Tíminn - 25.03.1973, Page 5

Tíminn - 25.03.1973, Page 5
Sunnudagur 25. marz. 1973 TÍMINN 5 Atvinnuflugmenn við landgræðslustörf SOVÉZKIR atvinnuflugmenn munu á timabili niundu fimm ára áætlunarinnar (1971-1975) dreifa tilbúnum áburði og gras- fræi á alls um 500 milljónir hektara af ræktanlegu landi, en Aeroflot sem nýverið átti 50 ára afmæli, er nú fremst i heimi, hvað varðar notkun flugvéla við landbúnaðarstörf. 1 ár hafa sovézkir flugmenn hafið störf sin fyrir samyrkju- og rikisbú óvenju snemma, svo sem i Miö- Asiu og Norður-Kákasus. A sumum stöðum eru menn jafn- vel farnir aö sá korni. ,,Á 10 vordögum”, segir Vladimir Tisjtjenki, aðallandbúnaðarsér- fræðingur á rikisbúi i Stavropol- héraði, „raunum við bera 1500 tonn af áburði á akrana, en til þess að ljúka þvi i tima hefðum við þurft 90 dráttarvélar. Nú er hægt að gera það með tveim flugvélum. Þær geta flogið þegar vegirnir eru sem verstir og ekki hægt að vinna með dráttarvélum á ökrunum”. Sér- fræðingar á sviði flugvéla- notkunar i landbúnaði eru að gera ýmsar tilraunir og hefur verið sett upp rannsóknarstofn- un i þessu skyni i Krasnodar. 1 samvinnu við pólska sér- fræðinga hafa sovézkir flug- vélahönnuðir búið til algerlega nýja landbúnaðarflugvél M-15. Og i fyrsta skipti er slik flugvél búin þotuhreyfli. Flugvélin . getur borið 2,2 tonn, en An-2, sem notuð hefur verið i aldar- fjórðung var aðeins röskt tonn. Hin nýja landbúnaðar- flugvél mun stuðla að aukinni tækni- og efnafræðilegri með- höndlun akra og sáðlanda, sem nýlega er farið að viðhafa i Sovétrikjunum. Nefna má notkun malaðs grasfræs og áburðar, þegar sáð er vetrar- hveiti, efnafræðilegar aðgerðir gegn súr i jarðvegi o.m.fl. Sam- timis er i samræmi við við- tæka langtimaáætlun um náttúruvernd unnið að þvi að draga úr eitrunarhætti af notkun ýmisskonar efna, sem brúkuð eru i landbúnaði. Kann fleira en að syngja Flemming Anthony er vel þekktur meðal danskra dægur- lagasöngvara, og þar nýtur hann mikilla vinsælda, en hann getur fleira en sungið. Hann er lika einn af betri fótboltamönn um Danmerkur, og æfir sig nú af öllum körftum til þess að hon- um megi takast að komast i fyrstu deild þar i landi. Sagt er, að ekkert ætti að verða þvi til fyrirstöðu að það takist, ef hann heldur áfram að æfa eins og hann hefur gert til þessa. ISMI Þau dansa saman oft í viku Þau eru Danmerkurmeistarar i suður-ameriskum dönsum. Þau hafa aðeins dansað saman i tvö og hálft ár, og nú hafa þau ákveðið að hætta dansinum. Fyrsta opinbera keppnin, sem þau tóku þátt i fór fram i Black- pool, og þar tókst þeim að kom- ast i úrslit. Einu ári siðar tóku þau þátt i Evrópukeppni dans- ara, og urðu þá i fjórða sæti. Eftir það fór þeim að ganga enn betur. I september s.l. urðu þau Danmerkurmeistarar i suður- ameriskum dönsum og urðu svo i þriðja sæti i forkeppni Olympiuleikanna i Kiel, og i október urðu þau i fjórða sæti i heimsmeistarakeppni i Ástra- liu. I nóvember siðast liðinn uröu þau að lokum Norður- landameistarar. Þrátt fyrir þessa miklu velgengni hafa þau ákveðið að hætta að dansa sam- an. Hvers vegna? Jú, vegna þess, aö eftir eitt ár lýkur Mickey prófi sem danskennari, og Birgit er að ljúka námi sem einkaritari, og hefur lært aö skrifa fullkomlega á þremur mismunandi tungumálum. Þegar prófinu er lokið, segist hún vilja hætta að keppa i dansi. Þess i stað ætlar hún að skreppa út og dansa við unnustann og fara i hópi vina þeirra, svona einu sinni i viku. Það er henni nægilegt. Venjulega tekur þaö fólk fimm til tiu ár, að ná þeim árangri, sem við Mickey Fredie Petersen höfðum náð á rúmum tveimur árum segir Birgit Vielsen. Þetta stafar mest af þvi, heldur hún áfram, að við erum ekki hjón, og búum ekki saman. Hin lenda oft i deilum , og þá kemur rifrildið niður á dansinum. Við höldum hvort til sins heima að dansinum lokn- um, og eigum ekkert sameigin- legt nema dansinn. Auk þess skilja bæði unnusti minn og unn usta Mickeys, að við þurfum að æfa mikið, þvi þau hafa bæði dansað i keppni, og þau hafa ekkert á móti þvi, að við æfum okkur, sem allra mest. Við æf- um okkur minnst þrisvar fjór- um sinnum i viku, venjulega heilan eftirmiðdag i einu. Sið- ustu mánuði fyrir mikla keppni æfum við okkur á hverjum einasta degi. — Dansinn er mjög dýrt sport, segir Birgit. Ég hef til dæmis verið fjarverandi úr skólanum einn þriðja af kennslutimanum. Þegar maður tekur svo þátt i keppni erlendis þarf maður bæði peninga fyrir feröina, og einnig til þess að greiða þjálfara. Það er hins vegar ekki eins dýrt að klæða sig fyrir keppni eins og margir halda. Ég fæ kjól, venjulegan, sem ég get dansað i hvaða dans sem er, einu sinni á ári, og svo Háskólamenntun til handa áttunda hverjum manni ARIÐ 1975 mun einn af hverjum átta ibúum Sovétrikjanna hafa háskólamenntun eða jafngilda menntun, sagði Vjatsjeslav Eljutin, ráðherra, sem fer með málefni æðri menntunar, á ráð- stefnu i Kreml um sérfræði- menntun. Sovézkir háskólar og aðrar æðri menntastofnanir út- skrifa nú um 700 þúsund kandidata á ári eða fimm sinnum fleiri en i Banda- þarf ég að eiga fjóra suður- ameriska kjóla. Slikan kjól fæ ég fyrir ca 7000 krónur, en þeir kosta ekki undir 15 þúsundum i Þýzkalandi. Ég læt sauma kjóla sérstaklega, það gerir dans- mær, Hanna Aunsholm, og svo get ég selt kjólana aftur i Bandarikjunum eða á ttaliu án þess að tapa nokkuð á þeim. Til dæmis seldi ég siðasta kjólinn bandariskri stúlku, og hun borg- aði 13-14 þúsund krónur fyrir hann, og var himinlifandi yfir að fá hann fyrir það verð. Mickey lætur sauma á sig föt á hverju ári, og þau kosta hann um 17-18 þúsund krónur. Hér á myndinni sjáið þið Birgit og Mickey æfa sig, og það gera þau alltaf fyrir framan stóran spegil til þess að geta betur gert sér grein fyrir, hvernig dans þeirra litur út, og hverju þurfi helzt aö breyta. rikjunum. Nú eru 5.6 milljónir stúdenta i Sovétrikjunum, Skólagangan erókeypisog þeir fá einnig nægilegan eyðslueyri sér til lifsframfæris, sem ný- verið hefur verið hækkaður um fjórðung. Fyrir húsnæði á stu- dentagörðum, sem auðvelt er aðfá, greiða sovézkir studentar aðeins smáupphæð af eigin fé: 1 1/2 rúbla eða minna en eitt ster lingspund. Ollum, sem út- skrifast, er séð fyrir vinnu við sitt hæfi áður en þeir Ijúka námi, sagði Eljutin, og er ferða- kostnaður greiddur og séð fyrir húsnæði. Auk sovézkra stúdenta eru 35 þúsund ungir menn og konur frá 135 löndum sem stunda háskólanám i Sovét- rikjunum. Þess má að lokum geta, að Ijórði hver stúdent i Sovétrikjunum starfar að ein- hvers konar visinda- eða tækni- legum rannsóknum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.