Tíminn - 25.03.1973, Blaðsíða 23

Tíminn - 25.03.1973, Blaðsíða 23
Sunnudagur 25. marz. 1973 TÍMINN 23 Christina Svía- prinsessa bíður með að gifta sig, vegna bróður síns Christina Sviaprinsessa kemur viða fram fyrir hönd iands sfns, og hér er hún f sænskri sýningadeild á sýningu I New York. Hún er gáfuð, aðlaðandi og skjót til svara. Hún er glaðlynd, og henni likar vel við menn, sem eru glað- lyndir, og það er ekki sizt ástæðan fyrir þvi, hversvegna Christina Sviaprinsessa hefur valið Tord Magnússon. En hversvegna giftir hún sig ekki? Hún er komin á giftingaraldur, og hefur hlotið menntun og reynslu. Nei, konungsrikið þarfnast sinnar æðstu konu. Það er siður hjá hirðinni, að bróðirinn gifti sig fyrst, áður en hún stofnar heimili. Hún er sú, sem bezt getur aðstoðað hann, á meðan hún er ógift — og aðstoðar þarfnast hann. svo sannarlega. Eitt sinn var svohljóðandi spurning lögð fyrir Carl Giistaf Sviaprins. Hve lengi mun sænska hirðin halda velli. Svar hans var: Eins lengi og hiröin sér um að auglýsa sig. — Og það gerir hún. Sænska hirðin er ekki aðeins góð auglýsing fyrir sjálfa sig.heldur fyrir Sviþjóð i heild. Þetta á ekki hvaö sizt viö um hina nýju æðstu konu Sviþjóðar, Christinu prinsessu, þvi að það hefur sýnt sig, að hún er góöur sendiherra lands sins. Það er al- mannarómur að heimsókn hennar til Bandarikjanna hafi verið upphafið i kynningarstarf- semi hennar, og vel peninganna virði. En hver er hún þessi prins essa, sem á dögunum gaf 20 þúsund krónur til Vestmanna- eyjasöfnunarinnar I Sviþjóð?, Christina prinsessa er yngst af Haga prinsessunum, sem eitt sinn voru frægar, og hún er í raun og veru eina konan í hirðinni. Tvær systur hennar eru ekki giftar konungbornum eigin- mönnum, en sú þriðja, sem gift er prinsinum af Hohenzollern, býr i Miinchen i Þýzkalandi, og telst þvi til hiröarinnar. Christina prinsessa, sem er 29 ára gömul, hefur alla hæfileika til að bera, til að koma fram fyrir hirðarinnar hönd. Hún er sérstakur persónu- leiki, gáfuð, skjót til svara, og býr yfir miklum töfrum. Hún er frjálsleg og alþýöleg en þegar hún ber gimsteina og hermelfns 'kápur, fær hún hallarþjónana til að tárast af aödáun og hjörtu ungu mannanna fara að slá hraðar. Hún á það sameiginlegt með gamla konunginum að vera vinsæl meðal fólksins. Þegar Christina prinsessa fer i göngutúra um Djurgárden í Stokkhólmi, i sportlegu „buxna- dressi,” með litrikan klút á höfði og stór kringlótt sólgleraugu, segir hún, aö það komi oft fyrir, að ókunnugt fólk veifi til hennar. Þá brosir hún og veifar á móti. Það er engin vafi á þvl, að eigin- leikar prinsessunnar til aö sam- eina alþýðleik fólksins og virðu - leik konungsfjölskyldunnar, hefur skapað henni þær miklu vinsældir, sem hún nýtur. Eitt sinn gengu miklar trú- lofunarsögur um prinsessuna, en söguburðurinn hætti, þegar fólk varð þess visara, að hún haföi fundið þann eina rétta. Sá útvaldi er ekki af konungsættum heldur ungur , viðfelldinn og duglegur verzlunarmaður, Tord Magnús- son. Ætt hans hefur um marga mannsaldra tilheyrt sænska „iðnaðaraðlinum” svokallaða Allir, sem þekkja Tord, bera honum vel sögu og bæta gjarnan við: Hann hefur mjög gott skop- skyn, og það er mikilvægt þegar Christina prinsessa á i hlut. — Ég fell fyrir mönnum með gott skopskyn hefur Christina sagt. Um ást milli tveggja segir hún: — Ytri umgjörö ástarsambands karls og konu ætti ekki að skipta neinu máli. Mikilvægast er að þau elski hvort annað, og þau sýni hvort öðru umhyggju og tillits- semi, og að þau beri viröingu hvort fyrir öðru. Christina prinsessa hefur alltaf veriö sjálfstæðust af Haga prin- sessunum, og sú eina þeirra, sem fékk þvi framgengt, að hún þyrfti ekki aö „búa heima”, þvi hún fékk sina eigin „piparsveina” Ibúö i konungshöllinni i Stokk- hólmi. Hún er þaö sjálfstæð, að hún skipuleggur lif sitt og starf eftir eigin höfði. En hversvegna giftir hún sig þá ekki? Svarið hlýtur að vera — svo framarlega, sem hún hefur hitt þann eina rétta — systurleg um- hyggja fyrir bróður sinum Carli Gústaf kro'nprins, en þau hafa ætiö verið samrýmd. Bróöir hennar hefur aldrei haft meiri þörf fyrir hana en einmitt um þessar mundir, þegar hann axlar konungsskyldurnar I stööugt rikari mæli. Ef hún giftir sig manni af borgaralegum ættum, getur hún ekki aðstoöað bróður sinn i eins rikum mæli og nú, ef hún þá getur nokkuð oröið honum aö liöi við hinar konunglegu skyldur áöur en hann giftir sig. Konungsrikiö krefst „æöstu konu”, og þeirri stöðu getur hún ekki gegnt eftir borgaralega giftingu. Hin unga og lifsglaða prinsessa hefur beygt sig fyrir kröfum skyldunnar. Hún beygir sig sjálf- viljug og segir: — Sé ég prinsessa, þá er ég það. Siðan bætir hún hljóðlega við: — En i ástinni erum við öll á sama báti. (Þýtt KJ) If [ ibi^fp • .Æ Carl-Gústav krónprins, þarf eins og aörir prinsar aö kynnast mörgu áður en hann sezt i hásætið. Hér er hann I heimsókn hjá sænska flughernum.albúinn til flugs i orrustuþotu. Bœndur (ÍlS) Kast- dreifarinn fyrir vorið GERID PÖNTUN TÍAAANLEGA Fyrsta sending væntanleg bróðlega Globusa LÁGMÚLI 5. SlMI 81555 ff Bílaperur — Fjölbreytt úrval „Asymmetriskar’ framljósaperur Pulsuperur „Halogen” framljósaperur. Perur i mælaborðl 'o.fl. I „Duolux” ■ T’ycgR.Í3 framljósaperur ■ póla perur Heildsala — Smásala r ARAAULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.