Tíminn - 08.03.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.03.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 8. marz 1973 Veruleg breyting á lyfjasölumálunum ALÞINGI MAGNÚS Kjartansson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, mælti i gær fyrir stjórnarfrumvarpi um Lyfjastofnun rikisins, en það er annað tveggja stjórnarfrumvarpa, sem lögð hafa verið fram um lyfjamálin — hitt er um lyfjaframleiðslu. Frumvarpiö um Lyfjastofnun inn, en sjálfsagt þykir rétt að rikisins gerir ráð fyrir, að um- rædd stofnun taki við af Lyfja- verzlun rikisins en hafi mun við- tækari verkefni. Skal hún hafa einkarétt til að selja sérlyf, bólu- efni og ónæmisefni i heildsölu, að flytja inn og út og selja i heildsölu hráefni til lyfjagerðar, og að flytja inn og út og selja i heildsölu lyf samkvæmt löggiltri lyfjaskrá, lyfseðlasöfnum og forskriftum. Hlutverk stofnunarinnar er i stórum dráttum þriþætt. I fyrsta lagi verzlun i heildsölu með lyf og skyldar vörur, bæði að þvi er varðar inn- og útflutning. ÍJtflutr.ingur er sem stendur eng- gera ráð fyrir honum hér. 1 öðru lagi skal stofnunin vera upplýsingagjafi um lyfjanotkun og er hugmynd þar að auki að stuðla að hagsýnni og réttri lyfja- notkun. Með þvi er átt við hvort tveggja, að vara við hvers konar hættum, er stafað geti af rangri notkun lyfja og ekki sfður að veita tilsögn um rétta notkun þeirra. Einnig má hér taka til mjög mikilvægan þátt, sem er notkun ávana- og fiknilyfja. Hugmyndin er að stofnunin sjái um alla skýrslugerð varöandi innflutning og notkun þeirra. Þá má og nefna skráningu á aukaverkunum lyfja, Karls Guð/ónssonar minnzt á Alþingi Umsjón: Elías Snæland Jónsson Skylda stjórnvalda til að veita aðgang að skjölum Þetta frumvarp fjallar um með hvaða hætti almenningi skuli veittur aögangur að skjölum og gögnum hjá opin- berum stjórnvöldum, en það tel ég mjög mikilsvert. Hins vegar er nauðsynlegt að þræða þar vissan meðalveg og ganga ekki of nærri friðhelgi einkalifs manna, — sagði Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, er hann mælti fyrir s t j ó r n a r f r u m v a r p i um upplýsingaskyldu stjórnvalda i neðri deild i gær. Ráðherrann sagði i ræðu sinni, að frumvarp sem þetta þyrfti vel að athuga, og myndi hann þvi ekki reka á eftir af- greiðslu þess. Væri jafnvel ekki óeðlilegt, að um frum- varp sem þetta væri fjallað á tveim þingum. Frumvarpið felur i sér þá meginreglu, að hverjum manni sé heimilt að fá aðgang að opinberum skjölum, og gerir grein fyrir með hvaða hætti það skuli eiga sér stað. Einnig er sérstaklega um það fjallað, hvaða skjöl heyri ekki undir upplýsingaskyldu, og er sú upptalning i 16 liðum. Ráð- herra sagði, að þessar undan- þágur þýddu ekki að bannað væri að veita slikar upplýsingar ef stjórnvald teldi, að það skaðaði ekki þá hagsmuni, sem undanþágan ætti að varðveita. Þá sagði ráðherra, að lögin næðu ekki til Alþingis né dóm- stólanna en annarra opinberra stjórnvalda, bæði rikis og sveitarfélaga. Frumvarpinu var visað til 2. umræðu. — EJ Frumvarp um út- flutningsgjald af sjávarafurðum Eysteinn Jónsson, forseti Sameinaðs Alþingis, minntist i upphafi fundar i sameinuðu þingi i gær, Karls Guöjo'nssonar, fyrr- verandi alþingismanns, og sagði þá: Aður en gengið verður til dagskrár, vil ég minnast Karls Guðjónssonar fyrrverandi al- þingismanns, sem lézt siöastliðna nótt, hálfsextugur að aldri. Karl Guðjónsson var fæddur 1. nóvember 1917 i Hlið i Vest- mannaeyjum. Foreldrar hans voru Guðjón fiskmatsmaður i Breiðholti I Vestmannaeyjum Einarss. bónda i Hallgeirsey i Landeyjum Sigurðssonar og kona hans, Guðfinna Jónsdóttir bónda á Þorgrimsstöðum i Olfusi Jóns- sonar. Hann lauk gagnfræðaprófi i Vestmannaeyjum árið 1933 og kennaraprófi i Reykjavik 1938. Veturinn 1964-1965 var hann við framhaldsnám við kennara- háskólann i Kaupmannahöfn. Karl Guöjónsson var kennari viö barnaskólann i Vestmanna- eyjum 1938-1963, kennari við Vogaskólann i Reykjavik 1963- 1966 og fræðslufulltrúi og fræðustjóri i Kópavogi frá 1966. Hann var alþingismaður á árunum 1953-1963 og aftur 1967-1971, en tók auk þess sæti sem varamaður á þingi 1965, sat á 16 þingum alls. Karl Guðjónsson vann mikið starf að félagsmálum, og honum voru falin margskonar trúnaðar- störf önnur en þau, sem talin hafa veriö hér að framan. Hann átti sæti i skólanefnd og siðar fræösluráði i Vestmannaeyjum um langt skeið. Bæjarfulltrúi i Vestmannaeyjum var hann 1958-1963. Hann var kosinn í okur- nefnd á Alþingi 1955, i milliþinga- nefnd i samgöngumálum 1956 og I úthlutunarnefnd atvinnu- aukningarfjár 1959. i bankaráði Framkvæmdabanka Islands átti hann sæti 1957-1966. Hann var kjörinn i Norðurlandaráð 1968 og átti þar sæti um eins árs skeið. Formaður Stéttarfélags barna- kennara I Vestmannaeyjum var hann 1952-1954 og formaður Sam- bands islenzkra lúörasveita 1964- 1965. Hann var í hópi forustu- manna i Bandalagi starfsmanna rikis og bæja og vann ötullega að eflingu bandalagsins. Ævistarf Karls Guðjónssonar beindist einkum að barnakennslu, félagsmálum margskonar og stjórnmálaafskiptum. Hann var glöggur starfsmaöur og átti létt með að koma hugsunum sinum og skoðunum á framfæri i töluðu og rituðu máli. Hann var i útgáfu- stjórn Eyjablaðsins i Vestmanna- eyjum um langt árabil og skrifaði margar greinar i það blað á árunum 1938-1968. 1 ræðustóli flutti hann mál sitt skörulega og kjarnyrt. A Alþingi var hann áhugasamur og dugandi fulltrúi. Hann fjallaði hér um ýmis landsmál, átti sæti i sjávarút- vegsnefnd, samgöngumála- nefnd og landbúnaðarnefnd, og ámörgum þingum var hann i fjárveitinganefnd, um skeið for- maður hennar. Skammt er siðan hann átti hér sæti meðal okkar, og er nú fallinn frá fyrir aldur fram. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að minnast Karls Guðjóns- sonar með þvi að risa úr sætum. MAGNÚS Kjartansson, trygg- ingamálaráöherra, upplýsti á Al- þingi i gær, að heildarendur- skoðun á löggjöf um atvinnuleys- istryggingar væri nú lokiö, og yröi frumvarp um þaö mál lagt fram fljótlega á þingi. Ráðherrann upplýsti þetta er hann mælti i neðri deild fyrir stjórnarfrumvarpi um breytingu á lögunum um atvinnuleysis- tryggingar, sem heimila atvinnu- leysistryggingasjóð að veita þátt- sem sívaxandi nauðsyn er á að stjórna skipulega. 1 þriðja lagi er gert ráð fyrir, að stofnunin veiti fé til framfara i lyfjafræði, lyfjaframleiðslu og skyldum greinum. Einkum er þar átt við að fé sé veitt til eftir- menntunar og jafnframt veitt fé til einstaklinga eða samtaka til ákveðinna verkefna, sem talineru til framfara. Ráöherrann flutti mjög itarlega framsöguræðu um frumvarpið og endurskoðun lyfjasölu- og lyfja- framleiðslumálanna, sem væri eitt af ákvæðum málefnasamn- ings stjórnarflokkanna. 1 frumvarpinu væri gert ráð fyrir auknu öryggi og hag- kvæmari lyfjaverzlun en nú er. Auk ráðherra tóku til máls Jóhann Hafstein (S), Ellert Schram (S) og Stefán Gunnlaugs- son (A). Var frumvarpinu siðan visað til nefndar. — EJ. Karl Guöjónsson takendum i viðurkenndum starfs- þjálfunarnámskeiöum styrk. Bjarni Guðnason mælti fyrir frumvarpi, er hann flytur um breytingar á atvinnuleysistrygg- ingum bæöi hvað bætur úr at- vinnuleysistryggingasjóð og stjórn hans snertir. Gerir frum- varpið ráö fyrir, að bætur at- vinnuleysistrygginga hækki i sama hlutfalli, og breytist fram- vegis á sama hátt, og kaup hafn- arverkamanna. Sjávarútvegsnefnd hefur flutt frumvarp i efri deild um út- flutningsgjald af sjávarafuröum, þar sem færð eru í ein lög öll ákvæöi varðandi útflutningsgjald af sjávarafurðum, en þau ákvæöi eru nú í mörgum lögum. Jafn- framt eru tekin inn I frumvarpið ákvæði stjórnarfrumvarps, sem lagt var fram fyrir nokkru um sama efni. Fram kom i ræðu ráðherra, að hann taldi eðlilegt að bæði þessi frumvörp yrðu athuguð i nefnd ásamt væntanlegu frumvarpi um atvinnuleysistryggingar. Var báðum frumvörpunum siðan vis- að til nefndar. Bjarni Guðbjörnsson (F)mælti fyrirfrumvarpinu. Sagðihann, að þegar nefndin fór að fjalla um s t j ó r n a r f r u m v a r p i ð um útflutningsgjaldið, hafi ýmsir talið betra, að sameina öll laga- ákvæði um þetta mál i einum lögum, og hafi nefndin unnið það starf i fullu samráði við sjávarút- vegsráðuneytið. Breyting frá stjórnarfrum- varpinu er m.a. sú, að hundraðs hlutaútflutningsgjalds af skelfiski er breytt þannig, að það verði 4% af fob-verði i stað 6%. Einnig tók til máls Jón Arnason (S), en siðan var frumvarpinu visað til 2. umræðu. —EJ. Hæsti styrk- urinn í ár VÍSINDADEILD Atlantshafs- bandalagsins samþykkti nýlega á fundi sinum aö veita Sveinbirni Björnssyni og Páli Einarssyni 10.000 dollara styrk til rannsókna á jaröskjálftum og höggun bergs á Islandi. Þetta var hæsti styrkur, sem nefndin veitti að þessu sinni. Vantraustið fellt 31-28 Bjarni Guðnason sat hjá TILLAGA Sjálfstæðismanna um vantraust á ríkis- stjórnina, þringrof og nýjar kosningar var felld á fundi sameinaðs Alþingis i gær með 31 atkvæði gegn 28, en 1 þingmaður, Bjarni Guðnason, sat hjá. Verkefnum misskipt milli þingdeilda? NOKKRAR umræöur uröu ut- an dagskrár I efri deild I gær um þaö, hvort ráöherrar mis- munuöu þingdeildum og legöu flest mikilsverö frumvörp fyrir neöri deild á meöan efri deild væri verkefnalitil. Þorvaldur G. Kristjánsson (S) vakti máls á þessu utan dagskrár. Sagði hann, að ráð- herrar flyttu augljóslega öll meiriháttar frumvörp sin I neðri deild. Sagði hann, að frá þvi þing hafi komið saman að nýju eftir jólaleyfi, hafi 12 frumvörp verið lögð fram i efri deild en 30 i neðri deild. Ólafur Jóhannesson, forsæt- isráðherra kvaðst skyldi lát athuga það, hvort um slika mismunum væri að ræða, og taka þá allt þingtimabilið. Hann kvaðst hafa lagt á það áherzlu við ráðherra, að þeir skiptu frumvörpum, sem þeir leggja fram, milli þingdeilda. Einar Agústsson, utanríkis- ráöherra, taldi eina ástæðu þess, að misskipt væri verk- efnum milli deilda, að 5 af 7 ráðherrum væru i neðri deild, og hefðu þeir eðlilega tilhneig- ingu til að leggja sin frumvörp fram þar. Hins vegar væri nauðsynlegt að hafa þarna jafnræði á milli deildanna. — EJ HEILDARENDURSKOÐUN LÖGGJAFAR UM AT- VINNUULEYSISTRYGGING- AR ER NÚ LOKIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.