Tíminn - 16.01.1973, Page 20

Tíminn - 16.01.1973, Page 20
Ilingaft munu ungmennafélagar stefna i stórum flokkum sumarið 1975. LANDSMÓT UMFÍ Á AKRANESI 1975 Borgfirðingar vinna að undirbúningi Húsafellsmóts Lögreglan hljóp þjófinn uppi Klp-Reykjavik Tveir lögregluþjónar, sem voru á eftirlitsferð á bil við Artúns- höfða i fyrrinótt, tóku eftir þvi, þegar nokkuð var liðið á nóttina, aö á móti þeim kom ljóslaus bill. Þegar þeir hugðust fara að kanna þetta nánar, sáu þeir allt i einu, hvar bilinn tókst á loft og enda- stakkst út af veginum, þar sem hann fór a.m.k. tvær veltur. Þegar þeir komu á staðinn, sáu þeir undir iljarnar á manni, sem hljóp frá bilnum yfir holt og hæðir og stefndi niður Artúnshöfðann. Þeir hófu þegar eftirför, annar á bilnum en hinn á tveim jafnfljót- um. Sá elti og lögregluþjónninn hlaupandi þurftu að fara yfir kartöflugarða og mýrar á hlaupunum, og var færðin þar heldur þung og óþrifaleg eftir rigningarnar að undanförnu. Eft- ir mikil hlaup og leit tókst lög- regluþjóunum að króa manninn af og handtaka hann, en þá var hann orðinn sárfættur, þvi hann hafði misst af sér annan skóinn á hlaupunum. Viö yfirheyrslu á lög- reglustöðinni kom i ljós, að maður þessi, sem er frá Akur- eyri, hafði brotizt inn i Peugeot umboöið á Grettisgötu þá um nóttina og stolið þar ritvélum og fleiru, sem hann hafði siðan sett i nýlega sendiferðabifreiö, sem er i eigu Landsbankans, og var til viðgerðar þarna á verkstæðinu. Bifreiðinni hefði hann siðan ekið út og haldið af stað út fyrir bæinn. Þegar hann hefði svo verið kom- inn hér rétt uppfyrir bæinn, hefðu Ijósin farið af bilnum og þá um leið heföi sér sortnað fyrir aug- um, og siðan hefði hann ekkert vitað af sér, fyrr en hann hefði verið á hlaupum með lögregiuna á hælunum og þá bara á öðrum skónum. Þess má geta, að bifreiðin, sem maðurinn stal, er mjög :lla farin, og varla talið, að það borgi sig að gera við hana. Maðurinn er ekki borgunarhæfur, þvi hann átti ekki einu sinni aðra skó eða pen- inga til að kaupa sér nýja, er honum var sleppt i gær. Erl-Reykjavik A sunnudaginn var hélt Ung- mennasamhand Borgarfjarðar ársþing sitt að Kleppjárns- reykjum. Það, sem helzt bar til tiðinda á þinginu, voru ákvarðanir um framhaid Húsa- fellsmóta og staðarval fyrir landsmót UMFÍ, sem halda á 1975. f samtali, sem blaðið átti við Kjartan Sigurjónsson i Reykholti i gær, sagði hann, að ákveðið hefði verið að halda landsmótið á Akranesi i samvinnu við Umf. Skipaskaga, en boð hafði áður borizt um slikt frá þvi félagi. Það verður þvi á Skaganum, sem æska iandsins mætist i keppni næsta ár eftir væntanlega þjóðhá- tið á Þingvöllum, sem allt timatal miðast nú við. Vilhjálmur Einarsson, sem verið hefur formaður UMSB frá 1967 Iengst allra, lét nú af þeim störfum að eigin ósk, en við tók Jón Guðbjörnsson á Lindarhvoli, en hann var áður ritari sam- bandsins. Þegar Vilhjálmur tók við for- mennsku kom hann fram með hugmyndina að sumarhátlðunum i Húsafelli, sem hafa verið ein helzta tekjulind sambandsins undanfarin ár, þó að verr hafi gengið sl. sumar en áður. Agóða Húsafellsmótanna hefur einkum verið varið til uppbyggingar iþróttaaðstöðu i héraðinu og eflingar starfs á þvi sviði. Einkum hefur mikið fé runnið til iþróttamannvirkja við Varma- land, en þar er nú iþróttamiöstöð héraðsins. Auk þess er UMSB aðili að byggðasafni héraðsins, og hefur veitt stórar fjárhæðir til þeirrar stofnunar. Stjórn sambandsins vinnur nú að undirbúningi næsta Húsafells- móts, sem vafalaust verður fjöl- mennt, og veitir góðri fjárhæð i pyngju þess til eflingar heil- brigðri sál i hraustum likama Borgfirðinga. SEÐLARN- IRINÆSTU VIKU SB-Reykjavfk Gjalddagi fasteignagjalda i Reykjavik er 15. janúar, en I ár hefur álagningu seinkað, þannig að seðlar verða ekki bornir út fyrr en um næstu helgi eða þar um bil. Fasteignaskatturinn sjálfur greiðist i tvennu lagi, 15. janúar og 15. mai, en önnur gjöld á seðlinum, svo sem brunabóta- gjald, vatnsskattur, tunnuleiga o.fl. greiðist á fyrri gjalddaganum. Gjaldheimtan er nú að láta prenta giróseðla, sem fólk getur siðan fengið ókeypis i öllum bönkum og pósthúsum og greitt skatta sina með. Verða seölarnir merktir gjaldheimtunni og þurfa gjaldendur að hafa við slika greiðslu á reiðum höndum nafn- númer sitt og fasteignanúmer. Auglýsing varðandi notkun þessara giróseðla mun birtast I dagblöðunum á næstunni. Undirmenn í verkfall? ÞÓ-Reykjavik. Undirmenn á islenzka togara- flotanum hafa boðað verkfall frá og með 23. janúar, hafi samning- ar ekki tekizt fyrir þann tima. Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannasambands tslands, afhenti sáttasemjara rikisins verkfalls- boðunina i gærmorgun. Sagði Jón, að siðasti fundur undir- manna og togaraeigenda hefði verið siðastliðinn fimmtudag, en ekki borið árangur. Sáttasemjari hefur ekki enn boðað til fundar með deiluaðilum. ER FRIÐUR í VÍETNAM LOKS Á NÆSTA LEYTI? Haig farinn til Saigon með samningsuppkast í töskunni NTB—Key Biscayne. Nixon forseti gaf i gær skipun um að stöðva allar loftárásir og tundurduflalagningu i N-Viet- nam, að þvi tilkynnt var frá Hvita húsinu siðdegis. Sagði Ziegler blaðafulltrúi forsetans, að þessi ákvörðun hcfði verið tekin, vegna þess árangurs, sem náðst hefði i viðræðum þeirra Kissinger og Le Duc Tho i Paris undanfarið. Kissinger kom heim frá Paris á sunnudagsnóttina og fór þá rak- leiðis til Key Biscayne og ræddi við Nixon i klukkustund. Þeir ræddust aftur við á sunnudaginn, og var þá Haig hershöfðingi einn- ig viðstaddur, en hann er fyrr- verandi samstarfsmaður Kissinger og ráðunautur hans i hermálum. Ziegler tilkynnti, að Haig væri á förum til Saigon til viðræðna við Thieu forseta. Það, að Haig var kallaður til Key Biscayne, leiddi strax af sér vangaveltur um að Kissinger, hefði komið með uppkast að friðarsáttmála frá Paris. t Bandarikjunum hefur ekkert verið sagt um það, en hinir bjart- sýnu segja, að Nixon muni enn geta náð samkomulagi. 1 siðari fréttum i gærkvöldi sagði, að Haig hershöfðingi væri á leið til Saigon með það, sem hálf- opinbert blað i Saigon kallaði „drög að samkomulagi, sem leitt gæti til friðar á 19 dögum”. Blað þetta, sem venjulega styð- ur stjórnina i Saigon, hafði frétt- ina eftir fulltrúum yfirvalda, sem sagt höfðu, að vopnahlé yrði sam- iði sambandi við nýárshátið Viet- nam 3. febrúar nk. Búizt er við Haig til Saigon i dag. Thieu forseti átti i gær átta klukkustunda fund með öryggis- ráði landsins, og var þar rætt um svar S-Vietnamstjórnar við friðartillögum. Heimildir innan stjórnarinnar telja, að möguleik- ar á friði muni aukast næstu daga, en ekki var sagt neitt um likur á þvi að S-Vfetnam mundi undirrita friðarsáttmála bráð- lega, en látið að þvi liggja, að yfirvöld hafi nú minna neikvæða afstöðu til samkomulagsins, en þess, sem gert var i október i fyrra. VEIJO MERIHLAUT VERÐLAUNIN Veijo Meri NTB-Kaupmannahöfn Finnski rithöfundurinn Veijo Meri hlaut i gær bók- mennta verðlaun Norður- landaráðs, fyrir bók sina „Sonur liöþjál fans .” Verð- launin scin eru um 712 þúsund isi. krónur, verða afhent á fundi ráösins i Osló 18. febrúar. I greinargerð fyrir verð- launaveitingunni segir dóm- nefndin, að i bókinni sé listi- lega skilgreindur heimur barnsins. Þar sé einnig lýst þrungnu ástandi rétt fyrir siðari heimsstyrjöldina. Meri segi eins og áður frá á glöggan hátt með rikri tilfinningu og nokkurri kimni. Veijo Meri er 44 ára. Arið 1954 kom ut fyrsta bók hans, smásagnasafn. Hampreipið kom út 1957 og hefur sú bók verið þýdd á ein 17 tungumál. Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs hefur verið úthlutað siðan 1962, og er þetta i annað sinn, sem Finni hlýtur þau. Vainö Linna hlaut þau 1963. Islenzku bækurnar, sem lagðar voru fram i þetta sinn, voru „Ný og nið” eftir Jó- hannes úr Kötlum og „Noröan við strið” eftir Indriða G. Þor- steinsson. TUGÞUSUNDIR í MÓTMÆLAGÖNGUM NTB—Berlín. Þúsundir manna tóku á sunnu- daginn þátt i móhmælum i A- Berlin gegn striðsrekstri Bandarikjamanna i Indó-Kina. Þá fóru um 20 þúsund manns i mótmælagöngu i Bonn af sama tilefni. Þar var brennd brúða, sem átti að tákna Nixon. Mótmælagangan i A-Berlin var farin i sambandi við árlega minn- ingargöngu um stofnendur þýzka kommúnistaflokksins, Karl Liebknecht og Rosu Luxem- burg, en þau voru skotin i Berlin 1919. Ýmsir háttsettir stjórn- málamenn tóku þátt i göngunni, og var Erich Honecker fremstur i flokki. Margar ræður voru haldn- ar, og gagnrýndu ræöumenn Bandarikin harðlega fyrir stefn- una i Vietnam. 1 göngunni i Bonn voru hrópuð slagorð gegn Nixon og brúða brennd. Nokkur ungmenni reyndu að komast inn i hið 300 ára gamla ráðhús borgarinnar, en lögreglan kom i veg fyrir það. Tveir göngumanna og 16 lög- reglumenn meiddust litillega i átökunum. Fólk kom viðs vegar að úr Þýzkalandi til að taka þátt i göngunni i Bonn. Um eitt þúsund lögreglumenn héldu vörð við gönguleiðina og umhverfis bandariska sendiráðið. Göngunni lauk við ráðhúsið, en þar flutti Rudi Dutscke aðalræðuna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.