Tíminn - 29.03.1973, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Fimmtudagur 29. marz 1973.
fyrir bata, ef verst gegnir. Sú
gamla skoðun almennings, aö
nota áfengi sem inflúensu-
meðal, er röng og hættuleg”
segir i bæklingi eftir sænskan
prófessor, Gunnar Löfström.
„Esa svo gott
sem gott kveða
öl alda sonum.
Því færra veit
er fleira drekkur
sins til geðs gumi.”
Feit eru pelabörn
Pelabörn eru mun liklegri til
þess að verða feit, þegar þau
eru orðin fullorðin, heldur en
börn, sem hafa notið móður-
mjólkurinnar i bernsku.
Visindamenn við Sheffield há-
skóla hafa kannað vigt 260
barna, sem fæðzt hafa á sjúkra-
húsi i borginni og komizt að
þeirri niðurstöðu, að við fæðingu
var vigt þeirra allra nokkurn
veginn það sem má teljast eðli-
legt. En sex vikum siðar hafði
orðið mikil breyting á sumum
barnanna, og þau orðin allt of
þung mörg hver. Kom þetta
skýrast i ljós hjá 240 börnum,
sem öll voru látin drekka mjólk
úr pela^ en yfirvigtin var mun
minnihjá þeim 20 börnum, sem
fengu brjóstamjólk. Læknarnir
sögðu, að eitt sem stuðlaði að
þessari offitu, væri, að fólki
fyndist börn oft sætari væru þau
svolitið búttuð, með stórar
kinnar, og feita handleggi og
fætur og stóran maga,.
Víða má nú festast
Farið nú ekki að tala um, að hér
hljóti kona að hafa verið við
stýrið. Sannleikurinn er sá, að
það var karlmaöur, og hann
æstlaði sér ekki einu sinni að
keyra inn i bilskúrinn, sem er
undir húsinu og bak við bilinn.
Hvernig honum tókst að koma
bilnum svona þægilega fyrir,
veit enginn, en þarna lenti
billinn, hvað sem öðru liður. Og
svo er það fallhlifarher-
maðurinn að æfa sig. I Chile
þykir það heldur leiðinlegt ef
fallhlifastökkvurum tekst ekki
að lenda þar, sem þeim er
ætlað. Þessi hér á myndinni
fékk meira að segja að sitja inni
um hrið vegna þess að hann
hafði valdið ibúum þessa hús
óþægindum með þvi að lenda á
þakbrúninni, og festast i þak-
rennunni.
Fangi konunnar
Illa skriíaður bréfsnepill
gægðist út undan dyrunum hjá
Cesare Fiorentini, sem býr i
Róm. A miðanum stóð: „Hjálp,
kallið i lögregluna. Konan min
heldur mér hér föngnum, og
lemur mig til óbóta”. Nágranni
Cesare sá miðann og hringdi
þegar á lögregluna, sem kom
strax á staðinn. Þegar hurðin
hafði verið bortin upp fundu lög-
regluþjónarnir Fiorentini ligg-
jandi á gólfinu. Hann var með
glóðarauga á báðum augum og
andlitið var allt meira og minna
i sárum eftir mikla barsmið, og
hendurnar voru einnig skornar
og sárar. Hann stundi upp ein-
hverju næsta óskiljanlegu um
hina 51 árs gömlu konu sina
Angelu. Hún hafði haldið honum
i ibúðinni i þrjá daga, sagði
hann, og barið hann stranzlaust,
og ásakað hann um að hafa
verið sér ótrúr, en hann neitaði
að það væri satt. Cesare var
fluttur á sjúkrahús, og konan
var tekin föst sökuð um mann-
rán, og likamsmeiöingar og
morðhótun.
Innflúensa
og áfengi
„Neytið ekki áfengis, meðan
þér eruð lasin! Það er gagns-
laust á öllum stigum sjúkdóms-
ins. Jafnvel magn.sem að yðar
mati kann að vera hóflegt, get-
ur haft alvarlegar afleiðingar
i för með sér og komið i veg
^""^Tekur ekki lífið
of alvarlega
Glenda Allen er 21 árs gömul og
býr i Englandi. Hún hefur
óskaplega gaman af hryllings-
myndum, en segist almennt
ekki taka lifið of alvarlega, enda
er þaö lika betra fyrir fólk, sem
velur sér að sjá þess háttar
kvikmyndir. Ekki virðast hryll-
ingsmyndirnar heldur hafa haft
áhrif á útlit hennar né svip.
DENNI
DÆMALAUSI
Þú ert svo sætur. Ég er sko alls
ekki sætur, og þú veizt þaö.