Tíminn - 13.01.1973, Blaðsíða 23
Laugardagur 13. janúar 1973 TÍMINN 23
Enska knattspyrnan
Árið 1923 var Wembley-leik-
vangurinn i útjaðri London vigður
með úrslitaleik bikarkeppninnar
milli Bolton Wanderers og West
Harrt United, en leikinn vann
fyrrnefnt lið. Yfir 200 þús. áhorf-
endur vildu sjá leikinn og sóttu
um inngöngu á leikvanginn, sem
tók aðeins 100 þús. áhorfendur.
Fjórum árum siðar skeði sá
sögulegi atburður i ensku bikar-
keppninnar, að þá vann lið, sem
var ekki enskt, bikarinn. Cardiff
Það verður hart barizt i dag.
þegar 3. umferð ensku bikar-
keppninnar (F.A-. Cup) verður
leikin. i sviðsljósinu verða allir
beztu knattspy rnumenn Eng-
lands. Hér á siðunni kynnum við i
stuttu máli fimm af þeim leik-
mönnum, sem verða i eldlinunni
mcð félögum sinum. Það er ætlun
okkar að balda þessari kynningu
áfram á laugardögum, eða sama
dag og leikmennirnir leika með
liðum sinum i deildarkeppninni
eða bikarkeppninni.
í dag eru fimm leikmenn
mættir tii okkar; þeir eiga það all-
ir sameiginlegt að leika með lið-
um sinum á útivelli. 3. umferð
bikarkeppninnar er oftast spenn-
andi, en þá koma öll 1. deildarlið-
in inn og dragast þá stundum
stórlið saraan.
Marknet voru i fyrsta skiptið
notuð i úrslitaleik bikarkeppninn-
ar 1892 i leik milli W.B.A. og
Aston Villa, en sú stórsnjalla hug-
mynd að festa net á mörkin var
fyrst notuð i leik árið 1891.
City frá Wales tókst að sigra
Arsenal 1:0 i úrslitaleiknum.
W. Townley varð fyrstur til að
skora þrennu (hat trick) i úr-
slitaleik i bikarkeppni. Það var
árið 1890. Stan Mortensen, Black-
pool, er sá eini, sem hefur skorað
þrennu i bikarúrslitaleik á
Wembley. Það skeði árið 1953 i
æsispennandi leik Blackpool og
Bolton Wanderers, sem lauk með
sigri Blackpool 4:3.
■
Nicholson,
Huddersfield
Jimmy Nicholson,
fyrirliði Hudders-
field Town, fær erfitt
hlutverk i dag, nefni-
lega að stýra íiði sinu
til sigurs gegn
Carlisle á Brunton
Park, sem er kallað-
ur ,,kirkjugarður 1.
deildarliðanna”.
Liðin eru svipuð að
styrkleika og gerðu
jafntefli 0:0 i 2. deild
á Brunton Park s.l.
helgi.
Nicholson, sem leikur
framvörð, var keyptur frá
Manchester United i
desember 1964 fyrir aðeins
7500 pund. Hann lék með
irska landsliðinu aðeins 17
ára gamall og hefur leikið
um 50 leiki með þvi. Hudd-
ersfield féll ofan i 2. deild á
siðastliðnu keppnistimabili
eftir tveggja ára veru þar.
Þegar Huddersfield vann sig
upp i 1. deild 1970, bauð
Harold Wilson, þáverandi
forsætisráðherra Bretlands,
Nicholson og konu hans i
kvöldverðarboð i Downing
Street 10, — en Wilson er ein-
lægur stuðningsmaður
Huddersfireld Town.
Greenhoff,
Stoke City
Jimmy Greenhoff
og félagar hans i
Stoke City fá erfiðan
leik i dag. Liðið lend-
ir á móti Manchester
City (The Blues) á
leikvelli liðsins,
Maine Road i Manc-
hester. Leikurinn
verður erfiður fyrir
Stoke — liðið má
vera heppið, ef þvi
tekst að halda jafn-
tefli. Tveir af beztu
leikmönnum Stoke
eru á sjúkralista;
þeir Gordon Banks,
markvörður, og hinn
sókndjarfi Geoff
Hurst (áður West
Ham).
Greenhoff leikur sóknar-
tengilið og er mjög mark-
sækinn leikmaður, snöggur
og sterkur leikmaður, sem
skorar mikið af mörkum.
Hann var keyptur frá Birm-
ingham fyrir 100 þús. pund
1969. Lék hann áður með
Leeds, en var seldur þaðan
til Birmingham fyrir 70 þús.
pund. Greenhoff hefur leik-
ið með enska landsliðinu
undir 23ja ára aldri.
Alan Mullery,
Fulham
Lundúnarliðið Ful-
ham Iendir i ströngu
i dag, þegar það
heimsækir Sheffield
Wednesday á Hills-
borough. Liðin eru
jöfn i 2. deild með 28
stig. Fulham með
Alan Mullery byrjaði
illa á keppnistima-
bilinu. Lengi vel var
liðið i neðstu sætun-
um, en tók á sig á og
er til alls líklegt i
dag.
Alan Mullery er tvimæla-
laust frægasti leikmaður
liðsins. Hann byrjaði sinn
knattspyrnuferil hjá félaginu,
en var seldur til Tottenham i
marz 1964 á 72,500 þús. pund.
Var hann fyrirliði Totten-
ham og er frábær miðvallar-
spilari. Hann lék með enska
landsliðinu i heimsmeistara-
keppninni i Mexikó og hefur
leikið um 50 landsleiki,
nokkru sinni sem fyrirliði.
Það kom nokkuð á óvart i
byrjun keppnistimabilsins,
sem stendur yfir, þegar hann
sagðist ekki vilja leika með
Tottenham framar, heldur
leika með sinu gamla félagi.
Astæðan fyrir þvi var sú, að
honum fannst Nicholson,
framkvæmdastjóri Totten-
ham, hafa komið illa fram
við sig, þegar hann átti við
meiðsli að stríða s.l. sumar.
Bobby Hope,
Birmingham
Birmingham City,
með Bobby Hope
innanborðs heim-
sækir Swindon i dag
og leikur þar á velli
2. deildar félagsins.
County Ground. Það
á ekki að vera
eríiöur leikur fyrir
leikmenn Birming-
ham, en allt getur
gerzt í knattspyrnu.
Það er ekki langt sið-
anSwindon vann
Arsenal á Wembley
J:1 i úrslitaleik
deildarbikarins
(F.L. Cup).
Bobby Hope — miðvallar-
leikmaður, var keyptur frá
West Bromwich Albion s.l.
sumar fyrir 60 þús. pund.
Hann er yngsti leikmaður,
sem hefur leikið með W.B.A.
og var aðeins 16 ára þegar
hann lék sinn fyrsta leik
gegn Arsenal 1960. 1970 bauð
Arsenal 110 þús. pund i Hope,
en þá afþakkaði Albion
boðið. Bobby Hope hefur
leikið með skozka landslið-
inu, lék sinn fyrsta leik með
þvi gegn Hollandi i
Amsterdam 1968.
Mike Channon,
Southampton
Ilann verður i
sviðsljósinu i dag,
þegar Southampton
— eða „dýrlingarn-
ir” (The Saints), eins
og liðið er nefnt i
Englandi, leikur
gegn Crystal Palace
á Selhurst Park i
Lundúnum. Það
verður erfiður dagur
hjá dýrlingunum, þvi
að Palace-liðið er
orðið mjög sterkt lið,
sérstaklega á heima-
velli.
Mike Channon, innherji, er
mjög marksækinn leikmaður
og skorar mikið af mörkum
fyrir lið sitt; lék sinn fyrsta
leik með Southampton i april
1966 gegn Bristol City.
Channon var ein af orsökum
þess, að Southampton seldi
Martin Chivers til Totten-
ham fyrir 120 þús. pund.
vegna þess að Bates, fram-
kvæmdastjóri félagsins,
taldi sig sjá i honum annan
Chivers. Hann hefur nú á
keppnistimabilinu skorað
flest mörk fyrir Southamp-
ton. Hvort honum tekst að
skora i dag gegn Crystal Pal-
ace, er ekki hægt að segja.
Það má reikna með.að dýr-
lingarnir leiki varnarleik
með snöggum skyndiupp-
hlaupum.