Tíminn - 25.03.1973, Side 34

Tíminn - 25.03.1973, Side 34
34 TÍMINN Sunnudagur 25. marz. 1973 BliWIJffffri t ifl .1. Svanirnir sex Framhald um hana kápu sinni, setti hana fyrir framan sig á hestinn og reið með hana heim til hallar sinnar. Þar lét hann færa hana í dýrindis klæði og þar Ijóm- aði hún eins og dagurinn, svo fögur var hún, en eng- inn fékk hana til að mæla orð frá munni. Hann lét hana vera hið næsta sér við borðið og honum líkaði svo vel, hve hún var siðlát og háttprúð, að hann sagði: ,,Ég vil eiga hana og enga aðra í veröldinni", og nokkrum dögum siðar hélt hann brúðkaup sitt með henni. Konungur þessi átti slæma móður, hún var óánægð með ráðahag þennan og talaði ætíð illa um ungu drottninguna. ,,Hver veit hver hún er?", sagði hún, ,,ekki get- ur hún talað og er algjör- lega óverðug þess að vera drottning ." Þegar ár var liðið og drottning átti fyrsta barn sitt, þá tók drottningin gamla það frá henni og neri blóði um munninn á henni meðan hún svaf. Síðan gekk hún inn til konungs og sagði að hún væri mann- æta. Konungur vildi samt ekki leggja trúnað á þetta og þoldi ekki að drottningu sinni væri skapraunað. Hún sat stöðugt og saumaði skyrtur sínar og skipti sér En áður en við er litið, er kvikindið búið að rétta út klærnar á ný En skot Hvells i mark. ekki af neinu öðru. En er hún ól Ijómandi fallegan svein öðru sinni, þá fór tengdamóðir hennar eins að og áður, en konungur trúði ekki áburði hennar. ,,Hún er allt of guðhrædd til að hafa gert annað eins", sagði hann, /,og ef hún hefði ekki verið mál- laus og ef hún gæti talað fyrirsig, þá myndi sakleysi hennar koma í Ijós". En er kerlingin rændi hana barninu i þriðja sinn og bar á hana sömu sakir og hún gat ekkert sagt, þá neyddist konungur til að fá hana í hendur dómstól- unum og hún var dæmd til að brennast lifandi. Þegar dagur sá kom, er dómnum skyldi fullnægja, voru einmitt þau sex ár liðin, sem hún hvorki mátti tala eða hlæja og nú hafði hún frelsað bræður sína sex úr álögunum. Skyrturnar sex voru nú búnar, nema hvað vinstri' ermina vantaði á þá seinustu. Þegar hún var færð á bál- köstinn hélt hún á skyrtun- um á handlegg sér, og er hún stóð þar og byrjað var að kveikja bálið leit hún allt í kringum sig, þá komu 6 svanir fljúgandi. Nú sá hún að frelsun hennar var í nánd, og hjarta hennar sló hátt af gleði. Svanirnir komu í hendingskasti og settust í kringum hana og hún kastaði skyrtunum yfir þá, en er þær komu við þá féllu af þeim svanagervin og bræðurnir stóðu þar fyrir framan hana heilir og frjálsir, en yngsta bróður- inn vantaði vinstri hand- legginn, þar var svana- vængur í staðinn. Þeir föðmuðu hana og drottningin fórtil konungs- ins er stóð þar orðlaus og undrun og hún hóf máls og sagði: Elskulegi eigin- maður! Nú má ég tala og get skýrt frá því að ég er alveg saklausog höfð fyrir rangri sök. Síðan sagði hún frá falsi kerlingar og hvernig hún hafði tekið burt börnin þrjú og falið þau. Þau voru þá sótt kon- ungi til mikillar gleði, en hin slæma tengdamóðir var sett á bálið og brennd til ösku í.hegningarskyni. En konungurog drottning og bræðurnir 6 lifðu lengi eftir það, glöð og ánægð og lýkur svo þessari sögu. bekkir til sölu. — Hagstætt verö. Sendi i kröfu, ef óskað er. I J Upplýsingar aö öldugötu 33 j ^ simi 1-94-07. ^

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.