Tíminn - 13.01.1973, Page 14

Tíminn - 13.01.1973, Page 14
14 TÍMINN Laugardagur 13. janúar 1973 — fletta því eins og timbri Þær þurfa mikið kælivatn, þessar. Núningshitinn er ægilegur. bað er alþekkt, islenzk mál- venja að tala um auðn og grjót i sömu andránni. betta endur- speglar vitanlega þann hugsunarhátt, að grjótið sé til litilla nytja — og satt er það: Ekki gátu bændur beitt fé sinu á bert grjótið, enda er þessi sam- tenging grjóts og auðnar vafa- laust frá þeim komin. bað er þó mikill misskilning- ur, að grjót hafi verið mönnum til óþurftar einnar, og þarf ekki langt að leita heimildanna. A þvi er enginn efi, aö grjót hefur verið eitthvert dýrmætasta byggingarefni tslendinga, allt frá landnámsöld. bað var ólikt endingarbetra en moldarhnaus- ar og strengur, enda er grjót vafalaust miklu eldra og upp- runalegra byggingarefni en mold. En timinn heldur áfram og tækninni fleygir fram. Nú er svo komið, að grjótið er orðið eftir- sótt efni til þess að vinna úr þvi margs kyns nytjahluti og meira að segja listmun lika. bað þótti þvi ekki óviðeigandi að sækja heim það fyrirtæki i Reykjavik, sem tekið hefur sér fyrir hendur að vinna úr hinni makalausu auðn okkar ts- lendinga, sjálfu grjótinu. bað er forstjóri fyrirtækisins S. Helga- son h.f., sem orðið hefur góðfús- lega við þeim tilmælum að svara nokkrum spurningum. bað er þá bezt að byrja á byrj- uninni og spyrja þig fyrst, Sigurður: Hversu gömul er þessi starf- semi, sem þú veitir hér for- stöðu? — Sú starfsemi, að vinna úr steini, skipulega og eftir ákveðnum reglum, er orðin um það bil áttatiu ára. bað var Magnús G. Guðnason, sem fyrstur stofnaði hér steinsmiða- verkstæði. Ársæll sonur hans lærði svo þessa iðn hjá föður sinum og reyndar einnig i býzkalandi. Hann innleiddi vél- væðingu i þessa starfsemi, en reyndar var það mest fyrir til- stuðlan Guðjóns Samúelssonar, þáverandi húsameistara rikis- ins, vegna byggingar Háskóla * tslands og bjóðleikhússins. Var það þá, sem fyrstu vélarnar til steiniðju komu til landsins? — Já, þær fyrstu komu, þegar Háskólinn var i byggingu, fyrir um það bil þrjátiu árum. Há- skólinn og bjóðleikhúsið eru fyrstu húsin hér á landi, þar sem islenzkur, vélunninn steinn er notaður. —En hvenær tengdist þú sjálf- ur þessu fyrirtæki? —- Ég kom hingað fyrir þrem árum, en hafði áður stofnað og rekið steinsmiðafyrirtæki, sem hét S. Helgason h.f., eins og þetta heitir reyndar lika. Hér er aðeins orðinu Stejniðja bætt aft- an við. betta heitir með öðrum orðum S. Helgason, Steiniðja. Mitt fyrra fyrirtæki var stofnað 't árið 1953, og ég er búinn að vera við riðinn steinsmiði i hart nær þrjátiu ár, þótt það væri að vísu i smærri stil en hér er. Múrarinn varö steinsmiður — bú er þá lærður stein- smiður? — Nei, reyndar er það nú ekki. Ég lærði múrariðn og lauk meistaraprófi i þeirri grein, en ég hef m jög lengi unnið að stein- smiðum. begar ég var ungur piltur, vann ég hjá Kirkjugarði Reykjavikur og lærði þar að höggva á legsteina hjá manni sem Albert hét og þar starfaði. begar ég svo fór að læra múr- verkið, kom það einhvern veg- inn af sjálfu sér, að ég var jafn- an látinn leggja steina og flisar, hvar sem þess þurfti. Siðan hef- ur það fylgt mér að fást við steina.” — bú hefur þá bætt við þig menntun á fræðum grjótsins? — Ég get nú varla sagt, að ég hafi beinlinis bætt við mig lær- dómi, þegar undan er skilin sú reynsla. sem ég hef öðlazt á öll- um þessum árum, en að visu er hún ærin. Og ég þarf ekki heldur að kvarta undan þvi, að hún hafi ekki verið metin, þvi að hennar vegna var mér, fyrir þrem ár- um, veitt meistarabréf i stein- smiði. — bú minntist þarna áðan á vélavinnu. Notið þið vélar til þessað vinna á þeim stjórbjörg- um, sem þið dragið að ykkur? — Núorðið má segja, að við notum eingöngu vélar. Hér áður fyrr gengu gömlu mennirnir upp i fjall, hjuggu holur i stein- inn og notuðu siðan fleyga til þess að kljúfa grjótið. Nú borum við með loftpressum ofan i steininn og kljúfum grjótið sið- an niður, að visu með svipuðum fleygum og gömlu mennirnir notuðu. Svo notum við stóra krana til þess að lyfta steinun- um á bilana, sem flytja þá til okkar, þar sem þeir eru svo ,auðýjtað aftuoteknir af bilunum m'eý1*-krönum“ibar næst eru steiþarnityjÉjeÚir i stórvirkar sagirjjsemlsaga' þá niður i mis- múnandi^þyTOctir, allt eftir þvi til h\Pérs'notJr|'|efnið siðar meir. bykVtin‘ée^*^erið allt niður i ^þrjájsentimeíra.og upp úr, eftir * v i I dlog; þ örfum.: Y?nfvað1eeUð þið tekið stóra sœmæ?í þess|fr?vélar? sj^^.eirim^livera allt upp i þriSrúr-—*-•«.'*-» -*—* aSJ^ar-þ' semísaga þrirArúmmetr'ar' að stærð. Sið- -r vélSagir, tur niður i minni einingar. { þvi'sambandi má til dænTis, nefnajgólfið i Lista- míiiffiaskálanílm nýja, sem við hö*fumwverið1?8’Jyinna að upp á .siðkastiö. V ^ru plötur, sem erjIlS.cir sentTmetrar á þykkt og Í0x60*að úmmáli. betta hefðu þeirr ekki getað gert; gömlu mennirnir, með þeim verkfær- um, sem þeir áttu yfir að ráða. Að visu gátu þeir lika slipað^ steina, en það varð allt að ger- Unnið að skákborðinu fræga. Sögunarvél aö störfum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.