Tíminn - 13.01.1973, Page 12
12
TÍMINN
Laugardagur 13. janúar 1973
Hannibal Valdimarsson
siötugur
Hannibal Valdimarsson, vik-
ingurinn að vestan, er sjötugur i
dag. A honum er þó sannarlega
enginn sjötugs manns svipur, þar
sem hann gengur um gólf, beinn i
baki og léttur i spori. Sumir menn
eru fæddir undir þeirri heilla-
stjörnu að verða aldrei gamlir.
Hannibal Valdimarsson er
löngu þjóðkunnur maður, svo að
varla er ofsagt, að við hann kann-
ist hvert mannsbarn á tslandi,
sem komið er á fermingaraldur.
Hann hefur lengi verið i sviðsljós-
inu. Ungur að árum var hann orð-
inn eins konar vestfirsk þjóð-
sagnapersóna, sem sögur bárust
af, jafnvel inn til afdala i fjarlæg-
um landsfjórðungum. Æ siðan
hefur verið um hann talað og um
hann skrifað, stundum vel og
.stundum illa, eins og aðra þá,
sem fyrirferðarmiklir eru á
stjórnmálasenunni eða i þjóðlff-
inu.
Hér skulu eigi rakin hin marg-
breytilegu störf Hannibals Valdi-
marssonar, hvorki að bæjarmál-
um, stjórnmálastörfum, verka-
lýðsmálum né annarri þeirri
starfsemi, þar sem hann hefur
komið við sögu um dagana. Það
verður vafalaust gert af öðrum,
semþeimeru kunnugri og átt hafa
með honum lengri samfylgd. Hér
verður heldur engin tilraun gerð
til að leggja hlutlægt mat á störf
hans og áhrif á islenzku stjórn-
málalifi. Þess er hvort sem er
varla nokkur kostur, meðan hann
enn stendur föstum fótum mitt i
hringiðunni.
Það er oftast skynsamlegt að
biða með úttekt á ævistarfi
manns þangað til striðið er úti og
leiknum lokið, ekki sizt, ef i hlut
eiga menn, sem stormur hefur
staðið um. Of oft hefur Hannibal
verið umdeildur og oft hefur hann
komið fólki á óvart. Þvi er
ástæðulaust að leyna.
En þó að ég ætli mér ekki þá dul
á þessari stundu að kveða upp
neinn dóm um ævistarf Hannibals
Valdimarssonar, hygg ég þó, að
hlutur hans i verkalýðsmálum,
verði talinn einna stærstur. Hann
á sinn mikla þátt i þvi að tryggja
verkalýðshreyfingunni þá sterku
stöðu, sem hún hefur i islenzku
þjóðlifi i dag. Hann var þar mikill
baráttumaður. En hann vissi,
hvenær sigur var unninn og skildi
þá ábyrgð og skyldur, sem hlut-
verki sigurvegarans fylgja.
Það væri áreiðanlega hægt að
gera skemmtilega filmu af ævi
Hannibals Valdimarssonar. Hún
er svo litskrúðug og viðburðarik.
Á þvi kvikmyndatjaldi myndi
bera fyrir sjónir margar
skemmtilegar svipmyndir, og
e.t.v. yrði hún ekki sizt, myndin
af honum á traktornum. Það er
svo mikið á bak við þá mynd. Það
er svo skemmtilegur hápunktur á
stormasamri starfsævi að gerast
stórbóndi i Selárdal. Og það segir
i raun svo miklu meira en mörg
orð um vikingslund og innsta eðli
mannsins.
Hannibal Valdimarsson, hefur
lengi staðið i fremstu viglinu
islenzkra stjórnmála, og á þar að
baki, svo sem alkunna er, óvenju-
legri feril en flestir aðrir. Um
hann hefur staðið stormur og
styrr. Hann hefur verið djarfur og
áræðinn snarhugi. Ef hann hefði
verið hershöfðingi, eins og hinn
frægi nafni hans, hygg ég, að
hann hefði riðið i fylkingarbrjósti
fram á orustuvöllinn. En þrátt
fyrir oft á tiðum stormasama
siglingu og marga hættuför, hefur
hann jafnan siglt fleyi sinu heilu i
höfn, stundum við mikinn orðsti,
eins og t.d. nú siðast. Hann fer
varla að brjóta skip sitt við strönd
á gamals aldri.
„Allar vildu meyjarnar eiga
hann” sagði skáldið. Þau orð má
|3b^Íi^|
atlani ti<
Magnús
E. Baldvinsson
Laugavegi 12 - Simi
ssore jÆ
"2M,
Útsala á kápum
hefst á mánudag
Verð frá 1.000 krónum.
KÁPAN HF
Laugavegi 66-68, sími 25980
Hannibal Valdimarsson
e.t.v. heimfæra upp á Hannibal i
pólitikinni. Hann er óumdeilan-
lega hinn mikli „sjarmör’
isl. stjórnmála. Maður verður að
viðurkenna, hvort sem manni
er ljúft eða leitt, að hvað eftir
annað hefur hann verið hinn
glæsilegi senuþjófur á islenzku
stjórnmálasviði. Og enn fær hann
margt hýrlegt augnatillitið úr
ýmsum áttum, en hann kann
áreiðanlega þá list hinna miklu
„sjarmöra” að halda daðursdrós-
um i hæfilegri fjarlægð.
Atvikin hafa hagað þvi svo, að
við Hannibal höfum átt samleið
um skeið, setið saman i rikis-
stjórn Sú rikisstjórn er og verður
umdeild eins og aðrar stjórnir, en
hvað sem um hana verður sagt,
mun ekki strax fenna i spor henn-
ar. Ég vil nota þetta tækifæri til
að þakka Hannibal fyrir sam-
starfið, sem hefur verið gott,
þrátt fyrir allar hrakspár og ósk-
hyggju þeirra, sem utan við
standa. Ég vona að sjálfsögðu að
það samstarf megi standa sem
lengst, þó að sæludagarnir i Sel-
árdal verði að visu ,fyrir vikið
eitthvað færri. Auðvitað höfum
við að ýmsu leyti ólik sjónarmið
og eðlilegt, að hver haldi fram
sinum hlut. En Hannibal er heill
og hreinn og beinn. Við slika
menn er löngum gott eð eiga sam-
starf, þó að þeir séu ekki i einu og
öllu jábræður manns.
Hannibal sjálfum, hans ágætu
konu, Sólveígu ólafsdóttur, og
fjölskyldu þeirra allri, árna ég
svo allra heilla i tilefni af þessu
merkisafmæli.
Ólafur Jóhannesson.
Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag
Nivada
OMEGA
rOAMEr
JUpina.
PIERPOm
E. Baldvlnsson
Laugavegi 12 - Simi 22804
A'uyl ,■ .ng-:
Stærðir 137 til 290 lítra.
Frysti - kæliskápur
frá Bauknecht
tveir skápar í einum
Tekur ekki meira rúm en
venjulegir kæliskápar.
Alsjálfvirk affrysting i kæli-
rúmi.
Samband íslenzkra samvinnufélaga
VÉLADEILD
Ármúla 3 Reykjavík simi 38900
Hægri eöa vinstri opnun ^ftir
vali.
Ódýr i rekstri.
3 stærðir fyrirliggjandi.
(Bauknecht
veit hvers konan þarfnast