Tíminn - 13.01.1973, Qupperneq 15
Laugardagur 13. janúar 1973
TÍMINN
15
ast i höndum. Núna fer aftur á
móti öll slipun fram i vélum,
annað þekkist ekki lengur.
Reykjavík-Mosfells-
sveit-Hornaf jörður
— En hvert sækið þið allt það
grjót, sem þið hljótið að þurfa
að nota til starfsemi ykkar?
— Það grjót, sem við höfum
notað fram að þessu, hefur að
langmestu leyti verið tekið hér á
Reykjavikursvæðinu. Það var
til dæmis lengi mikil náma
hérna við Suðurlandsbrautina,
þar sem nú eru komin stórhýsi.
Núna að undanförnu höfum við
verið að gera tilraun með námu
i Miðdalslandi i Mosfellssveit,
rétt við gamla Þingvallaveginn.
Á hana er ekki komin full
reynsla ennþá, og satt að segja
erum við ekki fyllilega ánægðir
með árangurinn, en þó höldum
við, að það blessist, og að sú
náma eigi framtiþ fyrir sér.
— En hafið þið ekki farið eitt-
hvað lengra en hérna upp i Mos-
fellssveitina?
— Jú, jú, ekki er þvi að neita.
Við höfum lika verið með námu
i Geitafélli, sem er i landi Hof-
fells i Hornafirði. Það, sem við
sækjum þangað er gabbró, sem
er harður steinn.
— En hvers konar grjót er
það, sem við höfum fyrir augum
hér á Reykjavikursvæðinu?
— Ja, það grjót, sem við höf-
um unnið úr héðan er einkum
basalt, éða grásteinn öðru nafni,
og það er mikið linari tegund en
hornfizka grjótið.
— Er Hornafjörður eini
staðurinn, þar sem gabbró hef-
ur fundizt?
— Við höfum ekki unnið það
annars staðar, en við gerum
okkur vonir um að ná þvi lika á
iSnæfellsnesi.
Er það ekki erfiðleikum
bundið að flytja stórgrýti lands-
.horna á milli?
— Nei, nei. Við viljum fá stóra
fig góða kletta, og þykjumst þvi
betur settir, sem þeir eru stærri.
-tíelzt eiga þeir að vera einhvers
staðar á milli fimm og tiu tonn.
• — Eru þá einhver farartæki,
sem flutt geta tiu tonna stein, til
dæmis austan af Horna-
^irði og hingað til Reykjavikur?
‘ — Já. Þeir eru þá fyrst fluttir
á vörubilum til Hafnar og svo
með skipi þaðan og hingað.
Þannig er þetta núna. En eftir
að nýi hringvegurinn verður
kominn i gagnið, verður
væntanlega hægt að nota bila til
flutningsins alla leið.
— Eru nú upp taldir þeir stað-
ir, þar sem þið aflið grjóts?
— Nei, ekki er það nú. Austur i
Hreppum fáum við stuðlaberg,
sem næst þar með tiltölulega lit-
illi fyrirhöfn. Jarðskjálftarnir i
kringum aldamótin hristu þar
stóran hól svo rækilega, að
grjótið úr honum liggur á tvist
og bast i kringum hann. Þetta
stuðlaberg er úr blágrýti, sem
■ er mjög hart i sér og ákafléga
fallegt, þegar búið er að slipa
það.
■rT
Grjót er harla
misgott smíðaefni
— Hér hefur nú komið fram
mismunandi harka grjóts eftir
stöðum. Heldur þú að einhver
verulegur munur sé á landshlut-
um að þessu leyti?
— Að sönnu höfum við ekki
kannað allt landið i þessu skyni,
en þó er hægt að láta sig gruna
ýmislegt. Hér á Reykjavikur-
svæðinu er mikið af grásteini,
eins og ég drap á áðan. Hann er
tiltölulega linur steinn til
vinnslu. I Hreppum og Holtum,
og reyndar á mjög stóru svæði á
landinu er blágrýti, en yfirleitt
er það mjög sprungið og þar af
leiðandi heldur slæmt til
vinnslu. En á Hornafirði og þar i
kring vitum við að er til gabbró,
hart og gott og sömuleiðis
granófir. Granit er þar lika til,
en i svo smáum mæli, að við
höfum ekki rannsakað það enn-
þá.
— Er gabbró harðara en blá-
grýti?
— Já, mikið harðara.
— Leynast ekki sprungur inn i
þessum klettum, þótt þeir sýnist
stæðilegir?
— Þegar maður sagar grjótið
niður, sér maður, hvernig það
litur út i sárið. Vist geta þá
komið i ljós sprungur, og stund-
um kemur það fyrir, sérstak-
lega með grástein, að hann sé
götóttur. Hann getur jafnvel lit-
ið út eins og augnaður ostur,
þegar búið er að saga hann
sundur, þótt algengt sé það nú
reyndar ekki.
— Er ekki illgerlegt að vinna
úr honum, ef hann er svo á sig
kominn?
Jú, svona mikið götóttur
steinn má heita óhæfur til
vinnslu. Sprunginn stein er aft-
ur á móti reynt að nota til þess
að smiða úr honum ýmis litil
stykki, þannig að komizt verði
framhjá öllum rifum og sprung-
um. Við látum alls ekki frá okk-
ur hlut, þar sem nokkur einasta
sprunga er til, svo framarlega
sem það hefur i mannlegu valdi
staðið að verða hennar var. Hitt
er annað mál, að þegar við fáum
stein frá útlöndum, til dæmis
marmara, þá er hann oft nokk-
uð mikið sprunginn, og það litur
út fyrir, að Evrópuþjóðir, sem
nota marmara mjög mikið — og
reyndar lika granit — fáist ekk-
ert um það, þótt i honum sé
meira og minna af sprungum.
— Já, þið fáið dálitið af efni
erlendis frá?
— Já, við höfum alltaf verið
með marmara, svona i og með.
Þannig erum við núna nýbúnir
að setja upp klæðningu á heilan
vegg Landsbankahússins i Póst-
hússtræti. Hún er öll úr marm-
ara frá Italiu. Við notum marm-
ara i legsteina, og svo notum við
lika granit alltaf nokkuð. Það
kaupum við einkum frá Noregi
og Sviþjóð.
Fleira en
legsteinar
— Þú talar um legsteinasmið.
En fleiri munu nú leita til ykkar,
en þeir sem þurfa að láta steina
á grafir dauðra?
Litið inn i port Steiniðjunnar. Þeir eru ekki nein léttavara, molarnir
þeir arna.
— Hætt er nú við. t rauninni
má segja, að til okkar komi fólk
úr öllum stéttum og stigum
þjóðfélagsins. Þeir sem eru að
byggja sér hús, koma næstum
allir til okkar. Þeir kaupa til
dæmis sólbekki og gluggakistur,
bæði úr grjóti og asbesti, en það
er efni, sem við erum lika með
og hefur notið vinsælda. Annars
notum við mikið grástein og
Framhald á bls. 27
Sigurður Helgason, forstjóri.
Stór steinn sprautaður.