Tíminn - 30.12.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.12.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur :!». desember 1!(72 TÍMINN 15 „Hundahald eða dýravernd” er fyrir sögn á greini Timanums. þ.m. Þar er réttilega bent á, að miklar breytingar hafi orðið á stjórn sambandsins. Og af þeirri breytingu dregin sú ályktun, að allar likur bendi til, ,,að breytingarnar verði ekki siðri, hvað snertir starfssvið félagsins og tilgang.” „Svokallaðir hunda- vinir” hafi náð „algjörum meiri hluta i stjórn sambandsins”. Lög sambandsins mæla bæði fyrir um tilgang og starfssvið: dýravernd og náttúruvernd. Og það mun ekki hafa hvarflað i hug nokkurs manns að breyta þessum ákvæðum. Það er þvi óhætt að fullyrða, að starfað verður á sama grundvelli og hingað til. — Og það hefur aldrei verið um það deilt, að hundurinn eigi að njóta verndar, heldur hitt, hvort hann eigi heima i þéttbýli eða ekki. Um það eru skiptar skoðanir. Og við það er ekkert að athuga. Og eðli- lega hefur þetta mál skipað meira rúm i umræðum, vegna þess að það er eina málið, sem ágreining- ur hefur verið um. Þeir, er banna vilja hundinn i þéttbýli, halda,að honum liði þar ekki vel. Þeir, sem leyfa vilja það, vita, að honum liður vel meðal vina, bæði i þétt- býli og strjálbýli. Þetta getur hver og einn sannfærzt um, er kemur á heimili, þar sem hundur er. Fyrirsögn greinarinnar er þvi röng. Hundahald og dýravernd er ekki tvennt, heldur eitt og hið sama, þótt hundi, eins og öðrum dýrum, geti liðið illa hjá þeim, sem ekki er dýravinur. En við undantekninguna ber ekki að miða i þessu máli fremur en öðr- um. Timinn segir, að sér sé kunnugt um, ,,að nokkur kurr sé i ýmsum gömlum félagsmönnum, sem telja, að samtökin séu nú orðin einhliða baráttutæki fyrir hunda- haldi i Reykjavik og öðrum þétt- býlisstöðum, þar sem hundar eru bannaðir”. Sé um kurr að ræða á þessum forsendum, er sá kurr ástæðu- laus; það mun verða unnið, skv. lögum sambandsins, að dýra- vernd. Fyrri sambandsstjórn vann að þessum málum i sam- ræmi við sinar skoðanir og skiln- ing. Núverandi stjórn mun að sjálfsögðu gera hið sama. Störf hennar munu svo metin og vegin á næsta aðalfundi, eins og gengur og gerist. Ásgeir Eiriksson, er kjörinn var form. sambandsins, er einnig varaform. i Dýrav. fél. Reykja- vikur. Og undirritaður er form. þess, og hefur kynnzt Ásgeiri sem dýravini og ágætum samstarfs manni, svo og fleiri hinna nýju manna i stjórn sambandsins. Reynslan ein sannar svo, hvernig þeir reynast i stjórn sambands- ins. — Trúlega reynast þeir vel. f grein Timans segir, að hunda- vinir hafi f jölmennt á aðalfundinn og náð þar „algjörum yfirtök- um”. Óhætt er að fullyrða, að fyrir fundinn voru engar ráðagerðir um breytingu á stjórninni. t þeim tilgangi var ekki fjölmennt á fundinn- Greinarhöfundi virðist ekki kunnugt um, að á aðalfundi Sam- bandsins mæta einungis kjörnir fulltrúar hvers félags. Það getur þvi ekkert félag „fjölmennt” þangað i öðrum skilningi en þeim, að fjölmennustu félögin eiga rétt til flestra fulltrúa, eins og i öðrum félagaheildum. Hundamálið hefur mikið verið rætt. Og sumir, er lagt hafa þar orð i belg, hafa rætt það af glóru- iausu ofstæki, en engri þekkingu eða skilningi. — Og trúlegt er, að þeir, er siðar kynna sér þetta mál, verði undrandi, einnig yfir afstöðu hins opinbera, er bannaði hundahald i borginni, i stað þess að setja þvi skorður með reglum og fræðslu.--------Undirrituð- um er vel kunnugt um, að nokkr- ir, er ætluðu að fá sér hund, hættu vi'ð það, er eigandi hunds benti þeim á, hverjum vandkvæðum það er bundið að hafa hund. Og sennilegt er, að litill hluti hunda- vina hafi aðstöðu til þess. Likur eru þvi til, að óttinn við almennt hundahald sé á veikum rökum reistur. En hvernig sem þessum málum lyktar, ber að byggja fyr- ir það, að aðrir hafi hund en þeir einir, er hafa til þess góða að- stöðu, og vilja taka á sig allar kvaðir, er tryggja.að honum liði vel. Vart mun um það deilt, að um- önnun dýra hafi uppeldislegt gildi fyrir börn og unglinga. Og þeim fer fjölgandi, er fá sér einhver gæludýr. En sennilega er þekking á meðferð þeirra stundum minni en skyldi. Dýraverndarinn ætti að flytja þætti um öll slik dýr i máli og myndum. Og þá einnig um hund- inn. Óskum svo hinni nýju stjórn Hugsað um Framhald af bls. 1 likingu við þann, sem haldinn var i Osló i haust. Grænlendingarnir koma inn i sambandið i gegnum Unge Grön- lændinges r3d i Höfn, en Fær- eyingarnir eru að mestu úr stúdentafélaginu i borginni. Sam- bandið eða samstarfsnefndin heitir Komitteen for bevarelse af fiskebcsta nden i Nord-Atlanten og skýrir nafnið raunar starf- semina. Aðalmálið er varðveizla fiskstofnanna, en inn i þetta blandast fleira, m.a. það, að Grænlendingar geta ekki fært út fiskveiðilögsögu sina, nema breyting verði á sambandi þeirra við Dani. Samhliða Danmörk er Grænl. nú komið i EBE EBE-þjóð má ekki færa út fiskveiðilögsögu sina, svo að nefndin vinnur þannig að þvi að koma á lausara sambandi milli Grænlands og Danmerkur. Starfsemi stúdentanna i Höfn hófst fyrir einum tveim mánuðum og hefur siðan verið margt gert til að upplýsa Dani um landhelgismálið. Meðal annars hefur verið dreift merkjum i þúsundatali með áletruninni 50og innan i tsland, Færeyjar, Græn- land eða Noregur. Voru þessi merki búin til i Noregi og einnig dreift þar. Einnig hafa stúdentarnir dreift ýmiss konar upplýsingabæklingum, sem þeir hafa samið og soðið upp úr öðrum hliðstæðum. Þeim hefur verið dreift i skólum og viðar. Aðspurður, hvernig andrúms- loftið gagnvart landhelgismálinu væri i Danmörku og hvort mikið væri um það rætt, sagði Gisli, að þar til nýlega hefði litið borið á umræðum um landhelgismálið, jafnt i fjölmiðlum og annars staðar, en fyrir skömmu hefði verið sagt frá „sambandsnefnd- inni” i a.m.k. einu dönsku dag- blaðanna, en nefndin hafði ein- mitt sent blöðunum greinargerð um starfsemi sina. Ekki kvaðst Gisli geta gefið upp, hve upplagið af plakötunum væri stórt, þar sem hann hefði undanfarið verið önnum kafinn i próflestri og þvi ekki getað fylgzt náið með gangi mála. Hann sagði þó, að hér væri um fjöldamargar fiskbúðir að ræða, og að nefndin byndi miklar vonir við, að þessi aðgerð myndi vekja danskinn til umhugsunar og yrði til að varpa ljósi á afstöðu Islands i land- helgismálinu og á fiskverndunar- málin almennt. hcilla. Hún hefur mikil og eríiö verkefni við að glima. — Margir merkir menn hafa unnið að þess- um málum. Og Alþingi hefur sett lög um dýravernd. En hver er svo stuðningur hins opinbera? Hann er harla litill. Svo litill, að ætla mætti,að þessarar starfsemi væri engin þörf. Og vissulega væri það æskilegast. En þvi miður er þörf- in meiri en flestir gera sér grein fyrir. Og vansi er það þjóðinni, að ekki skuli vera til dýraspitali. t Danmörku eru þeir 13, muni ég rétt. Undan þvi verður vart vikizt lengur, að hið opinbera skapi samtökunum möguleika til að sinna nauðsynlegum verkefnum. En leita þarf leiða til að það megi takast á sem virkastan og hag- kvæmastan hátt. — Og hvi skyldi sú leið ekki finnast? Hún er til. M.Sk. Staðall Framhald af bls. 1. ið af súkkulaðiverksmiðjunni Lindu af i heilu lagi, stór hluti þaks á POB.og tilkynnt var um skemmdir á 83 húsum og 40 bil- um. Eignatjón i þessu veðri nam á annan tug milljóna. Miðað við mælingar, sem til- tækar eru, er hugsanlegt að setja fram þá ágizkun, að mesti vind- hraði, sem vænta má einu sinni á 50 árum, er um 100 hnútar i 10 metra hæð viðast við strendur landsins og á hálendinu. BÆNDUR Við seljum: Fólksbila, Vörubila, Dráttarvélar, og aliar gerðir búvéla. BÍLA, BÁTA OG VERÐBRÉF ASALAN. Við Miklatorg. Simar 18675 og 18677. ♦ Við velium minfid ' ■ 5 það borgar sig * mrntal . ofnar h/f. Síðumúla 27 ♦ Reykjavík Símar 3-55-55 og 3-42-00 Blaðburðarbörnum Timans er boðið á jóla- trésskemmtun, sem haldin verður á Hótel Sögu 150. desember. Þau eru vinsamlega beðin að sækja boðsmiða i afgreiðslu Timans i Bankastræti 7. Atvinna Starismenn vantar að upptökuheimili rik- isins i Kópavogi. Starfið gæti orðið skref til náms i einhvers konar félags- legri aðstoð. Starfsreynsla eða menntun i uppeldi og að- stoð við unglinga mjög sækileg. Stúdentspróf, kennarapróf eða hliðstæð menntun nauð- synleg. Umsækjendur skulu ekki vera yngri en 20 ára. RITARA VANTAR að upptökuheimili rik- isins i Kópavogi frá 1. íebrúar n.k. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun nauðsynleg. Upplýsingar i sima 4-17-25. Umsóknir leggist inn á skrifstofu rikisspitala, Eiriksgötu 5, fyrir 0. janúar n.k. Auglýsing Samkvæmt heimild i lögum nr. 54 frá 14. júni 1960 hefur verðlagsnefnd i samráði við rikisstjórnina ákveðið, að frá 31. desember að telja, þegar lagaákvæði um verðstöðvun falla úr gildi, skuli þar til annað verður ákveðið óheimilt að hækka verð eða álagningu á hvers konar vörum og þjónustu, nema með heimild verðlags- nefndar. Gildir þetta um allar vörur, sem ekki eru verðlagðar samkvæmt sérstökum lög- um, eða eru seldar úr landi, enn fremur um alls konar þjónustu og greiðslur fyrir hvers konar verk, sem ekki hafa verið ákveðnar með samningum stéttarfélaga. Reykjavik 28. desember 1972. Verðlagsstjóri -=5—25555 1^ 14444 BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 V-WSeirdiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW9manna-Landrover 7manna Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag Niuada OMEGA (r)|IPMl1 Jtlpina Piinpom

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.