Tíminn - 06.03.1973, Side 7

Tíminn - 06.03.1973, Side 7
Þriöjudagur 6. marz, 1973. TÍMINN 7 Umsjón og ábyrgð: Samband ungra framsóknarmanna Baldur Óskarsson: 57. þing Alþjóða vinnumólastofnunarinnar í Genf: Um ILO Alþjóöa vinnumálastofnun- in (International Labour Organisation) tilheyrir Sam- einuðu þjóðunum og hefur að- alstöðvar sinar i Genf. Stofnunin vinnur að málefnum vinnumarkaðarins og hefur alla sina starfstið rúmlega 50 ár, beytt sér fyrir félagslegu réttlæti verkafólks um alla veröld. Hún er einstök að þvi leyti, að þrir aðilar eiga aðild að henni, rikisstjórnir, samtök verkalýðs og vinnuveitenda. t ILO eru nú 123 riki, sem i samvinnu marka stefnu, sem miðar að þvi að bæta atvinnu- og lifsskilyrði viðkomandi landa, auka atvinnumöguleika verkafólks og verja mannrétt- indi þess. Gerðar eru alþjóð- legar samþykktir varðandi vinnu og vinnuskilyrði. Auk þess vinnur ILO að umfangs- miklum verkefnum á sviði tæknisamvinnu og tækniað- stoðar, margháttuðum rannsóknum og upplýsinga- og fræðslustarfi. Æðsta vald stofnunarinnar er i höndum þings ILO, sem haldið er árlega, yfirleitt i Genf. Hvert aðildarriki sendir fjóra þingfulltrúa skipaða þannig, að tveir eru fulltrúar rikisstjórnar, einn verkalýðs- samtaka og einn vinnuveit- enda. Auk þess sækja þingið mikill fjöldi ráðgjafa. Þingið kýs aðalstjórn, skip- aða 56 mönnum, 28 rikis- stjórnarfulltrúum, 14 fulltrú- um verkamanna og 14 at- vinnurekendafulltrúum. Stjórnin starfar milli þinga og hefur umsjón með aðalskrif- stofu ILO i Genf, en hjá ILO vinna rúmlega 3000 manns af um 100 þjóðernum, þar af lið- lega helmingur á skrifstofun- um i Genf, en aðrir að ýmsum verkefnum, einkum i þróunar- löndunum. — BÓ. TÆKNI VERDUR HÚSBÓNDINN, EF MAÐURINN LÆTUR SÉR NÆGJA HLUTVERK ÞRÆLSINS Nefndarstörf Mikill hluti þingstarfa fór fram i nefndum. Þannig héldu verka- lýðsfulltrúar, atvinnurekendur og rikisstjórnarfulltrúar sérstaka fundi. Auk þess var sérstaklega fjallað um eftirtalin verkefni i þingnefndum, skipuðum öllum aðilum: Lágmarksaldur launþega félagslegar afleiðingar nýrrar tækni við lestun og losun i höfn- um, sjálfvirkni og tækni og áhrif hennar félagslegar og atvinnu- legar. Auk þess starfaði sérstök ályktunarnefnd og nefnd sem fjallaði um kærur gegn einstaka rikjum, sem talin voru brotleg gegn sáttmála og samþykktum ILO. Störf þessara nefnda voru umfangsmikil og þung i vöfum, umræður miklar og pappirsflóði ringdi yfir fulltrúana. Ekki megnuðu þær að afgreiða mikið, en ég mun litillega drepa á nokkur atriði sem frá þeim komu og fengu framgang á þinginu. Samþykktir Bann við barnavinnu Þingið sendi frá sér þá kröfu til aðildarrikjanna, að þau setji lög- gjöf um vinnu barna. Lágmarks- aldur þeirra sem hefji vinnu verði 14 ár og 18 ár þegar um er að ræða vinnu, sem felur i sér hættur fyrir heilsu, öryggi eða óæskileg upp- eldisáhrif. Framtið hafnarvinnu: Með gámum og nýrri tækni við lestun og losun skipa, verður mik- il umbyiting á vinnu hafnar- verkamanna. Mjög var rætt um hvernig bregðast skyldi við að tryggja verkamönnum áframhaldandi störf. Samþykkt var að taka þetta vandamál til lokaafgreiðslu á næsta þingi. Áhrif tækni á þjóðlif og vinnu: Þá var bent á, að hlutverk ILO væri að vera rikisstjórnum, vinnuveitendum og verkalýðs- samtökum ráðgefandi til að forð- ast skaðlegar afleiðingar tækn- innar á heilsu mannsins og starf. Þyrftu þetta að vera megin- sjónarmið við hönnun fyrirtækja. Þingið lagði þunga áherzlu á ábyrgð atvinnurekenda og rikis- stjórna i þessu efni og einnig hvað varðar atvinnuleysi vegna vél- væðingar og nýrrar tækni. Lengri sumarfrí og lægri eftirlaunaaldur verða m.a. að vera svar við si- auknum uppsögnum verkamanna af þessum völdum. Þegar verka- manni er sagt upp af þessum sökum, er það skylda þjóðfélags- ins að sjá honum fyrir nýju starfi og þeirri menntun, sem það kann að krefjast, honum að skaðlausu. Þingið fól skrifstofu ILO að semja uppkast að nýrri vinnulög- gjöf sem tæki mið af áhrifum tækni á vinnu verkafólks. Framlag ILO til umhverfisverndar Þingið fagnaði ráðstefnu S.þ. um umhverfisvernd, sem haldin var i Stokkhólmi á svipuðum tima. Stjórn ILO var falið að fjalla um eftirtalin atriði i þessu sambandi: að halda áfram og auka rann- sóknir og aðgerðir til að bæta að- búnað á vinnustöðum i hinum ýmsu starfsgreinum, sérstaklega hvað varðar gas, ryk og óloft, SÍÐARI GREIN geislavirkni, hávaða og hvers konar öryggi fólks gegn slysa- hættum. Ennfremur að leggja aukna áherzlu á vandamál, sem skjóta upp kollinum við nýjar framleiðslugreinar. Að rannsaka nánar áhrif breyttra vinnuað- stæðna á vinnuslys og bæta og samræma skýrslur varðandi lög- gjöf og venjur hinna ýmsu landa varðandi meðferð þessara mála. Mjög fjörug umræða var um kjarnorkutilraunir i andrúmsloft- inu og var samþykkt ályktun sem fordæmir allar slikar tilraunir. Útlent vinnuafl Þingið samþykkti ályktun varð- andi meðferð erlends verkafólks. 1 ályktuninni kveður svo á, að út- lendingar fái sama rétt til starfa og trygginga og innfæddir verka- menn. Konur i atvinnulifinu: Ályktun um jöfn laun og jafnan rétt til starfa konum til handa var einnig samþykkt á þinginu. Einnig sagði i ályktuninni, að þetta mál myndi fá sérstaka með- ferð á þingi ILO 1975, en það ár verðurhelgað alþjóðlegri baráttu gegn misrétti kvenna. Nýlendukúgun Portúgala Harðastar umræður á þinginu urðu um nýlendustefnu Portú- gala. Ým sir töldu, að þessar umræður ættu ekki heima á þingi ILO þar sem hér væri um stjórnmál að ræða, en engu að slður var kæra á hendur Portúgölum samþykkt með 211 atkvæðum, gegn engu: 84 sátu hjá, og i þessari samþykkt var nýlendukúgun þeirra i Angola, Mozambique og Guineu- Bissau fordæmd. Var ILO falið að styðja baráttuna fyrir sjálfsákvörð- unarrétti og félagafrelsi og stjórninni að fjalla um aðgerðir i þessu sambandi á fundi sinum i nóvember 1972. Af þessu tilefni gekk sendinefnd Portúgal af þinginu við lófatak fjölmargra þingfulltrúa. ísland og ILO Islendingar hafa um langt árabil átt aðild að ILO, og greiða i aðild- arkostnað á fjórðu milljón króna á ári. A hinn bóginn hefur þessari stofnun litið verið sinnt af Islands hálfu, sendinefndir ekki sendar til þinganna nema endrum og sinn- um og aðeins einn Islendingur er þar starfandi. Ég tel þetta mjög miður, þar sem Island á hiklaust að láta að sér kveða á alþjóðavettvangi, einkum innan S.þ. Island er auk þess á ýmsan hátt mjög einangr- að frá alþjóðlegri stjórnmálaum- ræðu, ekki slzt á sviði verkalýðs- mála, þannig að virk þátttaka i Alþjóða vinnumálastofnuninni gæti opnað innsýn I þau vandamál og viðfangsefni, sem efst eru á baugi i málefnum vinnumarkað- arins. Þótt ILO sé ekki áhrifa- mikil stofnun, gætu Islendingar einnig með öflugri þátttöku i henni rétt hjálparhönd alþýðu manna um allan heim, sem enn býr við kúgun, ofbeldi og arðrán. ÁRNESINGAR! Fundur um byggðamál í Aratungu á fimmtudagskvöld Samband ungra framsóknarmánna heldur fund um Byggðastefnu SUF í Aratungu fimmtudaginn 8. marz n.k. og hefst fundurinn kl. 21 með ávarpi formanns SUF. Framsögumenn: Eggert Jóhannesson, Jóhann Antonsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Fundarstjóri: Guðni Ágústsson, formaður FUF í Árnessýslu. Fundurinn er öllum opinn. Forráðamönnum sveitarfélaga í Arnessýslu og ýmissa félagssamtaka er boðið á fundinn. Stjórn SUF

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.