Tíminn - 09.12.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 09.12.1972, Blaðsíða 17
I.augardagur !l. desembor i!)72 TÍMINN 17 Aðeins 1S ára gamall var Best valinn i norður-irska landsliðið í knatt- spvrnu; hér á myndinni sést hann vera búinn að leika á Martin Peters i landsleik 1966 i íielfast. I>á voru Englendingar orðnir heimsmeistarar i knattspyrnu. Best var talinn bezti maðurinn á vellinum. Ilér á myndinni sést George Best spyrna knettinum i markið hjá Benfica i úrslitaleiknum i Evrópukeppni meistaraliða á Wembley — þetta var þriðja niark Man. Utd. sem sigraði leikinn 4:1. Best átti stór- kostlegan leik. Tveir heimsfrægir fallast i faðma; á myndinni sést Bobby Charlton faðma George Best að sér eftir að Evrópumeistaratitillinn var kominn i örugga höfn. Þessir tveir frægu leikmenn Man. Utd. eiga ekki eftir að sjást i þessum stellingum aftur. (Timamyndir Róbert). George Best: „NEI, ÞESSI VERÐUR ALDREI KNATT- SPYRNUMAÐUR”! - Best varð einn frægasti knattspyrnumaður heims og mesti glaumgosi, sem hefur verið skráður í ensku knattspyrnusöguna ,,Nei, þessi veröur aldrei knattspyrnumaöur,, — var þaö fyrsta, sem frú Fulla- way, konan sem sér um ungu leikmennina hjá Manchester United, datt i hug, þegar hún sá knatt- spyrnusnillinginn George Best i fyrsta skiptið — hann var þá aðeins 15 ára.og Sir Matt Busby kom meö Best Til frú Fullaway, sem átti aö hugsa um hann og líta eftir honum. Nei, frú Fullaway haföi ekki rétt fvrir sér. Best átti eftir aö veröa heimsfrægur og tugir þúsunda áhorfenda streymdu á vellina, þar sem hann lék, þaö var sama hvort þaö var i Lissa- bon eöa á Highbury i Lond- on. Best varð knattspyrnu- maður, sem allir ungir menn tóku sér til fyrir- myndar. Best undirritaði samning við Manchester Utd. sem atvinnu- maður 17 ára að aldri og byrjaði að æfa af kappi með aðalliði félagsins á leikvelli þess, Old Trafford. Fjórum mánuðum eftir að hann undirritaði samninginn, lék hann sinn fyrsta leik meö félaginu — það var i 1. deild og mótherjarnir voru West Brom- wieh Albion. Athyglin beindist strax að Best, þvi að hann var mjög smávaxinn — en hann lék stærri og sterkari leikmenn olt grátt, hrcinlega dansaði á milli varnarleikmannanna — fór i gegnum hvað sem var og i áttina að marki mótherjanna. Mjög lljótlega eftir þennan fyrsta leik sinn var Best sá leikmaður, sem Miklatúnshlaup Ármanns Miklatúnshlaup Ármanns fer fram á sunnudaginn kl. 14.00 Allir þeir, sem ætla aö taka þátt i hlaupinu, eru beðnir að mæta timanlega. Þeir þátttakendur, sem hlaupa 3svar sinnum eða oftar koma til greina við úthlutun verðlauna, sem verða veitt þeim beztu i hverjum aldursflokki að loknu siðasta hlaupi vetrarins. Skal táka meðaltal 3ja beztu hlauparanna og verðlaun veitt þeim þremur, sem hafa bezta meðaltalið. Þeir, sem hlaupa tvisvar eða oftar, fá viðurkenn- ingarskjal fyrir þátttöku i hlaup- inu. Nýir Handknattleiksdómarafélag Reykjaness verður stofnað á fimmtudaginn H. desember n.k. Stofnfundur félagsins verður i Skiphóli Hafnarfirði og hefst hann kl. 20.30. Allir þeir, sem hafa áhuga á að senda meðlimi, éru velkomnir á stofnfundinn. augun beindust að, og sá, sem áhorfendur komu til að horfa á leika á mótherjana, hann vakti aðdáun hvar sem hann kom, og márgir áhorl'endur sögðu ,,Þarna er maður að minu skapi, svona á það að vera upp á hvern dag". Sir Matt Busby, sem hel'ur ver- ið frægur fyrir annað en að vera með stór orð um leikmenn sina, lét þau örð falla, að Best væri „frábær leikmaður", strax el'tir l'yrsta keppnistimabil Best i 1. deild. ()g margir tóku undir orð Busby, enda má segja,að Best sé sá leikmaður Man. Utd. sem lit- rikastur hel'ur verið i leik sinum, og sá, sem mesta athygli hefur vakið. Andstæðingar United óttuðust Best eins og heitan éldinn, enda hel'ur hann gert þeim margar skráveilurnar á ferli sinum sem knatlspyrnumaður. Besl hel'ur lika hlotið allar hclztu viður- kenningarnar, sem knattspyrnu- maður getur hlotið i Englandi, þrátt l'yrir það, hvað hann er ung- ur. Hann hefur verið kosinn knattspyrnumaður ársins i Eng- landi, þá helur hann verið kosinn „Knattspyrnumaður Evrópu". Hann hefur verið Englandsmeist- ari með Man. Utd. 1964-65 og 1966- 67. Þá lék hann i sigurliði Manehester United i Evrópu- keppni meistaraliða 1967-68 og lék með liðinu á Wembley, þegar Man. Utd. sigraði Benfica i úr- slitaleik 4:1. Best var valinn i norður-irska landsliðið aðeins 18 ára gamall, eða strax árið 1965,og i þvi hefur hann leikið siðan og oft átt stjörnu- leiki og leitt landa sina til sigurs. En það er margt, sem fylgir fra'gðinni, nú er hann ekki lengur heima hjá frú Fullaway, þar sem hann gat hreiðrað um sig eltir crliðar ælingar i einum hæginda- slólum hennar og drukkið kvöld- kaffið.og hann getur ekki sagt: ,,Það er nauðsynlegt að hafa eitt- hvað fast og vanabundið athvarf til að snúa til, þegar maður hefur verið á erliðum knattspyrnu- ælingum", þar átti Besl við lrú Fullaway. Eitt er vist, að hann kemur ekki i kvöldkalli til Fullaway i kvöld, til að drekka kalfi, heldur kýs hann einhvern na'lurklúbbinn, suður á Spáni. Ekki dalt Irú Fullaway i hug, að drengurinn, sem hún hélt að yrði aldrei knalt- spyrnumaður, yrði einn af fræg- ustu knattspyrnumönnum heims og mesti glaumgosinn, sem hel'ur verið skráður i ensku knatt- spyrnusöguna. SOS. Félagsbúningar ____________ iiÍÍiÍÍSfilflsfÉKÍ^ Félagsmerki, veifur og fánar íslenzku og ensku félaganna Myndir af öllum þekktustu brezku knattspyrnumönnunum og félögunum Póstsendum gPORTVAL 1 Hlemmtorgi — Simi 14390

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.