Tíminn - 06.03.1973, Síða 8

Tíminn - 06.03.1973, Síða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 6. marz, 1973. ALÞINGI Umsjón: Elías Snæland Jónsson Ólafur Jóhannesson, forsætisrdðherra: íslendingar hafa aldrei haft það betra efnahagslega en nú EJ-Reykjavik. — „Sleggjudómar um almennt óstand i efnahagsmálum i viðtækustu merkingu eru fjarri sanni. Fólki liður i efnahagslegu tilliti almennt betur en nokkru sinni fyrr. Fólk býr við meira öryggi i atvinnu- og félagsmálum en áður. Framfarir og framkvæmdir hafa aldrei verið meiri en einmitt nú. Hvarvetna blasir við bjartsýni, stór- hugur og trú á framtiðina í þessu landi”. — sagði Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra i ræðu sinni i útvarpsumræðunum i gær. Hér á eftir fara ýmis megin- atriöi úr ræBu forsætisráöherra, en i blaöinu á morgun veröur nánar sagt frá umræöunum i heild. í upphafi fjallaöi forsætisráö- herra um vantrauststillöguna og stjórnarsamstarfiö, og sagöi m.a. eftirfarandi: Sýndarmennska S|álfstæðismanna Þessi þingsályktunartillaga Sjálfstæöismanna um þingrof og nýjar kosningar er einber sýndarmennska, sem flanaö er aö I fljótræöi, og þaö á þeim tima, er mestu varöar, aö þjóöin standi sem bezt saman um sin stóru mál, bæöi út á viö og inn á viö. Fátt væri fráleitara en aö fara aö stofna til harövitugrar kosninga baráttu einmitt nú, enda tillagan sjálfsagt flutt i þvi trausti, aö hún veröi ekki tekin of alvarlega. Þaö dettur auövitaö engum i hug i alvöru, aö stjórnar- flokkarnir hverfi frá hálf unnu verki — eöa raunar vel þaö — aö hálfnuöu kjörtimabili.-Núverandi stjórnarflokkar fengu ótviræöan meiri hluta I siöustu alþingis- kosningum. Þeir geröu meö sér Itarlegan málefnasamning, er byggöur var á þeim stefnuskrám, sem lagöar höföu veriö fyrir kjós- endur. Stjórnarflokkarnir allir eru aö sjálfsögöu siöferöilega skuldbundnir til aö vinna saman á grundvelli þess málefnasamnings út allt kjörtimabiliö, þvi aö viö þaö er hann miöaöur. Þaö er engum ætlandi aö ganga undan merkjum á meöan unniö er aö framkvæmd málefna- samningsins á þann hátt, sem aöstæöur frekast leyfa. Aö loknu kjörtímabilinu eöa áriö 1975, fer svo meö eölilegum hætti fram úttekt á starfi stjórnarinnar og framferöi stjórnarandstööunnar. Viö þær lýöræöisleikreglur veröa Sjálfstæöismenn eins og aörir, að sætta sig. Þegar staðið við mörg fyrirheit Ég held, aö þvi veröi ekki mótmælt meö neinum rökum, aö stjórnarflokkarnir hafa unnið dyggilega aö framkvæmd mál- efnasamningsins. Mjög margt af þvi, sem fyrirheit var gefið um I málefnasamningnum er þegar komiö til framkvæmda eöa mun koma til framkvæmda á þessu ári. Annaö er á undirbúningsstigi. Sumt er þaö vissulega, sem enn hefur ekki gefizt tlmi til að sinna. Þess er enginn kostur viö þessa stuttu útvarpsumræöu að gera grein fyrir þeim fjölmörgu fram- faramálum, sem stjórnin hefur beitt sér fyrir á starfstíma slnum. Ég læt nægja aö vlsa til þess, sem ég hefi um þaö sagt I stefnuræöu minni slöast liöiö haust og i ára- mótagrein i Timanum. Ég minni þó aöeins á hina stórfelldu upp- byggingu atvinnulifsins á nær öllum sviöum, og þá ekki hvaö sizt viös vegar úti á landsbyggð- inni. Ég nefni t.d. framkvæmdir á sviöi samgangna og skólamála. Og siöast en ekki sizt nefni ég útfærslu landhelginnar, sem er mál málanna hjá þessari rikis- stjórn og þjóöinni allri. Um þaö mál hefur veriö og á aö vera sam- staöa alirar þjóöarinnar. Um þaö mál vil ég ekki deila, þó aö skrif sumra stjórnarandstööublaöa aö undanförnu gætu gefið tilefni til þess aö rekja sögu málsins og staöreyndir. Ég vona þrátt fyrir allt aö sú samstaöa ábyrgra aöila haldist, án allra vixlspora, og er ég þá sannfæröur um, aö viö munum fagna fullnaöarsigri I þvi réttlætis- og lifshagsmunamáli okkar, en þolinmæöi getur þurft til. Andspænis þvi stórmáii eru öll okkar dægurmál smá. Mikilsvert að ríkis- stjórnin fái starfsfrið Þaö liggur I hlutarins eöli, aö ég tel mikilsvert, aö stjórnin fái starfsfriö til aö vinna áfram aö þeim þjóöfélagslegu umbótum, sem hún hefur aö markmiði. Meö þvi tel ég aö hagsmunum þjóöar- heildarinnar sé bezt borgið. Ég tel, aö þegar alls er gætt, hafi stjórnin rækt hlutverk sitt þannig, aö umbjóöendur okkar megi sæmilega viö una, svo aö ekki sé meira sagt. Þaö má auövitaö segja, aö þaö séu ekki mikil tlö- indi, þvi aö þaö er nú einu sinni svo, aö hverjum þykir sinn fugl fagur. Mér dettur ekki I hug aö halda þvi fram, aö stjórninni hafi ekki oröiö á einhver mistök. Og auövitaö er oft auövelt að sjá eftir á, aö eitthvaö heföi mátt betur fara. En þegar á allt er litið meö sanngirni og tillit er tekiö til óviöráöanlegra og ófyrirsján- legra atvika innan lands og utanaökomandi, ætla ég, aö stjórnin veröi ekki sökuö um aö hafa brugöizt trausti kjósenda sinna. Stjórn efnahagsmálanna Þaö er mjög haft á oddi af hálfu stjórnarandstööunnar, aö rikis- stjórnin hafi misst öll tök á efna- hagsmálum. Það er gömul saga, aö efnahagsmálin eru kærkomiö umræðuefni þrasgefnum stjórn- málamönnum, sem reyna að nota tölur til aö villa fólki sýn. Ég held, aö þaö séu tiltölulega fá grund- vallaratriöi, sem ööru fremur segja til um þaö hvort, efnahags- stjórn er góö eöa léleg. Þessi grundvallaratriöi eru: Lifskjör almennings, vinnufriöur og at- vinnuöryggi, kaupmáttur tekna, gjaldeyrisstaöa þjóöarinnar og rikisbúskapurinn. Ég held, aö lifskjör lands- manna hafi ekki veriö betri i annan tima en nú. Ég hygg, aö ekki verði véfengt, aö vinnufriöur hafi verið meiri á valdatlma núverandi stjórnar en á viöreisnartimanum. Ég efast um, aö atvinna hafi veriö betri og almennari hér á landi en einmitt nú. Kaupmáttaraukning hefur oröiö mjög veruleg I tíö nú- verandi stjórnar. Samkvæmt reikingum Seöla- bankans hefur gjaldeyriseign bankanna ekki áður verið meiri en um siöustu áramót. Gengislækkun skásti kosturinn sem sam- staða gat orðið um En forsenda fyrir góöum lifs- kjörum, atvinnuöryggi og vax- andi kaupmætti launa er atvinnu- rekstur i fullum gangi. Fyrir áramót var óhjákvæmilegt af ástæöum, sem liggja lósar fyrir m.a. I skýrslu svokallaörar val- kostanefndar, aö gera ráðstafanir til aö treysta stööu útflutningsat- vinnuveganna. Gengislækkun var skásti kosturinn, sem samkomu- lag gat oröiö um. Ólafur Jóhannesson, forsætisráöherra. Ég hef margoft lýst þeirri skoöun minni, aö gengislækkun sé alltaf neyöarúrræöi og aö stööugt gengi sé mikilvæg forsenda fyrir traustu efnahagskerfi og aukinni velmegun. Aðrir hornsteinar eru þó enn mikilvægari fyrir afkomu þjóðarinnar, og þeir eru blóm- legir atvinnuvegir I fullum gangi, sem stefna aö framleiöslu- aukningu, aukinni framleiðni og þar með vaxandi þjóöartekjum og batnandi kjörum landsmanna. Þaö er markmiö, sem ég set öllu ööru ofar, og tel aö samkvæmt þvi leiöarljósi veröi aö stjórna — og þýðir auövitaö engum til lengdar aö ætla þeim sem afla erlends gjaldeyris, að láta hann af hendi fyrir verö, sem þessu sjónarmiöi er andstætt. Hitt er svo augljóst, aö ég eyöi ekki aö þvi oröum, aö auðvitaö komumst viö ekki hjá aö taka tillit til gengisbreytinga, sem veröa i okkar helztu viðskipta- löndum. islendingar hafa aldrei haft það efnahagslega betra en nú Forsætisráöherra vék siöan nokkuö aö lifskjörunum, atvinnu- örygginu og kaupmætti teknanna og sagöi m.a. eftirfarandi: Ef viö lltum fyrst á lifskjörin i dag, þá blasir sú staöreynd viö, aö Islendingar hafa aldrei haft þaö betra efnahagslega heldur en um þessar mundir. Þetta sanna ótvirætt útreikingar Hagrann- sóknadeildar Framkvæmda- stofnunarinnar, sem sýna m.a. aö einkaneyzla á mann áriö 1972 var um 202 þúsund krónur Fyrra hámark einkaneyzlu á mann var áriö 1967 og var þá 168 þúsund krónur umreiknaö á verölagi ársins 1972. Almenn velmegun, mæld á grundvelli einkaneyzlu á mann, hefur þvl aldrei verið meiri á Islandi en árið 1972 og hefur hækkaö um 20,2% frá fyrra hámarki ársins 1967. Þaö er lika vert aö hafa það i huga i sambandi við þennan mælikvaröa á lifskjörin, aö einka- neyzla á mann er eins há á íslandi eöa hærri en i flestum öðrum Vestur- og Noröur-Evrópu- rikjum, nema þá i Sviþjóö. Aldrei meira atvinnuöryggi En hvaö um atvinnuöryggiö? Staöreyndin, sem viö okkur blasir er sú, aö atvinnuöryggi hefur aldrei veriö meira á íslandi en þaö er i dag, þó aö tima-og staöbundiö atvinnuleysi I einstaka staö geti átt sér staö. Þetta veit hver maöur. Kaupmáttur launa aldrei hærri En hvaö þá um þriöja megin- atriöi, sem er einn mikilvægasti mælikvaröi á stjórn efnahags- mála-kaupmátt launa? Björn Jónsson, forseti Alþýöu- sambands Islands, lagöi fram skýrslu á þingi Alþýöusam- bandsins i nóvembermánuði s.l., þar sem greinilega kom fram, að kaupmáttur launa verkafólks fyrir hverja greidda vinnustund i almennri vinnu i Reykjavik hafði hækkaö 1 valdatíð núverandi rikisstjórnar um rúm 28% á einu og hálfu ári og fariö úr 107,2 stigum á öörum ársfjóröungi 1971 upp i 137,6 stig á fjóröa ársfjórö- ungi 1972.1 báöum tilvikunum var miöaö viö grunntöluna 100 á fyrsta ársfjóröungi 1968 og visi- tölu framfærslukostnaöar. Þetta eru aö ég hygg meiri hækkanir á kaupmætti launa verkafólks á stuttum tlma en dæmi eru til um i allri sögu verkalýöshreyfingar- innar á Islandi. Fólkið er ekki búið að gleyma Þegar þessar staöreyndir eru hafðar i huga sézt, aö sleggju- dómar um almennt óstand i efna- hagsmálum I viötækustu merk- ingu eru fjarri sanni. Fólki liöur i efnahagslegu tilliti almennt betur en nokkru sinni áöur. Fólk býr viö meira örýggi I atvinnu- og félags- málum en áöur. Framfarir og framkvæmdir hafa aidrei veriö meiri en einmitt nú. Hvarvetna blasir við bjartsýni, stórhugur og trú á framtlöina i þessu landi, — sagöi forsætisráöherra og bar þetta saman viö efnahagsstefnu viöreisnarstjórnarinnar, sem ein- kenndist af gengisfeilingum og kjararýrnun, atvinnuleysi og landflótta fóiki til útianda i at- vinnuleit, ófriði og verkföllum á vinnumarkaöinum. — Þaö var aö þvi stefnt, aö gera fátæktina aö skömmtunarstjóra á iifsgæöi almennings. Fiutningsmenn þessarar tillögu ættu ekki aö skáka I þvi skjóii aö fólk sé búiö aö gleyma. Stjórnarandstaðan ein sú ábyrgðarminnsta sem hér hefur starfað Forsætisráðherra sagðist fús- lega viöurkenna, að rikisstjórn- inni heföi ekki tekizt aö ná þeim tökum á verölagsþróuninni sem skyldi og hún heföi viljaö. Þó heföi hún hvaö eftir annaö bent á leiðir, sem heföu getaö haldiö aftur af vixlverkunum verölags og kaupgjalds og hamlaö gegn veröbólgu en þær hafi ekki hlotið byr, og væri hlutur stjórnarand- stööunnar þar sizt af öllu góöur, þvi hún heföi barizt gegn öllum slikum tillögum — en hins vegar ekki bent á nein úrræöi. Ráöherrann sagöi, aö stjórnar- andstæðingar heföu jafnan veriö fremstir i flokki um hvers konar kröfugerð og reynt meö öllum ráöum aö ýta undir veröbólgu- þróunina. Ef þeir heföu haldiö, aö þeir gætu gert stjórninni ógagn, heföi allt annaö orðiö aö vikja. Ósk þeirra um aö geta komiö núverandi stjórn frá með ein- hverjum ráöum byggöi allri skynsemi út. Núverandi stjórn- arandstaöa væri ein sú ábyrgöar- minnsta, sem hér heföi starfaö. Engu likara væri en hún hafi stundum aö einkunnaroröum: Hvaö varðar mig um þjóöarhag. Vikja þrengstu stundarhagsmunum til hliðar Ráðherrann benti á, aö núver- andi rikisstjórn væri ekki ein um þaö aö hafa háö erfiða baráttu viö veröbólguna, og þyrfti ekki aö rekja ósigra fyrrverandi rikis- stjórnar á þvi sviöi. Þaö vantar ekki, sagöi ráöherr- ann, aö margir þykjast vera gegn veröbólgu,. en þegar til kast- anna kemur er likast þvi sem mönnum sé ekki eins leitt og þeir láta. Alls staöar er tortryggni um aö þeir eigi að leggja meir i söl- urnar en aörir. Ég held að ef menn ætla aö brjótast út úr vltahring verðbólgunnar, þurfi menn aö fást til aö lita á langtima markmiö en vikja þrengstu stundarhagsmunum ofurlitiö til hliöar. Vísitölukerfið Ég hefi áður lýst þeirri skoöun minni, aö gallaö og sjálfvirkt visi- tölukerfi eigi nokkurn þátt i óheppilegri þróun þessara mála. Þess er aö vænta, aö I allsherjar- samningum næsta haust takist aö semja um skynsamlegra fyrirkomulag I þessum efnum, og þá m.a. meö hliösjón af erlendum fyrirmyndum. Ég hef taliö æski- legt, aö menn heföu getaö komiö sér saman um vissar bráöa- birgðaráöstafanir þangaö til, sem gætu gert vandann i haust minni en hann ella verður. Ég neita þvi ekki, aö veröbólgan er stórkost- legt vandamál og hún er mér mikið áhyggjuefni. Stjórnarandstaðan hefur engin úrræði Ráöherrann sagöi, aö vanda- málin, sem við væri að glima, væru að sjálfsögöu nú eins og endranær mörg og margvisleg. Þaö yrði ekki sagt, að stjórnar- andstaðan heföi bent á nein úr- ræöi. Hún hafi aldrei getaö sagt,- hvaö hún hefði viljaö gera i staö þess, sem stjórnarflokkarnir hafa ákveöið. Hún virtist þvi ekki lik- leg til aö leysa neinn vanda. — Hún fékk lika rlkuleg tækifæri á löngum valdaferli, — sagöi ráð- herrann, — og mönnum er enn i fersku minni úrræöi hennar þá eöa réttara sagt úrræöaleysi. Sjálfstæöismenn hafa varla séö glaöan dag siöan þeir uröu aö yfirgefa stjórnarráöið. Þeir virö- ast ekkert sjá nema stjórnar- stóla. Allt annaö hverfur hjá þeim i skuggann. En ég held, að þeir veröi nú enn um sinn aö sætta sig við sitt hlutskipti, og ég hef ekki trú á, aö þingrof og nýjar kosningar myndu greiöa götu þeirra. Hitt er annað mál, aö þau atvik, óviöráöanleg og ófyrirsjáanleg, geta boriö að höndum aö æskilegt geti verið aö breikka og styrkja grundvöll rikisstjórnar. Og þvl er ekki að neita, aö alvarleg áföll hafa dunið yfir þessa þjóö aö und- anförnu. En vilji menn i alvöru reyna að snúa bökum saman og stuðla að aukinni samheldni og viðtækra samstarfi, þá er þingrof og kosningahriö ekki leiöin. Þjóöin ætlast til alls annars af alþingis- mönnum sinum um þessar mundir en að þeir blási aö ófriðareldi, sagöi forsætisráö- herra.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.