Tíminn - 13.01.1973, Síða 27

Tíminn - 13.01.1973, Síða 27
Laugardagur 13. janúar 1973 TÍMINN 27 Þeir segja Framhald af 15. siöu. blágrýti i gluggakistur, og þær þykja bæði fallegar og endingargóðar. Og svo seljum við auðvitað mikið stein, sem notaður er i forstofur, gólf og útitröppur. Svo eru það nú opin- beru byggingarnar. Alls staðar þar sem ætlazt er til að gólf end- ist lengi, er notaður steinn. Eins og ég sagði áðan, erum við ný- búnir að steinleggja Lista- mannaskálann. Þar eru núna komnir eitthvað á milli tólf hundruð og fjórtán hundruð fer- metrar af' islenzkum grásteini á gólfin, bæði úti og inni, enda er ætlazt til þess að þau gólf endist i tugi eða jafnvel hundruð ára, án þess þurfi að halda þeim við. Enn fremur hafa bankarnir not- að þetta nokkuð á gólf af- greiðslusala sinna, enda er þar mikið gengið um, um, eins og allir vita. Það eiga svo margir erindi á slika staði. — En smiðið þið ekki litla, persónulega hluti? — Jú. Við smiðum til dæmis mikið af flaggstöngum og ýms- um smáhlutum, sem hafðir eru inni á heimilum. Eiginlega má svo að orði kveða, að viö smið- um alla skapaða hluti, frá hinu stærsta til hins smæsta. — Hvað gerið þið við steinana, annað en að saga þá og slipa? — Eiginlega gerum við ekkert annað en að saga efnið niður og slipa það siðan. Við berum ekki lit i steinana. Eina undantekn- ingin á þessu er sú, að við ber- um fernisoliu i grásteininn til þessaðgera hann dekkri og lika til þess að utan á hann komi harðari húð, sem gerir hann þolnari úti við. Hann endist miklu betur, eftir slika meðferð. En allur annar steinn er aðeins slipaður og sagaður. eins og ég sagði áðan. Við það fær hann þá áferð, sem hann hefur, þegar við skilum honum frá okkur. Stærstu verkin veröa ekki alltaf frægust — Hvað gætir þú imyndað þér aö telja mætti merkasta verk- efni, sem þið hafið unnið að, eft- ir að þú tengdist þessu fyrir- tæki? — Langstærsta verkefnið, sem við höfum unnið að er áreiðanlega gólfið i Lista- mannaskálanum, sem ég var að minnast á áðan. Það var mjög mikið verk á ekki lengri tima, en við höfðum til þess að ljúka þvi. Nú, en frægasta verk okkar ersjálfsagt skákborðið alkunna, sem við gerðum fyrir heims- meistaraeinvigið i fyrrasumar. En það var auðvitað ekki neitt stórverk. — Og verkefnin hrúgast að ykkur? — Jú, það hefur verið yfirdrif- ið að gera. Siðustu tvö árin höf- um við bókstaflega verið yfir- hlaðnir, og það bendir allt til þess, að okkur hafi nú þegar borizt næg verkefni fyrir allt þetta nýbyrjaða ár. — Og þið teljið að Island, með allt sitt grjót, muni endast ykk- ur eitthvað fram i framtiðina? — Já, við teljum alveg vist, að okkur muni ekki þrjóta hráefni á ókomnum árum. —VS. Tlminner peningar i AugtýsicT : íTimanum GAMANLEIKURINN Tannkvöss tengdamamma eftir Faikland Gray og Pilips King Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson. i félagsheimilinu Seltjarnarnesi i kvöld, laugardag- inn 13. janúar kl. 21.00. i Gunnarshólma sunnudag 14. janúar kl. 15.00 og Hvoli sunnudagskv. 14. janúar kl. 21.30. U.M.F. Hrunamanna. Amerika; Allt i lagi lagsi og Nú er það svart, en sú revia hefur verið valin sem samheiti á þessum svipmyndum, sem nefnast i einu lagi ,,Nú er það svart maður”. En kjörorð sýningarinnar er auðvit- að ,,Við byggjum leikhús!” og er nú orðið aðkallandi að safna sem mestu fé i byggingarsjóði, þegar buið er að úthluta leikhúsinu lóð og vitað er,að ekki getur liðið mjög langur timi þar til fram- kvæmdir hefjist við byggingu. Siingur og lcikþættir 16 leikarar koma fram i sýning- unni og syngja gamanvisur og leika gamanþætti. Aróra Hall dórsdóttir, reviusérfræðingur Leikfélags Reykjavikur. valdi þættina, en leikstjóri er Borgar Garðarsson. Leikmyndir gerði Jón Þórisson og Magnús Pétursson hefur æft söngva og leikur undir á sýningunni. Ráðstefna herstöðvar- andstæðinga um skipulagsmál Á almennri ráðstefnu um her- stöðvamálið, sem haldin var i Félagsheimili stúdenta við Hringbraut, 2. og 3. des. sl.,var samþykkt ályktun þess efnis, að halda skyldi aðra ráðstefnu um skipulagsmál og framtiðarverk- efni Samtaka herstöðvaandstæð- inga og innihald baráttunnar, og var 25-manna miðnefnd falið að annast undirbúning hennar. Akveðið hefur verið, að skipu- lagsráðstefnan verði haldin i Félagsheimili stúdenta 13. og 14. jan. Auk mið- neíndar herstöðvaandstæðinga eru aöilar að ráðstefnunni Stú- dentaráð Háskóla Islands, Stú- dentafélagið Verðandi og SINE. Fyrirkomulagi verður háttað á þessa leið. Kl. 14 á laugardag verður ráð- stefnan sett. Flutt verða stutt inn- gangserindi, og siðan verður ráð- stefnugestum skipt niður i starfs- hópa, sem hver um sig ræði verk- efni ráðstefnunnar. A sunnudag- inn kl. 14 verður svo aftur safnazt saman i Félagsheimilinu og ræddar niðurstöður starfshóp- anna. Málshefjendur verða Björn Teitsson, cand mag., Cecil Haraldsson, kennari og formaður SUJ,og Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur. 1 ráðstefnu- stjórn eru, Arni Björnsson, þjóð- háttafræðingur, Þorbjörn Broddason, lektor og Úlfur Hjörvar. Ráðstefnunni lýkur kl. 18 þann dag. Þess er vænzt.að allir þeir, sem láta sig baráttuna gegn herstöðv- unum nokkru skipla, fjölmenni. VEITINGAHÚSID Lækjarteig 2 Hljómsveit Guðmundar Sigurössonar Gosar — og Hljómsveit Jakobs Jónssonar Opið til kl. 2 Bráðabirgðabyltingar- stjórnin í Suður-Víetnam „Nú er það svart maður” Hjá Leikfélagi Reykjavikur er i uppsiglingu reviusýning, sem byggist á glefsum úr gömlum revium frá timabilinu 1941-1958. Frumsýning er á mánudags- kvöldið i Austurbæjarbiói, en þar munu siðan verða miðnætur- sýningar á laugardagskvöldum. Það er Húsbyggingarsjóður Leik- félagsins,sem stendur fyrir þess- um sýningum, en félagsmenn hafa undanfarin ár safnað i hann af mikilli elju, m.a. með slikum sýningum. Er þetta fjórða sýn- ingin, sem þannig er stofnað til, en áður hefur Húsbyggingarsjóð- urinn sýnt Það var um aldamótin og Þegar amma var ung, sem hvort tveggja voru reviuþættir, og i fyrra Spanskfluguna, sem öll- um er enn i fersku minni. Reviur frá styrjaldarárunum Flestar reviurnar, sem efnið er tekið úr, eru frá styrjaldarárun- um, en þær báru litrik nöfn eins og Hver maður sinn skammt.frá skömmtunarárunum; Halló Tet-sókn þjóðfrelsishers Suður- Vietnam, vorið 1968, er öllum i fersku minni. Eftir hina miklu sigra efndi þjóðfrelsisfylkingin til kosninga hvarvetna á frelsuðu svæðunum og i neðanjarðar- hreyfingum hernámssvæðanna (á valdi USA-Saigon). Þeir full- trúar, sem þá voru kjörnir, mynduðu þjóðþing Suður-Viet- nams. Það kom saman dagana 6,- 9. júni 1969 og lýsti yfir stofnun lýðveldisins Suður-Vietna m. (Thieu-stjórnin, sem hefur aðset- ur i Saigon, var stofnsett af Ngo Dinh Diem i október 1955 og nefn- ist stjórn lýðveldisins Vietnam. Hún hefur u.þ.b. þriðjung land- svæðis suðurhluta Vietnam á valdi sinu.) Þjóðþing Suður-Vietnams kaus siðan bráðabirgðabyltingar- stjórnina i lýðveldinu Suður-Viet- nam, en hún er bráðabirgðastjórn vegna þess að innrás Bandarikja- manna leyfir ekki almennar kosningar i suðurhlutanum. Bráðabirgðabyltingarstjórnin ræður 2/3 hlutum Suður-Viet- nams. 1 sókninni, er hófst vorið 1972, náðu herir bráðabirgðabyltingar- stjórnarinnar stórum svæðum úr höndum Saigon-hersins og frels- uðu 2 1/2 milljónir manna. Þessi árangur hefur verið viðurkennd- ur i vestrænum fjölmiðlum (sjá t.d. International Herald Tribune 9. desember 1972: „Saigonstjórn- in hefur misst yfirráðin á stórum svæðum i sókn fjandmanna, en hún hefur nú staðið i niu mán- uði.”) Frá 18. öld er viðurkennt i þjóðarétti, að þá stjórn skuli viðurkenna, sem ráði landinu. Hér er enginn munur á reglu og framkvæmd, eftir þessu er farið. Augljóst er, að Bráðabirgðabylt- ingarstjórnin ræður landinu og mun ráða, en ekki leppstjórn Bandarikjamanna i Saigon. Enda hafa nú 36 riki tekið upp stjórn- málasamband við bráðabirgða- byltingarstjórnina. Dagana 8.-12. ágúst 1972 var haldin ráðstefna hlutlausra rikja i Guyana. Þessi 64 riki — meira en helmingur rikja heims — viður- kenndu fulltrúa bráðabirgðabylt- ingarstjórnarinnar sem einu réttu fulltrúa Suður-Vietnams. Þessi sömu riki tryggðu tiliögu íslands um auðlindir hafsins, sigur á þingi Sameinuðu þjóðanna nú i desember 1972. Vietnamnefndin á islandi. (9. jan. 1973) 'GODA VE/ZLU GJORA SKAL Daglega þurfa einhverjir að efna til afmælishófa, fermingarveizlna, brúðkaupa, samkvæma átthagafélaga eða annarra mannfagnaða. Þá vaknar spurningin: HVAR Á VEIZLAN AÐ VERA? Ef ekki er unnt að halda hana í heimahúsum, þá er svarið við spurningunni auðvelt: Hótel Loftleiðir. Þar eru salarkynni fyrir hvers konar samkvæmi. ALLAR UPPLÝSINGAR ERU GEFNAR í SÍMA 22322. \LOFTLEIDIRi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.