Tíminn - 09.12.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.12.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur !t. desember 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurínn Wm Framkvæmdastjóri: Kristinn Kinnbogason. Ritstjórar: Þór-:j arinn Þórarinsson (ábm.t. Jón Helgason, Tómas Karlsson,: Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans).;: Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasónu Ritstjórnarskrif-: stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306.1 Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýs : ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald: 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-. takið. Blaðaprent h.f. j Fangelsismálin Ólafur Jóhannesson, forsætis- og dómsmála- ráðherra, hefur fylgt úr hlaði á Alþingi stjórnarfrumvarpi um fangelsi og vinnuhæli. Ólafur Jóhannesson sagði, að frumvarpinu væri ætlað að ráða bót á þeim ágöllum, sem verið hafa á framkvæmd refsimála hér á landi og til að tryggja framkvæmd nýrrar skipunar þessara mála er það nýmæli i frum- varpinu varðandi fjármögnun, að veita skuli árlega a.m.k. 15 milljónum króna til þess að koma upp og fullgera þær stofnanir, sem laga- frumvarpið fjallar um. Ólafur sagði, að fangelsismálin hefðu verið mjög gagnrýnd á undanförnum árum, en þótt margt þyrfti að lagajværi ekki það ófremdar- ástand i þessum málum og sumir vildu vera láta. Ýmislegt hefði verið gert til úrbóta á undanförnum árum. Mætti þar nefna, að Kvia- bryggja hefði nú færzt i það horf að vera vinnu- hæli fyrir afplánun refsifanga, og væri þar rúm fyrir 15 fanga. Lokið hefur verið við viðbyggingu við Litla- Hraun og er nú rúm fyrir 52 fanga á Litla- Hrauni. Hegningarhúsið rúmar 27 fanga. Nú um áramótin verður fangelsið við Siðu- múla i Reykjavik tekið i notkun, en áður var það geymslustöð fyrir handtekna menn. 1 Siðu- múla verður rúm fyrir 12 fanga. Viða eru til fangaklefar til vistunar fyrir handtekna menn og gæzluvarðhaldsfanga. I nýju lögreglustöðinni i Reykjavik er t.d. rúm fyrir 23 slika fanga.og að auki eru þar tveir stórir hópklefar. Deilt hefur verið á þann drátt, sem verið hefur hér á landi á framkvæmd refsidóma. Taldi Ólafur, að huga þyrfti vandlega að þvi máli áður en menn kvæðu þar upp harða dóma yfir ástandinu. Fangelsi hér á landi hafa þvi miður aldrei verið til þess fallin að hafa betrunaráhrif á menn,og væri raunarefamál , hvort fangelsi væru til slikra áhrifa fallin. Hins vegar er nauðsynlegt að hafa fangelsi i landinu til að vista þá menn, sem nauðsynlegt er að setja i slikar stofnanir, en á framkvæmd þess hafa verið ýmsir ágallar, sem frum- varpinu væri ætlað að ráða bót á. Mikilvægast er, að unnt sé að koma upp nauðsynlegri deildaskiptingu og tryggja^að að- búnaður sé i samræmi við þarfir og hagi fanga. Ætti þetta sérstaklega við um unga fanga svo og geðveila fanga. Frumvarp þetta gerir ráð fyrir, að rikið eigi og reki öll fangelsi hér á landi, en ekki i sam- vinnu við sveitarfélög eins og nú er. Frum- varpið gerir að visu ráð fyrir rikisfangelsi, en ekki að það verði ein stofnun,heldur fleiri og verði þannig um nokkra áfanga að ræða.l fyrsta áfanga er gert ráð fyrir þeim hluta rikis- fangelsis, sem ætlaður er fyrir gæzluvarðhald, kvennadeild og móttökudeild. Miðað við að þessi fyrsti áfangi rúmaði 50 fanga,myndi hann kosta 70-90 milljónir króna. í frumvarpinu er það nýmæli, að reka skal sérstaka stofnun til að annast umsjón og eftirlit með þeim, sem frestað er ákæru gegn, dæmdir eru skilorðsbundið eða leystir úr fangelsi með skilyrðum. Hér er um mjög mikilvægan þátt refsimála að ræða, er úrslitum getur ráðið, hvort tekst að gera afbrotamenn að nýtum þjóðfélagsþegnum að nýju. -tk. ERLENT YFIRLIT Erfið stjórnarmyndun hjá Júlionu drottningu Veitir katólski flokkurinn vinstri stjórn hlutleysi? Júliana llollandsdrottning JULIANA Hollandsdrottn- ing vinnur nú að myndun nýrrar rikisstjórnar og þykir sennilegt, að það muni ganga erfiðlega. Ástæðan er sú, að eftir kosningarnar, sem fóru fram i siðastliðinni viku, eru þingflokkar ekki færri en 14, en þingmenn eru alls 150. Ástæðan til þess, hve margir þingflokkarnir eru, er sú, að hlutfallskosningar eru i Hol- landi, og er landið eitt kjör- dæmi. Flokkur þarf þvi oft ekki að fá meira en 0.7-0,9% atkvæða til þess að fá þing- mann kjörinn. Þetta veldur þvi, hve flokkarnir eru margir, og flokkaskipun óljósari en ella af þessum ástæðum. Þrátt fyrir þennan flokka- fjölda hefur þó mátt marka öllu greinilegri flokkaskipun en áður. Langt til hægri er Frelsis- og lýðræðisflokkur- inn, sem oftast er talinn til frjálslyndu flokkanna og gengur yfirleitt undir nafninu Frjálslyndi flokkurinn, þegar rætt er um hollenzk stjórnmál i blöðum utan Hollands. Þá koma þrir kristilegir flokkar, Katólski flokkurinn og tveir flokkar mótmælenda, sem helzt má telja hægri sinnaða miðflokka. Katólski flokkur- inn er stærstur þeirra og hefur löngum verið mestu ráðandi i rikisstjórninni. Fjórði kristi- legi flokkurinn telur sig vinstri flokk. Auk hans eru til vinstri, Verkamannaflokkurinn, Kommúnistaflokkurinn og Róttæki flokkurinn, sem er litill flokkur. Þessum flokkum eru svo til viðbótar margir smá-flokkar, sem hafa alls konar sérsjónarmið. ÞINGKOSNINGAR fóru fram á siðastliðnu ári.og var eftir langt þóf að þeim loknum mynduð rikisstjórn fimm flokka. Rikisstjðrn þessi var talin stjórn hægri flokka og miðflokka, en flokkarnir, sem tóku þátt i henni, voru Frjáls- lyndi flokkurinn, Katólski flokkurinn, tveir flokkar mót- mælenda, Sögulegi kristilegi flokkurinn og Andbyltingar- flokkurinn og flokkur lýðræðissinnaðra jafnaðar- manna, sem er klofningur úr Verkamannaflokknum. Stjórn þessara flokka hafði samtals 82 þingmenn að baki sér. Siðastl. sumar reis upp ágreiningur innan hennar, sem leiddi til þess, að flokkur lýðræðisjafnaðarmanna, sem hafði 8 þingmenn, hætti stuðn- ingi við hana. Stjórnin hafði þá misst meirihluta sinn á þingi og ákvað þvi að efna til þing- kosninga, enda þótt ekki væri nema 1 1/2 ár liðið frá siðustu kosningum. ÚRSLIT þessara kosninga, sem fram fóru miðvikudaginn i slðustu viku, urðu þau, að stjórnarflokkarnir fimm urðu fyrir talsverðu áfalli. Þeir fengu ekki samanlagt nema 76 þingmenn i stað 82 áður, og hafa þvi ekki nema tveggja þingsæta meirihluta á þingi. Það getur þvi orðið miklum erfiðleikum bundið, að þeir myndi stjórn að nýju. Mest varð tapið hjá Katólska flokknum, sem missti átta þingsæti og fékk nú ekki nema 27 i stað 35 áður. Þetta er flokknum enn meira áfall, þegar tillit er tekið til þess, að hann tapaði einnig i þingkosn- ingunum 1971, en fram tjl þeirra hafði hann verið stærsti flokkur landsins, en þá náði Verkamannaflokkurinn þvi sæti. Minni flokkur mótmæl- enda, Sögulegi kristilegi flokkurinn missti þrjú þing- sæti og iekk nú aðeins 7 þing menn. Stærri flokkur mótmæl- enda, Andbyltingarflokkur- inn, bætti hins vegar við sig einu þingsæti og fékk nú 14 þingmenn. Flokkur lýð- ræðisjafnaðarmanna tapaði tveimur þingsætum og hefur nú 6þingmenn. Það bætti hins vegar nokkuð upp tap þessara flokka, að Frjálslyndi flokkur- inn varð mesti sigurvegari kosninganna. Hann bætti við sig 6 þingsætum og hefur nú 22 þingmenn. KOSNINGARNAR urðu vinstri flokkunum til nokkurs ávinnings i heild. Þeir höfðu áður 58 þingsæti, en hafa nú 63. Verkamannaflokkurinn bætti við fjórum þingsætum og hefur nú 43 þingsæti og er þvi orðinn lang-stærsti þing- flokkurinn. Róttæki kristilegi flokkurinn, sem er klofningur úr Katólska flokknum, vann einnig mikið á. Hann fékk nú 7 þingsæti, en hafði aðeins 2 áður. Hins vegar varð flokkur demókrata, sem kennir sig við árið 1966, fyrir verulegu áfalli. Hann missti 5 þingsæti og hefur nú aðeins 2 þingmenn. Þessir þrír flokkar voru búnir að lýsa yfir þvi, að þeir myndu mynda stjórn saman, ef þeir fengju meirihluta. Þar sem þeir bættu við sig samanlagt fjórum þingsætum, en stjórnarflokkarnir töpuðu 6 þingsætum, telja þeir sig nú hafa rétt til stjórnarmynd- unar. Fjórði vinstri flokkur- inn, Kommúnistaflokkurinn, bætti við sig einu þingsæti og hefur nú 7 þingmenn. Ótaldir eru svo fimm smá- flokkar, sem fengu frá 0,9- 2.2% af heildaratkvæðamagn- inu og hlutu eitt til þrjú þing- sæti. Tveir þeirra hafa þrjú þingsæti hvor, tveir þeirra tvö þingsæti hvor.og einn hefur aðeins eitt þingsæti. Samtals hafa þeir þvi 11 þingsæti. Ef sú regla yrði tekin upp i Hollandi, að enginn flokkur fengi þingsæti, nema hann fengi 5% af heildaratkvæða- magninu, hefðu þing- flokkarnir ekki orðið nema fjórir, þ.e. Verkamanna- flokkurinn, Katólski flokkur- inn, Andbyltingarflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn. Allir hinna fengu minna en 5% af heildaratkvæðamagninu. EINS OG LJÓST er af fram- ansögðu, getur stjórnarmynd- un orðið mjög eríið. Júliana drottning glimir þvi við vandasamt verkefni, þar sem stjórnarmyndunin er. Nú eins og oft áður getur oltið mikið á afstöðu Katólska flokksins. Mikill ágreiningur mun hins vegar rikja innan hans, þar sem hann hefur beðið stór- fellda ósigra i undangengnum kosningum. Innan flokksins á sú skoðun vaxandi fylgi, að hann eigi að taka upp sam- vinnu við vinstri flokkana eða a.m.k. veita minnihlutastjórn þeirra hlutleysi og lofa henni að reyna sig. Sennilega á sú stefna þó enn meira fylgi innan flokksins, að vinna beri aðsameiningu allra kristilegu flokkanna eða a.m.k. þeirra þriggja, sem standa að frá- farandi rikisstjórn, og mynda einn kristilegan flokk katólskra manna og mótmæl- enda, likt og gert hefur verið i Vestur-Þýzkalandi. Sá flokkur myndi að likindum geta orðið stærsti flokkur landsins. Þessar fyrirætlanir stranda m.a. á þvi, að frá gamalli tið er öllu meira ósamkomulag milli katólskra manna og mót- mælenda i Hollandi en i Vestur-Þýzkalandi. Um langt skeið hafa trúarsamtök kalólskra annars vegar og samtök kalvinista hins vegar haft mjög sterk áhrif i hol- lenzku þjóðlifi og verið harðir keppinautar. Þessi trúarsam- tök hafa verið mjög öflug, t.d. rekið skóla, spitala, útvarps- og sjónvarpsstöðvar, Á siðari árum hafa þau ekki túlkað skoðanir sinar eins stranglega og áður og horfið til aukins frjálslyndis á ýmsum sviðum. og hafa forvigismenn katólskra manna jafnvel gengið á undan i þeim efnum. Meðal þeirra hefur jafnvel borið öllu meira á vinstrisinn- uðum hugmyndum en hjá kal- vinistum. —Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.