Tíminn - 09.12.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.12.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 ★ * * kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 MISSKIPT MILLI LANDSHLUTANNA segir í skýrslu S a.s # Nær þrir fjóröu lilutar allra lána, scm vcitt voru tii íbúöa- bvgginga árift 1971, runnu til þess blula landnáms lngólís, sein er vcstan licifta. Iteykjavík og byggftarlögin vift sunnanverftan Kaxaflóa fcngu 72% þcssara fjár- inuna, cn allir aftrir landshlutar aftcins 28%,-Kru þá niefttalin lán, scin veitt voru úr stofnlánadeild landbúnaftariiis lil fbúöarhúsa- bygginga i svcitum. Þetta kemur fram i skýrslu, sem Ingimundur Magnússon, framkvæmdastjóri Sambands austfirzkra sveitarfélaga, hefur samið. Samkvæmt tölum hans Togarinn Haflifti við bryggjuna Blautur snjór hlóðst á Hafliða, unz sjór rann inn í skipið JÞ-Siglufiröi. Þau tiftindi geröust liér i gær- morgun, föstudagsmorgun, aft togarinn Haflifti, sem legið hefur vift hafnarbryggjuna aft sunnan óhrcyfftur siftan i septembermán- ufti i fyrra, tók aft siga aö aftan. Ágerðist þetta ört, unz skuturinn sökk i sjó rétt um hádegisbiliö. Þannig hefur skipift siðan húkt á skutnum meft stefnift gúæfandi í loft uppp. Hér á Siglufirði hefur verið hálfgerð bleytuhrið i langt til þrjár vikur, en ævinlega frost- laust. Snjórinn hefur sigið mikið vegna bleytunnar, og meðal ann- ars hafði hlaðizt blautur, saman- þjappaður snjór á Hafliða, þar sem hann lá við bryggjuna. Höfðu menn tekið eftir þvi, að hann var farinn að hallast nokkuð, og hafði hallinn aukizt undanfarna daga tvo eða þrjá. Á fimmtudaginn var hér mikil bleytuhrið, og er talið, að sá þungi, sem þá bættist á skipið, hafi riðið baggamuninn, og hall- inn orðið svo mikill, að sjór hafi náð að renna um rör inn i skipið. Var rörinu lokað i gær, er menn höfðu áttað sig á þvi, hvað gerzt hafði, og var siðan byrjað að dæla sjónum úr togaranum. Verður þess þvi ekki langt að biða, skipið komist á flot, og er ekki talið, að neinar skemmdir hafi orðið á þvi. Til hefur staðið að selja Haf- liða, en ekki mun hafa verið búið að gera neina sölusamninga. Munu þó bæði innlendir og er- lendir hafa gert tilboð i skipið. nema lán til byggingar á ibúðar- húsnæði riflega fimm þúsund á hvern ibúa i Reykjavik og Reykjaneskjördæmi, en aðrir landshlutar eru rétt rúmlega hálfdrættingar með rösklega 2800 krónur á hvern ibúa. Reykjavik er efst á blaði i þess- ari skýrslu með 426 milljónir króna samtals og 5150 á hvérn ibúa, en næst kemur Reykjanes- kjörda'mi með 191 milljón og 4900 krónur á hvern ibúa. Lakast hefur gert við Vestfirði, sem einungis hala íengið rúma hálfa sextándu milljón króna og ekki nema 1930 krónur á ibúa, og Vesturlands- kjördæmi, sem fékk rösklega nitján milljónir, 1955 krónur á ibúa. Nær meðallaginu er Suðurland með um Þrjátiu milljónir króna alls og 2450 á mann, Austurland með tæpar 28 millljónir og 2795 krónur á ibúa og Norðurlands- kjördæmi vestra með rúmar tuttugu milljónir króna samtals og 3170 krónur á mann. Allmiklu ofar er Norðurland eystra með rösklega 87 milljónir samtals, 3935 krónur á mann. í þeim landshlutum, sem hvað minnst hafa fengið af lánsfé til ibúðarhúsabyggingu, eru sum þau byggðarlög, sem mest leggja i þjóðarbúið hlutfallslega, svo sem raunin eru um sjávarþorp þar sem langmestur hluti fólks stundar framleiðslustörf. —JH. Hitamál í uppsiglingu: Sundurlimun Ölfushrepps ? Hvaða örlög bifta Ölfushrepps? Út úr honum hcfur þegar verift klofift eitt sveitarfélag, þar sem er Ilveragerfti, og nú er aft koma til umræftu aö skipta sveitinni i þrennt, þannig að sin sneiðin fylgi liverju þorpi. Mun þetta hafa komizt á dagskrá i sambandi vift skipulagningu byggftar á Suftur- landi. Þessar hugmyndir munu i megindráttum vera á þá leið, að Selfosshreppur hreppi byggðina við vestri sporð ölfusárbrúar og allan austurhluta sveitarinnar út að Kögunarhóli, Hveragerði fái miðbikið niður til ölfusár, en af leifunum verði stofnaður nýr hreppur, Þorlákshafnarhreppur, sem orðað hefur verið að nái upp að Núpum, að þvi erTiminnbezt veit. Munu hreppsnefndirnar þegar hafa rætt þetta eitthvaö sin á milli, en þó aðeins mjög laus- lega. Timinn hefur lika fregnað, að ekki myndi kálið sopið, þótt i aus- una væri komið. Svo er mál með vexti, að allir bændur á svæöinu að minnsta kosti eru taldir þess- ari sundurlimun sveitarinnar mjög andvigir. Mega þeir ekki til þess hugsa að tilheyra sveitarfé- lögum, þar sem þeir hafa ekki neina aðstöðu til áhrifa. Að visu er nú svo ástatt, að allir hrepps- nefndarmenn i ölfushreppi, að einum undanskildum, eru búsett- ir i Þorlákshöfn. En sú krafa kann að koma upp, er farið verður að ræða þessi mál opinberlega, að sveitin verði gerð að sérstöku hreppsíélagi, og er jafnvel likleg- ast, að sú lausn verði ofan á, ef farið verður að hrófla við núver- andi hreppsmörkum. „Okkur líður afbragsvel" segir húsfreyja Nýjabæar Það er bara grimmdarveður, þegar strokan stendur upp úr Eyjafjarðardalnum JGK-Reykjavik Vift áttum i gær stutt samtal vift Guftrúnu Sigurftardóttur, liúsfreyjuna á Nýjabæ i brún- um Evjafjarftardals. Hún sagfti, aft nú færi veftur batn- andi á öræfunum, en aft undanförnu hefur verift grimmdarveftur, rok og skaf- rcnningur. Þau hjónin, Guft- rún og Þorsteinn Ingvarsson, maftur hennar, cru nú orftin cin á öræfunum, þvi aft snjó- hilarnir, sem fluttu þau á lciftarenda, eru lagftir af staö til byggfta. Guðrún sagði, að þeim hjón- unum liði afbragðsvel, og hefðu þau ekki yfir neinu aö kvarta. Hún sagði, að dagleg störf þeirra væru fólgin i þvi að gera veðurathuganir þris- var á dag, klukkan 9, klukkan 15 og 18. Önnur störf, sem þeim er ætlað að rækja, eru snjómælingar og ismælingar vegna fyrirhugaðrar raflinu norður hálendið. Það er hins vegar öllu erfiðara að sinna sliku að staðaldri, þvi veður gerast oft úfin þar efra. Eina sambandið, sem þau hafa við umheiminn, er i gegnum fjarskiptastöðina i Gufunesi þrisvar á dag og út- varpið, en hlustunarskilyrðin eru raunar ekki upp á hið bezta. Við gátum ekki náð sam- bandi við snjóbilana i gær vegna slæmra skilyrða, en klukkan þrjú i gær fréttum við af þeim frá Gufunesstöðinni, og voru þeir komnir i Jökuldal við Tungnafellsjökul.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.