Tíminn - 11.04.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.04.1973, Blaðsíða 3
Miövikudagur 11. april 1973. TÍMINN 3 Stóru gati í kerfinu lokað Eins og bent var á i forystu- grein Timans fyrir skömmu, þá hefur sú furöa viögengizt i kerfinu, aö sumir æöstu em- bættismenn þjóöarinnar hafa fengiö laun sin hækkuö um allt aö helming, þegar þeir láta af störfum. Pannig er meö hæstaréttardómara, sem hafa 120 þúsund kr. á mánuöi. Er þeir iáta af störfum haida þeir fulium iaunum en fá siöan laun úr lífeyrissjóöi opinberra starfsmanna og almennan lif- eyri úr almannatrygginga- kerfinu aö auki. Laun þeirra nærri tvöfaldast viö þaö, aö þeir draga sig i hlé og setjast i helgan stein. Hér er komiö út fyrir alia skynsemi. Nú hefur Halldór E. Sigurösson fjármálaráöherra lagt fram frumvarp tii laga á Alþingi, sem giröir fyrir þessa óhæfu, sem heyrir til viöreisn- ararfinum, sem þessi rlkis- stjórn tók viö eftir hinar margrómuöu aögeröir viö- reisnarstjórnarinnar til aö af- nema misfellur I launakerf- inu. Þetta frumvarp á aö koma i veg fyrir þann möguleika, sem viögengizt hefur, aö ein- stakir embættismenn gætu notiö hvoru tveggja I senn, er þeir hafa látiö af störfum fuilra launa og Hka fullra eftirlauna. t framsöguræöu fjármála- ráöherra kom fram, aö nokkr- ir fleiri embættismenn en hæstaréttardómarar hafa not- iö þessara makalausu rétt- inda. Frumvarpiö kveöur svo á um, aö á meöan starfsmaöur gegnir áfrain starfi eftir að hann hefur veriö frá þvl leyst- ur eöa hann fær af öörum ástæöum áfram greidd óskert laun, sem starfinu fylgja, á hann ekki jafnframt rétt til lif- eyris”. Skortur á leiguhúsnæði t september 1972 sendi Húsnæðismálastofnunin út fyrirspurnabréf til bæjar- og sveitarstjórna allra þéttbýlis- staöa á landinu til aö kanna ieiguhúsnæöisþörf. Svör bár- ust aöeins frá 46 af 84 sveitar- stjórnum og töldu allar, sem svöruöu aö skortur væri á leiguhúsnæði. 91% þjóöarinn- ar býr á þeim stööum, sem svör bárust frá. Engar ákveönar tölur liggja fyrir I niðurstööum könnunar- innar um leiguhúsnæöisþörf- ina á Reykjavikursvæðinu og nágrenni, en vitað er aö stapp- ar nærri neyöarástandi I ýms- um tilfellum eftir aö Vest- mannaeyingar uröu aö flýja heimili sín. Tii viðbótar liggur einnig fýrir hjá Reykjavikur- borg aö mikili húsnæöisvandi er hjá 463 reykvlskum fjölskyldum, sem ekki fengu leiguibúðir borgarinnar né FB-ibúöir I Breiðholti. Eru þá ótaldir allir hinir, sem ekki uppfyila þau ströngu skilyröi, sem til greina koma viö úthlutun leiguibúöa til reykviskra fjölskyldna og svo allir þeir Vestmannaeyingar, sem I húsnæöishraki eru á þessu svæöi. Skv. niöurstöðum könnunar- innar vantar a.m.k. 759 fbúöir utan Reykjavlkursvæöisins, en Rcykjavikursvæöiö er taiiö i þessari könnun Reykjavlk, Kópavogur, Hafnarfjöröur, Oarðahreppur, Seitjarnarnes og þrir þéttbýlisstaöir i Mos- fellssveit, Lágafell, Alafoss og Reykir. Nú liggur fyrir Alþingi Frh. á bls. 15 Aukin samskipti tslendinga og Færeyinga. Aukin samskipti Islands og Færeyja 1 FYRRAKVÖLD var stofnað I Norræna húsinu i Reykjavlk féi- ag, sem nefnist Ísland-Færeyjar. A hlutverk þess að vera að stuðla aö auknum samskiptum Færeyinga og tslendinga, einkum i menningarmálum. Komu á fundinum fram hug- myndir um hópferðir milli land- anna, þátttöku i menningarviku, sem haldin verður i Færeyjum í sumar og ihlutun um það, að færeyskar bækur verði til sölu i islenzkum bókabúðum. Formaður félagsins var kosinn Arni Johnsen blaðamaður, en aðrir i stjórn Árni Gunnarsson fréttamaður, Auður Matthias- dóttir, Ragnvald Larsen og Jón Bjarman. FRÆÐIMANNSIBUÐ- INNI ÚTHLUTAÐ GJ, Reykjavik. — A fundi stjórn- ar húss Jóns Sigurössonar 5. april s.l. var samþykkt að veita Haraldi Sigurössyni, bókaveröi, kost á afnotum af fræöimanns- ibúö hússins á timabilinu frá 1. júni til 31. ágúst n.k. Haustið 1971 kom út hjá Menningarsjóði bók eftir Harald, er nefnist Kortasaga Islands. Er i bókinni að finna athuganir Haralds á þessu viðfangsefni, en rannsóknin spannar timabilið frá öndverðu og til loka sextándu aldar. í viðtali við blaðamenn Timans sagði Haraldur, að hann hyggðist nota þetta tækifæri, er sér byðist með þessu, til þess að halda áfram rannsóknum sinum á þessu sviði. Er ætlunin að taka upp þráðinn þar sem frá var horf- ið og rannsaka timabilið frá sextándu öld og fram á við. Ef að likum lætur munu þessar at- huganir leiða til þess að út komi annað bindi af Kortasögu Islands innan tífSar Eriendur Einarsson I ræöustóii á aöaifundi Samvinnubankans. Viö boröiö frá vinstri: Asgeir Magnús- son, Pétur Eriendsson og Kristleifur Jónsson bankastjóri. SAMVINNUBANKINN í ÖRUM VEXTI AÐALFUNDUR SAMVINNU- BANKA tslands hf., var haldinn laugardaginn 7. apríl s.I. aö Hótel Sögu. Fundarstjóri var kjörinn Ásgeir Magnússon, framkv.stj., en fundarritari Pétur Eriendsson skrifstofustjóri. Formaður bankaráðs, Erlend- ur Einarsson, forstjóri flutti skýrslu um starfsemi bankans, hag hans og afkomu á árinu 1972, og minntist þess að það hefði ver- iö 10. starfsár bankans. Hann bauð nýja hluthafa velkomna I hóp eigenda bankans, en hluthöf- um hefur fjölgað mjög eftir að bankinn var opnaður með al- mennu hlutafjárútboði i nóvem- ber s.l. 1 skýrslu hans kom fram, að mikill vöxtur er i allri starfsemi bankans. Innstæðuaukning árið 1972 varð meiri en nokkurt annað ár, afkoma bankans batnaði verulega og hlutafé bankans var aukið til mikilia muna. Á árinu yfirtók bankinn innstæður þriggja innlánsdeilda kaupfélaga. Sett var á fót sjálfstætt útibú á Vopna- firði og umboðsskrifstofa opnuð i Króksfjaröarnesi. Þá tók stofn- lánadeild samvinnufélaga til starfa við bankann. Kristleifur Jónsson bankastjóri lagöi fram endurskoðaða reikn- inga bankans og skýrði þá. Heildarinnlán i Samvinnu- bankanum námu i árslok 1972 1.455 millj. kr. og höfðu aukizt um 4l5millj. kr. á árinu eða tæp 40%. Spariinnlán jukust um 293 m.kr. eða 34%, en veltiinnlán um 122 m. kr. eða 71%. Hlutur útibúanna i innlánsaukningunni nam 199 m. kr. Heildarútlán bankans hækkuðu um 365 millj. kr. á árinu námu 1.191 millj. kr. i árslok. Staðan gagnvart Seðlabankan- um hélzt góð allt árið og námu innstæður við hann 301 millj. kr. um áramótin, þar af 268 millj. á bundnum reikningi. Heildarvelta, þ.e. fjármagns- streymi gegnum bankann, nam 23,8 milljörðum kr. og jókst um 24%. Viðskiptareikningum fjölg- aöi um 3800 og voru 35.000 i árslokin. Hlutafé bankans ásamt hluta- fjárloforðum jókst um 64,5 millj. kr., eða úr 15,9 millj. i ársbyrjun i 80,4 millj. i árslok. Þar af nam innborgað hlutafé 66,8 millj. kr. Stefnt er að þvi að auka hlutafé bankans I 100 millj. kr. og nam sala þess 93 millj. hinn 31. marz s.l. Rekstursafkoma bankans batn- aði verulega á árinu 1972. Tekju- afgangur til ráðstöfunar varö 13,7 millj. kr. á móti 3,7 millj. árið 1971. Til afskrifta varð 2,3 millj. en I sjóði voru lagðar 11,4 millj. kr. Aðalfundurinn samþykkti að greiða hluthöfum 7% arð fyrir ár- ið 1972. Endurkjörnir voru i bankaráð þeir Erlendur Einarsson for- stjóri, formaður, Hjörtur Hjartar framkv. stjóri, varaformaöur og Vilhjálmur Jónsson fram- kvæmdastj. og til vara Asgeir Magnússon, framkv. stj. Hjalti Pálsson framkv. stj. og Ingólfur Ólafsson kaupf. stj. Endurskoð- endur voru kjörnir þeir Oskar Jónatansson, aðalbókari og Magnús Kristjánsson fyrrv. kaupfél. stj. 177 kr. á íbúa SAMKVÆMT ákvörðun félags- málaráðuneytisins voru laun odd- vita 177 krónur á hvern Ibúa hreppsins siðast liðið ár. Eftir þessu bera oddvitarnir i Skagahreppi og Seyðisfjarðar- hreppi úr býtum 4797 krónur, odd- vitinn á Snæfjallaströnd 4680 krónur og oddvitinn I Selvogi 2925 krónur. Þeir fá þó alltaf fyrir kaffinu, ef þeir halda hrepps- nefndarfund heima hjá sér. Dr. Geir A. Gunnlaugsson. Lauk doktorsprófi NÝLEGA lauk Geir A. Gunn- laugsson doktorsprófi I verkfræöi viö Brown University i Bandarikjunum. Geir A. Gunn- laugsson er fæddur 30. júli 1943. Hann varö stúdent frá mennta- skólanum I Reykjavik áriö 1963, stundaöi nám viö Verkfræöideild Háskóla tsiands og lauk prófi I vélaverkfræöi viö Danmarks Tekniske Höjskole I janúar 1970. Að loknu prófi vann Geir á Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns. Haustið 1970 fór hann til framhaldsnáms I aflfræði fastra efna við Brown University. Doktorsritgerð Geirs nefnist á ensku ,,On Optimal Design of Trusses” og fjallar hún um vandamál I beztun við hönnun á grindum. Hefur hann skrifað greinar á þvi sviði. Geir mun starfa hjá skýrsluvél- um rikisins og Reykjavikurborg- ar. Geir er kvæntur Kristinu Ragnarsdóttur og eiga þau tvö börn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.