Tíminn - 29.03.1973, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Fimmtudagur 29. marz 1973.
Fimmtudagur 29. marz 1973.
TÍMINN
9
VERÐUR VESTMANNAEYJAGOSIÐ
TIL ÞESS AÐ SKROFA, STÓRA
OG LITLA SÆSVALA HVERFI ?
- gr
.mMÉS&S ■*'- - J)hm ■
... ~
Fuglabjarg i Vestmannaeyjum. Myndin var tekin sl. sumar I Vestmannaeyjum.
TILHUGALÍF ÞESSARA FUGLA OG
LUNDANS ER NÚ ERFIÐLEIKUM HÁÐ
Gosiö i Vestmannaeyjum
hefur gjörbylt lífi þeirra
5000 manna, sem þar
bjuggu, og mun setja spor
sin á sjávarafla lands-
manna og afkomu yfirleitt.
En það er fleira, sem hætt
er viö aö raskist af völdum
gossins. Náttúruunnendur
fylgjast í ofvæni með
fuglalífi í eyjunum, sem
gosið hefur haft furðu lítil
áhrif á til þessa. En eftir er
að vita, hvernig tilhugalíf
og barnauppeldi lundans,
stóru og litlu sæsvölu, og
skrofunnar, gengur þetta
vorið, en þessir fuglar gera
hreiður sín i holum i Vest-
mannaeyjum, sem nú eru
huldar gjalli og ösku.
Þrjár síðasttöldu
tegundirnar verpa einkum i
Elliðaey, en einnig nokkuð
í Yztakletti, Miðkletti og
Bjarnarey, einum staða á
Islandi. Og hætt er við að
að fuglar þessir leggi frá
landinu, nái þeir ekki að
eiga hér nú sínar ástar-
stundir eins og vandi
þeirra er. Varpstöðvar
stóru sæsvölu í Eyjum eru
þær stærstu í Evrópu og
einnig að heita má þær
einu.
Við fræddumst um fuglalif i
Vestmannaeyjum af Þorsteini
Einarssyni iþróttafulltrúa, sem
staddur var i Vestmannaeyjum,
þegar gosið hófst. Sagðist honum
svo frá:
— Dagana fyrir gosið ,þe. á laug-
ardags- og sunnudagsmorgun, fór
óg i gönguferðir með Friðriki
Jessyni, þeim fræga safnveröi
Vestmannaeyinga. sem annast
Sædýrasafnið i Eyjum. En við
höfum gert okkur að vana að fara
i fuglaathugunarferðir, þegar við
höfum getaö komizt til.
Umrædda daga voru fýlar i
bjarginu, en ekkert annað af
bjargfugli. Að visu sáum við
súlur, en ekki hvort þær voru
seztar upp. Svartfugl (langvia)
sást ekki.
Við höfnina var mikið af
mávum, öllum tegundum, sem
eru hér á landi, æðarfugl og
óvenju mikið af teistu. 1 fjörunum
viö höfnina voru sendlingar og
tildrur.
1 bænum var mikið af snjó-
tittlingi, nokkuö af auðnutittlingi,
og svo skógarþrestir, og stari.
Nokkuð hafði borið á svartþresti,
en ég sá þá ekki.
Þannig var fuglalifið, þegar
gosið hófst. Og þegar við fórum
út úr höfninni þennan gosmorgun
var ekki hægt að sjá annað en
fuglarnir væru ósnortnir af
náttúruhamförunum. I bjarman-
um frá gosinu flutu fýlar um i
Heimakletti, Innstakletti og
Klifinu.
Fjórum dögum siðar komum
við Friðrik aftur til Heimaeyjar,
og þá var allt orðið brúnt af gjalli,
þ.á.m. fuglasátur eins og t.d.
Dufþekja. En alls staðar flögruðu
um fýlar, þó sérstaklega framan i
Klifinu, eins og sézt hefur á stilli-
mynd sjónvarpsins, þar sem sér
Þorsteinn Einarsson
yfir brúnir klifsins. En oft bregð-
ur fyrir á skerminum fýl á flugi.
Það sem mann hefur undrað
mest, er hvað mávar voru
þaulsætnir i Vestmannaeyjum, en
þeir hurfu ekki fyrr en loðnu-
gangan kom. Og eins hve mjög
snjótittlingarnir hafa haldið sig á
Heimaey, sem þeir gerðu aldrei,
þegar ég var i Eyjum, nema það
væri aftakaveður á landi. Þessi
þaulsætni þeirra hefur orðið til
þess, að eftir að gasútstreymi
hófst hafa þeir fallið af gaseitrun.
Lögreglan og björgunarmenn létu
sér mjög annt um smáfuglana.
Undravert er, hvað fuglinn
sækir nærri gosstöðvunum.
Friðrik Jesson safnvörður
sagði mér, að i annað skipti,
sem hann var þar eftir gosið,
hefði sig undrað, hvað smá-
fuglarnir þ.á.m. svartþrestir,
héldu sig við hina ferlegu hraun-
brún við urðirnar.
Loks er rétt að taka það fram,
að maður biður i ofvæni eftir að
sjá hvað gerist núna upp úr
miðjum april, þegar lundinn
leitar á varpstöðvarnar, sem nú
eru huldar gjalli og ösku. Það
verður. meiri vandi fyrir hann en
áðurnefnda fugla að nýta sinar
venjulegu varpstöðvar, þar sem
hann býr i holum. Og sama er að
segja um stóru og litlu sæsvölu og
skrofu, sem einnig eru holu-
fuglar, og byggja einkum
Elliðaey og Yztaklett, Miðklett og
Bjarnarey, sem hafa orðið sér-
lega fyrir hleðslu af gjalli og
osku. Einu staðirnir á tslandi,
sem þrjár seinustu tegundirnar
verpa á, eru Vestmannaeyjar:
Þáð kann þvi að vera hætta á að
þessir fuglar leggi frá. Og varp-
stöðvar stóru sæsvölunnar i
Eyjum eru þær stærstu og nær
þær einu i Evrópu, þvi hún er
amerisk tegund.
Það hlýtur að ganga stórerfið-
lega hjá þessum fuglum að eiga
sinar ástarstundir, eða eigum við
að kalla það heimilislif, við
þessar aðstæður nú i vor.
Frá sjómönnum hefur frétzt, að
súlan hefur setzt upp á suður-
eyjarnar, að þvi er virðist óáreitt
af gossins hálfu. Askan og gjallið
hafa ekki lagzt til suðvesturs, og
þvi ekki hætta á að það angri
súluna og eina bjargfulgalifið i
suður- og suðvestureyjunum.
Utan i björgunum er langvian.
Ég býst við, að það verði enginn
vandi fyrir hana. Hún hreinsar af
sinum bjargsyllum og verpir þar.
Það var andstyggilegur heim-
ur, sem við blasti i Vestmanna-
eyjabæ laugardaginn eftir gosið,
sagði Þorsteinn. — Mikið gjall
kom úr loftinu. 1 bænum var
mergð snjótittlinga og á höfninni
mávar. Fuglunum fataðist flugið,
þegar gjallmolar féllu á þá. Þeir
köfuðu og voru órólegir. Þetta var
óvanalegur heimur fyrir þá og
einkennilegt, að sjótittlingarnir
skyldu halda sig i bænum en ekki
suðurá eyju, þar sem æti var að
hafa.
Aðallega er spennandi, þegar
farið kemur. En það er nú þegar
að byrja. Sumir farfuglarnir eru
komnir, eins og t.d. silamávurinn
hér við Skúlagötuna, skógar-
þrösturinn mun fara að koma og
sunnudaginn 11. marz, fugla-
talningardag að vori, sá ég ellefu
lóur. Nú fara i hönd eftir-
væntingarstundir fyrir þá, sem
fylgjast með fuglalifi, að frétta
hvernig fuglum þeim vegnar,
sem vanir eru að byggja Heima-
ey.
SJ.
Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi,
sem er mikill fuglaáhugamaður og var um
níu ára skeið kennari í Vestmannaeyjum,
segir frá fuglalífinu þar, síðan gosið hófst
t vor er ekki svona grösugt viða þar, sem lundinn gerir sér bústaö f Eyjum.
„Hvernig skyldi búskapurinn ganga þetta vorið?”
Mosinn þolir öskufallið illa
Fréttir hafa borizt af þvi, að
mosi væri viða dökkur og svið-
inn í Landeyjum og undir
Eyjafjöllum, en þangað hefur
öðru hvoru borizt öskuryk frá
Heimaey, mengað flúor og
e.t.v. fleiri óhollum efnum.
Ekki er það ný bóla, að mosi
láti fljótt á sjá, þegar öskufall
verður. Arið 1947 þann 29.
marz, byrjaði Heklugos með
miklu ösku- og vikurfalli yfir
Fljótshlið. 20. júni fór ég
austur að Múlakoti i Fljótshlið
að lita á gróðurinn. Þá variá-
glendi þar eystra viðast al-
grænt að kalla yfir að lita. En
um 30% af hliðinni ofan við
bæinn var svart að sjá, þakið
vikri og ösku. Vikurinn hafði
sums staðar beinlinis sært
gróðurinn, þegar vindur var.
Mosinn virtist alls staöar
mjög ræfilslegur og sums
staðar dökkur og dauður. En
viða stóðu græn strá og gras-
blöð upp úr 3-5 cm þykku ösku-
lagi og var ekki eituráhrif á
þeim að sjá. 6. júli fór ég
austur að Næfurholti og gekk
upp að hraunjaðrinum, sem
þá var á mikilli hreyfingu. Viö
Næfurholt voru sortulyng og
krækilyng föl og greinilega
mikið skemmd af öskuryki,
þótt aðrar jurtir stæðu grænar
rétt hjá. Virtist sigrænn
gróður skemmast langmest,
og var hálfgerður haustlitur á
honum um sumarið. Björkin
virtist óvenju ilmvana. Mikið
regn hjálpaöi upp á sakirnar
og virtist landið ná sér furðan-
lega er á leið.
1 Heklugosinu 1970 lét mosi
hvarvetna mjög á sjá, þar sem
öskufall náöi til. Skemmdir
sáust og á ýmsum fleiri
jurtum. Einkennilegt var að
sjá lambagrasiö við
hraunjaörana. Það lá hvar-
vetna visiö og laust upp, þó að
aðrar jurtir stæðu óskemmdar
rétt hjá. E.t.v. hefur mikið af
flúor safnazt i hinar þétt-
blöðuðu smáþúfur lamba-
grassins. Eða það er sérlega
viðkvæmt að einhverju leyti?
Rót lambagrassins vex djúpt i
jörð, mun dýpra en jurtanna,
sem hjá því uxu, t.d. vingull,
melskriðnablóm o. fl. Heyrzt
hefur, aö nú sjái á sitkagreni
eystra og lýsi skemmdirnar
sér á sama hátt og i nálægö
Straumsvikur. Brennisteins-
mengun getur einnig valdið
skemmdum á mosa og mun
ekki þurfa mikiö til. Sennilega
eru þá ýmsar tegundir mosa
misnæmar fyrir þessu, en
heldur litið mun um þetta
vitað ennþá. Væri þörf á að
efnagreina allmörg mosa-
sýnishorn af mengunar-
svæðunum.
Viö Hekluhraun
f septembermánuöi 1970.