Tíminn - 04.04.1973, Page 7

Tíminn - 04.04.1973, Page 7
Miðvikudagur 4. april. 1973 TÍMINN 7 —■------------------------------------ —v Otgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Tlmans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aðrar skrifstofur: simi 18300. Askriftagjaid 300 kr. á mánuði innan iands, i Iausasöiu 18 kr. eintakiö. Blaðaprent h.f. - Yfirgangur í gærmorgun áttu að hefjast viðræður við embættismannanefnd vestur-þýzku stjórnar- innar, sem hingað var komin til að kanna möguleika á bráðabirgðalausn i landhelgis- deilunni. Til þessarar samningatilraunar var stofnað af hálfu vestur-þýzku stjórnarinnar. Svo virðist sem vestur-þýzkir togaraskip- stjórar hafi álitið, að þeir myndu friðhelgir við hvers konar veiðar innan 50 milna markanna meðan þessar viðræður stæðu yfir, og myndu verða látnir afskiptalausir af islenzku land- helgisgæzlunni. í fyrrinótt hópuðust vestur- þýzkir togarar, sem verið hafa við veiðar hér við land og héldu i flokk, 22 saman.inn á Sel- vogsbanka á viðkvæmustu hrygningar- stöðvarnar. Á þvi svæði, sem þeir helguðu sér til veiðanna, er algert bann við hvers konar togveiðum og gildi það bann gagnvart islenzkum fiskiskipum einnig, enda fer hrygning fram á þessu svæði þessa dagana. Er af þessu fréttist mælti rikisstjórnin svo fyrir, að engar viðræður yrðu teknar upp við vestur-þýzku samninganefndina fyrr en þýzku togararnir hefðu hypjað sig á brott, eða islenzk varðskip hrakið þau burt af miðunum. Þessi atburður sýnir glöggt, hve takmarka- lausa fyrirlitningu þeir, sem ferðinni ráða i landhelgismálinu hjá vestur-þýzkum yfir- völdum, þ.e. útgerðarmenn og togaraskip- stjórar, hafa á þeirri varnarbaráttu, sem Islendingar nú heyja gegn ofveiði og rányrkju á fiskimiðunum við Island, þar sem liggur sjálfur lifsgrundvöllur islenzku þjóðarinnar. Sama villimannseðlið kemur fram i þvi, er brezk stjórnvöld láta eins og brezka þjóðin eigi eins mikið, ef ekki meira, undir fiskimiðunum við ísland og íslendingar sjálfir og visa á bug röksemdum um að íslendingar séu að verja lifsrétt sinn til að byggja ísland, sem á nær engar auðlindir aðrar en fiskimiðin umhverfis landið. Þeir skella skollaeyrum við við- vörunum og skýrslum alþjóðlegrar fiski- fræðinganefndar, sem segir fiskstofnana i hættu vegna ofveiði og ungfiskadráps, og segja að útfærsla fiskveiðilögsögunnar við ísland stafi af frekju og yfirgangi íslendinga til að nýta einir mið, sem Bretar eigi sögulegan rétt til að nytja. Þeir kippa sér ekkert upp við það, þótt staðreyndir segi, að allt að 66% af þeim afla, sem landhelgisbrjótarnir landa i brezkum höfnum sé ókynþroska smáfiskur, sem þýðir, ef fiskarnir væru taldir, að aðeins örlitil prósenta af fiskfjöldanum hefur náð að auka kyn sitt. Brezk stjórnvöld virðast svo taka góða og gilda þá skýringu á þessum óverjandi skemmdarverkum frá þeirri hagsmunakliku, sem virðist stjórna brezku rikisstjórninni i þessu máli, að á þeim fjarlægu miðum, sem brezki togaraflotinn stundar veiðar, verði þroskur yfirleitt ekki stærri!! Þegar við slik öfl er að etja verða íslendingar að standa saman i órofa fylkingu —TK ERLENT YFIRLIT Hefur Nixon tryggt Palme sigurinn? AAiðflokkurinn teflir Hedlund fram í Stokkhólmi Olof Palme SEPTEMBER verður mikill kosningamánuður á Norður- löndum, en þá fara fram þing- kosningar i Noregi og Sviþjóð. Mikil athygli hefur beinzt að sænsku kosningunum, þar sem skoðanakannanir bentu til þess um skeið, að úrslit þeirra gætu leitt til stjórnar- skipta og þannig lyki stjórnar- timabili sósialdemókrata, sem hefur staðið óslitið um meira en 40 ára skeið, þegar undan eru skildir nokkrir mánuðir 1936, er minnihluta- stjórn Bændaflokksins (nú Miðflokksins) fór með völd. Siðustu skoðanakannanir hafa talsvert dregið úr þeim spádómum, að til stjórnar- skipta muni koma eftir kosningarnar. Sósialdemó- kratar hafa bætt hlut sinn tals- vert að nýju. Samkvæmt dómi margra er það þó fyrst og fremst Nixon Bandarikjafor- seta að þakka. Sænskir stjórn- málaflokkar lýstu yfir mjög eindreginni andstöðu gegn loftárásunum, sem Banda- rikjastjórn lét hefja um jóla- leytið i vetur, og gekk Palme forsætisráðherra þar i farar- broddi. Nixon reiddist þessu og lét utanrikisráðherra sinn tilkynna sænsku stjórninni, að hann óskaði ekki að sinni að taka á móti nýjum sænskum sendiherra, sem var i þann veginn að fara til Bandarikj- anna. Þessi viðbrögð Nixons, höfðu önnur áhrif i Sviþjóð en Nixon og ráðgjafar hans áttu von á. Sviar tóku upp þykkjuna fyrir rlkisstjórn sina og siðan hafa sósialdemókrat- ar tekið að bæta hlut sinn I skoðanakönnunum. Eflaust kemur fleira þar til greina, en Sviar eru þó yfirleitt sammála um, að Nixon hafi orðið Palme mikil hjálparhella. RIKISSTJÖRN sósialdemó- krata er minnihlutastjórn, sem hefur notið óbeins og óumsamins stuðnings kommúnistaflokksins, sem hefur haft oddaaðstööu i þing- inu. Sósialdemókratar hafa 163 þingmenn af 350 alls, en kommúnistar 17, svo að sam- tals hafa þeir 180 þingmenn. Borgaralegu flokkarnir svo- nefndu hafa samtals 170 þing- menn, eða Miöflokkurinn 71, Frjálslyndi flokkurinn 58 og Ihaldsflokkurinn 41. Til þess að fá meirihluta þurfa þeir ekki að bæta við sig nema 6 þingsætum og hafa skoðana- kannanir bent til, að þeir ættu örugga von um næga fylgis- aukningu til þess, eða þangað til Nixon kom til sögunnar. Ef ráða má af siðustu skoðanakönnunum og þeim ályktunum, sem menn draga af þeim, ættu sósialdemókrat- ar að halda hlut sinum að mestu. Hið óvissa er það, hvort kommúnistum tekst að ná þvi atkvæðamagni, sem þarf til þess að fá þingmenn kjörna. Samkvæmt hinum nýju kosningalögum i Sviþjóð fær enginn flokkur þingsæti, nema hann fái 4% af heildar- atkvæðamagninu. t skoðana- könnunum að undanförnu hafa kommúnistar stundum ekki fengið hin tilskildu 4%. Það eykur þessa óvissu, að til sög- unnar er kominn nýr kommúnistaflokkur, sem kennir sig við Marx og Lenin, og mun hann nú bjóða fram i fyrsta sinn. Hann tekur áreiðanlega eitthvað af at- kvæðum frá gamla kommúnistaflokknum og ef til vill nóg til þess, að hann nái ekki hinum tilskildu 4%. Þá myndi hann missa alla þing- menn sina og vafalitiö myndi það verða til þess, að borgara- legu flokkarnir fengu meiri- hlutann, þvi að allar spár og skoðanakannanir benda til þess, að samanlagt muni þeir fá fleiri atkvæði en sósfal- demókratar. SIGURVONIR borgaralegu flokkanna hafa fyrst og fremst byggzt á þvi, að skoöana- kannanir hafa bent til mikillar fylgisaukningar hjá Miö- flokknum. Miðflokkurinn, sem þá hét Bændaflokkurinn, var fyrir ekki löngu minnstur þessara flokka. Hann skipti þá um nafn og hóf sókn i bæjum og borgum, þar sem hann hlaut sivaxandi fylgi mið- stéttarfólks, m.a. ýmissa óánægðra fyrrverandi sósial- demókrata. Flokkurinn hefur lika að ýmsu leyti róttæka stefnuskrá og er á sumum sviðum ekkert skemmra til vinstri en sóslaldemókratar. Sá maður, sem hefur átt mest- an þátt I umræddri breytingu hans, er Gunnar Hedlund, sem hefur verið foringi hans um langt skeið. Hedlund, sem er orðinn 72 ára, lét af flokksfor- ustunni fyrir tveimur árum og tók Thorbjörn F'álldin þá við henni. Falldin vann sér fljótt miklar vinsældir og efldist flokkurinn enn undir stjórn hans. Það er hins vegar erfitt að vekja miklar vonir og halda miklum vinsældum til lengd- ar. A þinginu i vetur hefur Fálldin tæplega fullnægt þeim kröfum, sem til hans hafa ver- ið gerðar, enda tæpast hægt að ætlast til þess, sökum þeirrar furðulegu vinsælda, sem hann hlaut i fyrstu. Miðflokkurinn hefur þvi gripið til þess ráðs að tefla Hedlund fram aftur við hlið hans flokknum til halds og trausts. Hedlund hef- ur verið þingmaður fyrir kjör- dæmi I Norður-Sviþjóð og hafði ákveðiö að hætta. Nú hefur verið ákveðið að hann verði á lista flokksins i Stokk- hólmi, þar sem honum er ætl- að ná atkvæðum frá sósial- demókrötum, þrátt fyrir aldurinn. ÞAÐ ER eitt helzta áróðurs- efni sósialdemókrata að land- ið verði stjórnlaust, ef þeir missi stjórnarforustuna. Þetta byggja þeir á slæmri sambúð borgaralegu flokkanna. Milli Miðflokksins og Frjálslynda flokksins er góð samvinna og þeir standa að sameiginlegri stefnu i höfuðatriðum. Oft hef- ur þvi komið til orða að sam- eina þá. Hins vegar er sam- búðin mjög stirð milli Mið- flokksins og Ihaldsflokksins, og mikill málefnalegur ágreiningur. Sósíaldemókrat- ar draga þá ályktun af þessum ágreiningi, að þessir flokkar geti ekki staðið að stjórn sam- an. Af hálfu Miðflokksins er þvi hins vegar haldið fram, að Ihaldsflokkurinn ætti ekki ann- ars kost en að styðja hann og frjálslynda flokkinn og stefnu þeirra, ef borgaralegu flokkarnir fengju meirihluta. Þá láta Miðflokksmenn í það skina, að thaldsflokkurinn yrði ekki með i stjórninni, heldur myndi styðja hana, likt og kommúnistar styðja stjórn sósialdemókrata nú. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.