Tíminn - 06.03.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.03.1973, Blaðsíða 19
Þriöjudagur 6. marz, 1973. TÍMINN 19 Q Þjóðin á þeim stefnuskram, sem lagöar höfðu verið fyrir kjósendur. Stjórnarflokkarnir allir eru að sjálfsögðu siðferðilega skuld- bundnir til að vinna saman á grundvelli þess málefnasamnings út allt kjörtimabilið, því að við það er hann miðaöur. Að loknu kjörtimabilinu eöa árið 1975 fer svo með eölilegum hætti fram út- tekt á starfi stjórnarinnar og framferði stjórnarandstöðunnar. Við þær lýöræðisleikreglur verða Sjálfstæöismenn eins og aðrir að sætta sig”. Forsætisráðherra rakti ýmis þeirra framfaramála, sem rikis stjórnin hefur komið i fram- kvæmd, og stöðu efnahagsmál- anna,oglagði áherzluá,að hann teldi „mikilsvert að stjórnin fái starfsfrið til að vinna áfram að þeim þjóðfélagslegu umbótum, sem hún hefur að markmiði. Með þvi tel ég að hagsmunum þjóðar- heildarinnar sé bezt borgið”, sagöi forsætisráðherra. Nánar segir frá ræðu forsætis- ráðherra á þingsfðu. © íþróttir Vfkingsliðið er nú óþekkjanlegt lið, áhugalausir leikmenn, sem hafa misst allan möguleika á að vera með i toppbaráttunni. Niðurröðun Islandsmótsins er greinilega búin að skemma alla spennu i mótinu og áhorfendur eru orðnir fáir á leikjum 1. deildar. Vikingar náðu forustu i byrjun leiksins og komust i 7:5 um miðjan fyrri hálfleik. ÍR tekst að jafna 8:8 og ná forustu 11:9, en staðan i hálfleik var 12:11 fyrir ÍR. Brynjólfur Markússon, sem átti góðan leik, skoraði fyrsta markið i siðari hálfleik og náði þar með tveggja marka forskoti 13:11. Tveggja marka forskotið hélzt fram undir miðjan siðari hálfleik, en þá tók IR-liðið mikinn fjörkipp og leikmenn liðsins tóku leikinn i sinar hendur og sigldu örugglega fram úr. Leiknum lauk með stór- sigri 1R 26:18. Mörkin i leiknum skoruðu eftirtaldir leikmenn: 1R: Brynjólfur Markússon 7, Ágúst Svavarsson 6, Vilhjálmur Sigurgeirsson 5 (2 viti), Jóhannes Gunnarsson 3, Gunnlaugur Hjálmarsson 3 og Bjarni Hákonarson tvö. VÍKINGUR: Einar Magnússon 6, Sigfús Guömundsson 4, Ólafur Friðriksson, Guðjón Magnússon og Viggo Sigurðsson tvö hver. Jón Sigurösson og Skarphéðinn Óskarsson eitt hvor. 0 Dyrhólaey stórbrim til að brjóta hann upp, svo að hvorki sæist eftir af honum tangur né tetur. Fjármunir fóru i súginn, en hafnarmálastjóri og sveinar hans uröu þó reynslunni rikari, þvi að garðurinn var siðan gerður, þar sem Grimseyingar upphaflega vildu. Mér þótti vænt um Suðurland gamla- og eins þetta, þegar það hóf göngu. Þess vegna harma ég hversu hraklega blaðinu hefur hnignað frá þvi, sem áður var. Ingólfur á Hellu skrifaði i Suður- land málefnalega um málefni. Alltaf mátti treysta þvi, að hann skrifaði ekki þvætting, eða ofhlæði greinar sinar bröndurum. Nú virðist hann orðinn með huga og hendur fastar I Morgunblað- inu. Skráður er hann aðalritstjóri og ábyrgðarmaður Suðurlands. Mörgum finnst aö hann þyrfti að hafa betur hönd I bagga með undirsátanum, Guðmundi Danielssyni, svo að hann endur- taki ekki furðuskrif þvilik, sem úr penna hans fara varðandi hafnar- gerð við Dyrhólaey. Auðfundin eru ekki önnur eins — og veit ég ekki dæmi til að ritstjóri nokkurs blaðs hafi rassskellt sig með eigin hendi til jafnaðar við það, sem Guðmundur Danielsson gerir og verður það lengi I minnum haft. Þórarinn Helgason. Vona að samskipti landanna megi eflast á allan hótt sagði Peter Hinzmann hinn nýi sendiherra Austur-Þýzkalands á fundi með blaðamönnum Erl, Reykjavik — Nýlega var boöað til blaöamannafundar i hinu nýja sendiráöi Austur- Þýzkalands, aö Ægissiðu 78, en þar hafa sendifulitrúar þeirra komið sér mjög vel fyrir. Eins og menn muna, er skammt liðiö frá þvi aö Island viöurkenndi A-Þýzkaland, og var þessi fundur fyrst og fremst haldinn I tilefni þess, og i kynn- ingarskyni. Hinn nýi sendiherra, Peter Hinzmann afhenti forseta Islands trúnaðarbréf sitt hinn 26. febrúar sl., en þá kom hann hingaö frá Noregi, þar sem hann haföi af- hent ólafi konungi trúnaðarbréf sitt skömmu áður. Hann mun þjóna I þessum tveim löndum, meö aðalaösetri i Osló, en hér- lendis verða að staöaldi tveir full- trúar, auk þess sem leiðir sendi- herrans munu oft eiga eftir aö liggja hingaö. Peter Hinzmann er 37 ára að aldri, og hefur starfað lengi að utanrikismálum. Siöustu 10 árin hefur hann einkum sinnt mál- efnum Norðurlanda, og var starf- andi i Kaupmannahöfn á fimmta Örn SK-1 skemmdist er skipið rakst á boða Þó, Reykjavik. — Þegar loðnu- skipið örn SK-1 var á leið til Djúpavogs með fullfermi af loðnu I fyrrakvöld, vildi það óhapp til að skipið tók niðri á boða, sem er milli Papeyjar og lands. örn skemmdist töluvert og leki kom að skipinu, en dælur höfðu þó undan. örn átti eftir hálftima siglingu tilDjúpavogs, þegar skipið rakst á boöann. Skipið fór venjulega siglingaleið eftir svonefndum Skorbeinsál. I álnum eru nokkrir boðar, en þeir hafa aldrei verið taldir hættulegir skipum i góðu veðri. Lenti örn á boða, sem heit- ir Gautur, en niður á boöann eru sjö metrar á fjöru, en i fyrrinótt var stórstraumsfjara og skipið með fullfermi af loönu. Þórarinn Pálmason, fréttarit ari Timans á Djúpavogi sagði 1 gær, að við komuna til Djúpavogs hefði skipiö strax verið losað, og komu upp úr skip- inu 296 tonn af loönu. Þegar búiö var að landa kom I ljós aö göt voru á botni skipsins i fram- og afturlest. Akveðið var að senda skipiö I slipp i Neskaupstað, en ekki þótti annað þorandi en að fá kafara til að skoða botn skipsins, áður en þangað yrði haldið/Var kafarinn væntanlegur til Djúpa- vogs siðri hluta dags i gær með flugvél. TÆKJAMENN ERU OFT MEÐ 10-20 MILLJÓN KRONA VERKFÆRI í SÉRSAMNINGUM sem Dags- brún geröi I aprfl 1972 við vinnu- veitendur, vegna stjórenda vinnuvéla, var um það samið að þeir sem vinna á vinnuvélum skuli ganga á 80 klukkutima námskeið um stjórnun vinnuvéla Fyrsta námskeiðið af þessu tagi hefst n.k. mánudag. o Númerin verðum að nota undir okkar fimmstafanúmer, séu ónothæfar á fjölda tegunda bifreiða, eins og t.d. fnargar bandariskar og jap- anskar. Til að koma þeim fyrir, verði menn oft að klippa af þeim, og þá jafnvel taka af heilan eða hálfan staf, en samt sem áður nái númeraljósin ekki að lýsa á plötuna. Á sumum tegundum verður hreinlega að setja númerin fyrir ljós, ef það á að vera hægt að koma þeim fyrir, og svo má lengi telja. Sjálfsagt veröa þó ekki allir ánægöirmeð þetta fyrirkomulag, ef þetta veröur þa samþykkt. En eitt er vist, að ef einhver vill kaupa sér ákveöið bilnúmer, veröur hann að kaupa bilinn með og verða sjálfsagt sum þeirra i góðu verði, eins og t.d. AA-111. ® Skæruliðar Khartoum að gefa sig á vald súdönskum yfirvöldum. 1 greinargerð vegna árásarinn- ar á sendiráöið og morðanna sagöi, að markmiðið með að- geröunum hefði ekki verið blóðs- úthellingar, heldur að „frelsa hetjur okkar, sem sitja I fangels- um”. Sérstök nefnd skipuö fulltrúum frá Dagsbrún og Vinnuveitenda- sambandinu hefur að undan- förnu unniö að skipulagningu þessara námskeiöa. Formaður nefndarinnar var skipaður af iðnaðarráðuneytinu, en forstöðu- maður væntanlegra nánskeiða veröur Gunnar Guttormsson hag- r æ ö i n g a r r á ðu n a u t u r . Á námskeiðinu.sem hefst á mánu- daginn, verður bæði bókleg og verkleg kennsla. Kennd veröur almenn vélfræði, og ýmsir þættir i sambandi við meöferö vinnu- véla. Siðan verður verkleg kennsla og bæöi kennd beiting, meðferö og hirðing tækjanna. I fyrrgreindum sérsamningum eru þau ákvæöi, aö þeir sem hafa lokið prófi a sliku námskeiöi, fá 10% hærra kaup miðað viö átt- unda taxta Dagsbrúnar. Þeir sem höfðu starfað á vinnuvélum I fimm ár eða lengur 1. aprfl 1972, þurfa ekki aö fara á námskeið, en þeim er þaö aftur á móti heimilt. Ráðgert er aö námskeiö þessi verði framvegis haldin reglulega, likt og meiraprófsnámskeið fyrir bifreiðastjóra. Til þess að geta tekiö þátt i námskeiðunum þurfa viðkomandi aö hafa réttindi frá öryggiseftirlitinu um aö mega stjórna vinnuvélum, og hafa unn- ið i 12-18 mánuöi á vinnuvélum. Mjög mikil ábyrgö hvilir oft og tiðum á stjórnendum vinnuvéla, og i mörgum tilfellum er 75% af öryggi á vinnustaö undir stjórn- endum vinnuvéla komiö. Þá hafa stjórnendurnir oft og tiðum mjög dýr verkfæri undir höndum, og mun ekki óalgengt að verð tækj- anna sé á milli 10-20 milljónir króna. Innritun á námskeiöiö fer fram á skrifstofu Dagsbrúnar i Lindar- bæ, og þar fer námskeiðið einnig fram. ár, 1964-69. Þá hefur hann og veriö sendifulltrúi i Osló i eitt ár, unz hann varö sendiherra þar nú fyrir hálfum mánuði. Auk sendiráðsins I Osló hafa A- Þjóðverjar sendiráö I höfuð- borgun allra hinna Noröur- landanna. Hér hefur hinn nýi sendiherra hitt helztu ráðamenn aö máli, og kvaöst ekki geta veriö annað en mjög bjartsýnn á að gott sam- starf tækist milli landanna, en eitt aðalstarf sitt yröi, að stuðla að auknum samskiptum þeirra. Þá vék hann nokkuð að væntan- legri öryggisráöstefnu Evrópu, og sagðist vona, aö löndin gætu þar haft samstarf um framgang mála, og að hlutverk hennar yrði mikið og gott, og hún yrði árangursrik til að bæta samstarf þjóða. ’ Um landhelgismál okkar Islendinga sagði hann, að A- Þjóöverjar skyldu aðstöðu okkar og viöurkenndu sjónarmiðin um friðun landgrunnsins og fiski- stofnanna. Er hann var spurður aö þvi, hvort hans landsmenn yröu ekki i vandræðum með að finna úthafsflota sinum verkefni og finna honum miö, sagði hann, að vissulega yrði það nokkrum erfiðleikum bundið, en þeir hefðu isótt á miðin viö Labrador og Ný- fundnaland, og þvi myndu þeir halda áfram. Eins myndu þeir sækja á mið viö V-Afriku, og svo yrðu þeir að leita fyrir sér um ný mið að róa á. Þá vék sendiherrann nokkuð aö hinum nýja viðskiptasamningi Islands og A-Þýzkalands, sem lofaöi mjög góðu um áfram- haldandi samskipti landanna. En samkvæmt samningi þessum er svo ráö fyrir gert, að viðskipti landanna fimmfaldist á næstu fimm árum. Þaö veröa þá einkum fiskvörur bæði frystar og niður- soðnar, sem við seldum þeim, en keyptum i staöinn ýmsar iön- aðarvörur, eins og gler, málm- vörur ýmsar og vélar, og svo gerfiefni, eða kemiskar vörur. Þá kæmi og fleira þarna inn i eins og t.d. áburður. Hann sagöist vona, að annars konar skipti gætu þróazt upp á milli landanna, svo sem á menn- ingar og tæknisviöi. Grundvöll- ur væri fyrir skiptum á visinda- mönnum, t.d. tií kennslu við há- skóla, og svo væri æskilegt aö stúdentaskipti gætu aukizt. Þess má geta hér, aö frammá menn okkar i matvælaiönaöi eru sumir menntaðir I A-Þýzkalandi. Um samskipti á iþróttasviðinu sagöi hann, að vissulega væri æskilegt að þau gætu tekizt I sem flestum greinum, og ekki er aö efa, að marga tslendinga fýsir aö sjá hiö stórgóða a-þýzka iþróttafólk i keppni eða sýningum hér á landi, t.d. fimleikakonurnar þeirra, Karin Janz og hennar lagskonur. Um fyrstu kynni sin af landinu sagði Peter Hinzmann, aö þau væru góö. Hann hefði að visu ekki getaö kynnzt öðrum stööum en Reykjavik, en sér likaði vel, hve rúmt væri um fólkið, og byggðin dreifð. Þá væri þaö ekki sizt, að um miöja borgina rynni ein bezta laxveiðiá á landinu. Það sem honum helzt mislikaði væru hinar tiðu veöurbreytingar, en siöan hann kom hefði hann kynnzt flestum veðurgerðum, og þeim meira að segja á einum degi. Aukasýning á Sjálfstæðu fólki VEGNA mikillar aösóknar verður höfð aukasýning á Sjálfstæðu fólki I Þjóðleikhúsinu og verður hún næstkomandi fimmtudag þann 8-marz. Það er 60. sýning á leikum og hafa aðeins fimm leikrit náð þeim sýn- ingarfjölda 1 einni lotu I Þjóðleikhúsinu en þau eru: Islandsklukkan, Tópaz, Kardemommubærinn.May fair Lady og Fiðiarinn á þakinu. Um 27 þúsund leikhúsgestir hafa séð sýningar á Sjálfstæðu fólki I Þjóðleik- húsinu. Myndin er af Bjarti i Sumarhúsum og Astu Sóllilju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.