Tíminn - 04.04.1973, Side 12
12
TÍMINN
Miðvikudagur 4. april. 1973
sagöi Caddie. — Þú skalt ekki
kalla það „Sök,” fyrst það var
rétt. — Var það rétt? - Alveg hár-
rétt. Hugh, Caddie og Pia horfðu
hvert á annaö. Höfðu þau sigrað?
Hvers vegna var þá eins og þau
hefðu gripið i tómt? Eins og allt
heföi hrunið i rúst? Hugh gekk til
Fanneyjar og lagði arminn um
hana, en það var eins og hann
gerði það ósjálfrátt og Fanney
sagði við Hugh i tón, sem hún
hafði aldrei notað fyrr, þegar hún
talaði við hann: Snertu mig ekki.
Honum féllust hendur, en hann
stóð kyrr hjá stólnum hennar.
Það var eins og þau höfðu verið
brúður, sem var stjórnað með
þráðum. Allt i einu var þráðunum
sleppt og þá gátu þau ekki hreyft
sig. Pia var sú eina, sem sat
hnarreist á stólnum sinum. Loks
sagði hún: — Ég helt að þið
ætluðuð að fara að láta niður i
töskurnar ykkar. — Hún ætlar að
fara að láta niður. — Þau stukku
öll á fætur. Rob stóð I dyrunum.
Þau höfðu ekki heyrt fótatakið,
þvi að hann kom inn frá gras-
flötinni i skónum sinum með
svampsólunum. Hve lengi hafði
hann staðið þarna? Hann kom
eins og óboðinn gestur en
þræðirnir voru undireins teknir
upp, kippt i þá og allt fór i gang —
Hún ætlar að láta niður i töskuna
slna. Rob gekk að stólnum til
Fanneyjar. Hugh færði sig frá. —
Hún ætlar að láta niður i töskuna
sina en ekki til þess að fara með
ykkur, þvi að við erum að fara,
sagði Rob. — Fara? — Já við
Fanney. — Fara frá — okkur. Það
var Caddie. — Já, við erum að
fara frá ykkur, sagði Rob. — Þið
borðuzt við okkur. Nú verðið þið
að taka afleiðingunum. Fanney
ætlaði að malda i móinn, en Rob
þaggaði niður I henni. — Þið
verðið i góðum höndum hjá
Celestinu, þangað til þið verðið
sótt.
— Sótt? Það var eins og þau gætu
ekkert nema haft upp orðin eftir
Rob. — Ég simaði til Nonnu, sagði
hann við Piu. Ungfrú Benson
kemur og sækir þig. Hún kemur i
fyrramálið, Hugh og Caddie
verða að biða þangað til á föstu-
dag eða laugardag. Clavering
hershöfðingi getur sennilega ekki
komið fyrr. — Er Darrell
væntanlegur hingað? spurði
Fanney ringluð. — Ég geri ráð
fyrir þvi. Það getur ekki verið, að
honum vaxi feröalög i augum.
Hann hagar þessu eins og hann
vill sjálfur. Þeim liöur vel hjá
Celestinu. Ég er búinn að láta
hana hafa peninga. Hann snéri
sér að Fanneyju. — Renato er
búinn að útvega okkur ibúð i
Milanó. Þess vegna var ég svona
lengi i bUrtu. Ég þurfti að biða,
þangað til hann simaði til min.
Það er ibúð bróðursonar hans. ,
Við flytjum þangað. Þetta er
starfsmannaibúð, og þar er ekki
eitt einasta skot fyrir börn. — En
...mamma er búin að lofa...Caddi
var staðin upp,en hélt I stólinn
sitt. — Hún lofaði þvi sagði Pia.
Hún séri sér að Rob og bætti við.
— Þú heyrðir að hún lofaði þvi,—
Hún var þvinguð til þess, og það
er næstum það sama og kúgun,
sagði Rob. En slikum aðferðum
má ekki beita, þó að þið hafið öll
gert það. Samkvæmt lögum ber
engum skylda til að efna loforð,
sem hann er þvingaður til að
gefa. Fanney hefur engu lofað.
Ég sé að verkfallinu er lokið,
sagði Rob, þegar hann sá te-
bollana og matarleifarnar á
borðinu og hann mælti við Piu
Ég frétti, að þú hafir gerzt verk-
fallsbrjótur. Caddi, þú hefur sýnt
mikið hugrekki, og ég ber
virðingu fyrir þér. En þið hljótið
að skilja, að það er ekki hægt að
lofa börnum að taka stjórnina og
skipa fyrir verkum. Þið
heimsækið okkur einhvern tima
aftur, en þegar við bjóðum
ykkur. Ertu búin að drekka teið,
Fanney? Fanney sat hreyfingar-
laus og þagði. Hann laut niður að
henni, tók undir olnbogana á
henni, og lyfti henni upp af
stólnum, eins og hún væri mátt-
laus og snéri henni að stiganum.
— Þú ert að ræna mér, sagði hún
með snöggum hlátri. — Nei, það
er ekki ætlun min, sagði Rob og
sleppti henni. Þú kemur, svo
tölum við ekki meira um það.
Siðan rétti hann fram höndina.
Komdu elskan. Komdu með mér.
Fanney tók i hönd hans og þau
fóru upp á loft og skildu börnin
eftir.
— Tortellini, sagði Celestina.
Cannelloni. Hún vissi, að Caddie
þótti Canneloni bezt. — Fisk.
Pollo arrosto, steikta kjúklinga.
Patate. Aspargi. Celestina var að
reyna að vera vingjarnleg, en
Caddie hlustaði ekki einu sinni á
hana. Hún léöi ekki einu sinni
eyra upptalningunni á öllum
þessum gómsætu réttum. Hún
hafði allan hugann við það, sem
var að gerast uppi á lofti og hlust-
aði eftir hverri hreyfingu. — Þau
eru að taka dótið sitt saman, þau
ætla þá að gera alvöru úr því að
fara. Þessar hugsanir hringsner-
ust I kollinum á henni. Giulietta
hafði borið upp allar ferða-
töskurnar. — Við höfum beðið
ósigur. Caddie reikaði fram i eld-
húsið „til þess að vera hjá ein-
hverjum,” hefði hún getað sagt.
Henni var kalt, en það var undar-
legt, þvi að það bullsauð á elda-
vélinni hjá Celestinu. Það var
tekið að rökkva. Ef Caddie hefði
ekki verið svona hrygg og dofin,
mundi henni hafa þótt myrkrið
detta á of snemma, þvi að klukk-
an I eldhúsinu var ekki nema sjö.
En eins og á stóð, fannst henni
myrkrið viðeigandi. — Það rigna
bráðum mikið, sagði Celestina og
leit út um gluggann. Caddie
fannst það von, að jafnvel
himinninn felldi tár þetta dapur-
lega kvöld. Caddie gat ekki grátið
meira sjálf. Hún var buguð, mátt-
vana og með kuldahrolli. Við vor-
um búin að sigra, hugsaði hún, og
augnalokin titruðu, en siðan var
allt tekið af okkur aftur. Hún
heyrði fótatak uppi á lofti. Það
var gengið fram og aftur. Það var
auðheyrt, að þau voru að taka
dótið sitt rækilega saman og raða
þvi i töskurnar.Húnheyrði rödd
Robs. Hann var enn þá húsbónda-
legur. Það var eins og hann væri á
verði, svo að Fanney slyppi ekki.
Hann hafði hana meira að segja
hjá sér, meðan hann var að lesa
sundur bréfin og blöðin i vinnu-
herberginu sinu, og hann var
drykklanga stund að þvi. Ef til
vill sé ég mömmu aldrei framar,
hugsaði Caddie. Það var eins og i
sorglegri skáldsögu, en það var ef
til vill satt. Hugh og Pia voru
horfin. Caddie stóð á sama. Hana
langaði ekki til að sjá þau framar,
hvorugt þeirra. Meðan hún sat við
eldhúsborðið, rann það upp fyrir
henni, að hún var búin að missa
allt: Tópas, Hugh, biða ósigur i
baráttunni. Eftir fáeinar minútur
mundi hún missa Fanneyju, alla
og allt, sem henni var kært. Hún
var orðin einstæðingur, átti ekk-
ert og hafði engan til þess að
styðja sig við. Upp frá þessu yrði
hún það, sem var i senn merkilegt
og kom henni á óvart. Hún stóð
ein sigruð og öllu svipt. En hún
var enn þá sú sama, Caddie,
ósködduð. Þá gerir ekkert til,
hvað fyrir þig kemur, hugsaði
Caddie. Þú heldur áfram. —
Henni fannst aftur eins og hún
losnaði-úr læðingi. Óttinn, reiðin,
afbrýðin og hugarangrið vék frá
henni, og henni fannst hún
komast I snertingu við eitthvað
mikilvægara, eitthvað, sem var
æðra en hún sjálf. Það var þessi
sama hugarsýn, sem hafði borið
fyrir hana I Milanó. Ast, tónlist,
erfiðleikar virtust geta veitt
þennan þrótt. Hún leit I huganum
yfir liðin ár, eins og gömul kona.
Ég hef þroskazt mikið á þessum
fáu vikum, hugsaöi Caddie, ef til
vill meira en sumt fólk á heilli
ævi. Þroskinn hafði valdið henni
sársauka, en hann hafði sifellt
farið vaxandi. Henni fannst, að á
liísleið hennar hefðu verið
áfangastaðir. Þegar Hugh fór i
heimavistarskólann, þvi að þá
lauk hinni áhyggjulausu bernsku
hennar. Þangað til var ég bara
svolltill telpuhnokki. Hún minnt-
ist þess, þegar hún sat I veitinga-
stofunni á Viktoriastöðinni, hvað
henni fannst hinar telpurnar ung-
ar, sem voru á leiðinni i skóla
heilagrar önnu. Siðan var það
Tópas, þá rann upp annað sælu-
skeið, en þvi lauk. Hún fékk enn
sting i hjartað, er hún hugsaði
um það. Það var eins og að brjót-
ast út úr skurn á einu eggi og
skriða inn i annað, hugsaði
Caddie þreytulega. Egg, egg,
egg. Hún rifjaði upp fyrir sér
kvöldið i Scalaóperunni I Milano
„stund Gildu,” eins og hún kallaði
það i huganum. Hún mundi, að
hún var sjálf eins og hræddur
ungi i þessari hringiðu. En þegar
hún leit upp, fannst henni ljómi
leika um Gildu eins og engil.
Þetta er stærsta stundin, sem ég
hef lifað, hugsaði Caddie, og ég
hef átt minar stundir, þó að ég sé
ekki nema tólf ára. — En nú var
hún hvergi smeyk, þó að þetta
væri i sjálfu sér skelfilegt. Hún
þekkti einkennin. Hún var að
brjótast út úr annarri skurn. Nýir
1376
Lárétt
1. Bál.— 6. Eldiviður.— 8
Gljái.— 10. Æð.— 12.
Varðandi.— 13. Kemst — 14
Dreif.— 16. Skip,— 17. Mann,—
19. Litið.—
Lóðrétt
2. Röð.— 3. Lézt.— 4. Reiði-
hljóð.— 5. Kjarna,— 7.Heil.—
9. Kveða við.— 11. Kindina.—
15. Óhreinindi.— 16. Flik.— 18.
Stafur.—
Ráöning á gátu No. 1375
Lárétt
1. Dalur.— 6. Sól.— 8. Mók —
10. Lág.— 12. Yl.— 13. AA.—
14. Nit.— 16. Arg.— 17. Ell.—
19. Hlass.—
Lóðrétt
2. Ask.— 3. Ló.— 4. Ull.— 5.
ímynd.— 7. ógagn,— 9. óli.—
11. Áar.— 15. Tel.— 16. Als —
18. La.—
ííííí
liii Hi
il miðvikudagur
7.00 Morgunútvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Þriöji dagur búnaöar-
vikunnar: Þrjú erindi a.
Guðmundur Jónsson fyrrv.
skólastjóri talar um upphaf
búreikninga á Islandi. b.
Bergur Torfason bóndi talar
um búreikninga frá sjónar-
miði bænda. c. Guðmundur
Sigþórsson búnaðarhagfr.
talar um þróun búvöru-
framleiðslu og neyzlu.
14.15 Ljáðu mér eyra Séra
Lárus Halldórsson svarar
spurningum hlustenda.
14.30 Siödegissagan:
„Lifsórrustan” eftir Óskar
Aðalstein Gunnar Stefáns-
son les (8).
15.00 Miödegistónieikar:
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
16.25 Popphorniö
17.10 Tóniistarsaga Atli
Heimir Sveinsson sér um
þáttinn.
17.40 Litli barnatiminn Þórdis
Asgeirsdóttir og Gróa Jóns-
dóttir sjá um timann.
18.00 Eyjapistiii. Bænarorð
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Bein lina. Helgi Bergs,
form. viðlagasjóðs svarar
spurningum hlustenda.
Umsjónarmenn Arni
Gunnarsson og Einar Karl
Haraldsson.
20.00 Kvöldvaka Efni
vökunnar undirbúið á veg-
um Búnaðarsambands
Austur-Húnavetninga og
hljóðritað á Blönduósi.
í:*:':;:: 21.30 Að tafli Ingvar
íjxjg Asmundsson flytur skák-
í:i::::í þátt.
ijiiiij 22.00 Fréttir
jjljigi 22.15 Veðurfregnir Lestur
iiiiiii Passlusalma (38)
j:j:j$j: 22.25 islandsmót i handknatt-
jijijijiji leik Jón Asgeirsáon lýsir
;j;j;j;j;j keppni i Hafnarfirði.
ÍÍÍiÍ 22.55. Djassþáttur i umsjá
j;j;j;j;j; Jóns Múla Arnasonar.
;i;ijijiji 23.40 Fréttir i stuttu máli.
;j;j;j;j;j Dagskrárlok.
MIOVIKUDAGUR
ÍÍÍÍÍ 18.00 Jakuxinn Þýðandi
j;j;j;j;j; Jóhanna Jóhannsdóttir.
iiiiii Þulur Andrés Indriðason.
;:;:;:;:;j 18.45 Einu sinni var... Gömul
j;j;Íj;i °g fr®g ævintýri færð i leik-
j;j;j;j;j: búning. Þýðandi Gisli
;j;j;j;j;j Sigurkarlsson. Þulur
j;iii;i;Í Borgar Garðarson.
j;j;j*j; 18.35 Hvernig verður maður
til? Nýr þriggja mynda
flokkur frá BBC með lif-
.......... fræðslu og kynfræðslu við
;i;i;i;!;i hæfi barna. Sjónvarpið
hefur fengið Jón Þ. Hall-
grimsson, lækni við Fæð-
ingadeild Landspitalans til
að annast þessa fræðslu og
kynna myndirnar, en Jón O.
Edwald þýddi erlenda text-
•.v.v. ann.
ijijijijij 18.50 Hlé
i;i;i;i;i; 20.00 Fréttir
íijijijij 20.25 Veður og auglýsingar
jijijijij 20.30 A stcfnumót við Barker
i;i;i;i:i; Ógnvaidur yfirstéttarinnar
j;j;j;j;j; Brezkur gamanleikur með
i;i;i;i;i Ronnie Barker i aðalhlut-
jjjjjjjjj verki. Þýðandi Jón Thor
jijijijij Haraldsson. Leikrit þetta
;j;j;;í; gerist árið 1899 og fjallar
;j;j;j;j; um rannsókn næsta óvenju-
i;i;i;i;i legs sakamáls.
j;j;j;j;j: 20.55 Nýjastatækniog visindi.
;j;jjjjjj: Umsjónarmaður Ornólfur
;j;j;j;j;j Thoriacius.
Sjjí 21.25 Atta banaskot' Leikrit
:i;i;i;i;i frá finnska sjónvarpinu,
j;j:j;j:j byggt á sannsögulegum
jijijijij atburðum. Fyrri hluti. Leik-
;j;j;j;j; stjóri er Mikko Niskanen,
jijijijij sem einnig fer með aðai-
;i;i;i;i; hlutverk i leikritinu, ásamt
ijijijiji Tarja-Tuulikki Tarsala.
jjijjjjj; Þýðandi Kristin Mantyla.
22.45 Dagskrárlok