Tíminn - 04.04.1973, Page 3
Miðvikudagur 4. april. 1973
TÍMINN
3
Frá aðalfundi Iðnaðarbankans, sem haldinn var sl. laugardag að Hótel Loftleiðum.
Formaður bankaráðs Iðnaðarbankans vill athuga
Vísitölubindingu á
innlánum og útlánum
Fundur
um nafna-
birtingar
LÖGFRÆÐINGAFELAG
tslands heldur almennan félags-
fund að Hótel Sögu (Lækjar-
hvammi) i kvöld, miðvikudaginn
4. apríl, kl. 20.30. Þórður Björns-
son, yfirsakadómari, mun flytja
þar framsöguerindi, sem fjallar
um samskipti dómstóla og fjöl-
miðla. Stjórn Blaðamannafélags
tslands hefur verið boðið á fund-
inn.
Segja má, að hér sé tekið til um-
ræðu eilift deilumál, sem vekur
margar spurningar, t.d.: Hvenær
og hvernig eiga fjölmiðlar að
segja frá þvi, sem gerist fyrir
dómstólunum? Hvenær á að birta
nafn sakamanns? Hver á að ráða
þvi?
Fleiri spurningar má einnig
nefna.
AAaðurinn
enn
ófundinn
Þó. Reykjavik. — Sjómaðurinn,
sem týndist i Vestmannaeyjum, á
föstudag, var enn ókominn fram i
gær. Maðurinn var skipverji á
Sæunni VE og heitir Sigurgeir
örn Sigurgeirsson, 30 ára
gamall.
Varð fyrir
bíl á
gangbraut
64 ARA gömul kona varð fyrir bil
á Hringbraut á móts við Elli-
heimilið i gær. Auk annarra
meiðsla fótbrotnaði konan. HUn
var á leið yfir götuna á gangbraut
þegar bilnum var ekið hana. Oó.
SJ—Patreksfirði. — Afli sex ver-
tiðarbáta frá Patreksfirði var i
marzlok orðinn 2724 lestir í 302
róðrum, og er það að meðaltali
röskar niu lestir f sjóferð.
Aflahæsti báturinn, Vestri, er
með 594 lestir i sextiu róörum.
Hefur hann róið með net síöan um
miðjan marzmánuð.
Sjöundi vertfðarbáturinn héðan
hóf róðra nokkru fyrir mánaða-
mót, og er það Helga Guðmunds-
dóttir, sem er með net.
Afli var ágætur frá mánaða-
mótum febrúar og marz og fram
til 20. marz, en siðan hefur hann
A AÐALFUNDI Iðnaðarbanka ís-
lands, sem haldinn var sl. laugar-
dag kom fram, að heildarinnlán
um sl. áramót námu 1.261.6 millj.
kr.og höfðu aukizt á árinu 1972 um
183.1 millj. kr. eða 17%.
Heildarútlán bankans námu f árs-
lok 1.118.9 millj. kr og höfðu auk-
izt á árinu um 140.6 millj. kr. eða
um 14.4%.
Sveinn B. Valfells, formaður
bankaráðs, flutti skýrslu um
starfsemina á sl. ári. Ræddi hann
um þróun efnahagsmála og sagði
að verðbólgan hefði þau áhrif að
eftirspurn eftir lánum væri langt-
um meiri en framboð á fjár-
magni. Væri ástæða til að athuga
hvort ekki væri rétt að visitölu-
binda bæði útlán og innlán.
Bragi Hannesson, bankastjóri,
skýrði reikninga bankans, og
komu fyrrgreindar niðurstöðu-
tölur fram i skýrslu hans. Kvað
Bragi rekstursafkomu bankans
betri en árið áður. Tekju-
afgangur án afskrifta nam um 3.8
verið fremur tregur og mest
steinbitur. Sjómenn eru þó von-
góðir um, að afli glæðist á ný,
þegar loðnan er gengin hjá. Gæft-
ir hafa verið stirðar i meira lagi
siðast liðinn hálfan mánuð, og
raunar allan þann tima, sem af er
vertiðinni, en sjór verið sóttur
með mesta hraðfylgi. Mikil vinna
hefur verið i fiskvinnslustöðvun-
um og hefur sárlega vantað
verkafólk.
Hér hefur nú verið landað 2150
lestum af loðnu, og i fyrrinótt
landaði Höfrungur hér 250 lestum
til bræðslu.
millj. kr. Pétur Sæmundsen,
bankastjóri, gerði grein (yrir
rekstri og hag Iðnlánasjóðs. Kom
fram i ræðu hans, að á árinu 1972
voru veitt samtals 207 ný lán að
upphæð 1.405 að upphæð 673.4
millj. kr. Eigið fé sjóðsins jókst á
árinu um 94.4 millj. kr. og nám i
árslok 459.4 millj. kr. Þá kom
fram i ræðu Péturs, að árið 1972
hefði verið fjallað um 250 lánsum-
sóknir og hefðu heildarláns-
beiðnir þessara umsókna verið
um 419 millj. kr.
Ibankaráðvoru kjörnir: S^einn
B. Valfells, forstjóri, Vigfús
Sigurðsson, húsasmiðameistari
og Haukur Eggertsson, fram-
kvæmdastjóri. 1 varastjórn voru
kjörnir: Bragi Ólafsson, verk-
fræðingur, Ingólfur Finnbogason,
húsasmiðameistari og Kristinn
Guðjónsson, forstjóri. Iðnaðar-
ráðherra skipaði þá Benedikt
Daviðsson, húsasmið og Guð-
mund Agústsson, hagfræðing,
aðalmenn i bankaráðið og sem
varamenn þá Magnús H.
Stephensen, málara og dr. örn
Erlendsson, hagfræðing. Endur-
skoðendur voru kjörnir Haukur
Björnsson, framkvæmdastjóri og
Otto Schopka, framkvæmda-
stjóri.
Geir og Jóhann
gegn Gunnari
1 Alþýðublaðinu I gær er
fróöleg úttekt á ástandinu og
átökunum um forystuna I
Sjálfstæðisflokknum. Þar seg-
ir m.a.:
„Athuganir, sem þeir Jó-
hann og Geir hafa nýlega gert
á sigurlikum hins slðarnefnda,
inunu hafa bent til þess, að
Geir Hallgrimsson væri senni-
lega fallinn fyrir Gunnari, ef
til kosninga milli þeirra myndi
koma á Landsfundinum. Mun
Gunnar hafa unnið upp þann
mun, sem á þeim varö i
Landsfundarkosningum siðast
um varaformannsembættið,
en þá vann Geir með litlum at-
kvæða mun eins og fólk rekur
minni til. Munu Jóhann, Geir
og nánustu ráðunautar þeirra
þvi hafa sannfærst um, að
framboð Geirs til formennsku
myndi ekki bera árangur —
Gunnar væri þegar búinn að
vinna þann slag áður en til
Landsfundar væri komið.
Voru þá I skyndi ný ráð
brugguð til þess að varna
Gunnari formennskunnar.
Eina ráðið var talið, að
Jóhann Ilafstein gæfi kost á
sér til endurkjörs — þvi
Gunnar ætti örðugra um vik
með að fella formann flokks-
ins, sem leitaði eftir endur-
kjöri, heldur en nýtt for-
mannsefni. Afréð Jóhann þvi
að „hætta við að hætta” og lét
þau boð berast til Gunnars i
þeirri von, að hann myndi fall-
ast á þessa lausn sem mála-
miðlun. Gunnar Thoroddsen
mun hins vegar meö öllu hafa
hafnað henni fyrir sitt leyti og
svarað þvi til að hann myndi
fara i kosningu um formanns-
embættið, hver sem I hlut ætti
— hvort heldur það væri
Jóhann eða Geir. Mun hann
hafa bætt þvi við, að litill
vandi væri auk þess að sjá i
gegnum þetta miðlunarboð
Jóhanns Hafsteins. Auðséð
væri, að þarna ætti að hafa
sama háttinn á og þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn skipti uin
borgarstjóra i Reykjavik.
Aætlunin væri sú að fá Lands-
fundarfulltrúa til þess að
endurkjósa Jóhann i þeirri
góðu trú, að hann ætlaði að
gegna formennskunni út kjör-
timabilið en á þvi miðju myndi
hann svo draga sig i hlé og
vikja úr formennskunni fyrir
varaformanninum, sem þar
með væri búinn að gera aö
starfandi formanni fiokksins.
Væri sáttarboðið þvi ekkert
annaö en heldur barnaleg
áætlun um að „plata” Geir
Hallgrimsson inn á Lands-
fundarfulltrúa sem formanni.
Jónas Haralz
skýtur upp kolli
I kjölfar þessarar yfir-
lýsingar Gunnars Thoroddsen
hafa átökin i Sjálfstæðis-
flokknum svo harðnað um
allan helming og eru þar
miklar viðsjár með mönnum.
Upp á siðkastið hafa fylking-
arnar heldur en ekki riðlast,
þannig að ýmsir, sem áður
voru liösforingjar i öðrum
herbúðunum hafa nú skyndi-
iega skotið upp kollinum i hin
um. Ekki getur undirritaður
fullyrt um, hvorum liðhlaupin
hafi orðið meira í hag — en
einhvern veginn hafa áhorf-
endur þó á tilfinningunni, að
Gunnar Thoroddsen hafi
a.m.k. ekki tapað á þeim við-
skiptum. Er i þvi sambandi
einkar athyglisvert hversu lit-
i 11 móður virðist vera i
mörgum þeim, sem áður
studdu fiokksforystuna hvað
dyggilegast. Sem dæmi um
þetta má nefna, að sumir
Framhald á 5. siðu.
Breiðfirzkir tví-
burar áttræðir
ATTRÆÐIR eru i dag tvibura-
bræðurnir Guðmundur J. Einars-
son, bóndi og rithöfundur aö
Brjánslæk og Arni J. Einarsson,
fyrrverandi bóndi frá Hergilsey.
Þeir eru fæddir að Skjaldvarar-
fossi á Barðaströnd, synir hjón-
anna Einars Guðmundssonar og
Jarþrúðar Guðmundsdóttur, er
þar bjuggu. Þeir bræður stunduðu
á yngri árum jöfnum höndum bú-
skap og sjómennsku.
Guðmundur fór ungur I
siglingar og dvaldi um tíma i
Færeyjum. Þegar hann kom heim
aftur var hann orðinn veikur af
berklum og dvaldi um skeið á
Vifilsstöðum til lækninga. Hann
var snemma hneigður til rit-
mennskuog skáldskapar og hefur
ritað margt bæði i bundnu og
óbundnu máli. A Vifilsstöðum
mun hafa orðið til efni i fyrstu bók
hans, ljóðabókina Stýfðir vængir,
er gefin var út um það leyti undir
skáldanafninu Holt. Hann hefur
gefið út þrjár aðrar bækur auk
Fegurðarsamkeppni, tízku-
sýning og ferðabingó
FERÐASKRIFSTOFAN Utsýn
hefur I vetur efnt til nokkurra
skemmtikvölda að Hótel Sögu,
jafnan við húsfylli. A sunnudags-
kvöldið kemur, 8. april, verður
siðasta Utsýnarkvöld vetrarins
haldið i Súlnasal, og verður það
nokkuð stærra i sniðum en áður,
enda margt til skemmtunar.
Húsið verður opið matar-
gestum frá kl. 7 um kvöldið, og
verða á boðstólum kjúklingar og
aligris, en sangria verður borin
með að spænskum sið. Leikin
verður létt suðræn tónlist, og
meðan á borðhaldi stendur, kl.
8.00 hefst tizkusýning, og eru það
sýningarstúlkur úr Modelsam-
tökunum, sem sýna nýju vor- og
sumartizkuna. Að þvi loknu
verður myndasýning, ný spönsk
kvikmynd frá Costa del Sol. Að
vanda verður ferðabingó, og
vinningar tvær utanlandsferðir
með Útsýn i sumar.
1 danshléi mun hinn kunni
skemmtanamaður Ómar Ragn-
arsson, skemmta gestunum, en i
lokin kemur að þvi atriði, sem
ekki mun sizt vekja athygli,
þegar kjörin verður fegurðar-
drottning kvöldsins, ljósmynda-
fyrirsæta Útsýnar 1973. Ungfrú
Útsýn verður valin úr hópi
samkomugesta á Utsýnarkvöld-
inu af dómnefnd, sem skipuð er
Pálinu Jónmundsdóttur, tizku-
sýningarfrömuði, Ingibjörgu
Dalberg, snyrtisérfræðingi, list-
málaranum Baltazar og Jónasi
R. Jónassyni, sjónvarpsmanni,
en samkomugestir greiða at-
kvæði um þær stúlkur, sem koma
fram.
Ungfrú Útsýn verður siðan
krýnd i lok skemmtunarinnar og
hlýtur i verðlaun hálfsmánaðar-
ferð með Útsýn til Costa del Sol i
sumar, þar sem hún fær litla
nýtizkuibúð til umráða, máltiðir á
ýmsum matsölustöðum, ókeypis
aðgang að þekktustu skemmti-
stöðum Costa del Sol, friar
kynnisferðir og vasapeninga að
auki. Meðan á dvölinni stendur,
verður hún mynduð á ýmsum
frægum skemmtistöðum og
ferðamannastöðum Spánar.
fjölda greina i blöð og timarit.
Guðmundur kvæntist ungur
Ragnheiði Jónsdóttur frá
Hergilsey.Þau hjón bjuggu i Her-
gilsey þar til Ragnheiður
andaðist árið 1935. Þau eignuðust
sex börn og eru fimm þeirra á lifi.
Guðmundur fluttist siðan að
Brjánslæk á Barðaströnd og
hefur búið þar sfðan með sam-
býliskonu sinni Theodóru
Guðmundsdóttur frá Grundar-
firði og hafa þau eignazt sex börn,
sem öll eru nú uppkomin.
Arni bróðir Guðmundar
kvæntist ungur Guðbjörgu Jóns-
dóttur frá Eyjum i Strandasýslu.
Þau hófu búskap að Holti á
Barðaströnd, en bjuggu siðan i
Sauðeyjum og Hergilsey á
Breiðafirði en fluttu til Flateyjar
1930 og hefur Arni búið þar siðan.
Konu sina missti Arni á sl. ári.
Þau hjón eignuðust fjögur börn.
Arni er mikill hagleiksmaöur og
hefur mest stundað smiðar, eink-
anlega bátasmiði og vélavið-
gerðir eftir að hann settist að i
Flatey. Hann dvelur i dag hjá
bróður sinum að Brjánslæk.
Framlag
V-ís-
lendingum
FORSÆTISRAÐHERRA hefur
borizt bréf frá Canada Iceland
Foundation ásamt ávisun, jafn-
virði rúmlega 2,4 milljóna króna,
sem félagiö hefur safnað saman
vegna náttúruhamfaranna i Vest-
mannaeyjum. Hefur fé þetta ver-
ið afhent viðlagasjóði tii ráðstöf-
unar.
Aður hafði borizt fjórðungur
milljónar frá Þjóðræknifélagi
tslendinga i Vesturheimi, sem hóf
söfnunina, en fól siðan hinum
samtökunum framhajd hennar.
Söfnun i Kanada verður haldið
áfram.
„Sjór hefur verið
sóttur af harðfylgí"