Tíminn - 29.03.1973, Side 11

Tíminn - 29.03.1973, Side 11
Fimmtudagur 29. marz 1973. n Umsjón: Alfreð Þorsteinssonj Vítaspyrna færði Keflvík- ingum þýðingarmikil stig Sigruðu Fram í meistarakeppninni í gærkvöldi með 1:0 LEIKMENN Keflavíkur og Fram voru ekki öfundsveröir aö leika viö þær aöstæöur, sem voru á Melavellinum i gærkvöldi, þegar þeir mættust i meistarakeppni KSÍ. Völlurinn var eitt leöjuhaf og mjög erfitt fyrir þá aö fóta sig, auk þess sem hráslagalcgt veröur hlýjaöi hvorki þeim né áhorf- endum. Sem sé leiöinda knatt- spyrnuveöur. Og þá helzt þaö venjulega f hendur, aö knatt- spyrnan er fátækleg. Það er skemmst frá þvi að segja, að Keflavikingar sigruðu i leiknum i gærkvöldi meö 1 marki gegn engu. Eina mark leiksins var skorað á 36. minútu fyrri hálf- leiks úr vitaspyrnu, sem Steinar Jóhannsson framkvæmdi af öryggi. Dómari leiksins, Einar Hjartarsson, dæmdi réttilega vitaspyrnu á Martein Geirsson, sem brá Grétari Magnússyni rétt utan við markteig. Fyrri hálfleikur var tiltölulega jafn, en i siðari hálfleik voru Kefl- vikingar greinilega sterkari aðilinn. Þeir virtust hafa meiri áhuga á leiknum en Islandsmeist- arar Fram og voru vejulega fljótari á knöttinn. Þeir áttu mun hættulegri tækifæri i siðari hálf- leik en Fram og hefðu þess vegna getað unnið leikinn með meiri mun. Það væri algerlega út i hött að spá fyrir um knattspyrnuna 1973 með þvi að miða við fyrstu leiki meistarakeppninnar. Að öllum likindum má þó búast við að lið Keflavikur, Fram og Vestmanna- eyja verði i eldlinunni á sumri komanda. Keflvikingar hafa náð góðu forskoti i meistarakeppn- inni, og enn sem fyrr, er það baráttuviljinn, sem fleytir þeim áfram. Guðni Kjartansson, Grétar Magnússon og Karl Her- mannsson sýndu ágætan leik í gærkvöldi og sömuleiöis Steinar Jóhannsson. Þessir leikmenn gefa aldrei eftir. En þrátt fyrir talsverða hörku, verður ekki sagt um Keflavikurliðið, aö það hafi leikið grófa knattspyrnu i gær- kvöldi. Vinni Keflavik Vest- mannaeyjar i siðari umferð keppninnar, tryggir liðið sér sigur i henni. Það var litill meistarabragur yfirFram i gærkvöldi, og kannski engin furða, þegar á það er litið, að liðið saknar margra sinna beztu leikmanna frá þvi i fyrra. Þannig vantaði Þorberg Atlason, Asgeir Eliasson, Kristinn Jörundsson og Elmar Geirsson. Munar um minna. Að visu hefur Fram fengið Guðgeir Leifsson i sinar raðir og gerði hann sitt til aö halda spili gangandi hjá Fram. En það nægði ekki. Þá virðist Fram-vörnin vera ákaf- lega óörugg og sjaldan hefur Baldur Scheving misst kantmann jafn oft inn fyrir sig og i leiknum i gærkvöldi. Dómari var Einar Hjartarson og dæmdi ágætlega en hins vegar var annar linuvörðurinn, Halldór Backmann, ekki alltaf með á nótunum. DAVE MACKAY... á leikum hjá Swindon. % Frá keppninni aö Laugarvatni. ARSENAL HELDUR AFRAM SIGURGÖNGU SINNI Mackay óvinsælasti maðurinn hjó óhangendum Swindon. Dregið í Evrópukeppninni ÞRÍR leikir voru leiknir I ensku 1. deildinni á þriöjudagskvöldiö. Arsenal heldur áfram sigurgöngu sinni, liðið vann Crystal Palace 1:0 á Highbury. Stoke fór af hættusvæðinu, meö þvl aö vinna Coventry 2:1. Lundúnaliöið Chelsea heimsótti Manchester á þriðjudagskvöldiö og sigraöi þar City 1:0. Einnig voru leiknir leikir i 2. og 3. deild á þriðjudaginn og fóru þeir þannig: 2. deild Bristol - Aston Villa 3:0 Fulham-Luton 0:1 3. deild Oldham - Chesterfield 3:0 Sunderland - Carlisle 2:1 Barátta á botninum i 1. deild- inni ensku i knattspyrnu er ekki siður spennandi, en baráttan á toppinum. Það eru miklar likur á, að það verði þrjú lið, sem berjast um fallið i ár. Það eru Crystal Palace, Norwich og Weat Bromwich Albion. Staöan á botn- inum er nú þessi: C.Palace 34 7 11 16 34:44 25 Norwich "34 8 9 17 29:52 25 W.B.A. 24 7 9 18 29:51 23 Þessi lið eiga eftir að leika eftirtalda leiki i deildinni: CRYSTAL PALACE: (Heima) Chelsea, Ipwich og Leicester. (Oti) Sheff. Utd. Leeds, Norwich, Man. Utd. og Man. City. NORWICH: (Heima) Birming- ham, Chelsea og C. Palace. (Úti) Everton, Man. Utd. W.B.A. Wolves og Stoke. W.B.A.: (Heima) Leeds, Leicester, Everton, Norwich og Man. City. (Úti) Wolves, Stoke, Liverpool og Birmingham. ÞAKK ARLEIKUR: Lundúnaliðið Chelsea mun þakka hinum 27 ára sóknarleikmanni sinum Peter Houseman, frá- bæran feril hjá félaginu á næsta keppnistimabili. Þá leikur hann sinn 300. leik með Chelsea, en Housemann byrjaði að leika hjá félaginu 1962 og lék sinn fyrsta leik i desember gegn Sheffield United. Allur ágóðinn af þakkarleiknum rennur i vasa Peter Houseman. Mackay á ekki sjö dagana sæla: Dave Mackay, framkvæmda- stjóri Swindon er nú óvinsælasti maðurinn hjá áhangendum félagsins. En íiðið er nú í fall- hættu i 2. deild. Astæöan fyrir óvinsældum Mackay er, að hann seldi átrúnaðargoðiö Don Rogers til Crystal Palace á 150 þús. pund og keypti i staöinn Tom Jenkins frá Southampton á 50 þús. pund. Jenkins þessi þykir ekki góður knattspyrnumaður og hann nýtur ekki vinsælda hjá áhangendum Swindon. Mackay er mjög þekktur knatt- spyrnumaður i Englandi, hann lék lengi sem fyrirliöi Totten- ham og það var hann, sem gerði Derby að einu bezta félagsliði i ensku knattspyrnunni. Jafntefli á Hampdon Park: Úrvalsliö úr ensku deildinni gerði jafntefli gegn úrvalsliði úr skozku deildinni 2:2 á Hampdon Park i Glasgow á þriðjudags- kvöldið. Enska liðið var þannig skipað: Shilton (Leicester), Mills (Ipwich), Nish (Derby), Kendall (Everton), McFarland (Derby), Moore (West Ham), Weller (Leicester), Channon (Southam- pton), Worthington (Leicester), Richards (Wolves) og Bell (Man. City). Dregið i Evrópu- keppninni: Tottenham mætir Liverpool I undanúrslitum UEFA-bikar- keppninnar i knattspyrnu. Um siöustu helgi var dregiö um þaö, livaöa liö leika saman I Evrópu- keppnunum þremur i knatt- spyrnu. En i undanúrslitum eru flest frægustu félagsliö Evrópu, llollandi, Spáni, Englandi, Vestur-Þýzkalandi, ítaliu, Tékkó- slóvakiu og Júgóslaviu. Þessi liö drógust saman Evrópukeppni meistaraliöa: Real Madrid (Spáni) - Ajax (Hol- landi) Derby (Englandi — Juventus (Italiu) Evrópukeppni bikarhafa: Leeds (Englandi — Hajduk Split (Júgóslaviu) Startak Prag (Tékkóslóvakiu — A.C. Milan (ttalíu) UEFA-bikarkeppnin: Tottenham — Liverpool Mönchengladbach (V-Þýzka- landi) — Twente Entschede (Hol- landi) Spennandi keppni í Suðurlandsriðli SUNNUDAGINN 25. marz fóru fram aö Laugarvatni tveir leikir i islandsmeistaramótinu i blaki. Annars vegar áttust við ung- mennafélagið íslendingur, sem skipað er skólasveinum bænda- skólans að Hvanneyri, og hins vegar ungm.fél. Laugdæla, sem mestmegnis er skipaö kennur- um skólanna aö Laugarvatni. Hinn leikurinn var inilli Í.S. og Umf. Hvatar, en lið Hvatar er eingöngu skipað nemendum úr Menntaskólanum að Laugar- vatni. Dregið var um, hvor leikurinn skyldi háður fyrst, og kom upp hlutur bænda og kennara. Þess má geta, að leikir þessir voru siðustu leikirnir i Suður- landsriðli, og fyrir þennan leik var kunnugt, að hvorki bændur né kennarar áttu möguleika að ná upp úr riðlinum og setti það mark á leikinn. Gætti þar litils baráttu- vilja, — sérstaklega af hálfu bænda. Það setti einnig sinn svip á leikinn, að kennara vantaði sinn bezta mann, Anton Bjarnason, en við stöðu hans tók Jason Ivarsson (nr. 12), nemandi við mennta- skólann og skilaði hann sinu er- fiða hlutverki með prýði. Til að byrja með var leikurinn nokkuð jafn og skiptust liðin á um að leiða með einu til tveimur stig- um, en undir lok fyrri hrinunnar tóku kennarar sig á og unnu verð- skuldað 15:13. Siðari hrinan var algjör ein- stefna af hálfu kennara og lauk Henni með yfirburðasigri þeirra 15:4. Var Jason þeirra drýgstur við skorunina með velheppnuðum „smöshum” sinum, og má segja, að hann hafi verið maðurinn á bak við sigur kennaranna. Páll Ólafsson (kennari), sem gengið hefur næst Antoni að getu i liði kennara, náði aldrei að sýna sitt rétta andlit i þessum leik. Allan brodd* vantaði i leik bænda, en segja má að Jón Sigurðsson (nr. 10) hafi verið þeirra skástur. Dómarar i þessum leik voru Halldór og Guðmundur úr liði l.S. og dæmdu þeir fremur slælega. I.S.—Hvöt. ALLT fram til þessa höfðu áhorf- endur haft fremur hljótt um sig, enda eðlilegt, þar sem þessi leik- ur var jafnframt þvi að vera úr- slitaleikur i Suðuriandsriðli, leik- ur milli þeirra liða, er borið hafa höfuð og herðar yfir önnur lið i riðlinum hvað varðar leiktækni og boltameðferð, enda hafa bæði liðin á að skipa mjög svo jafngóð- um leikmönnum. Hvatarmenn unnu hlutkestið og byrjuðu með boltann og riðu strax á vaðið með fyrsta stigið eftir stórgóða uppgjöf Páls ólafssonar (nemanda) við dynjandi húrra- hróp áhorfenda. Framan af hrin- unni var leikurinn mjög jafn, en smám saman náði lið Hvatar undirtökunum, enda stúdentar mjög taugaóstyrkir og áttu áhorf- endur eflaust sinn þátt i þvi. Hrin- unni lauk svo með öruggum sigri Hvatar 15:8. Stúdentar mættu mun ákveðnari til leiks i annarri hrinu og náðu strax f jögurra stiga forustu, sem nægði þeim til sig- urs, þótt svo liti út um tima, að Hvatarmönnum myndi takast að jafna, en hrinunni lauk 15:13 fyrir t.S. og var hin skemmtilegasta og vel leikin af beggja hálfu. Þriðja hrinan var að mestu ein- stefna af hálfu Í.S. Lið Hvatar var gjörsamlega i molum, og má það teljast næsta undarlegt, miðað við ágæta frammistöðu liðsins i hrinunum á undan. Stúdentar sýndu hins vegar frábæran leik og voru greinilega búnir að jafna sig i taugaóstyrknum og sigruðu þessa hrinu með yfirburðum 15:2. Beztu menn t.S. voru þeir Þór (nr. 10) með óverjandi „smösh”, Torfi Rúnar (nr. 9), sem átti mjög góðar sendingar á „smashara” Hvatar og er sivinnandi og traustur leikmaður. Einnig átti Már Túlinius (nr. 11) góðan leik. Dómarar voru Páll Ólafsson umf. Laugdæla og Guðmundur Ólafsson nemandi i tþróttakenn- araskólanum og dæmdu þeir af festu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.