Tíminn - 16.01.1973, Side 4

Tíminn - 16.01.1973, Side 4
4 TÍMINN Þriðjudagur l(i. janúar 19715 Prinsessan sem sjaldan var glöö Giggraftrarkjaftur Um áraraðir hefur haflif- fræðingum aldrei tekizt að gefa skýringu á gíglöguðum sárum, sem hafa fundizt á túnfiski, sem veiðzt hefur i Norður-Kyrrahafi. Nú gerðist það svo, að maður að nafni Everest Jones hélt til fiskiveiða frá Hawai-eyjum, þar sem allt er fullt af túnfiski og veiddi þar nokkra „vindilhá- karla”, en það er hákarla.teg- und, sem heldur sig þar i grenndinni beir eru mjóslegnir og skyldir mannætuhákörlum, en verða aðeins um 50 cm lang- ir. Jones slægði'einn af þessum vindlum, og fann mikið af fiski i maga hans. bá tók hann sig til og læsti tönnum hans i hunanggshlaup, lokaði kjaftin- um á honum og sá að eftir stóð vel útgrafinn gigur. bað þætti heldur ósmekklegt, ef við hér á landi skriluðum eitthvað i svipuðum dúr um æðstu menn þjóðarinnar trg'gert er á Norðurlöndum. Skömmu eftir andlát Sibyllu Sviaprin- sessu hi.rtist frásögn i dönsku blaði um það, hversu óhamingjusöm þessi kona hefði verið, og að meðlylgjandi mynd væri ein af öriaum, þar sem mætti sjá gleðibros á andliti prinsessunnar. Myndin mun hala verið tekin i 70 ára afmæli Kriðriks IX, 1909. í frásögninni segir að bros hafi aldrei verið einkenni prin- sessunnar, sem var móðir krón- prinsSvia, og eiginkona Gustaf Adolfs, erfðaprinsins, sem fórst i flugslysi 1947. Ekki var þetta af þvi, að Sibylla væri ekki i eðli sinu glaðlynd, heldur vegna þess, að hún var aldrei viður- kennd i Sviþjóð, og fólk gat ekki gleymt þvi, að hún var þýzk. betta olli prinsessunni ótrúlega mikilli sorg, þvi sjálfri fannst henni hún vera ein af hinni sænsku þjóð allt frá þvi hún kom fyrst til Sviþjóðar. Allt til hins siðasta vildi Sibylla gera skyldu sina, og á 90 ára afmælisdegi Sviakonungs sat hún við hlið hans i afmælinu, enda þótt hún væri þá orðin mjög veik, og ætti ekki langt eftir ólifað. ☆ 0 Liv Ullmann á toppinn Nú er Liv Ullman kominn i sama flokk og Liz Taylor, Hepburn og Redgrave, hvað greiðslur fyrir kvikmyndaleik hennar snertir. Já, og kvik- myndaframleiðendurnir eru meira að segja farnir að skrifa kvikmyndahandritin sln með það i huga, að hún fari með hlut- verk i þeim. Liv fer nú með aðalhlutverk i kvikmyndinni 40 karat, sem verið er aö kvik- mvnda i Grikklandi. bað var kvikmyndafram- leiðandinn Mike Frankovich sem ákvað að hætta við að fá Liz Taylor til þess að fara með hlutverk i myndinni og fá heldur Liv, eltir að hann hafði hitt hana. Kvikmyndahandritið var skrifað upp aftur með tilliti til þess að hún færi með hlutverkið. Liv Ullmann er talin einhver eðlilegasta og mest bláttáfram kvikmyndaleikkona, sem nú er uppi ■ - Ég hlakka til þess að hitta rétta manninn, segir Liv Ull- mann i viðtali við bandariska blaðið Time. — En biðji hann mig um að setjast i helgan stein og fara að gæta bús og barna, verður hann að finna sér aðra konu. Fólk hefur reynt að geta sér til um, hver verði sá rétti i lifi Liv, en það hefur ekki gengið vel. Sumir höfðu haldið, að það væri Edward Albert, sá sem hún kyssir hvað ákafast i myndinni 40 karat, en það hefur ekki reynzt rétt ágizkun. Ullmann leikur i þessari mynd ekkjuna, sem hefur allt i einu fundið ánægjuna i að leika sér við tvitugan mann, Liv Ullmann vill sjálf ekkert segja um karl- kyns vini sina. Hún segist eiga marga góða vini, þar á meðal er Warren Beatty, bróðir Shirley McLaine, franski rit- höfundurinn Jean-Claude Carriere og fleiri og fleiri. bessi mynd er af Liv og Edward Albert i Grikklandi á meðan á kvikmyndatöku stendur. DENNI DÆMALAUSI *g‘.?J5F£mS'"

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.