Tíminn - 16.01.1973, Page 8

Tíminn - 16.01.1973, Page 8
8 TÍMINN Wiftjudagur 1(>. janúar 1973 Raufarhafnar- ýsan rann út hjá Sæbjörgu KJ-Reykjavik — Ýsan er orðin munaðarvara, sagði Björg- vin Jónsson fiskkaupmaður i Sæbjörgu á sunnudags- kvöldið, þegar verið var að afferma vöruflutningabíl frá Raufarhöfn, sem kom með þrjú og hálft tonn af ýsu þaðan þá um kvöldið. t>aö má segja, að langt sé seilzt, þegar ýsan á borð Reykvikinga er sótt alla leið noröur á Raufarhöi'n, og hún flutt landleiðina suður. Færðin hefur ekki litið að segja i þessu sambandi, og bifreiðar- stjórinn, Jakob Þorsteinsson,. sem flutti ýsuna, sagði i viðtali við Timann i gær, að hann hefði verið átján tima á akstri i ferðinni og færðin eins og bezt yrði á kosið. Jakob sagði, að ýsan hefði komið af tveim bátum, Þorsteini og Þor- steini II. Er annar með linu en hinn á trolli. Um þessar mundir er verið að gera miklar breyting- ar og endurbætur á frystihúsinu á Raufarhöln, og fer engin fisk- vinnsla þar fram á meðan. Bátarnirsem róa þaðan, geta þvi ekki losnað við ýsuna, nema hún sé flutt af staðnum, en þorskur- inn, sem þeir fá, er saltaður. Frystihúsið hafði milligöngu með að flytja ýsuna suður, og eru allar likur á þvi, að áframhald verði á þessum llutningum, svo fremi sem færðin verður göð og tið og veiði sömuleiðis. Vel gengið frá fiskinum Þeir höfðu gengið vel frá fiskin- um í vöruflutningabilnum hans Jakobs Þorsteinssonar. Nærallur fiskurinn var i plastkössum og hafði verið raðað i þá og siðan is- að vel yfir. Vegna hinna góðu vega hafði liskurinn ekki hreyfzt i kössunum, og þær voru stinnar og fallegar ýsurnar, sem þeir bæbjargarmenn handfjötluðu á sunnudagskvöldið. Allt búið fyrir tiu Raularhafnarýsan fór á fimm staði i gærmorgun, og hús- mæðurnar, sem voru snemma á fótum, voru ekki lengi að ákveða, hvað haft skyldi i hádegismatinn. Fnda fór það svo, að öll ýsan —• þetla þrjú og hálft tonn, — var uppseld fyrir klukkan tiu i gær- morgun. Raufarhöfn færði björg í bú Raufarhafnarýsan rifjar upp fyrir manni þau ár, þegar sildinni var ausið úr sjónum, og einn aðal- löndunarstaðurinn var Raufar- höfn. Þá átti staðurinn sitt blóma- skeið, en eftir að sildin hvarf, hef- ur lifsbaráttan þarna á norð-aust- urhorni Sléltunnar verið fremur erfið. Fyrir þrautseigju ibúanna var frystihúsi staðarins komið af slað, og innan skamms leggur áhöfn nýs skuttogara af stað til Japans, en heimahöfn skipsins er Raufarhöfn. Kannski lika að Reykvikingar eigi eftir að fá meiri Raul'arhalnarýsu á borðið hjá sér, þvi þarna i kringum Slélluna eru gjöful fiskimið og mikilvægar uppeldisstöðvar ung- fisks. Gestir Sovét-Lettlands Bjiirgvin Jónsson i Sæbjörgu heldur á tvcim stinnum og fallegum ýsum, um leið og hann segir: „Ýsan er orðin munaðarvara”. Vinstra mcgin eru þeir Jónas Hólmsteinsson og Guðmundur J. Óskarsson, og það er Guðmudnur Helgi Agústsson, sem er að moka isnum til hægri, en sonur hans horfir á. (Timamyndir G.E.) Bfllinn affremdur. Vel fór um ýsuna i plastkössunum, og er þessi flutningsmáti og umbúnaður allur til l'yrirmyndar. veldinu. Lettneskir fiskimenn veiða nú um 500 þús. smáLá ári, þar af tvo þriðju á fjarlægum miðum. Islenzku gestirnir heimsóttu og eitt af 14 fiskimannasamyrkjubú- um lýðveldisins, „Niundi mai”. Skoðuðu þeir reykstofu, netagerð og slipp búsins. Formaður þess, Bronislav Solitis, skýrði frá þvi, að árið 1971 hefði aflinn á fiski- mann numið 55,9 smál. og árs- tekjur allt að 4.142 rúblum, en 1947, þegar búið var stofnað, veiddust 3,3 tonn á fiskimann. Islendingunum var og skýrt frá þróun atvinnulifs i lýðveldinu i ýmsum greinum. Formaður sendinefndarinnar, Eysteinn Jónsson, lét svo um mælt: ,,Ekki er hægt annað en dást að fjöl- breytninni i framleiðslu lýðveldis ykkar.” Gestirnir skoðuðu einnig Rigu, heimsóttu söfn og komu á tónleika. Þann 11. jan héldu gestirnir frá Rigu og korðu daginn eftir til Leningrad, en þar tóku á móti þeim fulltrúar borgarráðs sem og fulltrúar úr Æðsta ráðinu. Þar heimsækja þeir borgarráð, skoða söfn, heimsækja hinar sögufrægu borgir Púsjkino og Pavlovsk. Þann 14. jan heldur sendinefndin til Moskvu. Sendinefndin heimsótti fyrir- tækið Rigas Audums, sem fram- leiðir ýmiss konar vefnaðarvöru. Sérstakan áhuga höfðu gestirnir á að skoða fiskveiðihöfn Rigu, en þar fóru þeir m.a. um borð i frystiskipið Ostrov Beringa. For- maður sjávarútvegsmálastjórnar Vestursvæðisins, I. Sjinkaréf, skýrði frá þróun fiskveiða i lýð- Islen/.ka þingmannanefndin, sem gistir Sovétrikin i boði Æðsta ráðsins. dvaldi tvo daga i Lett- landi. Ileimsótti hún m.a. æðsta ráð lýðveldisins, og skýrði forseti þess. Vitali Rúben, frá störfum j)ess. Meira en helmingur fulltrú- anna eru bændur eða verkamenn og 35% eiu konur. Jakob Þorsteinsson flutti Rauíarhafnarýsuna suður. > Við velium PUfltai ^ . f. ■ það borgar sig ' : \ nintal . ofnar h/f. * 1 , ‘ Síðumúla 27 . Reykjavik 1 1 l'fei. \ Símar 3-55-55 og 3-42-00 Sumaráætlun Loftleiða 1973 Stjórn Loftleiða hefur nú tekið ákvörðun um sumaráætlun félagsins, sem gengur I gildi 1. april n.k. Henni lýkur 31. október. Það nýmæli kemur nú til, að frá maibyrjun hefja Loftleiðir ferðir til Chicago, að fengnu leyfi Tlminner peningar Auglýsicf iTimanum bandariskra flugmálayfirvalda. Verða farnar þrjár ferðir i viku milli Luxemborgar og Chicago, með viðkomu á Islandi. Milli New York og Luxemborgar verða 14 ferðir. Sex vikulegar ferðir verða farnar til Skandinaviu og frá, þrjár beint milli Keflavikur og Kaupmannahafnar, en þrjár til og frá Stokkhólmi og ósló. Ein vikuleg ferð verður farin til og frá Lundúnum og Glasgow. Vegna þessa verða samtals 21 ferð til New York og frá um háannatim- ann, en þrjár, sem fyrr segir, til Chicago og frá. Til ferðanna verða notaðar þrjár flugvélar af gerðinni DC-8- 63 og ein DC-8-55.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.