Tíminn - 04.04.1973, Side 16
Mibvikudagur 4. april. 1973
8
fi I I
MERKIÐ, SEM GLEÐUR
HUtumst i kaupfélxigitm
SGOÐI
L J fyrir góúan niat
$ KJÖTIDNADARSTÖD SAHBANDSINS
mmmm
••
EYJABORN I SJON-
VARPINU NORSKA
S l. mánudagsmorgun fóru tvö börn frá Vestmannaeyjum til Oslóar til
þess aö koma þar fram i barnatima sónvarps og iltvarps til aðstoðar
fjársöfnun i Noregi vegna fyrirhugaðrar sumardvalar barna frá Vest-
mannaeyjum í Noregi. Börnin heita Vilhjálmur Garðarsson og
Arnfríður Einarsdóttir. Þau eru 12 ára gömul, og eru væntanleg heim
aftur n.k. fimmtudag. Noregsferðir barna frá Vestmannaeyjum
hefjast um miðjan júnimánuö n.k., og lýkur þeim i byrjun september.
Islenzku flugfélögin gefa „Norsk- islandsk samband” helming flug-
fara.
KEISARASKURÐUR I
FJÓSI Á KOTVELLI
LIF Doppu á Kotvelli í
Hvolhreppi varí veði.. Hún
gat ekki borið. Kálfurinn
sat dauður í burðarliðnum,
og legið hafði rifnað. Dýra-
læknirinn á Hellu, Karl
Kortsson, staðdeyfði hana
og gerði á henni keisara-
skurð. Að öðrum kosti hefði
henni ekki verið líft. Þetta
gerðist í fyrradag.
— Ég hef átján kýr i fjósi, sagði
eigandi hennar, Hermann bóndi
Sveinsson, og Doppa er fimm
vetra. Þetta er góð kýr, heima-
alin, af mjólkurkyni, sem ég hef
verið að reyna að kom a mér upp,
en að nokkru af svokallaðri
Sómaætt. Mér var sárt um hana
og ég vildi láta freista þess að
bjarga henni. Dýralæknirinn
sagði, að bezt væri að geta gert
keisaraskurð á kúnum standandi,
en Doppa lagðist á meðan á upp-
skurðinum stóð. En ég geri mér
vonir um, að hún lifi þetta af, þvi
að hún virðist vera hress. Hættan
er sú, að hún fái blóðeitrun, og
þriðji dagurinn eftir uppskurðinn
kvað vera viðsjárverðastur.
Karl Kortsson kom til starfa
hér á landi skömmu eftir heims -
styrjöldina siðari. Að þvi er
Timinn hefur fregnað mun hann
fyrstur manna hérlendis hafa
gert keisaraskurð á kú i kringum
1950. Það var á Kirkjulæk i
Fljótshlið, og var sú kýr með svo-
kallað steinfóstur, sem merkir,
að kálfurinn hefur drepizt og
visnað i móðurkviði, svo að eftir
voru beinin ein. Við þennan
uppskurð mun Jón Pálsson,
dýralæknir á Selfossi, einnig hafa
verið. Aður en Karl kom aö Hellu
var hann aðstoðardýralæknir hjá
Jóni, og þá gerði hann magaskurð
i Hraungerðishreppi á kú, er
gleypt hafði gaddavir.
— Þetta er ekkert annað en allir
dýralæknar gera, ef til sliks þarf
að gripa, sagði Karl Kortsson um
keisaraskuröinn á kúnni á
Kotvelli er við hringdum til hans.
Það er ekkert sögulegt viö það,
þótt uppskuröur sé gerður á bú-
fénaði fremur en mönnum. Það er
bara eitt af þvi, sem fylgir nútim-
anum. Það eitt var sérlegt við
keisaraskurðinn, sem ég gerði á
kúnni á Kotvelli, að legið hafði
rifnað, og þess vegna er alls ekki
einsýnt, hvernig henni reiðir af.
Fjölmenn ráðstefna
um landnýtingu
MJÖG fjöimenn landnýtingar-
ráðstefna veröur haldin i kristals-
sal Hótel Loftleiöa i lok þessarar
viku föstudag og laugardag. Þar
veröa flutt hvorki meira né minna
en tuttugu og fimm framsögu-
erindi, og talið er, aö ráöstefnuna
sæki um hundraö og þrjátiu fuil-
trúar féiaga og stofnana viös
vegar að af landinu.
Þaö er Landvernd, sem boðað
hefur til ráðstefnunnar i sam-
vinnu við Búnaðarfélag íslands,
náttúruverndarráð, Samband
islenzkra sveitarfélaga, skipu-
lagsstjórn rikisins og landnýt-
ingar- og landgræðslunefnd,sagði
Haukur Hafstað framkvæmda-
stjóri við blaðið i gær. Þarna
verða leiddir saman fulltrúar frá
mjög mörgum aðilum, sem á ein-
hvern hátt gera tilkall til landsins
og gæða þess og hafa með starfi
áhrif á framtiðarviðgang þess.
Aðalviðfangsefnið er skipulag
landnýtingar og verður reynt að
fá yfirlit yfir þau sjónarmið, sem
uppi eru, og ræöa möguleika á
samræmingu þeirra með það að
stefnumiði að tryggja skynsam-
lega landnýtingu, koma li veg
fyrir landspjöll áf völdum Inanna
og græöa þau sár, sem ,'hlotizt
hafa af völdum náttúrunnar eða
búsetu manna.
1 árslok 1971 skipaði Halldór
Sigurðsson landbúnaðarráöherra
sjö manna nefnd til þess að vinna
að gerð heildaráætlunar um land-
græðslu og gróðurvernd og al-
hliöa skipulagningu á. nýtingu
landsins. Meö skipun ‘þessarar
nefndar var af hálfu rlkisvaldsins
tekin ákvörðun um að minnast
ellefu hundruð ára byggðar i
landinu með myndarlegu átaki til
landbóta, og er það hugmynd
Landverndar og þeirra, sem að
ráðstefnunni standa, að leggja
sitt að mörkum til þess að undir-
búa jarðveginn.
Fyrirlesarar á ráðstefnunni
verða Páll Lindal, Páll Bergþórs-
son, Þorleifur Einarsson, Ingvi
Þorsteinsson, Gunnar Guðbjarts-
son, Óttar Geirsson, Sveinn Run-
olfsson, Hákon Bjarnason,
Sigurður Sigurðsson, Gunnar
Bjarnason, Jakob Björnsson,
Snæbjörn Jónasson, Hjörleifur
Guttormsspn, Vilhjálmur
Lúðviksson, Árni Reynisson,
Brynjólfur Ingólfsson, Stefán
Már Stefánsson, Asgeir Bjarna-
son, Gestur Ólafsson, Bjarni
Einarsson Jónas Jónsson,
Magnús G. Björnsson, Ragnar
Arnalds og Eysteinn Jónsson.
Ashtonfjölskyldan að
syngja sitt síðasta
ASHTONFJÖLSKYLDAN veröur
áreiöanlega mörgum harmdauöi
þegar búiö er, sagöi Jón
Þórarinsson, dagskrárstjóri sjón-
varps I gær, en 1. mái n.k. veröur
siðasti þáttur framhaldsþáttarins
sýndur hér. Ekki hefur veriö
framleitt meira af þessu efni svo
að nú er sjálfhætt hvort sem sjón-
varpsnotendum likar betur eöa
ver. Þættirnir eru alls 52 talsins.
Ekki iiggur alveg ljóst fyrir
hvaöa framhaldsþáttur tekur viö.
Nokkrir þættir koma til greina,
en hvorki dagskrárstjórn sjón-
varpsins né útvarpsráö hefur
tekið endaniega afstöðu, en
ákvöröun veröur tekin næstu
daga.
A næstunni hefjast sýningar á
framhaldsþætti sem sænski leik-
stjórinn Ingmar Bergman gerði.
Er það fyrsta verkefnið, sem
hann vinnur fyrir sjónvarp. Er
þar um að ræða mynd sém sýnd
verður i sex þáttum, og heitir.
„Scener ur et Ekteskap” Sýning-
ar á þeim þætti hefjast i maí og
standa fram i júni. Um sama leyti
verða þættirnir sýndir á öllum
Norðurlöndum.
—OÓ
Batnandi afkoma
Kísiliðjunnar
JI-Mývatnssveit — Töluvert frost
hefur veriö i Mývatnssveit síö-
ustu dægrin og aöfaranótt mánu-
dags fór frostiö I 20 stig. Annars
hefur veðrið verið faliegt, jörö
alhvit en allir vegir færir.
Veiði er fyrir nokkru byrjuð i
Mývatni, en það sem af er hefur
veiðin verið sáralitil og skiptir
engu hvort menn reyna dorgina
eða netin. Ekki vita menn um
orsökina, fyrir þessari litlu
silungsveiði, en menn telja þó
helzt að silungur I vatninu sé nú
með minna móti.
Afkoma Kisiliðjunnar batnaði
mjög á siðasta ári, og hafði verk-
smiðjan fyrir fullum afskriftum
um 40 milljónir króna. Aætlað
framleiðslumagn verksmiðj-
unnar á þessu ári eru 23 þúsund
tonn, og gert er ráð fyrir að fyrir-
tækið skili á þessu ári. Sala á
kisilgúrnum gengur vel, en aftur
á móti hafa gengisfellingar
dollarans ekki að sama skapi
verið hagstæðar fyrir verk-
smiðjuna. Svo til allur kisilgúrinn
er seldur til Evrópu, en greiðslur
eru samkvæmt samningum
inntar i dollurum, sem er mjög
óhagstætt á þessum timum.
Ákveðið er að gera tilraunir
með hreinsitæki þau, er Jón
Þórðarson hefur fundið upp i
kisilverksmiðjunni innan tveggja
mánaða.
Nú er ákveðiö, að bygging póst-
og simahúss hefjist i Reykjahlið á
Framhald á 5. siðu.
Miklar annir hjá
Landhelgisgæzlunni
22 vestur-þýzkir togarar á friðuðu svæði
— skorið á togvíra St. Ledger í 2. sinn
ÞÓ—Reykjavik. — Svo virðist,
sem vestur-þýzkir togaraskip-
stjórar hafi ætlað sér^að reyna að
koma I veg fyrir viðræðurnar um
landhelgismáliö, sem hófust i
Reykjavik 1 gær milli
vestur-þýzku og islenzku rikis-
stjórnanna. Skömmu áöur en
fyrsti viðræðufundurinn átti að
hefjast kom tilkynning frá Land-
helgisgæzlunni um, að allir
vestur-þýzkir togarar, sem vitað
væri um á veiöum hér við land,
væru komnir á veiðar i einum
hnapp á einu mikilvægasta
hrygingasvæöi við strendur
Islands.
Islenzku varðskipin byrjuðu
strax að stugga við togurunum,
en það var ekki fyrr en milli
klukkan tvö og þrjú 1 gær, aö tog-
arrnir hifðu trollin og komu sér
burt af svæðinu. Þá voru varð-
skipin margbúin að reyna að
koma togurunum út fyrir þetta
friðaöa svæði. Haft er eftir
v-þýzkum útgerðarmönnum, að
þeir séu reiðir út i skipstjórana
vegna þessa uppátækis, enda
segja kunnugir menn,að þetta at-
hvæfi Þjóöverjanna 'sé eitt hið
svívirðilegasta, sem framið hafi
verið innan islenzkrar landhelgi,
og hefur þó margt ljótt verið
framið innan Islenzku fiskveiði-
lögsögunnar.
Skorið á vira St. Ledger
Sex brezkir togarar voru á
veiðum á Selvogsbanka i gær-
morgun, og sinntu þeir i engu við-
vörunum varðskipa um aö koma
sér út fyrir 50 mllna mörkin.
Greip þá varðskip til þess^að
Framhald á 5. siöu.
Klp-Reykjavik. — Á þrem
fyrstu mánuðum þessa árs,
hefur lögreglan í Reykja-
vík handtekið 226 ökumenn
grunaða um ölvun við
akstur. Er þetta öllu fleiri
en á sama tíma í fyrra, en
þá höfðu verið teknir
nákvæmlega 200 ökumenn.
Að sögn Sturlu Þórðarsonar,
fulltrúa lögreglustjóra, er stærsti
hluti hópsins, sem tekinn hefur
verið á þessum þrem fyrstu
mánuðum á aldrinum 17 til 25 ára
og flestir undir tvitugt. Sé þetta
sama og undanfarin ár nema nú
hafi verið teknir fleiri.
„Þaö er erfitt aðsegja um, hver
ástæðan er til þessarar aukn-
ingar” sagði Sturla.” Það getur
bæði verið vegna betri löggæzlu
og einnig vegna þess, að þeir ,
sem hafa umráð yfir ökutæki láti
sig hafa það að aka undir áhrifum
éfengis þrátt fyrir þá áhættu,sem
þvi fylgir.
Þeim fjölgar lika stöðugt, sem
fá ökuleyfi og ökutækjunum
fjölgar einnig að sama skapi”.