Tíminn - 13.01.1973, Síða 28

Tíminn - 13.01.1973, Síða 28
Kissinger er lygari - segir McGovern NTB—Boston Oldungadeildarþingmaðurinn George McGovern, sem tapaði i forsetakosnihgunum gegn Nixon, hefur ásakað Kissinger, öryggis- málaráðgjafa Nixons, fyrir að hafa visvitandi logið að banda- riskum almenningi, þegar hann rétt fyrir kosningar sagði, að friður i Vietnam væri á næsta leiti. — Ég held, að Kissinger hafi vitað, að Nixon og Thieu forseti S- Vietnam myndu ekki samþykkja friðarsáttmálann, sem gerður hafði verið i Paris, sagði McGovern i viðtali við blaöið Boston Globe. Þá heldur hann þvi fram, að hvorki Edward Kennedy, Edmund Muskie eða Hubert Humphrey, sem allir komu til greina sem forsetaefni, hefðu haft nokkra möguleika til að sigra Nixon i kosningunum. Margt manna heimsótti Kristján Benediktsson borgarráðsmann i gær, á fimmtugsafmæli hans. Vinir, samherjar og samstarfsmenn Kristjáns færðu honum að gjöf fagurt málverk eftir Svavar Guðnason og mikla silfurskál á hakka. Myndin var tekin, er óiafur Jóhannesson forsætisráöherra afhenti Kristjáni gjafirnar, en við hlið Kristjáns er kona hans, Svanlaug Ermenreksdóttir. Yzt t.h. er Birgir isieifur Gunnarsson borgarstjóri, sem færði afmælisbarninu silfurbakka frá borgarstjórn og Reykjavikurborg. (Timamynd G.E.) Atómsprengja á N-Víetnam til umræðu í USA NTB—Washington William Clements, sem Nixon hefur útnefnt varautanrikisráð- herra Bandarikjanna, sagöi i gær, að hann vildi ekki útiloka þann mögulcika, aö kjarnorku- sprengju yrði varpað á N-Viet- nam. Kvaðst hann mundu styöja tilliigu um slikt, ef hún kæmi frá Nixon. Clements sagði þetta á fundi i hermálanefnd öldungadeildar- innar, nefndin á síðar að taka afstöðu til útneíningar hans sem varaúanrikisráðherra. Harold Hughes, demókrati frá Iowa spurði Clemente, hvort hann mundi styðja tillögu um notkun kjarnorkuvopna i Vietnam- styjöldinni, ef friður yrði ekki saminn í náinni framtið. Clements svaraði þvi til, að það væri eftir aðstæðum. Hughes gerði sig ekki ánægðan með þetta svar og spurði. hvort hann myndi styðja Nixon, ef hann gæfi skipun um að nota kjarn- orkuvopn. — Já, það mundi ég gera, svaraði Clements, en það þýðir ekki að ég persónulega, sé hlynntur notkun slikra vopna. 1 tilefni þessarar fréttar kom i gærkvöldi yfirlýsing frá stjórn Nixons, þar sem lögð er áherzla á, að forsetinn hafi bannað notkun kjarnorkuvopna i Vietnam, þrátt fyrir að tilvonandi meðlimur stjórnarinnar hafi sagt, að slikt væri ekki útilokað. Ziegler blaðafulltrúi Nixons visaði i gær til margendurtekinna orða forsetans um að kjarnorku- vopna væru ekki einn þeirra möguleika, sem til greina kæmi að nota i Vietnam. Hundruð bíla í árekstri NTB—Kaupmannahöfn Tveir menn létu lifið og tiu slösuðust alvarleg i miklu um- ferðarslysi við Kaupmannahöfn i gærmorgun. Mörg hundruð bilar lentu i einum árekstri, sem varð þegar tankbill rann til og stóð þversum á veginum. A annað hundrað bilar voru óökufærir eftir. Nokkrir bilar brunnu. Þegar slysið varð, var þoka og hálka á vegum. Vegurinn var lokaður umferð i báðar áttir langa stund eftir slysið, meðan verið var að ryðja hann. Tvöfyrir bíl Klp—Reykjavik. í gærdag, um kl. fjögur, var ekið á barn rétt við gangbrautina á móts við As á Laugavegi. Þar hafði sendiferðabifreið stöðvað til að hleypa barninu yfir götuna, en þá bar að aðra bifreið, sem ók fram með sendiferðabifreiðinni og á barnið. A sama tima var ekið á dreng á reiðhjóli á mótum Kalkofnsvegar og Tryggvagötu. Mei’ddist hann á fæti,en barnið, sem varð fyrir bilnum við As, mun hafa meiðzt meira, m.a. eitthvað á höfði, og var það til rannsóknar á Borgar- sjúkrahúsinu i gærkveldi, þegar siðast fréttist. Vertíðarbátum fjölgar um 8 Tveir bilaðir bát- ar til ísafjarðar — Nokkrar skemmdir í ofsaroki JS—Óiafsvik Illa hefur gefið á sjó frá Ólafs- vik undanfarið vegna sifellds hvassviðris. Verið er að undirbúa vertiðina, og verða nú 26 bátar gerðir út, en voru 18 i fyrra. Tiu byrja á linu og 16 á netum. Vel gengur að fá mannskap ábátana, en erfiðlega að fá menn til starfa i landi. Aðstaða er ákaflega léleg fyrir aðkomufólk i ólafsvik, jafnvel verri núna en i fyrra, en verið er að byggja þar verbúðir, sem væntanlega verða tilbúnar fyrir vertiðina 1974. GS—Isafirði Varðskipið Þór kom til tsafjarðar á miðvikudagskvöld með linuveiðarann Höfrung 3. frá Akranesi. Hafði aðalvél Höfrungs 3. brotnað niður.er skipið var að veiðum úti af Vestfjörðum. Höfr- ungur 3. er tæplega 300 tonna stál- skip.smiöað i Harstad i Noregi 1967. Nokkrum klukkustundum siðar kom færeyskt skip með færeyska linuveiðarann Kolumbus til isa- fjarðar. Hafði skrúfuöxull Kolumbusar brotnað, og verða báðir bátarnir teknir til viðgerðar á lsafirði. Undanfarna daga hefur verið asahláka á tsafirði, og efur snjó tekið að mestu upp, og i gær var byrjað á þvi að moka veginn til Súgandafjarðar og önundar- fjarðar. 1 gær var veður af suðaustan á tsafirði, og skall þá á svokallað „Básarok". Hlutust nokkrar skemmdir i veðrinu. t,d, brotnaði hurð af nýja barnaskólanum, 10 járnplötur fuku af nýja hrað- frystihúsinu i Hnifsdal, en það er enn i byggingu. Og í Hnifsdal urðu ýmsar skemmdir á gluggum. Stóð þetta veður i þrjá tima. Þrátt fyrir risjótt veður, hafa bátar róið,. og afli hefur verið ágætur, þetta sex til niu lestir á linu. þá kom Guðbjörg inn i fyrra- dag með 45 lestir eftir viku úti- vist. Nei — þetta eru ekki ehlflaugar eða sprengjur, sem verið er að festa undir væng landhelgisgæzluflug- véiarinnar SÝR, heldur aukaeldsneytisgeyniar, sem eiga að auka flugþol skrúfuþotunnar um eina klukkustund. Að undanförnu hefur verið unnið að ýmsum endurbótum á SÝR, og næst þegar hún fer á ioft, munskærrauður neðri hluti búksins og eldsneytisgeymar blasa við þeim, sem upp lita, og munu þá iandhelgisbrjótar ekki þurfa að fara í grafgötur með hvaða flugvél það er, sem yfir þcim svifur. Alþjóðagæzlumerkið biáa og gula, blasir lika við fremst á vélinni. Endurbótum á véiinni mun senn ljúka.'tg verður hún þá betur búin til að gegna sinu hlutverki en áður. ( Timamynd Gunnar) þingmanninum hafi þótt mál til komið, að einhver segði eitthvað. Scott sagði, að ummæli Palmes væru móðgun við sænska Banda- rikjamenn. Þá sagði hann, að á sinum tima og þegar Palme færi að nota skynsemina, yrði nýr sænskur ambassador boðinn vel- kominn. Er Scott hafði lokið máli sinu, hafði enginn i öldungadeild- inni neitt um þetta að segja. Ekki hafa sænska sendiráðinu borizt margar kvartanir frá Svium, búsettum vestanhafs. Það er vitað, að mikill meirihluti Norðurlandabúa, sem búsettir eru i Bandarlkjunum, eru ihalds- samir rephblikanar. DEILDINNI NTB—Washington Leiðtogi repúblikana i öldunga- deild Bandaríkjaþings, Hugh Scott, lýsti þvi yfir i gær, að hann væri orðinn leiður á and-banda- rískum ummælum Palmes for- sætisráðherra Sviþjóðar og kvaðst vera ánægður með, að enginn sænskur ambassador væri i Bandarikjunum eins og er. Þetta er i fyrsta sinn, siðan það varöalmenningi kunnugt um jólin, að einhver vandræði væru milli landanna, að bandariskur stjórn- málamaður hefur sagt sitt álit á málinu. Talsmenn stjórnarinnar hafa ekkert sagt, siðan staðfest var, að stjórnin hefði beðiö Svia að biða með að senda ambassador til Washington. Scott tók til máls i upphafi þing- fundar i deildinni i gær.og hefur blaðafulltrúi hans sagt, að ekki sé önnur ástæða til þess, en sú að PALME A DAGSKRA í ÖLDUNGA-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.