Tíminn - 06.03.1973, Qupperneq 17

Tíminn - 06.03.1973, Qupperneq 17
Þriðjudagur 6. marz, 1973. TÍMINN * 17 Indverjinn Kevin Keelan, markvörður Norwich, átti ekki möguleika að verja gott skot frá Coates, sem kom inn á sem varamaður fyrir Pratt. LÉLEGUR ÚRSLITALEIKUR Norwich lék varnarleik og oft mótti sjó 21 leikmenn á vallarhelmingi liðsins Coates skoraði eina mark leiksins og var þá eins og leikmenn Norwich vöknuðu við vondan draum „ÉG SÁ SMUGU í HORNINU NÆR” ... sagði Ralph Coates, en hann skoraði úrslita- markið gegn Norwich í deildarbikarúrslitunum á Wembley, þegar Tottenham vann 1:0. Leikurinn var einhver allra lélegasti úrslita- leikur sem hefur farið fram á Wembley fyrr og siðar. Leikmenn Nor- wich léku hreinan varnarleik og það var hörmulegt að vera á áhorfendabekkjunum. Það var ekki fyrr en Coates skoraði markið, að leikmenn Norwich fóru að sækja. En það hefðu þeir átt að gera fyrr. 100 þús. áhorfendur sáu þennan lélega bikarúrslitaleik, sem ein- kenndist af varnarleik Norwich. Allan fyrri hálfleik voru 21 leik- maður á vallarhelming liösins, erfitt fyrir leikmennina og enn erfiöara fyrir áhorfendur. Fram- lina Tottenham var léleg i leikn- um og ætti Martin Chivers, ekki að fá aukagreiðslu fyrir leikinn, svo lélegur var þessi stóri og sterki leikmaður. bað er kannski ekki nema von, þvi að Duncan Forbes, elti hann eins og skuggi. Þá var Max Briggs eins og limt frimerki á Martin Peters og Dave Stringer, elti Gilzean eins og fangavörður. Það var aðeins einn leikmaður hjá Tottenham, sem lék frábærlega, það var Perry- men, sem hefur aldrei leikiö bet- ur. Úrslit leiksins voru mikill sigur fyrir Billy Nicholson, sem hefur fimm sinnum mætt með Totten- ham á Wembley og alltaf hefur lið hans sigrað. ,Good old Arsenal' var sungið af áhorfendum Sheff. Utd. réði ekki við Arsenal-liðið BERTI MEE framkv. stjóri Arsenal stóð i ströngu aðfaranótt laugardags. Hann reyndi stöðugt að fá leik Arsenal og Sheff. Utd. frestað vegna veikinda sjö leik- manna Arsenal, en enska knatt- spyrnusambandið hafnaöi þess- ari beiðni. Berti Mee varð því að drifa þá John Radford, Ray Kennedy og Eddie Kelly upp úr rúminu og út á völl. Hinir fjórir sem ekki gátu leikið vegna meiðsla, voru þeir Peter Story, Jeff Blockley, Peter Simpson og Peter Marinello. John Radford hafði t.d. legið i rúminu frá þriðjudegi með inflú- ensu og leið um leikvanginn eins og svefngengill. Kennedy var með kvef á föstudagsæfingunni og Kelly var með svo mikla háls- bólgu, að hann gat varla andað. Þetta var nú ekki allt, — þvi að þjálfari Arsenal, Frad Steet, var lika með inflúensu og gat ekki mætt til stuðnings leikmönnun- um. Þrátt fyrir þessa miklu sjúkrasögu, voru Arsenal menn of góðir fyrir Sheff. Utd. Þökk sé Charlie George. 1 upphafi leiks virtist allt ætla að ganga á afturfótunum hjá Arsenal. Leikmenn Sheff. Utd. voru fljótari á boltann og spiluðu mun betur, en Arsenal rétti smátt og smátt úr kútnum og siðustu 15 min. leiksins var um einstefnu að ræða af þeirra hálfu. Alan Woodward gerði fyrsta mark leiksins fyrir Sheff. Utd — eftir varnarmistök McLintock og Kelly. George jafnaði siðan 1:1 rétt fyrir hálfleik með þrumu- skoti, en hann var eini Arsen- al-leikmaðurinn, sem virtist vera á lífi i fyrri hálfleik. Sheff. Utd. tók siðan forustuna aftur á 64. min. með marki frá Bone. En þá kom að lokakafla Arsenal. Á 78. min. reyndi svefngengillinn Rad- ford að brjótast i gegnum vörnina hjá Sheff. Utd. en það varð honum um megn og hann datt og i fallinu rak hann tána i boltann, sem rann til George, sem sendi hann um- svifalaust i netið 2:2. Þegar 5 min. voru til leiksloka, kom sigurmarkið. Charlie George tók frispark rétt utan við vitateig. Hann lyfti knettinum út á vinstri kantinn til Armstrong, sem gaf góða fyrirgjöf fyrir markið. Kennedy tók þar á móti tuðrunni og skallaði fyrir fæturnar á Alan Ball, sem ekki var lengi að þakka fyrirsig og sendi knöttinn I netiö, við geysifagnaðarlæti áhorfenda, sem siðan sungu sig hása af „Good Old Arsenal”. • •' Hér á myndinni sést Coates fagna marki sfnu. Hann var keyptur frá Burnley á sinum tima fyrir 190 þús. pund. Lélegur leikur Chelsea og Birming ham áttu ekki skilið að fá stig ÞAÐ eiga að vera lög til um marklausa jafnteflisleiki, eins og þann er Chelsea og Birmingham sýndu á laugardaginn. Hvorugt liðiö átti að fá stig — en þau bæöi að missa eitt í staöinn. Auk þess ættu leikmennirnir að vera settir I viku leikbann, svo lélegur var leikurinn. Birmingham kom ákveðið i að halda jafntefli og það tókst án erfiðleika. Einstaklingar Chelsea voru svo einstaklega lélegir og einnig saman sem lið, HöRMU- LEGIR (svona getur þaö verið Agúst). Dave Sexton framkv. stjóri Chelsea hefur nú sex þjálfunar- daga og svo einn leik til að koma liðinu saman I fyrra form, áður en leikurinn í bikarnum gegn Arsen- al verður. Til allrar hamingju fyrir hann er erfitt fyrir Chelsea að eiga annan eins leik, að minnsta kosti ekki á þessari öld. Chelsea átti aðeins eitt skot að marki Birmingham, sem getur kallazt þvi nafni i öllum leiknum. Birmingham hefur nú greinilega, hafið baráttu um lif sitt i 1. deild — svo að varnarspil þeirra er nú afsakanlegt. Með svolítilli út- sjónarsemi hefðu leikmenn liðs- ins, getað náð báðum stigunum. Allan timann spiluðu leikmenn 1-9-1 kerfiö, með Bob Latchford, sem fremsta mann. Það var sorg- legt að sjá liðið, sem flengdi Liverpool fyrir stuttu, leika þann- ig knattspyrnu. Stepney brautásér tvo fingur MANCHESTER UNITED á I miklum erfiðleikum núna þessa dagana, við að reyna að halda sér I deildinni. A laugardaginn varð liðið fyrir óhappi sem getur orðið örlagarikt. Alex Stepney, mark- vörður liðsins braut á sér tvo fingur i leiknum gegn West Bromwich Albion. Asa Hart- ford til United? TOMMY DOCHERTY, fram- kvæmdastjóri Manchester Unit- ed, hefur nú á 2 mánuðum snarað út yfir 500 þús. pundum 1 manna- kaup og hann er ekki aldeilis hættur. Hann hefur nú augastað á 2-3 leikmönnum til viöbótar og vitað er að þeir kosta ekki undir 400 þús. pund. Efstur á blaði er Asa Hartford sem er ákveðinn miðvallarspilari hjá WBA. Asa þessi er mjög um- talaöur, því að Leeds var búið að kaupa hann, en riti kaupunum, af þvi að það kom f ljós að Asa var með hjartagalla. Ekki sakar aö geta þess aö hann er Skoti. Tommy Docherty hefur nýlega tekið sér ferð á hendur, gagngert til að skoða aðra stjörnu, Tommy Craig frá Sheff. Wed. og búast má við tiðindum fljótlega, því að kaup eru að renna úr gildi þetta keppnistfmabil.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.