Tíminn - 08.03.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.03.1973, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 8. marz 1973 TÍMINN 11 Valur vann FH með 16 mörkum gegn 13 í æsispennandi leik, sem fór fram í Hafnarfirði í gær VALSMENN verða örugglega með i barátt- unni um íslandsmeist- aratitilinn i handknatt- leik i ár. Þeir léku i Hafnarfirði i gærkvöldi gegn FH og unnu i æsi- spennandi leik með 16 mörkum gegn 13. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en um miðjan fyrri hálfleik voru Valsmenn búnir að ná tveggja marka forskoti, 5 mörk gegn 3. FH-ingar sóttu i sig veöriö og þeim tókst að jafna 7-7 rétt fyrir leikhlé. Valsmenn náðu góðum kafla i byrjun siðari hálfleiks og þeir sendu knöttinn þrisvar sinnum i netiö án þess að FH-ingum tækist að svara fyrir sig. FH-ingar þoldu greinilega ekki mótspyrnuna og andinn i liði þeirra fór versnandi er á leikinn leið. Þeim tókst ekki að skora mark fyrr en á 11. minútu siðari hálfleiks, að Viðar Simonarson skoraði ú,r viti. Þá var nýbúið að visa tveim Vals- mönnum útaf i tvær minútur. Lið- Gísli Blöndal skoraöi fjögur mörk I leiknum gegn FH f gærkvöldi in skiptust siðan á um aö skora en FH-ingum tókst ekki að minnka muninn og lauk leiknum með 16 mörkum gegn 13 Valsmönnum i hag. Markahæstur FH-inga var Viðar Simonarson, sem skoraöi 5 mörk. Þeir Bergur Guðnason og Gisli Blöndal skoruðu 4 mörk hvor um sig. Nánar verður sagt frá leiknum i blaðinu á morgun. Leifur Muller endur- kjörinn formaður Skíðafélags Reykjavíkur NÝLEGA var haldinn aðalfundur hjá Skiðafélagi Reykjavikur og var sá fundur haldinn i Skiða- skálanum i Hveradölum. All margt var mætt á fundinn, for- maður félagsins , Leifur Miiller, setti fundinn og fundarstjóri var kosinn Stefán G. Björnsson. Mikið hefur verið starfað hjá Skiða- félaginu á siðasta starfstimabili og er hagur félagsins all góður Þarsem unglingamót Skiðafélags Reykjavikur hefur miklum vinsældum að fagna, hefur nú verið tekin upp sú nýbreytni að hafa fast skipaða mótanefnd starfandi allt árið og i henni eru: formaður, Jónas Asgeirsson, enn- fremur eru i nefndinni Haraldur Pálsson, Hjálmar Stefánsson, Hjálmar Jóelsson, Helgi Hallgrimsson, Haukur Óskars- son, Valur Pálsson, Baldur Asgeirsson, Alfreð Karlsson og Páil Guðbjörnsson. Stjórn félagsins skipa nú: Leifur MUller formaður, Ellen Sighvatsson gjaldkeri, Jón Lárusson ritari, meðstjórnendur eru Haraldur Pálsson, Lárus Jónsson varafor- maður, Jónas Asgeirsson. Strax og snjór er nægilegur i Hvera- dölum veröur haldið Mullers- mótið 1973. Ennfremur mun Skiðafélag Reykjavikur gangast fyrir göngumótum á Hellisheiöi á þessum vetri. FH-ingar skömmtuðu Val aðeins 100 miða — Valsmenn ódnægðir, fóru fram ó 300 miða, en fengu neitun VALSMENN eru mjög óánægðir með móttökur þær, sem þeir fengu hjá FH, þegar þeir fóru fram að það að fá 300 miða á leik FH og Vals f gær- kvöldi. FH-ingar neituðu þeim um 300 miða — skömmtuðu þeim aðeins 100 miða. Hefur þetta vakið mikla athygli og undrun manna.þvi að eins og menn vita þá tekur iþrótta- húsið I Hafnarfirði fáa áhorf- endur og þegar stórleikir eru i Firðinum þurfa áhorfendur að vera komnir um kiukkutfma áður en leikir hefjast. A þessu sést aö áhorfendur og áhang- endur Reykjavikurfélaganna, þurfa aö fara timanlega frá Reykjavik, ef þeir ætla aö fá sér miöa. Valsmaður einn, sem hringdi til okkar á iþróttasið- unni I gær, var ómjúkur i máli og hann taldi aö Reykjavikur- félögin ættu aö taka þessi óliölegheit FH-inga föstum tökum. T.d. með þvi að endurskoöa afnot Hafnar- fjarðarliðanna á Laugardals- höllinni, þegar þau leika gegn erlendum félagsliðum, eins og I Evrópukeppnum og heim- sóknum. — SOS Leikmenn Chelsea léku eins og byrjendur gegn Wolves AHORFENDUR yfirgáfu Stamford Bridge, heimavöli Chelsea, vonsviknir á þriöju- dagskvöldið. Þaö var ekki nema von, þvf aö ieikmenn Chelsea léku eins og byrjendur og höfðu greini- lega ekkert lært frá leik liðs- ins gegn Birmingham á laugardaginn. A þriöjudags- kvöldið komu Úifarnir I heimsókn og sigruöu 2:0. Leikmenn Birmingham, sem léku gegn Chelsea I Lundún- um á laugardaginn, skruppu aftur til Lundúna á þriðju- dagskvöidið og endurtóku af- rek sitt frá laugardeginum, þegar þeir náðu jafntefli 0:0, gegn Crystal Palace. Leik- menn Birmingham léku leik- aðferðina 1-9-1, eins og þegar þeir mættu Chelsea. Leikið var í öllum deildum á þriöjudagskvöldið og fóru leikir þannig: 1. deild: Chelsea—Wolves 0:2 C. Palace—Birmingh. 0:0 Southampt.—Man.City 1:1 2. deild: Huddersfield—QPR 2:2 3. deild: Bristol—Rochale 0:0 Charlton—Halifax 1:0 Grimsby—Port Vale 0:1 Plymouth—Wrexham 1:0 Roterham—Brenford 2:1 Shrewsbury—Walsall 1:1 Swansea—Bournemouth 1:0 Watford—Scunthorp 5:1 4. deild: Bury—Barnsley 2:1 Newport—Doncastor 1:0 Soutport—Gollingham 0:0 1. deild kvenna í handknattleik er nú hálfnuð — Fram og Valur berjast á toppnum, Breiðablik og KR á botninum ÍSLANDSMÓTIÐ í I. deildar handknattleik kvenna er nú hálfnað og bendir allt til að það verði gömlu keppinautarnir Valur og Fram, sem berjast um tslandsmeistaratitilinn I ár. Liðin hafa tapaðeinum leik, Valur fyrir Vfking og Fram gegn Val. Barátt- an um falliö veröur hörð keppni milli Breiðabliks og KR. Staðan 1 Helgadóttir, hin snjalla hand- knattleiksstúlka úr Breiðablik I Kópavogi, er drýgst að senda knöttinn í netið, hún er nú lang markhæst i Islandsmótinu, með 35 mörk, eða meira en helming af mörkum liðsins, sem er frábær árangur. Annars litur listinn yfir markhæstu stúlkurnar þannig út: 1. deild kvenna er nú þessi: Alda Helgadóttir Breiðabl. 35 Arnþrúður Karlsd. Fram 28 Erla Sverrisd. Arm. 28 Valur 5 4 0 1 64-49 8 Hjördis Sigurjónsd. KR 26 Fram 5401 67-53 8 Svala Sigtryggsd. Val 24 Víkingur 5 3 1 1 44-42 7 Agnes Bragadóttir Vik. 16 Armann 5 2 0 3 58-55 4 Guðrún Sig. Þórsd. Arm. 16 KR 6114 67-85 3 Björg Guðmundsd. Val 13 Breiðablik 6024 64-81 2 Emilia Sigurðard KR 12 Björg Jónsdóttir Val 11 Sigþrúður Helga KR 11 Þrettán stúlkur hafa nú skorað Kristin Jónsdóttir Breiðab. 11 yfir tiu mörk i 1. deildinni. Alda Oddný Sigsteinsd. Fram 10 Þessi mynd var tekin úr leik Víkings og Fram um s.I. helgi. A myndinni sjást, Halldóra Jóhannesdóttir, Oddný Sigsteinsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Guðrún Hauksdóttir, Arnþrúður Karlsdóttir og Jónrna Jónsdóttir. (Timamynd Róbert).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.