Tíminn - 13.01.1973, Síða 5
Laugardagur 13. janúar 1973
TÍMINN
5
Eigið timatal
Þar til Greenwich timinn var
opinberlega upptekinn árið 1880
höfðu margar borgir sina eigin
timamælingu, byggða á stöðu
sólar.
Dómkirkjan i Oxford neitaði á
sinum tima að taka upp hið
samræmda timatal og enn þann
dag i dag er klukkan þar 5
minútum á eftir klukkunni ann-
ars staðar i Bretlandi.
☆
Mistök
Sikileysk blöð fengu fyrir
nokkru frétt svo hljóðandi: Di-
ana Dors er meðal farþega með
næstu vél frá Róm. Ljós-
myndarar fóru i flokkum á flug-
völlinn en eina konan með vél-
inni var feitlagin og á sjötugs
aldri. Farþegalistinn leiddi i
ljós I hverju mistökin voru fólg-
in. Gamla konan sem þarna var
komin, i friinu sinu, var þýzk
húsmóðir, Di Anadors.
☆
Froskar skelfa konur
Visindamenn i Kaliforniu hafa
fengið yfirvöldum i þvi landi
vandamál i hendur — risa-
froska. Eftir þátttöku i til-
raunum var froskum þessum,
sem eru allt að 12 þumlungar að
lengd og hafa hvassar klær,
fenginn bústaður i vötnum i
Kaliforniuriki og þaðan breiðast
þeir óðum út mannfólki til
mikillar skelfingar. Þeir eru
girugir i fisk og fugl. Og oft ber
það við að óttaslegnar hús-
mæður kalla á lögregluvernd
þegar þessir óvættir birtast
nálægt heimildum þeirra.
☆
Hverjum klukkan glymur
Pablo Vargas lenti i hræðilegu
rifrildi við konu sina og hugsaði
með sér að hann yrði að komast
burt frá þessu öllu.
Það gerði hann. 1 þau sextán ár,
sem liðin eru siðan rifrildið átti
sér stað, hefur hann búið i
klukkuturni dómkirkjunnar.
Hann hefur ekki stigð fæti
sinum á götur Mazatlan i
Mexikó siðan 1956.
Pablo, sem er 62 ára er
hringjari dómkrikjunnar Hann
sefur i skýli milli klukknanna,
og hann eldar á kirkjuloftinu.
-Starfslið kirkjunnar færir
honum allar hans nauðsynjar.
SjSIfur segir Pablo: Mig
langar ekki að fara héðan
Hvað er fyrir mig að gera þarna
niðri. Hér eru engin vandamál
Ég hef nóg að borða. Og
á sumrin þegar það er heitt i
Mazatlan, er þægilega svalt
hér uppi. Enginn truflar mig og
ég trufla engan. Það sem ég á
eftir ólifað, ætla ég að dvelja
hér.
Einn dómkirkjuprestanna,
séra Jose Trinidad segir svo
frá: Pablo kom hingað i
kirkjuna einn dag og spurði
hvort hann gæti fengið að sópa
hana fyrir einhver laun.
Hringjarinn okkar var þá
nýdáinn og okkur vantaði
annan. Við buðum Pablo starfið
og hann fór upp i turninn og
hefur verið þar siðan.
Pablo fær um 5 pund á viku i
laun. Hann biður sr. Trinidad að
koma peningunum til barna
hans og barnabarna.
„Hvað ætti ég svo sem að
gera með peninga,” segir hann.
Fögnuður i Bonn
Þeir Willy Brandt og Walter
Scheel unnu frægan kosninga-
sigur i desembermánuði sl.
Þegar á kjördag, áður en úrslit-
in urðu kunn, slökuðu þeir á eft-
ir kosningabaráttuna, þann dag
horfðu þeir á börn sin leika i
skólaleikriti eftir ævintýrinu um
Þyrnirós. Matthias Brandt lék
prinsinn, sem vekur Þyrnirós af
djúpum svefni, en hana lék
Claudia Scheel. Leikendur voru
eingöngu börn og sömuleiðis
flestir áhorfenda fyrir utan þá
Brandt og Scheel góður fyrir-
boði um kosningaúrslitin.
Hin myndin er tekin eftir at-
kvæðatalningu lauk og þeir
Brandt kanslari og Scheel utan-
rikisráðherra takast i hendur og
fagna sigri. Það er þeim að
þakka að sosialdemókratar,
SPD, og frjálsir demókratar,
FDP, hafa nú á fjórða ári sinu
við stjórnvölinn 48 þingsæta
meirihluta i þinginu i Bonn.
SPD varð nú i fyrsta sinn sterk-
asti þingflokkurinn með 230
sæti. FDP jók einnig fylgi sitt og
hlaut 42 þingsæti. Forystumenn
stjórnarflokkanna tveggja
höfðu reiknað með góðum
árangri i kosningunum, en þó
ekki slikum sem raun varð á.
Ekki aðeins þeir, heldur einn-
ig rikisstjórnir um heim allan
telja þennan sigur frjálslyndra
afla vera áskorun um að halda
beri áfram að vinna að þvi ,að
slaka á pólitiskri spennu i
Evrópu. Og verkin sýna merkin,
þrem dögum eftir kosningaúr-
slitin i Þýzkalandi hófst undir-
búningsráðstefna um öryggis-
mál og samvinnu Evrópuþjóða.
gL %W A
1 JggMKI Wk *
s1m ..JSSft
TIL ALLRA ATTA
OSLO STOKKHOLMUR KAUPMANNAHÖFN LUXEMBOURG
MANUDAGA MANUDAGA ÞRIOJUOAGA FIMMTUDAGA ALU DAGA
FÖSTUDAGA FOSTUDAGA SUNNUDAGA