Tíminn - 13.01.1973, Page 21
Laugardagur 13. janúar 1973
TÍMINN
21
- innanhússmót yngri flokka lauk um síðustu helgi
Mótið heppnaðist mjög vel í alla staði
KR, Þróttur og
Valur sigruðu
í knattspyrnu
Reykjavikurmótinu i innanhúss
knattspyrnu yngri flokka lauk um
siðustu helgi, en þá var leikiö i 3.
og 2. flokki. Fyrir áramót lauk
keppni i 5. og 4. flokki. Vikingur,
Þróttur og KR sáu um þetta
fyrsta innanhússmót yngri
fiokka. öll Reykjavikurfélögin
tóku þátt i mótinu,og fram i sviðs-
ljósiö komu margir efnilegir
piltar, sem eiga örugglega eftir
aö láta aö sér kveöa i framtiðinni.
Hér fyrir neðan birtum við
myndir af þremur sigurflokkum i
mótinu; efst er 5. flokkur KR, þá
kemur 4. flokkur Þróttar og 3.
flokkur Vals, en Valur sigraði
einnig i 2. flokki. Iþróttasiða
Timans óskar þessum ungu
kn a t tsp y r nu m ön n u m til
hamingju með sigurinn.
(Timamyndir Gunnar.
Einar Magnússon, hinn snjalli handknattleiksmaður Víkings, sést hér skora í Icik gegn KR. Hvað gerir
Einar á morgun, þegar Vikingur mætir F"H? (Tímamynd Itóbert)
Hvað gera Einar og
félagar gegn FH?
— tekst Víking að stöðva sigurgöngu Hafnarfjarðarliðsins,
þegar liðin mætast annað kvöld?
Annaö kvöld verða leikn-
ir tveir leikir í 1. deild i
handknattleik og hafa þeir
báöir mikla þýöingu fyrir
liöín, sem mætast; sérstak-
lega er leikur Vikings og
FH i sviösljósinu, því aö
hann hefur mikla þýðingu
fyrir toppbaráttuna —
Víkingsliðiö þarf að vinna
leikinn, ef þaö ætlar að
blanda sér í baráttuna um
islandsmeistaratitilinn.
Leikur KR og Fram getur
einnig orðið skemmtilegur,
þvi aö nú verður KR-liöið
að fara að vinna leik, ef
liðiö á að halda sér uppi í 1.
deild/ liðið er eina liðið,sem
ekki hefur hlotið stig i
Islandsmótinu.
Verður FH-liðið eins heppið og
það hefur verið i leikjum sinum
hingað til?, eða tekst Einari
Magnússyni og félögum að stöðva
sigurgöngu FH? Þessum spurn-
ingum velta margir fyrir sér. Það
má bóka það, að leikmenn Vik-
ings leggja allt i sölurnar til að
vinna FH, sérstaklega vegna þess,
að ef Vikingur tapar leiknum
annað kvöld, þá er liðið þar með
búiðað tapa strætisvagninum i 1.
deildarbaráttunni.
Axel Axelsson er nú búinn að ná
sér eftir meiðslin er hann hlaut
i hausþog er nú i góðri æfingu; þá
má reikna með.að Þorsteinn
Björnsson, landsliðsmarkvörður,
leiki sinn fyrsta leik með Fram
gegn KR eftir stutta fjarveru.
Framarar verða að vinna Kr, ef
þeir ætla að verja Islands-
meistaratitilinn i ár. KR-liðinu
hefur ekki enn tekizt að sýna sitt
rétta andlit, liðið situr nú eitt og
yfirgefið á botninum, leikmenn
liðsins verða að fara að vakna af
dvalanum, ef þeim á að takast að
halda liðinu i 1. deild.
Leikirnir verða leiknir i
Laugardalshöllinni, og hefst
leikur KR—Fram kl. 20.15, en
strax á eftir leika Vikingur og
FH.
Valur og Ármann
leika á morgun
- íslandsmótið í meistaraflokki kvenna í hand-
knattleik hefst á morgun. Þrír leikir verða
leiknirí 1. deild og tveir í 2. deild
tslandsmótið i kvennahand-
knattleik 1. og 2. deild hefst á
morgun, þá veröa leiknir þrir
Icikir i 1. deild og tvcir leikir i
2. deild; leikirnir fara fram i
La ugardalshöllinni og
iþróttahúsinu i Hafnarfirði.
Einn stórleikur verður i 1.
deild, þá mætast tvö sterkustu
kvennalið okkar, Valur og
Armann i Laugardalshöllimli
kl. 14.00. Þessi lið voru i
tveimur efstu sætunum i
Reykjavikurmótinu — leik lið-
anna lauk meö naumum sigri
Vals, 3:2. Þaö má búast við
mjög skemmtilegum leik,
þegar liöin mætast á morgun.
Eftirtaldir leikir fara fram i
meistaraflokki kvenna á
morgun:
Laugardalshöll kl. 14.00.
1. deild: Valur — Ármann
1. deild: KR — Fram
2. deild: IR — FH
Hafnarfjöröur kl. 20.15
2. deild: Njarðvik — Keflavik
1. deild: Breiðablik —
Vikingur