfrelsishreyfing-
in muni efna það loforð sitt að
nota ekki tækifærið til að
neyða kommúnistastjórn upp
á S-Vietnama um leið og
kommúnistar fá að taka þátt i
stjórnmálalifi landsins.
Bjartsýni i Washing-
ton
Hinir góðu spádómar frá
Hanoi og n-vietnömskum
diplómötum i Peking um að
friður sé á næsta leiti, hafa
vakið mikla bjartsýni i
Washington.
Kissinger var i gærkvöldi á
leið heim frá Saigon, eftir að
hafa rætt við Thieu forseta og
skroppið til Pnom Penh i
Kambódiu. Hann mun gera
Nixon grein fyrir viðræðun-
um, þegar forsetinn kemur
heim i dag úr kosningaferða-
lagi um New York. Banda-
riskar heimildir i Saigon
segja, að allheitt hafi verið i
kolunum, stundum, þegar þeir
Kissinger og Thieu ræddust
við.
Fjölmiðlar i Bandarikjun-
um halda þvi fram, að þau
mál, sem enn eigi eftir að
leysa, séu þess eðlis, að aðeins
Nixon geti tekið afstöðu
Thieus íorseta við bráða-
birgðalausn, sem er i þvi fólg-
in að komið verði á sam-
!■■■■■■■■■■■■■!
>■■■■■■!
steypustjórn með þátttöku
kommúnista og þjóðfrelsis-
hreyfingarinnar.
Hin virtu timarit Newsweek
og Time segja bæði, að samn-
ingar hafi náðst milli Banda-
rikjanna og N~Vietnam og sé
vopnahlé fyrsta skrefið i lausn
deilunnar. Newsweek segir,
að Frakkar eigi að sjá um að
aðilarnir haldi samninginn,
sem innihaldi m.a. vopnahlé
og að öllum striðsföngum
verði þegar sleppt.
Friðarvonin
hækkar dollarann
Vonin um að friður sé að
komast á i Vietnam, varð i
gær til þess að gengi dollarans
hækkaði allmikið og er nú
hærra i Evrópu en nokkru
sinni siðan i febrúar. 1 kaup-
höllum i Evrópu var geysileg
eftirspurn eftir dollurum og
eftir þvi sem hún jókst, hækk-
aði hann i verði.
■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■ i
■ ■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■
Fjórðungur þingfulltrúa skilaði auðu
TK-Reykjavík
Flokksþing
Alþýðuflokksins, sem haldið
var um helgina, samþykkti að
stefna að stofnun kosninga-
bandalags með Samtökum
frjálslyndra og vinstri maniia.
Var rætt um þetta kosninga-
bandalag sem nýjan flokk i stil
við uppbyggingu Vcrka-
mannaflokksins brezka,
þannig að bæði Alþýðu-
flokkurinn og Samtökin
myndu seni slik starfa áfram,
þar til annað kynni að veröa
Akveðið á næsta kjörtimabili.
Samþykkt var, að tvo þriðju
liluta atkvæða þyrfti á auka-
flokksþiugi flokksins til þess
að sanivinnan yrði endanlega
samþykkt.
Stjórn Alþýðuflokksins var
endurkjörin, en fjórðungur
þingfulltrúa skilaði auðu við
formannskjör, þar sem Gylfi
Þ. Gislason, var einn i kjöri.
Hlaut hann 95 atkvæði, en 33
seðlar voru auðir. Benedikt
Gröndal, var kjörinn varafor-
maður með 100 atkvæðum, en
26 seðlar voru auðir. Eggert
hlaut 101 atkvæði, sem ritari,
en 25 seðlar voru auðir.
Jón Þorsteinsson var foringi
andófsmanna á flokks-
þinginu. * Vildi hann og hans
liðsmenn taka af vafa um, að
ekki væri stefnt lengra en að
kosningabandalagi, og jafn-
framt að viðræðum við
Samtökin yrði hætt, ef ekki
hefði tekizt samkomulag um
kosningabandalag fyrir 1.
september 1973. Þessi tillaga
Jóns var felld með 87 at-
kvæðum gegn 41, en einn seðill
var auður.
1 ályktunum um varnarmál
kvað nú við nýjan tón hjá
Alþýðuflokknum, og var
ályktað, að rannsaka þyrfti,
hvort Island gæti orðið
óvopnuð eftirlitsstöð í sam-
bandi við öryggisbandalag og
hvort Islendingar geti með
fjárhagslegri þátttöku At-
lantshafsbandalagsins, komið
upp sveit fullkominna
óvopnaðra eftirlitsflugvéla,
svo og nauðsynl. björgunar-
flugvélum, og tekið við
þýðingarmesta hluta verkefna
varnarliðsins og stjórn
varnarsvæðanna.
Þriðjudagur 24 október 1972
E/nn á
togara
- týndur í
Norðursjó
NTB-Kaupmannahöfn
Danski togarinn „Nord-
kap”, með einum manni um
borð, er nú týndur einhvers-
staðar i Norðursjó, eftir að
honum var rænt úr höfninni i
Aberdeen i gærmorgun.
Skip i Norðursjó hafa feng-
ið fyrirmæli um að huga að
togaranum, sem er 122 lestir
að stærð. Þá hafa flugvélar
leitað hans.
Maðurinn, sem tók togar-
ann traustataki og sigldi til
hafs, er matsveinninn og
mun hann ekki kunna hætis-
hót til sjómennsku. Spáð er
stormi i Norðursjó næsta
sólarhringinn.
Segovia
fyrir bíl
NTB-London
Spánski gitarsnillingurinn
André Segovia varð i gær að af-
lýsa hluta af hljómleikum sinum,
vegna umferðarslyss, sem hann
lenti i i Lark Lane i London.
Segovia, sem er nú 78 ára gamall,
slasaðist á fæti, en ekki alvarleg-
ar en svo að hann fékk að fara
heim á hótel sitt að aflokinni
rannsókn. Sjálfur sagði Segovia
um slysið: — Gott að hendurnar á
mér sluppu..
Engin her-
skipavernd
ÞÓ-Reykjavik
Prior fiskimálaráðherra Breta,
sagði i gær, að brezka stjórnin
myndi ekki veita brezkum togur-
um hverskipavernd við veiðar
innan 50 milna fiskveiðimark-
anna við Island i bráð.
Priorsagði þó, að tvær brezkar
freigátur myndu halda sig i nánd
við islenzku 50 sjómilna landhelg-
ina. Einnig sagði hann, að beiðni
útgerðarmanna og sjómanna um
hverskipavernd yrði tekin til nán-
ari athugunar, en það mál þyrfti
að ræða betur innan brezku rikis-
stjórnarinnar.
Fingralangir
á ferð
Stp—Reykjavik
Fremur litið var um að vera i
borginni um helgina. Að sögn
rannsóknarlögreglunnar var þó
eitthvað um smágripadeildir.
Á laugardagskvöld var brotizt
inn i kjallaraherbergi i Skipholti
og stolið þar bókum, m.a. ritsafni
Jóns Trausta og Eimreiðinni
(árg. 1933-47). Brotizt var inn i
ibúðarherbergi i Brautarholti og
stolið þar m.a. ferðaútvarpstæki,
rafmagnsrakvél o.fl.
Þá var brotizt inn i Vélaleigu
Simonar i Ármúla, en engu stolið
(reyndar var þar engu að stela),
og Fasteignasöluna i Austur-
stræti 12 og stolið þar kassa með
gömlum koparpeningum, fimm-
eyringum og fleira rusli.
Eitthvað var meira um smá-
þjófnaði i borginni, en það er vart
umtalsvert.