Tíminn - 13.01.1973, Page 4

Tíminn - 13.01.1973, Page 4
4 TÍMINN Laugardagur 1S. janúar 1973 ■ Hvernig líta fyrirsæturnar út? Auglýsingar eru margvislegar. Ef aulýst eru fegrunarmeðöl er stundum ekki nauðsynlegt að sýna nema augu eða munn, jafnvel aðeins neglur og i öðrum tilfellum eru sýndir aðrir likamshlutar, til dæmis sést naflinn og maginn allur, ef auglýstar eru nærbuxnableðlar eins og hér sést. Hér sjáið þið mynd af maga, sem er mjög eftirsóttur i auglýsingar i Eng- landi, en það er ekki bara magi þessarar stúlku, sem er allsæmilegur útlits, heldur lika stúlkan sjálf, eins og sést á myndinni með maganum. Svo er það önnur stúlka, sem hefur augu, sem engu likjast. Hún heitir Hoima Macdonald, og er falleg þótt meira sjáist af henni en augun. Sú með magann góða heitir Helen Jones. Fran Fullenwider er einnig ljós- myndafyrirsæta, en hverjum gæti dottið það i hug,sem veit að hún er um tvö hundruö pund. En hún er mjög gagnleg fyrir auglýsendur, sem vilja auglýsa megrunarlyf alls konar. Hver vill ekki losna við aukakiló svona annað slagið. Fyrirsætan Shirley Anne er þekktust fyrir íæturna, og llklega hafa það verið tærnar á henni sem þið sáuö i siðustu auglýsingu um fótsnyrtivörur. Peter Torquel hefur unnið sem ljósmynda- fyrirsæta i átta ár. Það sem Ijósmyndararnir sækjast aðal- lega eftir að mynda eru hendur hans, ekki af þvi að þær séu neitt sérstaklega fallegar, heldur aðallega vegna þess að hann getur haldið þeim ótrúlega kyrrum. Peter segir: Þegar verið er að taka nákvæma nær- mynd af hendi er nauðsynlegt að hún sé algjörlega hreyfingar- laus. Ég get haldið höndunum kyrrum mjög lengi. En Peter verður að gæta handa sinna vel. Ef nögl brotnar, eða hann rispar sig getur það kostað hann hálfs mánaðar atvinnuleysi, þvi hver vill mynda brotna nögl, eða rispað handarbak. Það er þó ekki nauðsynlegt að allar fyrir- sætur séu fallegar, þvi margt þarfaðsjást í auglýsingum. Til' dæmis er til fyrirtæki i Eng- landi, sem hefur yfir að ráða ljóítum fyrirsætum, og nefnist það Ugly Agency, eða Ljóta miðlunarstofan. Þar geta auglýsendur náð sambandi við fólk með ljótar hendur, skemmdartennur; mismunandi óaðlaðándi fótleggi og ökla, svo nokkuð sé nefnt. Hjá þessu fyrirtæki er til dæmis kona með svo ijótar og illar farnar hendur, að auglýsendur, sem vilja auglýsa alls konar gigtar- lyf verða að biða léngi til að geta fengið hana i vinnu hjá sér. ☆ Viltu veðja Það var komið að lokum tizkusýningarinnar, þegar ein sýningardaman, Marilyn að nafni, steig fram og tók af sér ljósu hárkolluna sina. Þarna fyrir framan áhorfend- ur i West Cornforth stóð kennari nokkur að nafni David Mc- Kenzie 25 ára að aldri. Hann lýsti þvi yfir, að hann hefði gert þetta, vegna þess að kona hans hafði veðjað um hann yrði upp- götvaður áður en til alvörunnar kæmi. Fólk gerir fáránlegustu hluti fyrir veðmál. Anthony Breslin labbaði niður hina fjölförnu Grafton Street i Dublin, iklæddur heiðbláum náttfötum og á leiðinni reykti hann sigarettu. Læknastúdentinn John Bland i Cambridge kastaði lyklakipp- unni sinni i Cam ána. Siðan fór hann úr jakka og buxum og stakk sér eftir kipp- unni. Vinur hans sá hann klifra upp úr ánni og kallaði: ,,Ég skal veðja að þú þorir ekki að hlaupa kringum haskólann eins og þú litur út núna.” — John tók hann á orðinu og vann. Gamanleikarinn Fred Barnes tók einu sinni þátt i veðmáli sem fól það i sér að hann varð að standa úti á Trafalgar Square með bréfabakka með eins punds seðlum i og bjóða þá til sölu fyr- ir tvö pund. Til að vinna þurfti hann að selja vissan fjölda á einum klukkutima. Hann seldi aðeins einn og tapaði þvi veð- málinu. Þennan eina keypti maður, sem fannst þetta mjög gott bragð. Einn maður hefur lent i fang- elsi fyrir veðmál. Walter Hastings, Bandarfkja- maður, sem fluttist til Englands árið 1860. Veðjaði við Cecil að hann skyldi dvelja á bak við lás og slá fyrir 1000 pund. Lá- varðurinn tók veðmálinu og Hastings dvaldi tiu ár i stofu- fangelsi á heimili hans. Hasting las og skrifaði en talaði aldrei við nokkurn mann öll tiu árin. Þegar hann losnaði fór hann þegar til Ameriku með veðféð, en dó fjórum dögum eftir að þangað var komið. Þá voru endalok James Camphells, 19 ára gamals Breta slysaleg: Maður nokkur bauð honum eitt pund ef hann vildi stökkva út af svölunum á ibúð hans á fjórðu hæð. Camphell stökk og var látinn, þegar að var komið. ☆ Þoka veldur stormi Fjöldi manns slasast og jafn- vel ferst i umferðarslysum af völdum þoku. óteljandi ráð hafa verið reynd gegn þessari hættu. Nýlega gerðu bandariskir visindamenn tilraunir til að „sópa” þokunni af þjóðvegum landsins. Stórir spaðar i likingu við vindmyllur voru settir upp við þjóðvegina með reglulegu milli- bili og þeir látnir snúast i þvi skyni að feykja þokunni i burtu. Árangur varð þó takmarkað- ur og hættulegir þokublettir voru á milli spaðanna. ' Um árabil var gamalt ráð úr heimstyrjöldinni siðari notað á bandariskum flugvöllum — kveikt var i bensini við flug- brautirnar. Þetta dugði til að þurrka and- rúmsloftið og létta þokunni. En mikill kostnaður og meng- un kollvarpaði hugmyndinni. ☆ Til umhugsunar fyrir næstu jól Hversvegna ætti ég ekki að bæta einhverjum einum á jóla- gjafalistann? hugsaði maður nokkur i Newport i Englandi. Hvi ekki að gleðja einhvern, sem raunverulega þarf á hiálp að halda? Þegar þú ferð til innkaupa, skaltu eyða þvi, sem þú mátt vel við, i smádósir af ávöxtum, súpum, kjöti o.fl. þ.h. gerir hann að tillögu sinni. Þessu skaltu svo pakka inn i jólapappir og senda einhverjum einstæðingi sem veitir ekki af einhverri lifsgleði, eða einhverjum fátæklingi, sem ekki hefur ráð á hátiðahaldi að öðrum kosti. Þegar Bandarikjamenn vorú að gera kjarnorkutilraunir i Nevadaauðninni fyrir nokkrum árum, var Indiánahöfðingi einn á veiðum ásamt nokkrum striðs- mönnum. Veiðinvar slæm og þeir sendu reykskeyti heim um það. Þegar þeir höfðu sent skeytið, birtist skyndilega óskaplegur mökkur handan fjallanna i sömu átt. — Almáttugur, varð höfðingjanum að orði — Það verður ekki notalegt að koma heim til hennar i kvöld. tslendingurinn: — Hvers vegna hafið þið sjávarútvegsmálaráðu- neyti i Sviss, þegar þið hafið engan sjó? Svisslendingurinn: — Hvers vegna hafið þið fjármálaráðu- neyti á Islandi? Jörgen var danskur og flutti til Kanada, þar sem hann gerðist skógarhöggsmaður, svona i litlum mæli, sagaði niður brenni, eins og hann hafði gert heima i Danmörku um árabil. Hann gat sagað tvö vagnhlöss á dag og gerði lengi vel, eða þangað til sögin varð ónýt. Þá fór hann til bæjarins og kaupmaðurinn fékk hann til að kaupa rafmagnssög, sem hann gæti sagað með fjögur hlöss á dag. Jörgen fór, en kom aftureftir nokkra daga og kvaðst ekki geta sagað nema eitt hlass á dag. Sögin var smurð, en allt sat við það sama. Þá fór kaup- maðurinn með út i skóginn, til að sjá, hvað ylli. Þegar hann setti sögina i gang, hrökk Jörgen við og hrópaði: — Hvaða bansettur hávaði er þetta? DÆMALAUSI ,ar*1 Þi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.