Tíminn - 13.01.1973, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
I.augardagur 13. janúar 1973
Klsa ogFinnbogi bjóöa gestum kaffi og meölæti
steinn fæddist 12. april. Kennslu
lauk 17. april og Elsa missti ekki
nema viku úr skólanum. Hún er
nú fyrir skömmu farin að vinna
hjá Verðlagsstjóra i Reykjavik.
Hún hefur hug á framhaldsnámi.
— ,,Ég er að hugsa um meina-
tækni. En ég veit ekki hvenær það
verður, ekki næsta haust að
minnsta kosti, en kannski ein
hverntima þegar fjárhagurinn
batnar.” Aðalsteinn litli er i
fóstri hjá nágrannakonu þegar
foreldrarnir eru við vinnu, en
Einnbogi hefur stundum góðan
tima til að sinna syninum þvi
hann vinnur vaktavinnu og á fri i
fjóra daga i senn á milli.
Nágrannarog skólasystkini
úr Hafnarfirði
Við spyrjum brúðhjón
mánaðarins hvernig fundurn
þeirra hafi borið saman og kemur
þá á daginn, að þau hafa lengi
þekkzt enda bæði Hafnfirðingar,
jafnaldrar, tvitug og voru skóla-
systkini i Flensborg. Siðan fór
hann að læra sitt fag og hún i
menntaskóla, — ,,ég veit ekki
eiginlega hvernig þetta æxlaðist
svona,” segir brúðguminn. En nú
eru komin 3 1/2 ár siðan þau
byrjuðu i tilhugalifi og búskap
hófu þau fyrir ári i iitilli kjallara-
ibúð i húsi afa hans og ömmu i
llafnarfirði.
t»au segja að fólk, sem alið sé
upp i Hafnarfirði, vilji hvergi
annars staðar vera og eins sé um
þau. Hinsvegar séu breytingar
miklar i bænum. Fyrir fimm
árum þekktust allir Hafn-
firðingar, en nú er það gerbreytt.
Útlit er fyrir að ungu hjónin geti
búið vel um sig i nýju ibúðinni.
Þaðan er fallegt útsýni til suðurs
og úr stofuglugganum blasir við
væntanlegur skrúðgarður og
erþegarfarið að vinna við gerð
göngustiga um hann, skammt frá
verður einnig knattspyrnuvöllur.
bað kemur sér vel fyrir Finn-
boga, sem er ákafur félagsmaður
i Haukum. — ,,Ég hef gaman af
öllum iþróttum,” segir hann.
„Handbolta og knattspyrnu. Ég
leik tennis og borðtennis, tefli og
á Spáni i haust lékum við minigolf
við tvenn hjón, sem þar voru
saman, og höfðum gaman af.
Aðaláhugamálið hjá konunni er
hinsvegar saumaklúbburinn, ég
skil bara ekki hvað þær geta
alltaf verið að tala”. — ,,Og hann
setur allt á annan endann þegar
hann birtist,” bætir Elsa við.
Treystir eiginkonunni ekki
fyrir jólamatnum
— Fær frúin nokkurn tima að
annast matseldina á heimilinu?”
Elsa með soninn Aðalstein
Við notum tækifærið að skjóta
þessari spurningu að Finnboga.
— ,,Jú, mikil ósköp. Það er nóg
að starfa við þetta þótt maður sé
ekki stöðugt yfir pottunum heima
lika. Það er helzt jólasteikin og
þessháttar sem ég sé um. Ég þori
ekki að hætta á að hún eyðileggi
góðan mat.”
,, — Og hvað var i jólamatinn
núna?”
,, — bað var gæs, sem rétt tókst
að matreiða i rafmagns-
skömmtuninni.”
Við kveðjum þau Elsu og Finn-
boga, sem segja að erfiðasta
hjallanum sé nú náð, hvað sjálf
ibúðakaupin snertir. ,,Við höfum
fengið húsgöng hjá hinum og
þessum, sem hafa verið að fá sér
ný. En það er margt sem
hugurinn girnist, gluggatjöld,
teppi, sjónvarp , þvottavél..”
,, — Við erum ánægð með það sem
komið er,” segja þau, — „það
þýðir ekki að láta sig dreyma um
að eignast alla skapaða hluti til
heimiíisins á einni nóttu. Og hver
veit nema við fáum svona vinning
alltaf öðru hvoru, þá kemur þetta
fljótt.”
SJ.
Félagsmálastofnun
Hafnarfjarðar
óskar eftir
fósturheimili
i sveit eða bæ fyrir dréng á fermingar-
aldri. Upplýsingar gefnar i sima 53444 á
bæjarskrifstofunum alla virka daga,
nema laugardaga, kl. 10-4.
Laust starf
Á skattstofu Reykjanesumdæmis,
Hafnarfirði, er laust starf við endurskoð-
un skattframtala.
Upplýsingar veitir skattstjóri i sima 5-17-
88.