Tíminn - 13.01.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.01.1973, Blaðsíða 13
Laugardagur i:t. janúar 1973 TÍMINN 13 Útgefandi: Fra'msóknarflokkurinn Frainkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór<:g;g arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,! >::! Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblabs Timáns)j:;:;:::::; Auglýsingastjóri: Steingrlmur. GIslasíAii, • Ritstjórnarskrif-:;:;:j:;:| stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300-18306^:;:;:;:;: Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiöslustmi 12323 — auglýs-;;:;;;;;;;; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjaldi;:;:;:;:;: 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein^ý;;;;;; takið. Blaðaprent h.f. Framsóknarflokkurinn og stjórnarsamstarfið í lok áramótagreinar ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra, sem birtist hér i blaðinu, vék hann að hlutverki Framsóknarflokksins og stjórnarsamstarfinu. Forsætisráðherra sagði m.a.: ,,Þegar litið er yfir sögu Framsóknarflokks- ins frá þvi að hann var stofnaður á Alþingi árið 1916 og skoðuð þau spor, sem hann hefur mark- að i islenzku þjóðlifi, þá getur engum dulizt, hvern þátt Framsóknarflokkurinn hefur átt i framfaraþróuninni á Islandi. Það hefur orðið gerbreyting á lifskjörum ís- lendinga siðustu 50 árin. Um það léyti, sem Framsóknarflokkurinn var stofnaður, var tekju-, eigna- og gæðaskiptingin i landinu mjög misjöfn og óréttlát. Fyrir tilstilli Framsóknar- flokksins og pólitiskra bandamanna hans, ásamt þeim félagshreyfingum, sem næst hon- um hafa staðið, svo sem bændasamtökunum og samvinnusamtökunum hefur mikil framsókn átt sér stað á öllum sviðum þjóðlifsins. Gildir þetta ekki aðeins um hin einföldustu efnahags- legu gæði svo sem launatekjur, fæði, klæði og húsnæði, heldur lika á sviði menningar og félagsmála svo sem um aðgang að menntun, tryggðum hvildartima og orlofi, öryggi i veik- indum og fleira af þvi tagi. 1 þessu öllu á auð- vitað verkalýðshreyfingin einnig sinn stórkost- lega og ómælda þátt, þó að hún hafi verið tengdari öðrum flokkum. Án hennar áhrifa væri hér allt annað þjóðfélag i dag en er. í dag er verkalýðshreyfingin orðin voldug og sterk, og gerir sér auðvitað grein fyrir þvi um leið, að valdi fylgir ábyrgð. Þó að Framsóknarflokkurinn sé i stjórn- málasamvinnu við aðra flokka, má ekkert lát verða á að vinna að eflingu hans. Ég held að sjaldan hafi rikt meiri eining i Framsóknar- flokknum en einmitt nú. Stefnum þvi fram og öll sem eitt. Hinu skulum við ekki gleyma, að við verðum að sýna samstarfsflokkunum fulla sanngirni og taka til þeirra fullt tillit. Og i þvi efni vil ég segja, að sérstök skylda hvili á Framsóknar- flokknum sem stærsta flokknum og þess, sem hefur forstöðu i stjórninni. Yfirgangur i sam- starfi verður aldrei neinum til framdráttar, þegar til lengdar lætur. Ég veit að það er ein- dreginn vilji i Framsóknarflokknum að standa traustan vörð um stjórnarsamstarfið. Eflum þvi samheldni stjórnarflokkanna og eyðum tortryggni”. Afstaða Þjóðverja Fregnir frá Vestur-Þýzkalandi benda til þess, að viss öfl þar vinni að þvi að leggja bann á innflutning islenzkra fiskafurða vegnaland- helgisdeilunnar. Það verður i lengstu lög trú íslendinga, að þýzka stjórnin fallist ekki á þetta. Sambúð íslendinga og Þjóðverja hefur jafnan verið góð og Þjóðverjar yfirleitt skilið aðstöðu íslendinga. Jafnvel Nazistastjórnin sætti sig við það, þegar Islendingar neituðu flugfélagi hennarum forréttindi. Núv. valdhaf- ar Vestur-Þýzkalands verða að skilja, að það er ekki minna mál fyrir íslendinga að verja fiskimið sin en flugréttindi. — Þ.Þ. Forustugrein úr The Times: Vandamálin í sambúð tvískiptrar Evrópu Varazt verður að ýta undir tortryggni ALLT þetta ár sem nú er að hefjast, munu þjóðir Vestur- Evrópu, þará meðal hlutlausu þjóðirnar, ásamt Bandarikja- mönnum og Kanadamönnum, standa i nálega stöðugum samningaviðræðum við Sovét- menn og þjóðir Austur- Evrópu. Af þvi leiðir, að þess- ar þjóðir eiga einnig i viðræð- um innbyrðis, til þess að kveða nánar á um markmiðin og samræma afstöðuna. Fari allt að óskum,geta viðræðurn- ar orðið til þess að treysta samheldni þeirra, en ef illa tekst til, gætu þær fjarlægzt. Hvernigsem fer, verða þessar viðræður mjög áberandi i Evrópu og ættu að hafa veru- leg áhrif á framvindu mála innan hins stækkaða Efna- hagsbandalags Evrópu. Liklegt er, að samningavið- ræðurnar verði fremur þreyt- andi og þunglamalegar á yfir- borðinu, en grundvallaratrið- in, sem um verður fjallað, eru ákaflega mikilvæg. Þar kemur meðal annars til áli.ta, hvers eðlis samskipti Austur- og Vestur-Evrópu eigi að verða, möguleikarnir á auknu sjálfstæði og gagnkvæmum áhrifum, og ennfremur um- fang og varanleiki yfirráða Sovétmanna i Austur-Evrópu. ERFITT er bæöi fyrir riki og einstaklinga að koma sér fyrirfram saman um, hvernig semja eigi við kommúnista. Hvort er til dæmis heldur verið að semja við hugsjóna- menn, sem vilja umfram allt útbreiða byltinguna, von- svikna hentistefnumenn, sem vilja einungis halda völdun- um, hvað sem tautar og raui- ar, gamaldags rússneska heimsvaldasinna, tauga- óstyrka stjórnendur rikis, sem er að sundrast, eða við um- bótamenn, sem eru fulltrúar þess, sem koma skal? Erum við þeirrar skoðunar, að útbreiðslan sé endanlegt höfuðmarkmið valdhafanna i kommúnistarikjunum? Sé svo, er naumast annars að vænta en erfiðrar og harðrar varnarbaráttu. Eða göngum við út frá þvi, að ótti, öryggis- leysi og tæknilegur vanmáttur séu þyngst á metum? Sé svo háttað.er efalaust vænlegast til árangurs að vera óáleitinn og vekja traust. VIÐ þessum spurningum eru engin bein og örugg svör á reiðum höndum. Skoðanir i Sovétrikjunum og Austur- Evrópu eru nálega jafn skipt- ar og á Vesturlöndum og straumarnir ekki siður hvarfl- andi. Mest er undir þvi komið fyrir vestræna samningamenn, að reyna að hafa áhrif á þessa strauma og koma sér niður á, hvaða árangri þeim er sjálf- um mest i mun að ná i viðræð- unum. Undir niðri hljóta þeir raunar allir aö keppa að öryggi, velmegun og öllu þvi, sem stuðli að breytingum til bóta. Erfitt er fyrir vestræna menn að berjast fyrir þessum markmiðum meðan þeir eru gersamlega einangraðir frá austurhluta álfunnar. Stjórn- málunum er þann veg háttað, að heita má ómögulegt að láta öryggið einungis hvila á vig- búnum her, enda þótt hann sé næsta mikilvægur. Jafn ómögulegt er að viðhalda til- búinni spennu til þess eins að afla stjórnmálastuðnings við fjölmennan her og mikinn vig- búnað. VESTRÆN riki verða þvi að treysta öryggi sitt með þvi að reyna að draga úr viðsjám og tortryggni i viðskiptum sinum við Austurveldin, svo og að gæta sem bezt heilsu sinna oigin samfélaga, ekki hvað sizt þegar þess er gætt, að sá háski, sem við kynni þá og þegar að blasa, ætti senni- lega upptök sin heima fyrir. 1 þessu efni eru fleiri úrræði en beinir samningar við Varsjárbandalagsrikin, meðal annars um afvopnun. Viðleitn- in til að endurvekja og treysta verzlunar- og menningar- tengsl álfuhlutanna má sin einnig mikils, einmitt ef tilgangurinn er að efla gagn- kvæmt sjálfstæði og afla nýrra markaða. I þessu skyni er ákaflega mikilvægt að örva og styrkja frjálslynd öfl i Austur-Evrópu. Þetta er ekki einungis nauð- synlegt vegna þegna Austur- veldanna, heldur einnig til þess að draga úr áhrifum og mikilvægi hugsjónalegra árekstra. Jafnframt verður þó að gera sér ljóst, að of ástúð- leg faðmlög geta reynzt banvæn i stjórnmálum. ÁLEITNI færir okkur ekki nær neinu þeirra markmiða, sem hér hefir verið drepið á. Stjórnendum kommúnista- rikjanna þykir öryggi sitt enn minna en almenningur gerir sér grein fyrir. Flestir, sem þar eiga sæti, vildu helzt geta með öllu snúið baki við Vestur veldunum og sett hlera fyr ir glugga nema að þvi er varð ar allra mikilv. skipti, bæði i verzlun og stjórnmálum. Smávægilegt upprof og hlýja væri liklegra en allt annað til þess að örva þá, sem vilja laga hagkerfið að nútimanum og trúa þvi jaínlramt, að þeim væri óhætt að veita auknum vestrænum áhrifum inn i samfélagið, án þess að hætta sé á hruni þess. Af þessu ieiðir, að vestrænir menn verða að sætta sig við — og sýna það i verki — að rikis- stjórnum kommúnista verður ekki steypt, hvorki beint né óbeint. Þeir verða hins vegar að ganga út frá þvi sem gefnu i viðleitni sinni, að möguleikar séu á, að stjórnir kom múnistarikjanna geti smátt og smátt orðið fulltrúa- stjórnir. Fjarri fer, að sönnur séu enn fengnar fyrir þessu siðasta at- riði, en eigi að siður virðist ekki vera völ á skynsamlegri eða gagnlegri grundvelli að starfa á. Þetta er og eitt af þeim fáu tilvikum, þar sem hagsmunir Austurveldanna og Vesturveldanna eiga samleið. Báðir aðilar vilja aukið öryggi, en þegar öllu er á botninn hvolft.veltur það á rik- isstjórnum, sem njóta stuðn- ings þegnanna. Kohl og Bahr við undirritun samninganna milli þýzku rikjanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.