Tíminn - 11.04.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.04.1973, Blaðsíða 1
,/Hótel Loftleiðlr býður gestum sfnum að velja á mllli 217 herbergja með 434 rúmun — en gestum standa lika Ibúðir til boða. Allur búnaður miðast vlð strangar kröfur vandlátra. LOFTLEIÐAGESTUM LIOUR VEL. WOTEL miEIÐIfí Yfir 35 þúsund manns á Suðurlandi árið 2000 1 gær var dimmt í lofti i Reykjavlk, og þokan hrislaöist um turninn á Haiigrlmskirkju á Skóiavöröuhæö eins og fjallsgnipu. — Tímamynd: Gunnar. 200 manns vantar í vinnu í Olafsvík en ekkert húsnæði er þar aflögu KJ—Reykjavik. — Lagður hefur verið fram i bókarformi fyrsti hluti Suðurlandsáætlunar, sem fjallar um þróun at- vinnulifs og opinberrar þjónustu á Suðurlandi á næstu árum. Er i þessari mikiu áætlun gerð itar- leg úttekt á velflestum málum i Suðurlands- kjördæmi, og á grund- velii þessarar úttektar er ætiunin að gera annan hluta Suðurlandsáætlun- ar, sem myndi þá fjalla um einstakar fram- kvæmdir á Suðurlandi, hvernig þær verða fjármagnaðar, i hvaða röð ráðizt verður i framkvæmdir — og kannski siðast en ekki sizt hvað verður gert á vegum rikis og sveitar- félaga þar á næstu ár- um. Suðurlandsáætlun er unnin i samræmi við þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi i mai 1972, en áð- ur hafði aðalfundur Samtaka sveitarfélaga i Suðurlandskjördæmi samþykkt samskonar tillögu. Gert er ráð fyrir að i Suðurlandskjördæmi verði 21 þúsund ibúar árið 1980 og 35 þúsund ibúar árið 2000. Þeir sem hafa unnið að þessari áætlun eru Samtök sveitarfélaga i Suðurlandskjördæmi i samr. við Framkvæmdastofnun ríkisins, en framkvæmdaaðilar við verkið hafa verið framkvæmdastjóri samtakanna, Sigurfinnur Sigurðsson hagfræðingur, ásamt Hagvangi h.f., Verkfræðistofu Guðmundar G. Þórarinssonar. Vegagerð rikisins, námsstj. Suðuriands Valgarði Runólfssyni og Gesti Ólafssyni skipulagsfræð- ingi. Alls er fyrri hluti Suðurlands- áætlunar um 360 siður og þvi eng- inn vegur að gera áætluninni nákvæm skil hér, en öllum odd- vitum á Suðurlandi hefur verið send áætlunin, og um hana vqður m.a. fjallað á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga i Suðurlandskjör- dæmi, sem haldinn verður i Ar- nesi i Gnúpverjahreppi á laugar- daginn. 1 sambandi við gerð áætlunarinnar, voru haldnir fjór- ir fundir á Suðurlandi og einn i Vestmannaeyjum, til að fá fram sjónarmið sveitarstjórnarmanna. Ætlunin var að hafa sérstakan Frh. á bls. 15 ÞÓ Reykjavik. — Afli hjá bátum, sem róa af Snæfellsnesi hefur verið sæmilegur I vetur, og hefur það leitt til þess, aö fólk hefur orðiö að vinna i fiski i þessum verðstöðvum frá þvi snemma á morgnana fram á rauða nótt. t Ólafsvik er talið, aö það vanti aö minnsta kosti 200 manns I vinnu en þar er unnið alla daga vikunn- ar, og hafa menn þvi Iftinn tima til að gera sér dagamun þar. Sömu sögu er að segja frá öðrum verstöðvum á Snæfellsnesi eins og Hellissandi. Ekki er atgangurinn eins mikill i verstöðvunum við suður- ströndina, en ef einhver hrota kemur þar, þá má búast við, að margt fólk vanti til vinnu. I fy.rra kom aldrei nein aflahrota hjá Þorlákshafnar- og Grindavikur- bátum, en hún kom hins vegar i hitteðfyrra um 10. april og stóð fram i mai. Nú biða menn spenntir i þess- um útgerðarstöðum eftir páska- hrotunni og segja reyndar að hún verði að koma, þvi afli hafi verið svo tregur. Jafet Sigurðsson i ólafsvik sagði, að þar vantaði mjög margt fólk til vinnu. Allir, sem vettlingi gætu valdið stæðu i vinnu fram á nótt, og unnið væri frá þvi klukkan átta á morgnana til klukkan eitt um nóttina, jafnt um helgar sem virka daga. Um helgar hafa skólakrakkar hlaupið undir bagga, en það hrekkur hvergi til. Það er rætt um að hingað þurfi að flytjast 100-150 fjölskyldur, sagði Jafet, en hér er mikill hús- næðisskortur. Til að leysa brýnustu þörfina hafa frysti- húsið, saltfiskverkunin og út- gerðarmenn hér á staðnum stofnað með sér hlutafélag til að byggja stóra og mikla verbúð. Þessi verbúð, sem verður 900 fer- metrar að flatarmáli, verður búin 40 tveggja manna herbergjum og fljótlega verður hafizt handa við að reisa hana. Afli Ólafsvikurbáta hefur verið mjög þokkalegur siðustu daga og i fyrradag voru bátarnir með þetta 10-20 lestir, sem verður aö teljast góður meðalafli. Aflahæsti Ólafsvikurbáturinn er nú Lárus Sveinsson með i kringum 660 lestir. Stórhækkað verð á grósleppu- hrognum VERÐ grásleppuhrogna hefur hækkað til mikilla muna, og verður það vart undir þrettán þúsund krón- um á 105 kilógramma tunnu. t fyrra var það niu þúsund, svo að hækkunin nemur fast að fjörutíu af hundraði. Framan af veiðitimanum fylla hrogn úr hundrað grá- sleppum eina tunnu, og geta jafnvel gert betur, þar sem hún er væn. Grásleppuveiðar eru mjög stundaðar, þar sem hrogn- kelsagengd er mest, og ekki fjarri lagi, að út séu fluttar framt að fimmtiu þúsund smálestir grásleppuhrogna á ári, mest til Frakklands og Austur-Þýzkalands. A seinni árum hefur verið lögð vaxandi áherzla á vöru- vöndun, enda hér mikil verðmæti i húfi, og myndu þó margfaldast, ef hrognin væru lögð niður i dósir hér innan lands. Grásleppuveiðarnar eru mikil búbót viða á Ströndum, Tjönnesi og viö Eyjafjörð, svo að nokkrir staðir séu nefndir, þar sem mikið kveður að þeim, og sums staðar er farið að stunda þessar veiðar á mun stærri bátum en áður hefur verið gert og veiða hrognkelsin á meira dýpi, áður en þau skriöa upp i þarann. Félag aldraða undirbýr stórfram* kvæmdir Félag aldraðra og eftirlauna- þega hefur sótt um lóðir undir tvö fjölbýlishús i hverfi þvi sem skipulagt verður á Eiöisgranda. Svar við umsókninni hefur enn ekki borizt og þvi ekki enn verið ákveðið hve stór fjölbýlishúsin verða. Félagiö var stofnað fyrir nokkru og verður framhalds- stofnfundur haldinn eftir páska. Auðunn Hermannsson, formaður félagsins, sagði blaðinu, að þegar __________Frh. á bls. 15 Bæjarstjórinn á Seyðisfirði segir af sér TK-Reykjavik. — A fundi I bæjar- stjórn Seyðisfjarðar I fyrradag baðst Guðmundur Karl Jónsson bæjarstjóri lausnar frá starfi sinu með 6 mánaöa uppsagnarfresti. Enginn ágreiningur er milli liæjarstjórnar og bæjarstjórans, og segir Guðmundur upp starfi sinu af persónulegum ástæðum og að eigin ósk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.