Tíminn - 30.12.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.12.1972, Blaðsíða 13
Laugardagur 30. desember 1972 TÍMINN 13 Bilunin á háspennu línunni frá Búrfelli A fundi sinum 28. desember samþykkti stjórn Landsvirkjunar svofellda ályktun: „Stjórn Landsvirkjunar harmar þær truflanir og þá skömmtun á rafmagni, sem raf- magnsnotendur þurftu að þola vegna bilunar á Búrfellslinu þann 21. þessa mánaðar. Jafnframt færir Landsvirkjun notendum þakkir fyrir tillitssemi og sparnað á raforkunotkun, meðan á biluninni stóð, en hvort tveggja dró stórlega úr þeim erfiðleikum, sem við var að striða. Ennfremur vill stjórn Lands- virkjunar flytja þeim mönnum öllum, sem unnu að viðgerð háspennulinunnar, sérstakar þakkir fyrir frábærlega vel unnin störf við erfiðar aðstæður.” Þá hefur stjórn Landsvirkjunar skrifað iðnaðarmálaráðuneytinu svolátandi svarbréf: Stjórn Landsvirkjunar hefur borizt bréf ráðuneytisins, dagsett 23. þ.m., varðandi bilun á háspennulinunni frá Búrfelli fimmtudaginn 21. þ.m. Eins og að likum lætur, hefur ekki enn gefizt timi til að gera rækilega könnun á orsökum um- ræddrar bilunar á háspennulin- unni, enda megináherzla lögð á bráðabirgðaviðgerð hennar. Enginn vafi virðist þó leika á þvi, að alveg einstakur veðurofsi hafi verið orsök bilunarinnar, og sam- kvæmt lauslegum athugunum veðurstofunnar mun veðurhæð hafa verið 16 vindstig eða meira á þessu svæði, og vindmælir við Búrfell, sem er af fullkomnustu gerð, fór i botn og mældi þá 15 vindstig. Mál þetta verður kannað áfram með öllum til- tækum ráðum og ráðuneytinu send skýrsla um niðurstöður, strax og þær liggja fyrir. Kröfur þær, sem gerðar voru við hönnun Búrfellslinu i upphafi, voru mjög strangar og öllu meiri en gerðar voru til Sogslinu II, sem aldrei hefur bilað þau nær 20 ár, sem sú lina hefur verið i notkun. Ráðuneytinu verður einnig send nákvæm skýrsla um þær styrk- leikakröfur, sem gerðar voru til Búrfellslinu, og samanburður á þeim og samsvarandi kröfum, sem gerðar hafa verið til Sogslinu II. Eftir að bilun varð á Búrfells- linunni i nóv. 1970, var hún öll vandlega yfirfarin, og til öryggis voru nokkrir stálturnar styrktir, þ.á.m. þverunarturnarnir við Hvitá og Þjórsá. Ekki tókst að upplýsa til fulls, hverjar voru orsakir þeirrar bilunar, og eftir rækilega könnun var ekki talið liklegt til árangurs að sækja neinn einstakan aðila til ábyrgðar á henni. Um gasaflstöðina i Straumsvik er það að segja, að önnur véla- samstæðan bilaði 22. þ.m. og hafði þá verið i gangi i 5 stundir, eftir að linan bilaði. Var hér um smávægilega bilun að ræða, en timafreka, og tók leit að biluninni og viðgerð á henni um 11 klst. Að öðru leyti var gasaflstöðin i full- um gangi, á meðan á viðgerð Búrfellslinunnar stóð. Astæða er til að leggja áherzlu á, að öryggi raforkukerfa getur ekki talizt nægilegt.nema fyrir hendi séu mannvirki, sem gripa megi til, ef einhver þáttur kerf- anna bilar. Hefur verið að þvi stefnt að skapa slikt öryggi i kerfi Landsvirkjunar með byggingu varastöðva, þannig að ætið væri verulegt umframafl fyrir hendi til að taka við, ef bilanir yrðu. 1 litlum raforkukerfum, eins og hér á íslandi, er hins vegar erfitt að hafa ætið næg mannvirki til taks, eins og viðast er orðið i nágranna- löndunum. Úr þessu mun þó rætast með frekari uppbyggingu og fjölgun orkuvera og flutnings- lina. Það hefur verið frá upphafi ljóst, að i þvi væri nokkur áhætta fólgin að hafa aðeins eina háspennulinu frá Búrfelli, sem nú framleiðir rúmlega 2/3 allrar raf- orku kerfisins, enda búizt við, að það ástand stæði aðeins tak- markaðan tima. Þegar eftir bilunina, sem varð á háspennu- linunni i nóvember 1970, var þvi sú ákvörðun tekin af stjórn Landsvirkjunar að flýta sem mest byggingu annarrar háspennulinu frá Búrfellsstöð, en áður hafði verið ráðgert að ljúka henni árið 1975. Var þegar hafizt handa um hönnun þeirrar linu og stefnt að þvi, að hún kæmist i notkun seint á þessu ári. Þvi miður hafa orðið tafir á verkinu, aðallega vegna verkfalla erlendis. Þvi er þó að mestu lokið og i höfuðatriðum aðeins eftir að strengja vira á 17 km kafla, og standa þvi vonir til,að hægt verði að taka linuna i rekstur i næsta mánuði. F.h. stjórnar Landsvirkjunar Jóhannes Nordal stjórnarformaður Fleiri og hærri vinning- ar í Vöruhappdrætti SÍBS Nýtt starfsár Vöruhappdrættis S.I.B.S. er að hefjast. Miklar breytingar verða nú gerðar á vinningaskrá happdrættisins, og eru þær fólgnar i þvi, að vinning- um fjölgar og þeir hækka veru- lega. Meðalháum vinningum fjölgar mest. Sem dæmi má nefna, að tiu þúsund króna vinn- ingum fjölgar úr 500 i 1000: eitt hundrað þúsund króna vinningum fjölgar úr 15 i 20: bætt verður við vinningaskrána 12 tvö hundruð þúsund króna vinningum, og fimm hundruð þúsund króna vinningum fjölgar úr 1 i 11. 1 desember verður hæsti vinningur ein milljón króna. Lægsti vinn- ingur verður 3.000 krónur. Eins og undanfarin ár verður dreginn út aukavinningur i júni- mánuði, og verður hann að þessu sinni Range Rover bifreið ásamt vönduðu hjólhýsi, með svefnrými fyrir fimm manns. A siðasta ári (1972) seldust yfir 90 af hundraði útgefinna miða i happdrættinu, og hefur miðasala stróaukizt i happdrættinu hin sið- ari ár. Útgefnum miðum verður ekki fjölgað um þessi áramót, og má þvi búast við, að miðar seljist nú upp i flestum umboðum lands- ins. Verð miðanna er 150 krónur á mánuði. Öllum hagnaði happdrættisins er varið til að reisa og reka endurhæfingarstöðvar og öryrkjavinnustofur, en eins og kunnugt er, rekur S.I.B.S. nú þrjár slikar stöðvar: Reykjalund i Mosfellssveit, Múlalund i Reykjavik og litla vinnustofu i Kristneshæli. Um mitt ár 1971 hófust fram- kvæmdir við mikla stækkun Reykjalundar, og er áætlað að ljúka þeim framkvæmdum á ár- inu 1975. I meginatriðum eru áformaðar byggingafram- kvæmdir þessar: Stækkun aðalbyggingar, sem gerir kleyft að f jölga vistmönnum um 50. i kjallara þessarar við- byggingar fær sjúkraþjálfunar- deild stóraukið húsnæði. Þar verður meðal annars stærri og hagkvæmari sundlaug en áður hefur verið að Reykjalundi, ásamt viðeigandi búningsher- bergjum og baðaðstöðu. A fyrstu hæð hinnar nýju viðbyggingar verða dagstofur, bókasafn og les- stofa, tvenn anddyri, snyrting, fatageymslur o.fl. Annað anddyr- anna verður þannig úr garði gert, að inn- og útgangur verður mjög greiður, og inn af þvi verður lyfta upp á efri hæðirnar. Endanlegur frágangur á hlaðinu fyrir framan anddyrin verður einnig á þann veg, að hjólastólaumferð verður þar greið og óhindruð frá sérstök- um bilastæðum einkum ætluðum þeim, sem i hjólastólum eru, eða eru hindraðir til gangs. Þá verður byggð hæð ofan á nú- verandi skrifstofu- og geymslu- húsnæði. Skrifstofur munu flytj- ast þangað, en við þá ráðstöfun fæst húsnæði fyrir ýmsa þætti endurhæfingar, sem ekki hefur verið unnt að sinna hingað til vegna skorts á húsnæði, svo sem iðjuþjálfun og starfshæfnispróf- anir. Þá er vel á veg komin rúmlega 800 fermetra bygging, þar sem röraframleiðslan verður til húsa ásamt vörugeymslu. Ýmsar aðrar endurbætur og breytingar verða gerðar á húsa- kosti heimilisins, þótt þær verði eigi taldar hér. Mikið hefur verið unnið á liðn- um árum aö frágangi og fegrun umhverfis Reykjalundar, m.a. lagðar götur úr varanlegu efni meðfram smáhýsum, sett þar lýsing, ræktað svæðið fyrir fram- an vinnuskálana og gróðursett hundruð trjáa og runna. Þó hefur ýmis frágangur utanhúss af eðli- legum ástæðum orðið að biða, þar til byggingaframkvæmdir eru komnar betur á veg, en gengið verður endanlega frá umhverfi húsa, akbrautum og bilastæðum jafnóðum og byggingar eru full- gerðar. Geðverndarfélag íslands tekur þátt i byggingaframkvæmdum samkvæmt sérstökum samningi, sem gerður var milli þess félags og S.I.B.S. árið 1971. Er hér um að ræða framhald á samvinnu félag- anna i byggingamálum, sem hófst 1967 og stuðlar að þvi, að vistrými er tryggt skjólstæðing- um Geðverndarfélagsins að Reykjalundi i hlutfalli við framlag þess. Geðverndarfélagið hefur þegar reist 3 smáhýsi að Reykjalundi. Samvinna þessara félaga hefur frá öndverðu verið hin ágætasta. Framkvæmdir þær, sem hér hefur verið gerð grein fyrir, munu vart kosta undir 100 milljónum króna, og meginhlut- ann af þvi verður happdrætti SJ.Í.B.S. að leggja fram. ^//////////////////////////é////////////////////////////////////'/,^ 5j Ef ykkur vantar loftpressu,þá hringið og £ reynið viðskiptin. I I Gisli Steingrimsson, Simi 22-0-95. L0FTPRESSA ^p^f^jað muna '>/////////////////////////////////////////i^> ^ 22-0-95 / Það ergott ^ Ævintýragetraun Samvinnubankans URSUT Bjössi Baukur birtist í,voru þessi: 1. Rauöhetta 2. Þyrnirós 3. Nýju fötin keisarans 4. Mjallhvit og dvergarnir sjö 5. Jói og baunagrasið Alls bárust 3930 lausnir. Þegar dregið var úr réttum lausnum urðu eftirtalin 100 börn hlutskörpust og fá Bjössa Bauk sendan í verðlaun: Ævintýrin, sem Adolf' Friðriksson, Heiðarbraut 45, Akranesi Agúst Guðmundsson, Njörvasundi 14, Reykjavík. Anna María Jóhannsdóttir, Hraunteigi 21, 3.hæð, Rvík. Arni Friðjón Arnason, Krossi, Barðaströnd Arnór Jónatansson, Hlíðarvegi 3, Isafirði Asgeir Emilsson, Hainargötu 55, Seyðisfirði Asgerður Asgeirsdóttir, Eyjabakka 18, Reykjavík. Asta Teresía Baldursdóttir, Laugarásvegi 39, Reykjavík. Asta M. Guðlaugsdóttir, Dvergabakka 6, Reykjavík. Asta H. Jóhannsdóttir , Ránargötu 9, Akureyri. Asta Oddleifsdóttir, Haukholtum, Hrunamannahreppi, Arn Asta Birna Stefánsdóttir, Skipasundi 25, Reykjavík. Atli Þór Tómasson, Holtagerði 4o, Kópavogi. Baldur Örn Baldursson, Laugarnesvegi 39, Reykjavík. Baldur Már Róbertsson, Mánavegi 6, Selfossi Bergdfs Ellertsdóttir, Kóngsbakka lo, Reykjavík. Birgir Ölafsson, Fjólugötu 11, Vestmannaeyjum. Björn Indriðason, Kjartansgötu 4, Borgar'nesi. Birna G. Ragnarsdóttir, Skúlagötu 14, Borgarnesi. Bryndís Theódórsdóttir, Hraunbæ 57, Reykjavík. Dóra Stefánsdóttir, Baldursgötu 33, Reykjavík. Edda Georgsdóttir, Háaleitisbraut 33, Reykjavík. Einar Lúðvíksson, Grenimel 2o, Reykjavík. Egill Kr. Björnsson, Fjarðarstræti 57, Isafirði. Elíu Jóna Haraldsdóttir, Hörðuvöllum 2, Selfossi. Elín Hildur Sveinsdóttir, Bjarkarhlíð 6, Egilsstöðum, S-Múl. Elísabet Stefánsdóttir, Þórustíg 5, Ytri-Njarðvík Erla Jóhannsdóttir, Kúrlandi 3, Reykjavík. Eyþór Björgvinsson, Goðheimum 14, Reykjavík. Fjóla Guðmundsdóttir, Laugarnesvegi 9o, Reykjavík. Fjóla Sigurðardóttir, Blöndubakka 5, Reykjavík. Friðrik Sölvi Þórarinsson, Birkivöllum 4, Sellossi. Gerður P. Guðfaugsdóttir, Stóragerði 18, Reykjavík. Gísli Þórir Albertsson, Skógum, A-Eyjafjöllum, Rang Gísli Björgvin Konráðsson, Silfurgötu lo, Stykkishólmi. Guðbjörg Steinsdóttir, Hátúni 7, Eskifirði Guðbjörn Salmar Jóhannsson, Hafnarstræti 17, Isafirði Guðlaug Halldórsdóttir, Haðalandi lo, Reykjavík. Guðný Aðalbjörg Jónsdóttir, Löngubrekku 9, Kópavogi. Halldór Örn Egilsson, Alfheimum 72, Reykjavík. Halldóra Ragnarsdóttir, Efstasundi 23, Reykjavík. Hallgrímur S. Hallgrímsson, Smáraflöt 16, Garðahreppi. Heiðdís Þorsteinsdóttir, Bugðulæk 12, Reykjavík. Helena Líndal Baldvins, Strembugötu 16, Vestmannaeyjum. Helga Halldórsdóttir, Hraunbraut 4, Kópavogi. Helga Hallgrimsdóttir, Kristnesi, Hrafnagilshreppi, Eyjaf Hildur Armannsdóttir, Eyjabakka 24, Reykjavík. Hjördís Þorgeirsdóttir, Meistaravöllum 13, Reyk,javík. Hólmfríður S. Jónsdóttir, Þorfinnsstöðum, V-Húnavatnssýslu. Hrafnhildur Sveinsdóttir, Fögrubrekku 36, Kópavogi. Hulda María Mikaelsdóttir, Yrsufelli 12, Reykjavík. Höskuldur Sveinsson, Grænuhlíð 14, Reykjavík. Ingibjörg Gunnarsdóttir, Engihlíð 7, Reykjavík. Ingibjörg Hinriksdóttir, Hlíðarvegi 42, Siglufirði Ingibjörg Ölaísdóttir, Efstalandi 16, Reykjavík. ívar Gunnarsson, Asavegi 23, Vestmannaeyjum. Jakob Hjaltason, Laugargerði, Biskupstungum, Arnessýslu Jenný Björk Sigmundsdóttir, Ferjubakka 12, Reykjavík. Jens Ölafsson, Kjartansgötu 2, ReykjaVík. Jóhanna Bergmann, Blönduhlíð 14, Reykjavík. Jóhannes H. Jónsson, Vogagerði 4, Vogum, Vatnsleysuströnd. Jón Harðarson, Víðihvammi 5, Kópavogi. Karólína S. Hróðmarsdóttir, Laugalæk 9, Reykjavík. Katrín Asgrímsdóttir, Haínarbraut 2, Höfn, Hornaíirði. Kristín Valdimarsdóttir, Hraunbæ 114, Reykjavík. Lára Gunnvör Friðjónsdóttir, Geitlandi 11, Reykjavík. Lára Kristfn Pálsdóttir, Kleppsvegi 128, Reykjavík. Laufey Helga Asmundsdóttir, Fagrabæ lo, Reykjavík. Leifur Magnússon, Hofsvallagötu 61, Reykjavík. Magnús S. Kristinsson, Nönnustíg 1, Hafnaríirði Margrét Ö. Magnúsdóttir, Birkimel 6, Reykjavík. ■ María Jónsdóttir, Háaleitisbraut 39, Reykjavík. María B. Magnúsdóttir, Asvallagötu 46, Reykjavík. Ölafur Ragnarsson, Skúlagötu 14, Borgarnesi. Ragnar Haraldsson, Hörðuvöllum 2, Selfossi Ragna Ragnars, Bólstaðarhlíð 15, Reykjavík. Ragna & Ingibjörg &emundsdætui», Hraunbæ 17o, Reykjavík. Rannveig Guðrún Gísladóttir, Samtúni 8, Reykjavík. Reynir Sigurðsson, Teigagerði 12, Reykjavík. Sigrún Gunnarsdóttir, Lauívangi 9, Hafnarfirði Sigurður Örn Eiríksson, Fögrubrekku 43, Kópavogi. Sigurður Ilalldórsson, Tunghaga pr. Egilsstaðir. Sigurjón Vilhjálmsson, Hlemmiskeiði, Skeiðum, Arnessýslu Sigurlín Jóna Baldursdóttir, Alfhólsvegi 25, Kópavogi. Sigursteinn Hjartarson, Neðri-Hundadal, lalasýslu. Sjöfn Sigfúsdóttir, Hólavegi 34, Sauðárkróki. Stefanía Sif Thorlacíus, Haðalandi 18, Reykjavík. Steinunn Geirmundsdóttir, Lyngheiði 11, Selfossi. Steinunn Steingrímsdóttir, Langholtsvegi 167, Reykjavík. Svava Jóhannesdóttir, &cipholti 3o, Reykjavík. Svava Björg Svavarsdóttir, Borgarfossi v/Arbæ, Reykjavík. Unnur Runólfsdóttir, Hraunbæ 18, Reykjavík. Unnur S. Sigurðardóttir, Skipholti 47, Reykjavík. Vala Ölafsdóttir, Leifsgötu 19, Reykjavík. Valdimar Sigurðsson, Melabraut 42, Seltjarnarnesi. Vilhjálmur Jón Guðjónsson, Bræðraborgarstíg 19, Reykjavík. Þóra Svavarsdóttir, Skálagerði 9, Reykjavík. Þórarinn Ingi Ölafsson, Digranesvegi 115, Kópavogi. Þórir Björn Jónsson, Asbraut 21, KópavogiI Örn Arason, Stóragerði 17. Hvolsvelli, Rang. $ SAMVINNUBANKINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.