Tíminn - 30.12.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.12.1972, Blaðsíða 9
TÍMINN Laugardagur 30. desember 1972 Laugardagur 30. desember 1972 TÍMINN Oft má af máli þekkja manninn, hver helzt hann er. Svo kvað Hallgrimur Pétursson forðum, og vist er um það, að málfarið er eitt sterkasta per- sónueinkenni hvers einstaklings, — að ekki sé nú minnzt á hin hag- nýtu not þessa undratækis mann- skepnunnar. Þaö er þvi sizt að undra, þótt mönnum sé annt um raddfæri sin og leggi við þau engu minni rækt en aðra þætti heilsufars. Nú hefur eitt sjúkrahús á Is- landi, Borgarspitalinn i Fossvogi, tekið upp þessa þjónustu við sjúklinga. Það er ungur sérfræð- ingur á þessu sviði, Ebba Ed- wardsdóttir, sem tekizt hefur þetta verk á hendur — og eins og nærri má geta, fékk hún ekki frið, heldur var sótt heim og spurð i þaula um hennar stórmerka verksvið. — Mig langar þá fyrst að spyrja þig, Ebba: Hvenær var hafizt handa með þessa starfsemi hér i sjúkrahúsinu? — Það var byrjað á þessu hérna um siðustu áramót, eða með öðrum orðum fyrir nákvæm- lega einu ári. — Vinnur þú ein að þessum verkefnum hér? — Já. — En hvað er þetta, sem þú gerir? — Starfið er þviþætt og skiptist eftir þvi, hvers sjúklingarnir þurfa með. Annars vegar eru tal- meinasjúklingar og hins vegar þeir sem þurfa á heyrnarfræði- legri hjálp að halda. — Nú ert þú búin að starfa hér i eitt ár. Hafa margir þurft á að- stoð þinni að halda á þeim tima? — Já, þörfin hefur verið mikil. Hér i sjúkrahúsinu er eina háls- nef-og eyrnadeild landsins og eins og gefur aö skilja, þá er mest verkefnið i sambandi við hana, og við og við tilfelli frá öðrum deild- um, — Má ég vera svo dónalegur að spyrja, hvort orðið hafi mikill ár- angur af starfi þinu hingað til? — Auðvitað er það ákaflega misjafnt, hvenær batinn kemur. Það fer allt eftir eðli málsins. Stundum kemur hann mjög fljótt, i öðrum tilfellum fer hann sér hægt og kemur smátt og smátt. — En hefur þú ekki fengizt við fðlk, sem ekki er veikt, heldur hefur einhverja málgalla, með- fædda eða áunna? — Við þetta hef ég ekki fengizt hér á landi. Aftur á móti kynntist ég þvi erlendis, þar sem ég var Fræðileg atriöi útskýrð fyrir leikmanni. vikja ofurlitið að sjálfri þér. Finnst þér þetta ekki skemmti- legt og lifandi starf? — Jú. Þetta er mjög lifandi, eins og reyndar öll önnur störf, þar sem maður hefur samband við fólk. — Þið kynnizt auðvitað ákaf- lega mörgum hliðum á mannlegu lifi? — Já. Það gerir maður óhjá- kvæmilega, og einmitt það gerir þetta sérlega eftirsóknarvert starf. — En hvar og hvernig lærðir þú sérgrein þina? — Það er nú fyrst að segja að ég hef kennaramenntun og hef starfað sem almennur kennari. En ég fékk fljótt mikinn áhuga á sérkennslu. Það átti vel við mig að kenna einstaklingum, og það jafnt börnum og fullorðnum. Þetta var helzta ástæðan til þess að ég tók að leggja stund á tal- meina- og heyrnaruppeldisfræði. — Fer ekki menntun kennara i þessum fræðum fram á sjúkra- húsum? — Hún fer fram bæði á sjúkra- húsum og talmeinastofnunum og ennfremur á kennaraháskólum erlendis. Hvað mig snertir, þá valdi ég Danmörku og lærði i Kennaraháskólanum i Arósum. — Þú hlýtur nú að vera mjög önnum kafin, þar sem þú annast þetta starf ein. En hvað gerir þú, þegar þú ert ekki að kenna sjúkl- ingum? — Þá sinni ég minu aðaláhuga- máli, tónlistinni. Ég er i Pólýfón- kórnum, og eins og fólk hefur heyrt i útvarpi og lesið i blöðum, þá erum við einmitt núna að byrja á fjölbreyttu vetrarstarfi. Við erum að æfa Jólaóratóriu Bachs. — Ertu lengi búin að hafa tón- listina fyrir hvild frá daglegu amstri? — Tónlist hefur alltaf verið stór þáttur i lifi minu. Og þegar ég hafði lokið kennaraprófi hér heima, lærði ég hana sem aðal- námsgrein i Kennaraháskólanum i Kaupmannahöfn. Það var áður en ég hóf almenna kennslu. — Þetta er nú vafalaust ekki eins óskylt og menn gætu að óat- huguðu máli haldið? — Nei, alls ekki. Söngur, tón- list, mál — allt er þetta náskylt, jafnvel eitt og hið sama. Það veit hvert mannsbarn, að söngur er tónlist, engu siður en hljóðfæra- leikur. Þvi hefur meira að segja oft verið haldið fram, að áhugi á tungumálum og máli yfirleitt, haldist i hendur við áhuga á tón- list, hvort sem það eru nú að ein- hverju leyti getgátur eða ekki. — Já. Trúlega er það nú eitt- hvað misjafnt eftir einstaklingum — eins og annað. En án allra heilabrota um hið faglega: Finnst þér ekki mjög gott að hafa tónlist- ina svona i bakhöndinni? — Jú, afdráttarlaust. Þetta er sú listgrein, sem að minu áliti gefur einna mest þeim einstakl- ingum, sem til hennar leita, hvort sem þeir gera það sem hlustendur eða túlkendur. — Við verðum nú vist að fara að slá botninn i þetta spjall. En viltu ekki segja mér að lokum, hvað þér sýnist um framtið sér- greinar þinnar hér á landi? — Það er ekki nema sjálfsagt, þótt sýn okkar inn i framtiðina sé auðvitað næsta takmörkuð. Samt er ég þess alveg fullviss, að þessi starfsemi á fram^ið fyrir sér, hér á landi eins og annars staðar. Umferðin vex með hverju ári sem liður og þar með má gera ráð fyr- ir auknum fjölda slysa — þvi mið- ur. En þeir sem lent hafa i slysum eru einmitt mjög oft þurfandi fyr- ir þá aðstoð, sem hér er um að ræða. Auk þess fjölgar fólkinu stöðugt, og þvi stærri sem þjóðin er, þeim mun meiri þörf er fyrir sérmenntað fólk, svo á þessu sviði sem öðrum. —VS. við nám. Starfsemin hér tak- markast við sjúklinga, sem annað hvort liggja á þessu sjúkrahúsi eða hafa legið þar. En vitanlega geta margar orsakir legið til þess, að fólk þarf á slikri endur- hæfingu að halda. — Þú hefur þá ekki farið inn á hið málfræðilega svið framburð- ar, sem oft er næsta ábótavant? — Hafi þeir sjúklingar, sem til min koma,einhverja framburðar- galla, þá eru þeir lagaðir um leið. — Þú minntist áðan á fólk, sem þyrfti á heyrnarfræðilegri hjálp að halda. Hefurðu hjálpað mörg- um sem eru með bagaða heyrn? — Heyrnin er auðvitað nátengd málinu. ,,Þvi læra börnin málið, að það er fyrir þeim haft”. Heyrnarlaus maður lærir ekki að tala hjálparlaust. Og auðvitað er það hér, eins og á öðrum sjúkra- húsum, að hér liggja sjúklingar, sem orðið hafa fyrir heyrnartapi. Ef svo þetta fólk þarf á leiðbein- ingum að halda i sambandi við notkun heyrnartækja, þá fær það þær hér. Ég fer þá gjarna til sjúklingsins, þar sem hann ligg- ur, eða þá að sjúklingurinn kemur hingað til min og við spjöllum saman. —-Taka ekki flestir vel leiðbein- ingum þinum? — Jú. Næstum allir, sem til min hafa komið, hafa verið mjög þurfandi fyrir þessa aðstoð. Þeir vita, að það er verið að hjálpa þeim og eru þess vegna ákaflega jákvæðir og fúsir til samstarfs. Auðvitað er þetta oft erfitt, eink- um fyrst i stað. öll þjálfun af þessu tagi krefst mikillar einbeit- ingar og þrautseigju af sjúklingn- um. Slikt er vitanlega ekki erfið- islaust, allra sizt fyrir fólk, sem verið hefur veikt, og er ef til vill ekki búið að ná sér að fullu. — Þarftu ekki að hafa sam- band við sjúklingana, eftir að þeir fara héðan? — Það er eðlilegt að svo sé spurt. Ég sagði einmitt áðan, að batinn kæmi oft á löngum tima, en hitt vitum við öll, að það ákaf- lega takmarkaður timi, sem hver sjúklingur dvelur inni á sjúkra- húsi, til dæmis eftir skurðaðgerð- ir. Þjálfunin byrjar aðeins á með- an sjúklingurinn dvelur hér, en svo heldur hún áfram, eins lengi og þörf krefur. — Þarft þú þá ekki að vera á si- felldum ferðalögum? — Nei, ekki þarf ég þess nú beinlinis. Að visu er samband við aðstandendur sjúklinganna mjög mikils vert. En yfirleiít koma sjúklingar minir hingað á sjúkra- húsið, þannig að þjálfunin heldur áfram hér. — Við höfum nú farið yfir helztuþættinai starfsemi þinni, en þá væri kannski ekki úr vegi að Það er vert að hafa alla gát á hlutunum. Þetta mun vera f eitt af örfáum tilvikum á árinu, sem lögreglan heldur vörð um bankana. þá lika geysimikill en fór siðan smáminnkandi. En engu að siður var töluverður hópur á staðnum og ein og einn skauzt inn af og til. Andrúmsloftið var mjög létt og óþvingað. Kaup- mennirnir, sem undanfarna daga höfðu keppt hver við annan, hlið við hlið á Laugaveginum, spjöliuðu nú saman i léttum dúr, gerðu að gamni sinu og ræddu um söluna og vinnuálagið siðustu daga. Erilsamasta en jafnframt uppskerurikasta timabil ársins var lokið og menn hlökkuðu til að njóta jólanna i frið og spekt. Sumir höfðu jafnvel tekið smáfor- skot á sæluna og fengið sér ögn neðan i þvi. Það var samróma álit þeirra kaupmanna, sem við ræddum við þarna um nóttina, að „jólabissnissinn” hefði aldrei verið meiri en nú, og þá ekki bara á Þorláksmessu. Að sjálfsögðu var afraksturinn mismikill hjá hinum ýmsu kaupmönnum. Ljós- myndavörukaupmaður snaraði bunka af ávisunum og brúnum og bláum á afgreiðsluborðið, en er við spurðum hann , hve salan hefði verið mikil um daginn, varðist hann allra frétta. Milljónasvipurinn leyndi sér þó ekki. Við fengum meira upp úr matvörukaupmanni einum. Hvorki meira né minna en 1,7 milljónir lagði hann inn, að mestu afrakstur af sölu dagsins. Það er sagt, að jólagrauturinn hafi verið anzi riflegur viða um heim þessi jólin eins og venju- lega. Ganga þær sagnir manna á meðal, að fjöldi barna hafi látizt úr offylli t.d. i Indlandi, Afriku og Viet Nam. Og sjálfur Sankti Pétur kom i heimsókn með út- troðinn poka til fólksins i borginni Managua i Nicaragua i Mið- Ameriku....Vitið þér enn eða hvat? -Stp. ☆ Hósianna i hæstum hæöum — „hátið kaupmanna”, jólin. Eins og kunnugt er hefur jólahátiðin mjög færzt i þá átt undanfarin ár og áratugi að vera ein allsherjar kjötkveðjuhátið kaup- manna ekki siður en hátið barnanna og Jesú. Ekki er ætlunin að fella neinn dóm yfir þessa þróun hér. Þegar hefur verið rætt og ritað hin mestu firn um, hve æskileg hún er, af mis- jafnri andagift þó. En hvað sem öðru liður þá er málið algerlega á valdi almennings. Mætti varpa fram þeirri fyrirspurn, hvort ekki væri alla vega hentugt með tilliti til fjárhags og aðstæðna almennt að deila jólunum niður, svo að þau yrðu ársfjórðungslega eða svo... Jólainnkaup almennings hefjast i mörgum tilfelium strax i október. Fólk vill ekki „lenda i mestu jólaösinni” eins og það segir. Gerðir eru álnarlangir listar yfir þá, sem senda skal jólagjafir, keyptar hlaðir af jóla- kortum og frystikistan fyllt af hryggjum, lærum, rjúpum og pútum, o.s.frv. Og ösin vex og vex. Þegar komið er fram i desember er sem fólk sé með kvikasilfur i rassinum. Það flengist vitt og breitt um bæinn i leit að fallegum og hentugum, dýrum eða ódýrum jólagjöfum. Tiu siðustu dagana fyrir jól eru flestar búðir troð- fullar frá morgni til kvölds, og innan við búðarborðið standa kaupmennirnir með gljáa i augunum af hamingju. Og svo kemur aðalsprengjan, Þorláks- dagur. Afrakstur jólasölunnar er i mörgum tilfellum geysilegur að vöxtum. ,,Og hvað eiga blessaðir kaupmennirnir að gera.” Það er ekkert gamanmál að geyma slikar flúlgur i kassanum yfir jólin. Það myndi mjög freista þeirra fingralöngu, en auka magasár og slæva matarlyst kaupmannanna Er nú loks komið að erindi þessarar munnræpu. Eins og undanfarin tiu ár eða svo höfðu bankarnir opna sér- staka þjónustu i sambandi við jólin. Er hún með þvi sniði, að aðalbankarnir eða útibú þeirra hafa opið milli kl. hálf tólf og eitt laugardagskvöldið fyrir Þorláksmessu (þegar verzlanir eru opnar til kl. tiu) og á Þorláks- messukvöld, eða réttara sagt á aðfaranótt aðfangadags milli klukkan hálf eitt og tvö. Við brugðum okkur niður i bæ á aðfangadagsnótt s.l. i þvi skyni að grennslast fyrir um erilinn og amstrið i bönkunum. Við komum niður i Bankastræti um eitt-leytið og komumst brátt að þvi, að við höfðum misst af mestu „traffikinni.” Að sögn starfs- fólksins i bönkum var straumurinn mestur strax og opnað var kl. hálf eitt. Var hann Það er eflaust léttir að vita af slikum seðlafjölda i öruggri geymslu. Þessar myndir voru teknar I Verzlunarbankanum á aðfangadagsnótt. Hér eru nokkrir að leggja inn Þorláksmessuafraksturinn. (Tímamynd: Gunnar) Ekki gaman : :5 að iúra á aurunum y fír jólin « 4 # • ». ° Skyggnzt inn i banká á aðfangadagsnótt ° ° ° ° -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.