Tíminn - 16.01.1973, Side 14
14
TÍMINN
Þar hitti hún i mark. Hann gat ekki haldið aftur af undrunarhrópinu,
þvi að hann óttaðist, að hún kynni að hafa veitt lasleika hans athygli.
„Detta?” sagði hann. ,,Ég dett aldrei”.
,,Það er nú næstum það eina, sem þú hefur gert i dag”.
Hann var hræddur um, að Paterson kæmist að þessu og færi aö rekja
úr honum garnirnar, og sagði þess vegna:
,,Ég sneri aöra löppina, þegar ég var aðleita að ungfrú Alison, en það
kemur þér ekkert við”.
„Hvernig getur treyjan ataztblóði, þegar maður snýr löppina? Getur
þú frætt mig á þvi?”
„Ég skar mig í höndina”.
„Hvora höndina? Hvar?”
„Hvernig heldur þú að ég geti sýntþér það, þegar ég er með báðar
hendur fullar? Viltu kannske, að ég fleygi frá mér diskunum? ”
„Þú getur eins gert það eins og að fara með þá til hennar”.
Aftur var hún farin að horfa i glæðurnar. Þvert i gegnum heita guf-
una upp af diskunum fann hann skyndilega sæta anganina af
tanakapúðri. Þá rann það allt i einu upp fyrir honum, hvers vegna
Nadia talaði eins og hún gerði og hvers vegna hún hafði ekki nokkurn
samúðarvott með ungfrú McNairn. Nú skildi hann, hvers vegna hún,
sem venjulega var svo stillt og prúð, var svona æst aðeins vegna þess,
að hann ætlaði að færa sjúklingnum fisk.
„Ég ætla samt aðfara meðhann”, sagði hann.
Veit Paterson um þetta?”
„Tuesday skildi alltof vel, að hún var að tala um meiðsli hans”.
„Nei”.
„En þú hefur skorið þig og snúið fótinn, hvers vegna segir þú honum
þá ekki frá þvi?”
„Vegna þess, að það er ástæðulaust að vera að angra hann með
þessháttar smámunum núna”.
„Smámunir? Þú dettur með fimmtiu metra millibili”.
„Það skiptir engu máli, ég var búinn að segja það”.
„Úr þvi þetta skiptir engu máli, þá er vist allt i lagi, að ég segi honum
frá þvi, eða hvað?”
Hún horfði rannsakandi á hann. Honum ofbauð fávizka hennar. Að
hún skyldi ætla sér að kúga hann. Hann var smeykur við afleiðingarn-
ar, ef Paterson kæmist að þessu. Þrátt fyrir allt var hann þó sannfærð-
ur um réttmæti þess að færa ungfrú McNairn fiskinn, hótanir systur-
innar um að kjafta i Paterson gátu ekki einu sinni haldið aftur af hon-
um. Hann rigsaði að tjaldinu.
Þétt náttmyrkur hitabeltisins hvildi yfir tjaldstaðnum. Inni i tjaldinu
var kveikt á luktinni og þrihyrndan bjarma lagði út um opnar dyrnar.
Tuesday nam staðar i skugganum, en hélt diskunum i bjarmanum til
að þeir sæust úr tjaldinu. Hann var glaður og ákafur, brosið ljómaði á
andlitinu.
Inni i tjaldinu sá hann ungfrú McNairn liggja hreyfingarlausa i rúmi
sinu. Paterson sat á kassa meðgreiparspenntar um hnén.
„Herra Patson”, kallaði Tuesday. „Matur”.
Hann sá Paterson teygja sig til að sjá betur.
„Komdu með hann inn fyrir”, svaraði Paterson.
Diskarnir voru volgir við lófana og fingurgómana. Tuesday fór hálf-
boginn inn i tjaldið og andlit hans færðist við það nær diskunum,
smjöranganina lagði fyrir vit hans og minnti hann á, að hann var sjálf-
ur banhungraður. Ungfrú Con lá á bakinu með aftur augun. Hörund
hennar var fölt og þurrt, líktist pappir. Paterson beygði sig yfir hana og
sagöi:
„Þetta er Tuesday að koma með fisk handa þér. Heldurðu ekki, að þú
getir borðað ofurlitinn íiskbita?”
Ungfrú McNairn reyndi að lita á Tuesaday en tókst ekki. Hún hafði
greinilega alls ekki skilið, að Tuesday væri kominn með mat handa
henni, þess vegna sagði hann:
„Ég er með fiskflök. Fiskinn veiddi ég i dag, svo að hann er alveg
nýr”. Hann færði sig eftirvæntingarfullur nær henni, svo að hún sæi
betur, það sem á diskunum var.
Hún virtist ætla að svara. Sprungnar og litlausar varir hennar bærð-
ust, tungan kom i ljós, en ekkert hljóð heyrðist. Tunga hennar var hvit
og bólgin og hreyfðist ekki hraðar en snigill. Svo lét hún munninn von-
leysislega aftur og tungan hvarf eins hægt og hún hafði birzt.
Skyndilega tókst henni að segja eitt orð, en Tuesday heyrði ekki,
hvað það var. Hann langaöi mest til aö setja diskinn á rúmið við hönd
hennar, hann óskaði þess svo heitt, að hún rankaði við sér og sæi þenn-
an góða mat, sem hann var búinn að búa til handa henni. Hann stóð svo
lengi með diskana i höndunum, að þeir voru farnir að kólna. Loks sagði
Paterson honum að setjast niður. Tuesday varð ekki einu sinni hissa,
en velti fyrir sér, hvort hann ætti heldur að setjast á rúmstokkinn eða
gólfið. Hann kaus gólfið en um leið og hann beygði sig til að setjast á
hækjur sinar fann hann hræðilegan sting i skrokknum. Sársaukinn var
svo voðalegur, að hann missti næstum meðvitundina, og þegar hann
kom til sjálfs sin aftur, fann hann að hann hafði steypzt ofan á fótalagið
i rúminu.
Paterson sýndist ekki hafa tekið eftir neinu óvenjulegu, en það var
eins og Connie hefði orðið vör við þetta. Diskana hafði hann lagt frá sér
á rúmið, smjörið var hér um bil storkið. Connie rak höndina i diskinn,
svo að glamraði i gafflinum. Aftur reyndi hún aðsegja eitthvað, ho
num fannst það helzt vera „þú”, en var þó ekki viss. Sviti spratt fram á
enni hennar við áreynsluna, og hún sneri andlitinu undan og horfði út i
tjaldvegginn.
Tuesday vissi ekki, hvernig ætti að skilja þetta og sendi Paterson
spyrjandi bros.
„Hún á við, að þú eigir sjálfur að borða þetta”, sagði Paterson.
„Nei, nei”, sagði drengurinn i ofboði.
„Borðaðu það sjálfur”.
„Nei”, endurtók drengurinn, „þetta er handa ungrú Con”.
„Hún getur ekki”.
„Þá skulið þér borða þetta, Patson”.
„Nei”, sagði Paterson, „borðaðu það sjálfur”.
„Þetta er nýveiddur fiskur úr læknum”, sagði Tuesday lokkandi.
„Hann er með miklu smjöri”.
„Borðaðu hann sjálfur”, hélt Paterson áfram. „Þá verður þú stór og
sterkur”.
„Já, herra Patson”.
Lárétt
1) Land.- 6) Kindina.- 7)
Keyr,- 9) Fisk,- 10) Múgsefj-
un,-11) Bor,- 12) 999,- 13) Æði,-
15) Fastræður,-
Lóðrétt
1) Foss.- 2) Lita.- 3) Himna-
verurnar,- 4) Guð.- 5)
Fóthöggvið.- 8) Gola.- 9)
Hvildi.- 13) Hasar,- 14) Þófi,-
Ráðning á gátu nr. 1308
Lárétt
1) Milljón.- 6) Moj,- 7) Gá.- 9)
Ok,- 10) Átvagli.- 11) La.- 12)
In.- 13) Dró.- 15) Reiðina,-
Lóðrétt
1) Magálar,- 2) LM,- 3) Loka-
orð.- 4) JJ,- 5) Nakinna.- 8)
Áta,- 9 ) óli - 13) DI,- 14) Ói,-
i 2 3 6'
OM m i jg
1 ó ffil H
lO
11 n
n H s
/Á
HVELL
G
E
I
R
I
Sjáðu barón.
hefðu getað eyðilagt 1
skip okkar, en þeir
Þeir hefðugetað|
gripiðokkur I borg
inni, en þeir slepptu
Zarkov i staðinn: '
Segirðu,
að við get
jm ekki kom
Baróninn hefurl^Rétt doktor. '/
réttu að standa Hingað til höfum
ef viö skjótum ^ið haldið beim
■ * u~;, v hræddum vegna
SnUaSÆ'M ' hótana okkar.
gegn okkur
D
R
E
K
I
Það siðasta,\Skipstjóri,
sem hann sagði\ viltu að við
var, „Við finnum ,biðum eftir
ræningjana” / honum?
Óþekktur grimumaður, ein-
hvers staðar, á meðan mill
jónirnar biða.
Sendið skilaj
boð um allan-
vSkóginn.V
Þriðjudagur 16. janúar 1973
. llliK iilliilllll
Þriðjudagur
16. janúar
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
13.00 Eftir hádegið. Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar við hlustendur.
14.15 Fræðsluþáttur um al-
mannatryggingar. Fjallað
verður um velferð aldraðra.
Umsjón: Orn Eiðsson.
14.30 Frá sérskólum i Reykja-
vik. I. Barnamúsikskólinn.
Anna Snorradóttir talar við
Stefán Edelstein, skóla-
stjóra.
15.00 Miðdegistónleikar. Fé-
lagar úr NBC-sinfóniu-
hljómsveitinni leika Adagio
fyrir strengjasveit eftir
Samuel Barber.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
16.25 Popphornið.
17.10 Framburðarkennsla i
þýzku, spænsku og espe-
ranto.
17.40 Útvarpssaga barnanna.
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill.
19.35 Umhverfismál.
19.50 Barnið og samfélagið.
Halldór Hansen læknir flyt-
ur stutt erindi: Vill barnið
borða?
20.00 Lög unga fólksins. Sig-
urður Garðarsson kynnir.
20.50 iþróttir, Jón Ásgeirsson
sér um þáttinn.
21.10 italskar óperuariur.
Maria Chiara, Shirley
Verrett og Montserrat
Caballé syngja.
21.35 Aldarafmæli tilskipunar
um sveitarstjórn á islandi.
Lýður Björnsson cand.mag.
flytur erindi (áður útv. i mai
i fyrra).
22.00 Frettir.
22.15 Veðurfregnir. Rannsókn-
ir og fræði. Jón Hnefill Aðal-
steinsson fil.lic. talar við
Einar Sigurðsson bókavörð
um háskólabókasafnið og
fleira.
22.45 Harmónikulög. Ivan
Thelme, Carl Jularbo o.fl.
leika.
23.00 Á hljóðbergi. Siðari hluti
leikritsins „Lokaðra dyra”,
eftir Jean-Paul Sartre i
enskri þýðingu Paul
Bowles. Með aðalhlutverk
fara Donald Pleasence,
Anna Massey og Glenda
Jackson.
23.50 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Þ RIÐJUDAGUR
16. janúar
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Ashton-fjölskyldan
Brezkur framhaldsmynda-
flokkur. 36. þáttur. Sann-
leikurinn kemur i ljós,Þýö-
andi Heba Júliusdóttir. Efni
35. þáttar: Sheila fer að
heimsækja börn sin i Wales.
Dóttir hennar á tiu ára af-
mæli og hún færir með sér
gjafir og ætlar að gista hjá
fóstru barnanna, frú Thom-
as. Sheila segir frúnni frá
hjónabaiidserfiðleikum sln-
um, en skyndilega kemur
Davið i heimsókn. Hann og
Sheila ræðast við. Hann vill
gera tilraun til að endurnýja
hjónabandið, en hún er
ákveðin i að segja skilið við
hann.
21.35 Bundinn er sá, er barns-
ins geymir.Brezk kvikmynd
með viðtölum við einstæða
foreldra, þar á meðal ein-
stæðap föður með fimm
börn á framíæri. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir.
21.50 Umræðuþáttur.Að mynd-
inni lokinni hefjast i sjón-
varpssal umræður um efni
hennar. Umræðum stýrir
dr. Kjartan Jóhannsson.
22.30 Dagskrárlok