Tíminn - 04.04.1973, Side 4

Tíminn - 04.04.1973, Side 4
TÍMINN Miðvikudagur 4. april. 1973 Við getum sjólf lækk að í okkur hitann Það má breyta likamshitanum i ýmsum hlutum likamans að vild, segja visindamenn, sem hafa kannað þetta við háskólann i Ziirich. Dr. Philip Zimbardo og dr. Jan Wascink komust að þeirri niðurstöðu, að sjálfboða- liðar sem voru þeim til aðstoðar við rannsókn á hitastigi likamans, gátu breytt hitanum i höndum sinum ef þeir voru dá- leiddir. Læknarnir segja, að verði hægt með frekari rannsóknum, að komast að þvi, hvernig þessar hitabreytingar gerast, gæti það orðið til þess að hægt verði að ná valdi á margs konar hjartasjúkdómum, magasári, asthma og óeðlilega mikilli svitaútgufun úr likam- anum. Geti fólk náð stjórn á þessu með þvi aö beita sig sjálfsaga. Laumufarþegi um borð Skemmtiferðaskipið átti eftir þriggja stunda siglingu til Larnaca á Kýpur, þegar einn hásetinn fann allt i einu laumu- farþega um borð. Þetta var Andrulla Metriadi, 67 ára gömul. Hún sagði: Sonur minn og brúður hans eru með skipinu, og þau eru i brúðkaupsferð. Sonur minn hefur aldrei farið neitt án min, og ég taldi, að ég yrði að fara lika, ef hann þyrfti min með á leiðinni. Konunni var komið fyrir i káettu langt frá káettu ungu hjónanna á brúð- kaupsferðinni. Risaeikur f skógunum i Kharkov-héraði eru margar stórar gamlar eikur. Við nokkrar þeirra eru tengdar sögusagnir. Nálægt þorpi einu, sem nefnist Kolontajev, stendur eik, sem teygir greinar sinar i allar áttir. Hún er kölluð „eik Péturs mikla”. Sögur segja, að þar hafi veriö slegið upp tjaldbúð svo að Pétur mikli gæti hvflt sig þar, þegar hann var á leið til Poltava með lið sitt. Sérfræðingar telja, að eikin sé ekki innan við 350 ára. Hún er 32.5 metrar á hæð og tveir metrar i þvermál. 1 Zolotsjevsk-héraði hefur verið uppgötvuð 200 ára gömul eik með fimm stofnum út frá einni rót. Stofnar þessir eru eins og fimmburar og eru þeir 75 senti- metrar i þvermál hver. Þetta tré er nefnt fimm bræöur. En elzta eikin, og sú, sem ber fegurst og frænast lim, er eik, sem stendur i Pomerki-trjá- garðinum í Kharkov. Hún er yfir 400 ára og er 35 metrar á hæð. Eftirlit hefur verið skipað með sérhverju þessara trjáa. Þau njóta lögverndar, sem ein- stök fyrirbrigði hinnar lifandi náttúru. Með snók í erminni Tim Knowles hafði það starf með höndum að vaka og gæta skrifstofubyggingar einnar i Sidney i Astraliu. Hann var orðin dauðuppgefinn á þvi, að lögreglan leitaði alltaf á honum á næturnar, þegar hann hafði lokiðstörfum og var á heimleið. Datt honum snjallt ráð i hug, til þess að losna við afskipti lög- reglunnar. Hann keypti sér litinn skaðlausansnák sem hann vandi á að liggja i ermi sinni. Lögreglan leitaði ekki einu sinni á honum eftir að hann fékk sér snákinn. ,,Perry Mason" ^ er að verða blindur Raymond Burr, öðru nafni Perry Mason eða Ironside (Sá þáttur var sýndur hér i sjón- varpinu) er að verða blindur. Læknar reyna nú af öllum mætti að koma i veg fyrir að hann missi sjónina algjörlega. Hann hefur hvað eftir annað oröið að hætta við að leika i sjónvarps- þættinum Ironside. Allt bendir til þess, að hann verði fljótlega að hætta fyrir fullt og allt að koma fram i sjónvarpsþáttum. Raymond Burr hefur oft orðið alvarlega veikur undanfarin ár, en hingað til hefur honum tekizt aö vinna bug á öllum þessum sjúkdómum. Sá gamli heitir Charlie Chaplin Arin setja sin spor á mennina, jafnvel Charlie Chaplin, sem verður 84 ára gamall i april. Honum þykir samt ennþá gam- an að ferðast. Hér er hann á leið til London, með konu sinni Oonu, sem er 48ára gömul. Þau komu viö i Paris á leiðinni, og dvöldust þar i nokkra daga. A meöan þau voru þar létu þau ekki hjá liða að kaupa minning- ar de Gaulles hershöfðingja. Pappavifta Það getur verið, að pappir geti komið i stað málms i baráttunni við hávaðann. I stofnun vinnu verndar i Grúsiu hefur verið gerð vifta úr pappa. Sér- fræðingar telja, að notkun pappaviftna i leikhúsum, klúbbum, sjónvarps- og upp- tökustöðum dragi mjög úr há- vaða. Sýnishorn af pappa- viftunni hefur þegar verið sent til Moskvu og verður hún sett upp i sjónvarpsstöðinni í Ost- ankino.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.