Tíminn - 11.04.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.04.1973, Blaðsíða 9
TÍMINN Miövikudagur 11. april 1973. Miövikudagur 11. april 1973. TÍMINN FÓLKIÐ, SEM SIGRAR HEIMINN Formaöurinn og varaformaöurinn meö hesta sína. HESTAMANNAFÉLAG UNGLINGA Á AKRANESI GB—Akranesi. — 1 vetur stofnuöu þrettán Akurnesingar, þrettán tii fimmtán ára gamlir, hesta- mannafélag, er þeir nefndu Sprett. Eiga félagsmenn fjórtán hesta, þar af tfu tamda. Fastlega er búizt við því, aö félögum i Spretti fjölgi bráölega, og hesta- eign félagsmanna aukist. Piltarnir eiga hús handa hest- unum, og hafa þeir smiðaö sum þeirra sjáifir og einnig heyjað til vetrarins. Aö sjálfsögöu hiröa þeir hesta sina og fara iðulega i útreiðar, einkum um helgar. Annan hvorn föstudag er hald- inn fundur, þar sem rædd eru félagsmál og framtiðaráform samtakanna.Nú er til dæmis verið að bollaleggja um viku ferð upp til fjalla i sumar, auk helgar- ferða. Formaður félagsstjórnar er Guðmundur Sigurðsson I Klapparholti og varaformaður Ingólfur Arnason, Furugrund 18, og geta þeir, sem vilja komast i félagið, snúið sér til þeirra. AÐ MINU áliti hefur Birgir Sigurösson komizt langt fram i raöir islenzkra rithöfunda meö leikriti sinu, Pétur og Rúna. Vitaö var áöur, aö hann var bæöi vel ritfær og gæddur skáldæö, en hér hefur hann skilað athyglisverðu verki, þar sem margt um- hugsunarefni birtist. Það er athyglisvert, hve viða hjá ungum höfundum kemur fram uppreisnarhugur gegn ýms- um einkennum velferðarþjóð- félags samtlðarinnar. Ungir höf- undar kosta kapps um að sýna menn, sem neita að fylgja rikj- andi forskrift um mikla skóla- göngu, glæsileg próf, fin og feit embætti og háa launaflokka. Hér er eitt slíkt verk á feröinni. Pétur vill ekki verða þræll finna hús- gagna og sliks tizkumunaðar, og sá vilji hans kemur einkum fram i óbeit á yfirvinnu. En margt blandast þar saman. örlagarik- asti þátturinn i skapgerð hans og mótun er óbeit hans á móður sinni, sem honum fannst strax á barnsaldri, að hefði svikið föður hans og jafnvel hrundið honum i dauðann. Harmsaga móðurinnar er hins vegar sú, að hafa misst hylli sonarins. Sú saga er ágætlega sýnd i þessu leikhúsverki i meö- ferð Sigrlðar Hagalin. Hún fagnar sigri, þegar hún heldur sig ná tök- um á Rúnu og finnur svölun I þvi, að hún snúist til sin frá Pétri. öll sú saga bregður skörpu ljósi á frumdrætti mannlegs eðlis. Dýpstur lifsskilningur, en raunar hinn sami, finnst mér þó að birtist i örvæntingu Rúnu, þegar Pétur segist geta verið án hennar. Þaö verður mörgum samtiðarmanni okkar dauðadómur, að honum finnist að enginn þurfi sin með. Sú tilfinning nistir hjartað helkulda, gerir llfið tilgangslaust og tómt, svo að hvergi eygist neitt tak- mark. Þá eru þeir betur settir, sem þreyta þindarlaust kapp- hlaup við kunningjana um tlzku- búnað og Iburð, jafnvel þó að þeir sprengi sig á þvi kapphlaupi, svo sem ýmsa hendir. Það er fánýtur leikur að blása sápukúlur og elta þær, en sá sem HOFN VIÐ DYRHÓLAEY EITT AF þvi, sem efst er á baugi, er höfn við suðurströndina. Hafa sex þingmenn Suöurlandskjör- dæmis borið fram tillögu til þingsályktunar um það mál, og allir verið sammála um nauðsyn þess, hvar I flokki, sem þeir standa. I Tlmanum 9. marz s.l. birtistgrein eftir mig um höfn við Dyrhólaey, og hef ég verið beðinn um að birta skyndiuppdrátt að hugmynd minni um höfnina. Oliubryggja Dyrhólaey- Stampur * Sker Brimbrjótur Háidrangur C 1 Mávadf'angur Innsigling er hugsuö austan eöa vestan viö brimbrjótinn eftir áttum, ytri höfn utan oliubryggjunnar, en innri höfn grafinn inn eftir I sandinn eftir þörfum. Eins og ég tók fram í greininni hef ég siðan 1958 fylgzt með at- hugunum um hafnargerð þar, og skrifað nokkrar greinar um nauð- syn þessara framkvæmda. öllum mun kunnug nauðsyn hafnar við Suðurland, eftir þær miklu hamfarir i Vestmannaeyj- um, þar sem hætta er á að höfnin v þar geti ekki fullnægt þeim kröfum, sem gera þarf við siglingaöryggi við hina hafnlausu suðurströnd. Það er kannski deiluatriði, hvar slik höfn á að vera, en við nána athugun mun Dyrhólaey vera bezti staðurinn og fullnægja helztu kröfum, sem gerðar verða til nútímahafnarstæðis. Ég ætla að telja það helzta: 1. Sjálfgerð bryggja við norð- vesturhorn eyjarinnar. 2. Nægjanlegt hreint vatn til iðnaðar og neyzlu. 3. Leiðarmerki til staðar — bæði miðunarstöð og ljósviti. 4. Byggingarsvæði mjög gott. 5. Byggingareíni hið bezta við Suðurland. 6. Höfnin liggur vel viö fiski- miðum. 7. Fjöll vernda staðinn fyrir vatns- og jökulhlaupum. 8. Sterkir straumar vernda höfnina fyrir sandburði. 9. Ekki hefur gosið þar siðan á ísöld. 10.1 höfninni er hægt að útiloka sog með bryggjum frá austri og vestri, sem ekki er hægt við aðrar hafnir við Suðurland. 11. Við Mávadrang er um 70 feta dýpi, sem er framan við inn- siglinguna. Það má ekki koma fyrir, að sjómenn þurfi að leggja skipum sinum til hafs i fárviðrum, eins og kom fyrir i vetur, bæði fiski- og flutningaskip, svo að af hlauzt skipatjón. Vetrarveður við íslandsstrendur eru hörð og við verðum að gera kröfur til þess að úr verði bætt hið skjótasta. Með nútimatækni er það auðvelt, ef rétt er að farið. Helgi Benónýsson. það gerir, er þó að vissu leyti bet- ur settur en hinn, sem ekki hefur rænu á neinu, þar, sem tómleiki tilgangsleysisins nistir hjarta hans. Þvi fer f jarri, að persónur Birg- is Sigurðssonar i þessum sjónleik séu fullkomnar persónur eða lýtalausar. Manni segir Pétri, að hann sé orðinn mannýgur. Rúna óttast það, að hún fari að hata og verða beisk I huga eins og Pét’ur. Hún veit, að á þeirri braut finnur hún ekki þá hamingju, sem hún þráir. Ekki er þvi að neita, að á þessu verki eru viss tlzkueinkenni, sem mér eru heldur ógeðfelld. Nefni ég þar sóðalegt orðabragð, um- fram allar þarfir til að segja það, sem segja á og segja þarf, á mæltu máli, hispurslausu og eðli- legu. Sömuleiðis fullmikinn hippabrag á söguhetjum, sem meðal annars kemur fram i þvi, að tala um að „splæsa i eina” i lokin áður en lengra er hugsað. Lifsflótti hippanna og eiturlyfja- neyzla, sem er einkenni flóttans, frelsar ekki heiminn. Þa.ð er rétt, sem Manni segir, að það er engan veginn nóg að láta reka sig. Það er ekki nema byrjunin. Annars segir Manni fleira gott. Stundum er mikill kjarni dreginn saman i stutt mál. Svo er t.d. þeg- ar hann minntist hugsjónamanns, sem vildi bæta mennina, en leidd- ist svo eftir þvi að þeir færu að batna að hann tók aö hatast við þá, en þar með náðu óhollar kenndir valdi á honum, og svo sprakk i honum maginn. Þarna speglast mikil saga, sem viða hefur gerzt. Stuttur vinnutlmi er I sjálfu sér ekkert takmark og alls ekki það, sem mestan vanda má leysa með á íslandi i dag. Hófsemi I lifsvenj- um og skynsamleg meðferð fjár- muna er allt annað. Vinna, til að gera góða hluti, er blessun en ekki böl, og sé unnið af hugsjón er starfið mikil andleg heilsubót. Um þetta er litið fjallað beinlínis I sjónleik Birgis Sigurðssonar. Það skiptir ekki máli að hve miklu leyti höfundur hugsar sér Pétur sem dæmigerðan fulltrúa þeirrar kynslóðar, sem átti sér Birgir Sigurðsson bernsku sina á striðsárunum og mótaðist af styrjöld og hernámi, striðsgróða og óhófi: Pétur beið tjón á sálu sinni i þeim svipting- um og uppreisn hans er ekki gerð af hófsemi og jafnvægi. En kring- um hann eru átök, sem eru I fyllsta máta mannleg og eiga sér orsakir 1 mannlegum samskipt- um og viðhorfum, eins og þau eru á tslandi I dag. Og ætti þvi það að vera menntandi að horfa á þenn- an sjónleik. Hér var ekki ætlunin að skrifa leikdóm og vérður ekki gert. Þó skal þess getið, að ég held aö allir hlutaðeigendur megi vel við una þessa sýningu Leikfélags Reykja- vikur. Ég held að hún komi til skila þvi, sem höfundur vill segja og sýna. Þessi sjónleikur er merkur vegna þess, að hann er byggður á þeim skilningi að mesta gæfu- leysið er að tapa ábyrgðartilfinn- ingunni, — finna sig ekki með- ábyrgan fyrir velferð og ham- ingju samfélagsins, — heimilis, fjölskyldu, þjóðar og njóta ekki trausts og samúðar félaga. Sá skortur veldur þvi, aö menn hafa ekkerttil að standa á, eiga ekkert til að byggja lif sitt á. Og vegna þess, að þar er komið að mesta meini samtiðarinnar, — og það um allan hinn vestræna heim — er sérstök ástæða til að fagna — og fagna þessum sjónleik vel. Ég veit,.að það á ekki að segja skáldum fyrir verkum. En ég vona að Birgir Sigurðsson heillist svo af heilbrigðu fólki, að hann eigi eftir að lýsa þvi I nýju leik- húsverki af jafnmikilli snilld. Þá á ég viðþað fólk, sem vinnur mik- ið og vel með glöðu geði I þeirri trú, að þaö sé að skapa betri heim og fegurra mannlif. Það er fólk, sem er sjálfstætt I hugsun og hátt- um, sækist lítt eftir Iburði og munaði, veit að allt, sem er ein- hvers virði, kostar sjálfsafneitun, hefur óbeit á llfsfiótta og skynvill- um, berst fyrir jöfnuði og jafn- rétti án þess aöhatast við þá, sem stunda gróðabrall eða fyrirlita ráðleysingja, sem aldrei eignast neitt, hvað miklar tekjur, sem þeir hafa, hvort sem það er llfs- flóttalýður, sem leitar að skyn- villu eiturlyfjavímu, eða bara hversdagslegra fólk, ístööulitið, stefnulaust. Það er slikt fólk, sem sigrar heiminn, og ég vona að Birgir Sigurðsson eigi eftir að sýna þaö, svo að samtiö hans verði minnisstætt, þvi að hann vill sýna ósigraöa menn og er maöur til þess. H. Kr. LOG OG LÉTTARA HJAL Á SELFOSSI A SELFOSSI hefur sönggyðjan jafnan átt vinum að fagna. Þar hefur verið áhugasamt söngfólk og ágætir söngstjórar. Frú Anna Eiriksdóttir I Fagurgerði lyfti mjög sönglifi staðarins I upphafi. Seinna komu aðrir er héldu merk- inu á lofti. Má þar nefna Ingi- mund Guðjónsson, Guðmund Gilsson og fl. Um þessar mundir eru þeir Einar Sigurðsson, sem æfir og stjórnar kirkjukórnum og Jónas Ingimundarson er æfir og stjórnar kvenna- og karlakórun- um á Selfossi, sem einkum halda „hópnum saman”. Söngfólkið fylgir þeim fast á eftir, þess vegna er árangur slikur, sem raun ber vitni. • Undanfarna vetur hafa kvenna- og karlakórarnir á Selfossi æft all viöamikla söngskrá og gefiö hér- aðsbúum kost á að njóta. Er skemmst að minnast, aö á Arvöku Selfoss sl. vetur áttu Selfosskórarnir sinn merka þátt I hinni viðamiklu dagskrá Arvök- unnar, er þá var haldin fyrsta sinni. Að undanförnu hafa Selfosskór- arnir (þ.e. karla og kvennakór- arnir) gefið héraösbúum kostá að kynnast árangri af vetrarstarfi sinu. Auk þess að syngja lög eftir innlenda og erlenda höfunda, hafa kórarnir, að þessu sinni, boðiö upp á „léttara hjal” að auki. Er þetta skemmtileg nýbreytni og vel þegin, enda kennir þar „margra grasa” og má m.a. nefna: viðtal við einn úr þjóðhátiðarnefnd héraðsins, ásamt lýsingu af landnámi til forna og fyrirhuguðum hátiða- höldum á næsta ári, af þvi tilefni. Bókmenntum er gerö eftir- minnileg skil. Evudætur tala tæpitungulaust um áhugamál sin. Hjónabandserjur eru leiddar i sviðsljósiö I orðum og athöfn og siðast en ekki sizt — mannfræði- rannsóknir með tilheyrandi „mælingum” eru eitt viðamesta atriðið i þessari léttleikans dag- skrá, sem krydduö er söng, gamankvæðum og hinum ótrú- legustu „uppátækjum” kórfélag- anna. Aösókn að samkomum kóranna hefur verið mjög góð og Doktorinn kominn að gera mannfræöilegar mælingar. Evudætur á bregöa á leik meö fagurt úrval hatta. náöi hámarki i félagsheimilinu Arnesi 31. marz sl. Hið glæsilega félagsheimili var þétt setið áheyrendum vlösvegar aö úr héraðinu. Klöppuðu þeir kórfólki óspart lof I lófa, og kölluðu fram aukalög. Meðan dansinn dunaöi I Árnesi að loknum söng og „léttu hjali” tókst mér að fá söngstjórann til þess að svara nokkrum spurning- um: — Hvenær verður næsta sam- koma hjá Selfosskórunum, Jónas? — Við syngjum næst I Selfoss- blói aö kvöldi siðasta vetrardags 18. aprll. Þann dag hefst árvaka Selfoss og kórarnir leggja fram sömu dagskrá og verið hefur á samkomum okkar að undan- förnu. Sennilega verður svo önnur samkoma á okkar vegum I Selfossbiói annan páskadag. Það er siðasti dagur Arvökunnar. — Hvað eru starfandi kór- félagar margir I báðum kórunum um þessar mundir? — Milli 50 og 60. — Hvað ert þú búinn að stjórna söng lengi á Selfossi? — Þetta mun vera þriðja árið mitt þar. — Hvaðan komstu að Selfossi, Jónas? — Ég fæddist á Bergþórshvoli i Vestur-Landeyjum 1944. Þaðan fluttist ég með foreldrum minum til Selfoss og siðar til Þorláks- hafnar og þaðan má segja að ég hafi komið að Selfossi, hið siðara skipti. — Hvernig likar þér að starfa að sögn og tónlistarmálum á Selfossi? — Svona heldur vel. — Ég reyni að halda þessu vel vakandi. —Hvaða óskhyggja er þér efst i huga I þessu sambandi? — Fyrst og fremst betra húsnæði til söngæfinga og sam- komuhalds. Hitt er rétt aö komi fram. að viö njótum velvilja margra og þaö bætir mikið úr þvi ástandi.sem nú er. Að síðustu tek ég tali frú Sigriði Guðmundsdóttur. Hún er I Kvennakór Selfoss, starfar I skemmtinefnd kórsins og hefur i mörg horn að lita um þessar mundir. — Hvað er fram undan hjá Selfosskórunum að lokinni Árvöku? — Ég vil nú ekkert fullyrða um hvað þá tekur við, en okkur er að detta i hug að fara vestur fyrir heiði og halda samkomu þar. Einnig hefur komið til tals hjá okkur i nefndinni, að halda sam- komu á Suðurnesjum. Ég segi þá að lokum — um leið og ég þakka ykkur góða skemmt- un i Arnesi. — Gangi ykkur vel. Góöa ferð! Stefán Jasonarson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.