Tíminn - 25.03.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 25.03.1973, Blaðsíða 21
20 TÍMINN Sunnudagur 25. marz. 1973 Sunnudagur 25. marz. 1973 TÍMINN 21 11:®$ iUfiii .... J ■ '•:: wmmMMSim -: ••■f' : i ' : Kazakh-skurðurinn verður 1875 mílur Hannsóknarleiöangur hefur lokiö könnun á hagkvæmri legu skuröar, sem á aö tengja siberiska fljótiö Irtisj og Aral- vatn, en milli þeirra eru 900 milur i beina loftiinu og Kazakh-fjall- lendiö aöskiiur þau. Kazakhstan er i mikilli þörf fyrir meira vatn. Hin fáu stórfljót landsins renna i norður til Ishafsins og veröa aö litlum notum. Smærri árnar týnast flestar i sandauönina. Launsin á þessu vandamáli var aö sjálfsögöu sú, aö veita nokkru af vatni Irtisj til suöurs. Rann- sóknarleiöangurinn fann tvær hugsanlegar leiðir fyrir skurö og valdi þá, sem er lengri, en þá getur vatniö runniö af sjálfu sér alla leiö án nokkurra dælustööva. Skuröurinn hefst viö Sjulbin meö uppistööulóni, liggur meö rótum Kazakh-fjalílendisins um vaxandi iönaöarhéruð Maikain, Ekibastuz og Sjiderti. Þá beygir hann til noröurs til Koktsjetav og siöan til suöurs f átt til Aralvatns um Turgai-lægöina. „Arstiöa- bundnu” árnar munu veröa hér til hjálpar, en þær eru um 300 talsins. Munu farvegir þeirra veita vatni úr Irtisj út á „þyrstar” steppurnar. Irtisj-Aral skuröurinn er aöeins einn af mörgum, sem sovézkir verkfræðingar hyggjast gera til þess að veita norölægu fljótunum. Aætlaö er, að I Kazakhstan og Mið-Asiu séu um 300 þús. fer- milur lands, sem meö áveitu mætti gera frjósamt. 1 Kazakh- stan er áveitulandiö um 190 þúsund fermilur og þaö er sannarlega fyrirhafnarinnar viröi, þvi jarövegurinn er mjög fjölbreytilegur, allt frá hinni frjó- sömu „svörtu mold” til grás skógarsvaröar, sanda og leir- moldar. Loftslagiö á hinni viöáttumiklu Kazakhstansteppu er þurrt meiginlandsloftslag. Arleg úrkoma er ekki nema 8 þuml- ungar og á mörgum svæöum hálfu minna. A sumrin veröur loftiö svo heitt, aö vatnsgufan stigur hátt til lofts. Uppgufunin er f jórum til átta sinnum meiri en úrkoman og þaö veldur hinum stóru, þurru steppum og hálf- geröu eyðimörkum. En sé vatniö nóg er sólskinið lika trygging fyrir góðri uppskeru. Kaspiahaf, Aralvatn og Balkhasjvatn hafa litil áhrif á loftslagið nema i nánasta um- hverfi sinu og ekki er hægt aö fá nema takmarkaö af þvi vatni, sem þörf er á, frá neöanjaröar- uppsprettum eöa jöklum Pamir og Tienshan. Þess vegna veröur aö leita um lengri veg, þ.e. til Vestur-Síberiu, er liggur noröur af Kazakhstan. Jaröfræöingar hafa sannað, aö fyrir milljónum ára var þetta svæði tengt Arallægöinni meö Turgai-dalnum. Um Vestur-Siberiu rennur hin volduga Ob. Ráögert er mikiö uppistööulón viö neöanveröa Ob, nógu stórt til þess aö geyma jafn- mikinn vatnsforða og hálft annað árlegt rennsli fljótsins. Það myndi gera kleift aö veita vatni til Kazakhstan og Mið-Asiu. Og vatnsorkuver viö uppistööulóniö gæti framleitt 20.000 milljónir eininga af ódýrri raforku á ári. Skurðurinn myndi liggja til suöurs og vatninu yröi dælt frá Ob og Irtisj yfir hin 300 feta háu Turgai-vatnaskil. Aðalskuröurinn yröi 1.560 milur aö lengd og viö hann 5 eöa 6 dælustöövar. Áætlanir eins og þessi munu hafa bæöi bein og óbein áhrif. 1 reynd yröi náttúrunni rétt hjálparhönd. Þegar vatni er veitt á landið og hafin ræktun korns og skógum plantað, mun loftrakinn tvöfaldast eða þrefaldast. Þaö mun auka úrkomuna, draga úr mestu hitasveiflunum og afli heitra eyöimerkurstorma, er valda svo miklu tjóni á korni og annarri uppskeru. Loftslagsbreytingin mun senni- lega einnig koma I veg fyrir frost snemma hausts, þannig aö áveitulandiö henti ekki aðeins fyrir kornrækt heldur og vinber, hrlsgrjón, sykurrófur og annan verðmætan jarðargróöur (Soviet Weekly nr. 4, 27. 1. 1973) A fimm árum, 1971-1975, veröur veitt vatni á 7 1/2 milijón ekra af ræktanlegu landi i Sovétrikjunum og 12 1/2 miiljón ekra ræktar- lands þurrkuö. Þessi risavaxna framkvæmdaáætlun krefst mikils fjölda stórvirkra vinnuvéla — og fyrir þvi hefur veriö séö. Fimm ára áætiunin i véiaiönaöi gerir ráð fyrir framleiöslu á 37.500 skurögröfum, 38.000 krönum og 26.000 jarðytum. Bezta tékkneska frímerkið Undanfarin nokkur ár hafa Tékkar efnt tii samkeppni einu sinni á ári um hvert væri fegursta firmerkið, sem komið hefir út árið á undan. Hafafleiri þjóðir tekið þetta upp, svo sem Svlar, þá höfum við tvisvar efnt til slikrar keppni, en aðeins innanlands. Tékkar aftur á móti efna til þessarar keppni um allan heim og fá þúsundir umsagna um þetta sem síöan ákvarða hvert er fegursta frimerkið. 1 ár er 10. árið i röð, sem efnt er til þessarar keppni og er öllum söfnurum heimilt að taka þátt i henni, en það er rit- stjórn Mlada Fronta sem stýr- ir henni. Allt, sem til þarf að vinna, er að svara tvéim spurningum: Hvaða tékkneskt frimerki 1972fellur þér bezt frá þessum sjónarmiðum: a) Vegna listarinnar i teikn- um þess að þvi er varðar gerð frimerkisins varðandi frum- legt val efnis. b) Vegna listar i greftri frimerkisins ef verk eftir ann- an listamann hefir verið notað við gerð merkisins. Svör viö þessum spurning- um verða að vera komin til: Messers MLADA FRONTA Philatelic Poll Panská 8, 11222 Prague 1, CSSR. 15.april 1973. Hver sá sem hefur svarað þessum spurningum sam- kvæmt beztu vitund mun fá minjagrip að gjöf fyrir þátt- tökuna, grafiskt listaverk eftir einn af þekktari höfundum tékkneskra frimerkja, ef hann sendir meö svari sínu umslag stilaö á hann sjálfan, 7”x5”, og tvö alþjóðleg svarmerki til að kosta burðargjald til baka. Frimerkjaklúbbar geta einnig tekiö þátt i þessari keppni og sent þá inn úrslit kosninga um fallegasta merk- ið. Taka þeir þá fram hversu margir þátttakendur voru og senda jafn mörg svarmerki en móttaka minjagripina I einu bréfi, sem þeir siðan geta dreift meðal þeirra, sem þátt tóku. Munið að svör verða að vera komin til Prag ekki seinna en 15. apríl 1973 svo það er eins gott að fara að kynna sér tékknesku merkin og velja og hafna. Siguröur II. Þorsteinsson. ÞAÐ ER kunnara en frá þurfi að segja, að á öllum timum hafa menn, sumir hverjir, mátthafa það að dragnast með margvisleg lýti á likama sinum. Stundum hefur þetta verið meðfætt, en stundum hafa menn hlotið slikt vegna slysa eða einhverra óhappa. Og vist er um það, að margur maðurinn hefur óskað sér þess, að það kraftaverk mætti ger- ast, að hann yrði á einni nóttu eins og aðrir menn og iaus við þau sérkenni, sem ekki voru aðeins likam- leg, heldur ollu lika andlegum óþægindum Arni Björnsson, læknir. Breyttir tímar En nú er sú stund upp runnin, og það meira að segja fyrir þó nokkru, að slikur atburður væri ekki óskiljanlegt kraftaverk. Hér hefur nefnilega komið til sögunn- ar sjálfstæð grein læknisfræði, sem þróazt hefur ört á siðustu áratugum. Hér á landi er að minnsta kosti einn læknir, sem lagt hefur stund á lækningar af þessu tagi. Það er Árni Björnsson. Hann var sóttur heim, ekki alls fyrir löngu, og fyrsta spurningin, sem til hans var beint, var svohljóðandi: — Hvað er það i rauninni, sem hér er um að ræða? — Eins og fram kom i inn- gangsorðum þinum hér að framan, þá hafa menn lengi bar- izt við og gengið með ýmiss konar lýti, sem þeir gjarna hefðu viljað fá bót á. Saga skapnaðarlækn- inga, eða lýtalækninga, er orðin löng, ef til vill er hún jafngömul mannkyninu. Elztu sagnir um slikar lækningar mun vera að finna i Vedabókum Indverja, ein- hvers staðar á milli eitt og tvö þúsund árum fyrir Krist. Þar er lýst aðferðum við að græða nef á fólk, en það var, og er ef til vill enn algeng refsing á Indlandi að höggva af mönnum nefið. Aðferð þessi er notuð litið breytt enn i dag, en hún byggist á þvi að flytja vef af enninu yfir á nefið og þar i liggur kjarni málsins, þvi að þessi tegund skurðlækninga byggist á þvi, að flytja til vef og hagræða honum á likamanum, en ekki að fylla meb plasti, eins og margir halda. Þótt merkilegt kunni að virð- ast, þá er einhver elzta skráð sögn um læknisaðgerð i skapnaðarlækningum i Evrópu i Sturlungu. Aðgerðin var gerð i Noregi i kringum miðja þrettándu öld, á Þorgilsi skarða, sem mun hafa haft meðfætt skarð i vör. I sambandi við þetta er það athyglisvert, að i nýlegu riti eftir islenzkan fræðimann i læknis- fræði, dr. Pálma Möller, kemur fram, að Islendingar hafa ein- hverja hæstu tiðni slikra lýta, sem um getur i veröldinni. Sem sérgrein innan handlæknisfræð- innar urðu skapnaðarlækningar til við lok fyrri heimsstyrjaldar, en þá ákváðu nokkrir læknar, hingað og þangað I heiminum, að nota sér þá þekkingu og tækni, sem þeir höfðu öðlazt við meðferð á slösuðum hermönnum á vig- völlunum, til þess að bæta útlit þeirra, sem lýttir voru, annað hvort frá náttúrunnar hendi, eða höfðu fengið lýti sin á annan hátt. Þessi hópur manna hefur siðan stækkað, smátt og smátt, og nú starfa skapnaðarlæknar við nær öll meiri háttar sjúkrahús i Evrópu og Ameriku, og sérdeildir i greininni eru reknar við flest há- skólasjúkrahús. Þörfin er fyrir hendi — En hvað um slika starfsemi hér á landi? — Hér á tslandi er saga þess- ara lækninga nokkru lengri en menn almennt gera sér grein fyrir. Fyrsti islenzki læknirinn, sem flutti húð, gerði það i kringum siðustu aldamót. Það var Björn Ólafsson, augnlæknir á Akranesi, sem þetta gerði, og er einn af sjúklingum hans enn á lifi. Hins vegar mun það hafa verið prófessor Snorri Hallgrimsson, sem flutti þessa tegund skurð- lækninga hingað til lands, og stundaði þær slðan allt þar til hann tók við prófessorsembætti i handlækningum við Landsspital- ann. — Er það algengt núna, að fólk leiti sér bóta við slikum meinum sem þessum? — Já. Um leið og einhver þjón- usta verður fyrir hendi, eykst þörfin fyrir hana smátt og smátt, og þetta gerist I læknisfræði eins og I öllum öðrum greinum. Meðal frumstæðra þjóða er börnum sem fæðast vansköpuð, ýmist eytt, eða þau deyja af van- næringu eða vanrækslu. Þörf fyrir lækningu á meðfæddum vanskapnaði alls konar eykst með lækkandi ungbarnadauða. Lýtum af völdum slysa, sérstaklega um- ferðaslysa og vinnuslysa, hefur fjölgað, og loks má geta þess, að kröfur til læknishjálpar eru allt aðrar nú en fyrir tuttugu til þrjátiu árum. I þéttbýli sætta menn sig siður við afbrigðilegt útlit en I strjálbýli. Þá hafa og þeir læknar, sem þessa grein stunda, fengizt við meðferð á brunaslysum, og hefur það lika verið svo hér á landi. Þau eru þó tiltölulega sjaldgæfari hér á landi en viðast annars staðar, og stafar það fyrst og fremst af þvi að við notum minna opna elda en ýmsar aðrar þjóðir, bæði til upphitunar og eldunar. — Hefur farið fram nokkur könnun á þvi hér á landi, hversu margir eru með áberandi andlits- lýti? — Nei, það hefur ekki verið gert. En samkvæmt þeim skýrsl- um, sem Pálmi Möller gerði um skarð i vör og góm, þá lætur nærri, að hér fæðist eitt barn af hverjum fjögur hundruð með skarð I einhverri mynd. Um önnur lýti eru ekki til neinar skýrslur, en þessi eru algengust. Beinar fegrunar- aðgeröir — En hvað um fegrunar- aðgerðir, sem beinlinis miða að þvi að gera menn ásjálegri, þótt þeir hafi ekki neitt það, sem við venjulega köllum lýti? — Slikar aðgerðir hafa ekki verið framkvæmdar hér I stórum stil, en segja má, að nokkuð sé vaxandi eftirspurn eftir þeim. Þessar aðgerðir beinast fyrst og fremst að þvi að laga útlitsaf- brigði frá hinu venjulega. Til dæmis má nefna það, að með aldrinum breytist eðli húðarinn- ar, hún slaknar og þá myndast gjarna hrukkur eða fellingar, og þessar breytingar koma á mis- munandi aldursskeiðum. Fyrir tiltölulega unga konu, sem verður fyrirsliku, erþaðáfall, sem getur valdið henni andlegum truflun- um, og þess vegna hefur slikur einstaklingur raunverulega sama rétt á læknishjálp og annar, sem að einhverju leyti er frábrugðinn þvi, sem venjulegt er. Nokkur aukning á þessu hefur vafalaustorðið i sambandi við ört vaxandi ferðalög Islendinga til sólarlanda til þess að striplast, og þá valda likamslýti, sem venju- lega eru falin undir fötum, einstaklingunum, sem bera þau, óþægindum og angri, og þvi æskja margir þess að fá við þau gert, ef þess er kostur. — Eru slikar aðgerðir rétt- lætanlegar? — Hlutverk okkar læknanna er ekki aðeins að treina lifið I fólki umfram allt, heldur lika að gera þvi iifið bærilegra, og aðgerð, sem miðar að þvi, er að minnsta kosti jafnréttlætanleg og að gefa róandi lyf, en auðvitað verða for- sendur fyrir aðgerðinni að vera fyrir hendi. — Hugsun okkur nú, að maður fái lagað lýti á andliti, og að það sé gert með skurðaðgerð. Fær hann þá ekki ör, sem eru engu minna áberandi en lýtið, á meðan það var? — Allur vefur grær með öri. Hins vegar er örmyndun ein- staklingsbundin, að nokkru leyti aldursbundinn. og loks er hún staðbundin. Það er að segja að ekki er sama, hvar á likamanum örið er, eða hvernig það liggur. Lagfæring á örum byggist þvi fyrst og fremst á þvi að hagræða þeim þannig, að þau verði eins lit- ið sýnileg og kostur er á. Sum ör verða aldrei falin, sökum iegu sinnar, og sum hljóta undir öllum kringumstæðum alltaf að verða áberandi og allar aðgerðir eru þá tilgangslausar og vil ég nefna þar sérstaklega ör eftir bólusetningar á upphandlegg. Flestir, sem reynt hafa að fjarlægja þau, forð- ast að snerta þau aftur. Framtíð skapnaðarlækn- inga hér á landi — Er þessi sérgrein svo langt komin hér á landi, að farið sé að hugsa fyrir framtiðarskipulagi hennar? — Fram til þessa hefur megin- hlutinn af þvi starfi sem unnið hefur verið á þessu sviði, verið einstaklingsbundinn vegna þess, að læknar hafa ekki almennt sótzt eftir þvi að leggja stund á þessa sérgrein, en á þvi verður væntan- lega breyting á næstunni. Ungir menn eru við nám á góðum stöð- um erlendis, og þeir vilja koma til Islands til starfa, ef skilyrði eru fyrir hendi. Einnig er rétt að minnast á það, að náin tengsl eru alls staðar á milli deilda i skapn- aðarlækningum og deilda, sem fást við kjálka- og tannaðgerðir, og einnig á þvi sviði eru ungir menn á leiðinni. Framtiðarverkefnið myndi helzt vera að stofna hér deild til þess að stunda þessar lækningar, þar sem allir, sem starfa að þeim, beint eða óbeint, gætu fengið að- gang og starfað i einum hópi. Að læra til heimsborgara — Nú hefur þú ekki aðeins fengizt við lýti manna. Þú hefur lika heimsótt þá Ethiópiubúa. Hvernig þótti þér að vera þar? — Þar var gott að vera. Einn kosturinn við læknisfræöi er sá, aö hún er alþjóðleg visindagrein og hver sá, sem eitthvað hefur þar upp á að bjóða, getur leitað fyrir sér um störf, eða fengið að vinna um lengri eða skemmri tima ulan sins heimalands. Þjóðir Afriku og Asiu, sem við vitum flestir litið sem ekkert um, eru nú að verða stærri og stærri aðilar i veröldinni, og ég held, að það sé mjög hollt að kynnast þeim og það frá fyrstu hendi. Ég vildi óska, að sem flestir tslendingar fengju tækifæri til þess að starfa á einhvern hátt meðal þessara þjóöa til þess að vikka sjón- deildarhring sinn og læra til heimsborgara, sem ég held, að við verðum öll innan tiðar, hvort sem okkur likar það betur eða verr. — Hefurðu uppi nokkrar áætlan- ir um að fara þangað öðru sinni? — Já, og viðar, ef kostur verð- ur á —- án þess þó að leggjast alveg i ferðalög.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.