Tíminn - 13.01.1973, Qupperneq 17
Laugardagur 13. janúar 1973
TÍMINN
17
Engin kona ætti að forðast
Rauðsokkahreyfinguna á
þeim grundvelli einum að
hún sé „bara húsmóðir”
A mánudagskvöldið, verður
fyrsti fundurinn af tiu, sem Rauð-
sokkahreyfingin mun efna til á
næstunni, en þar verður fluttur
einn útvarpsþáttur hverju sinni
úr flokknum, Ég er forvitin rauð,
sem útvarpað var sl. vetur og
vöktu bá athvgli og umtal meðal
fólks. Ýmsir áttu þess ekki kost
að hlýða á þessa þætti þar eð þeir
voru fluttir á þeim tima dags þeg-
ar flestir eru bundir við vinnu.
Þetta svar fengum við hjá
Björgu Einarsdóttur hjá miðstöð
Rauðsokka í gær þegar við spgrð-
um hana hvað liði starfsemi
hreyfingarinnar.
Að baki þessum þáttum lá mikil
vinna, þar eð gerð var tilraun til
að kanna stöðu konunnar i þjóð-
félagi okkar eins og hún blasti við
frá ýmsum sjónarhornum, t.d.
konan á heimilinu, konan á vinnu-
markaðnum, konan i bókmennt-
um og konan sem auglýsinga-
vara.
Með flutningi þáttanna er
ætlunin að skapa kveikju að um-
ræðum um þetta efni og fá fram
ný viðhorf og gagnrýni á þær
skoðanir, sem speglast i þessum
þáttum.
Fyrsti fundurinn verður kl.
20.30 að Grettisgötu 3 3. hæð. Að
sjálfsögðu er áhugafólk velkomið
eins og á alla aðra fundi Rauð-
sokka.
„Hvað er annað að frétta af
Rauðsokkahreyfingunni, Björg?”
„Þegar litið er til baka til starf-
seminnar i haust vöktu viðbrögð
Rauðsokka við fegurðarsam-
keppni á Akranesi e.t.v. mesta al-
menna athygli. Rauðsokkar hafa
lagzt á móti þvi mati á manneskj-
unni, sem er fólgið i fegurðar-
samkeppni, og vildu undirstrika
það með þvi að krýna þar kálf
sem sigurvegara i keppninni.
Hreyfingunni berast stöðugt
boð frá ólikustu félagasamtökum
um að koma á fundi og kynna
hreyfinguna. Sú venja hefur
skapazt að aldrei fari færri en
tveir Rauðsokkar i slikar heim-
sóknir og bá annar vanur en hinn
nýr. Þannig fá ólikir hópar i þjóð-
félaginu, tækifæri til að skiptast á
skoðunum og þjálfun i að koma
fram og ræða áhugamál sin.
„Hvernig móttökur fáið þið?”
„Oft mjög skemmtilegar, en
stundum mætum við töluverðum
andbyr og verða þá gjarnan
fjögugar umræður. Við höfum til
að mynda heimsótt kvenfélög af-
markaðra kirkjusókna, stéttarfé-
lög af ýmsu tagi, ýmisskonar
hgasmunafélög og skóla. Af þeim
fundum, sem ég hef farið á, fann-
st mér rikastur skilningur og já-
kvæðast afstaða til stöðu konunn-
ar i þjóðfélaginu vera á fundi hjá
Trésmiðafélagi Reykjavikur.
Heyr fyrir þeim!
Rauðsokkar fagna ávallt boð-
um um að koma i heimsókn og
reyna ævinlega að verða við, ef
nægur fyrirvari er hafður á.
Nú — fyrsta átakið á vetrinum
var að gefa út blaðið „Forvitin
rauð”, en i þvi er m.a. fjallað um
islenzkar nafnavenjur, fóstur-
eyðingar, dagvistunarmál barna,
sem er eitt af brennandi áhuga-
málum flestra Rauðsokka. Blaðið
kostar 30 kr. og er alltaf falt þar
sem Rauðsokkar eru á ferð.”
„Eru aðeins konur i Rauð-
sokkahreyfingunni? ”
„Eins og nafnið, Rauðsokkar,
bendir til — er reiknað með báð-
um kynjum og nokkrir karlar
hafa starfað með. t framhaldi af
þessu vil ég leiðrétta útbreiddan
misskilning meðal kvenna. Marg-
ar konur sem eingöngu starfa
sem húsmæður á eigin heimili
hafa haldið að þær ættu ekki sam-
leið með Rauösokkum. En engin
kona ætti að forðast Rauðsokka-
hreyfinguna á þeim grundvelli að
hún sé „bara húsmóðir”, þvi aö
markmiðið er ekki, eins og marg-
ir virðast álita, að ýta öllum kon-
um út af heimilunum heldur
stuðla að frjálsu starfsvali allra,
og þá eru störf á heimilum engan-
vegin undanskilin.”
„Geturðu sagt mér i fáum orð-
um inntakið i stefnu Rauð-
sokka?”
„Ég býst við að kjarnann i
stefnu Rauðsokka mætti setja
fram i fáum orðum á þessa leið:
Efling mannréttinda, sem eru i
þvi fólgin að sérhver fái notið
hæfileika sinna og jafnrar að-
stöðu til menntunar án tillits til
litarháttar, kynferðis eða venju-
bundinna þjóðfélagsviðhorfa. All-
ir, sem i hjarta sinu og hugsun að-
hyllast þetta sjónarmið, eru
þannig, eðli málsins samkvæmt,
Rauðsokkar, þó virkir séu aðeins
þeir, sem leggjast á málið með
einhverjum raunhæfum tiltekt-
um.”
„Nokkuð sérstakt að lokum?”
„Við fögnum ákvæði um jafn-
rétti kynja, sem kemur fram i
hinu nýja grunnskólafrumvarpi,
og frumvarpi um jafnlaunaráð,
en i þvi er ákvæði, sem mun gera
atvinnurekendum óheimilt að úti-
loka annaðhvort kynið við ráðn-
ingu i störf. Það er von okkar
Rauðsokka að þessi mikilvægu
atriði nái fram að ganga þannig
að jafnréttisbaráttan grundvall-
ist á lagabókstaf.
SJ
Fasteignaskattar
í Hafnarfirði
Skrá yfir fasteignaskatta i Hafnarfirði
liggur frammi til sýnis á bæjarskrifstof-
unum, Strandgötu 6, Hafnarfirði.
Kærur útaf skattálagningunni skulu sendar undirrituðum
eigi síðar en 26. febrúar nk.
Hafnarfirði, 13. janúar, 1973
Bæjarstjóri.
Auglýsið í Tímanum
IGMS
IGNIS raftækin eru sigild, upp-
fylla ströngustu kröfur, hafa
glæsilegar línur og nýtízkulegt
útlit.
Þér getiö áva llt fundið þá stærð
og gerð sem hentar heimili yð-
ar.
dunkar vélar
Eldavélar
Kæliskápar
I; A- / f
Frystikistur
RAFTORG V/AUSTURVÖLL SÉMI 26660
RAFIÐJAN vksturcOtu n suwi 19294
Kjörg Einarsdóttir
Tvö
hollráð
tilallra bíleioenda
1. Að skipta um olíusíu
jafnoft og mælt er með
miðað við aðstæður.
2. Að nota góða tegund af síu.
AC sían hreinsar úr olíunni agnir og skaðleg
efni, sem auka slit vélarinnar. AC sían þolir
mikinn hita og þrýsting. Hún grípur agnir
helmingi smærri en hársbreidd manns.
Því meiri, sem þörfin er fyrir síu, því oftar
þarf að skipta um.
Hlustið á holl ráð — notið AC síur.
Ávallt til í allar geröir bifreiöa og dráttarvéla
■PK tMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUF a * ■ ■ ■ i ÉLAGA 1 ■
£3 § fl
ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900