Tíminn - 29.03.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.03.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 29. marz 1973. Húseigendur — Umróðamenn fasteigna Við önnumst samkvæmt tilboðum hvers konar þéttingar á steinþökum og iekasprungum i veggjum. Höfum á liðnum árum annast verkefni m.a. fyrir skólabyggingar, sjúkrahús, félags- heimili, hótel, ásamt fyrir hundruð einstaklinga um allt land. Tökum verk hvar sem er á landinu. 10 ára ábyrgðarskirteini. Skrifið eða hringið eftir upplýsingum. Verktak£tfélagið Tindur Sími 40258 — Pósthólf 32 — Kópavogi. Vönduð og ódýr Nivadd svissnesk gæða-úr Magnús Baldvinssorii Laugavegi 12 Sími 22804 BILALEIGA HVEUFISGÖTU 103 YJVSendiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW9manna-Landrover 7manna Hættið við þjóðhátíð Það er nú búið að segja mörg orð um fyrirhugaða Þingvalla- hátið og litlu við það að bæta, — ég undirstrika flest það, sem þar hefur komið fram. Það stendur til að mikla hátið skuli halda sumarið 1974. Hún á að vera til að minna á að 1100 ár séu liðin siðan landnám íslands hófst með byggð Ingólfs Arnar- sonar i Reykjavik, hins vegar var hann búinn að vera hér eitthvað áður en hann hóf byggð i Reykja- vik. Svo var hann ekki eini inn- flytjandinn i þetta land um svipað leyti. Já, ef þessi lngólfur Arnar- son hefur þá nokkurn tima verið til nema i hugum skáldanna. Einnig voru hér menn og mannabústaðir til áður og má vera, að Islendingar eigi að ein- hverju leyti ættir sinar að rekja til þeirra manna, þótt litið hafi verið á það minnzt. En hvað um það, hér skal mikla hátið halda og ekkert til spara, að hún geti orðið þjóðinni það vega- nesti, sem hún á að lifa á næstu hundrað árin, hún mun einnig eiga að sýna, hvað tslendingar eru merkileg og rik þjóð, að geta „spanderað” tugum milljóna i slika endemis vitleysu eins og þessi þjóðhátiðarhugmynd er. Þessari hátið hefur verið valinn staður á helgasta stað þjóðarinn- ar, Þingvöllum. Þar á að leggja veganet um vellina, reisa aragrúa salerna. Þau verða varla reist án ein- hverra jarðvegsskemmda. Einn- ig bilastæði fyrir þúsundir bila, og tjaldborg, sem rúmar nokkra tugi þúsunda manna. Hvað verður þá eftir af völlunum. Ég minnist þess, að fyrir nokkrum árum var til náttúruverndarráð, þegar átti að leggja veg yfir ómerkilegt brunahraun norður i Mývatns- sveit, sem ekki þjónaði neinu sér- stöku hlutverki, þá ætlaði allt að ganga i ósköpum yfir náttúru- skemmd, en við þessu athæfi er ekkert sagt. Hvað haldið þið, ráðamenn góð- ir, að gerist á Þingvöllum, þegar búið væri að stefna þangað 60-80 þúsundum manna, þar sem reynsla er af þvi fengin, að varla sé hægt að halda skemmtisam- komur úti i friðsælum sveitum landsins yfir sumarið, að þar vaði ekki upp apakatta-ómenningar- flokkar, sem gera oft stór- skemmdir á áhöldum og mann- virkjum. Ekki þarf að búast við öðru en þessir ómenningaröfl beindu för sinni til Þingvalla, þvi þar mun verða fáanlegt allt, sem ómenn- ingin þarfnast, svo sem hinn kostariki drykkur rikisins, og þegar þessum ómenningaröflum slær saman viðs vegar að af land- inu (þvi höfuðborgin á ekki ómenninguna ein, þvi miður!), þá er varla við góðu að búast. Það mundi þvi vera full þörf á að fá svo sem eitt herfylki hjá Bandarikjamönnum til að að- stoða lögreglu, sem þarna yrði til að halda uppi lögum og reglu. Nei, ráðamenn góðir, leggið tafarlaust alla Þingvallahátiðar- hugmynd á hilluna til eilifðar geymslu. Látið allar nefndir, sem þar áttu að starfa, hætta störfum og notið féð, sem eyðst hefði, til einhvers þarfara i þágu þjóð- félagsins. Gefið frjálst hverjum, sem vill minnast sögunnar um Is- landsbyggð. Einnig mætti fela kirkjunni það hlutverk að minnast þessa viðburðar. Halldór Guðmundsson, Asbrandsstöðum Tlminner peningar Auglýsitf iTbnanum Aðalskoðun bifreiða i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu árið 1973 fer fram svo sem hér segir: Borgarnes- 3. april, kl. 9 til 12 og 13 til 16,30. Borgarnes- 4 april, kl. 9 tii 12 og 13 til 16.30. Borgarnes- 5. apríl kl 9 til 12 og 13 til 16,30. Borgarnes- 6. april, kl. 9 til 12 og 13 til 16.30. Borgarnes- 9. april, kl. 9 til 12 og 13 til 16.30. Borgarnes- 10. april, kl. 9 til 12 og 13 til 16.30. Borgarnes- 11. apríl, kl. 9 til 12 og 13 til 16.30. Borgarnes- 12. april, kl. 9 til 12 og 13 t.il 16.30 Borgarnes- 13. apríl, kl. 9 til 12 og 13 til 16.30 Borgarnes- 16. apríl, kl. 9 til 12 og 13 til 16.30 Lambhagi - 17. apríl, kl. 10 til 12 og 13 til 16.00 i Oliust. Hvalfirði. 18. april ki.10 til 12 og 13 til 16.00 Við skoðun þarf að framvisa kvittunum fyrir greiðslu bif- reiðaskatts og útvarpsgjalds. Þeir bifreiðaeigendur, sem eigi færa bifreiðar sinar til aðalskoðunar og tilkynna eigi forföll, er gild teljast, til bif- reiðaeftirlitsins i tima, mega búast við þvi, að þær verði teknar úr umferð hvar sem til þeirra næst, án frekari fyrirvara. Sýslumaðurinn i Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu, 14. marz, 1973 ItJlHllnlM lnll»«l lf«llf«l Ci«lCf«l CfJCfdCflCHllilMblll bdbdbd r^ Cf«l M bd r*» r*i Cf«l r*j Cf«l r*i Cf«l M Cf«l r*i Cf«l r*j Cf«l Vestmannaeyingar! Steingrímur Benediktsson gullsmiður hefur fengið aðstöðu í GULLSMÍÐAVERKSTÆÐI ÓLAFS G. JÓSEFSSONAR óðinsgötu 7 — Rafhahúsinu Sími 20-0-32 mmmm mm r*ir*j mmmm pjm r*ir*j r*ir*j r*jr*ir*j CfaC.aCfdC.dC.dCdC.«ICfdC.dCdCfdCdMMbdMMMUMbd r*jr*jr*jr*jr*jr*j«í*jr*jr*jr*jr*jr*jr*jr*jr*jr^r*j CdCd Cdbd CdCdCdbd CdCdCd CdCd bdbd CdCd r*j Trúlofunarhringar g \ Fjölbreytt úrval af gjafavör- £2 um úrgulli, silfri, pletti, tini o.fk £2 rfli önnumst viðgerðir á skartgirp- ** um,- Sendum gegn póstkröfu. S* Cf«l GULLSMIÐAVERKSTÆÐI H ÓLAFS G. JÓSEFSSONAR óðfnsgötu 7 — Rafhahúsinu bd r*jr*jr*jr*jr*jr*jr*jr*jr*jr*jr*jr«jr*jr*jr*jr*jr*j C.«lCf«l C. «lCf«l C.«lCf«l Cf«lC.«l C««lCftl C. «1C.«1 Cf«lC.«l C. «lCf«lC.J ALLAR STÆRÐIR CHLORIDE-RAFGEYMA FYRIR RAFMAGNS-LYFTARA GETUM VIÐ ÚTVEGAÐ MEÐ STUTTUM FYRIRVARA JM0TIÐ AÐEINS ÞAÐ BEZTA PÓLAR H.F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.