Tíminn - 15.04.1973, Page 6
6
TÍMINN
Sunnudagur 15. april 1973.
ÞAÐ KOM I MINN
HLUT HJÁ SAM-
BANDINU AÐ SELJA
FISK
Segir Jón Arnason,
fv. bankastjóri
OTFLUTNINGUR sjávarafurða i
þvi formi, sem hann nú er á sér
rætur langt aftur i timann, en
samt er ekki lengra en svo, að
margir eru lifandi á meðal vor,
er stefnuna mörkuðu og lögðu
grundvöllinn að þvi skipulagi, er
við búum við i dag. Einn þeirra er
Jón Arnason fv. bankastjóri i
Landsbankanum, er um árabil
gegndi trúnaðarstöðum og em-
bættum, þar sem fjallað var um
utanrikisverzlun og sjávarútveg.
Jón Árnason, bankastjóri er
fæddur 17. nóvember árið 1885 að
Syðra — Vallholti i Seyluhreppi i
Skagafirði og situr nú i hárri elli
að heimili sinu i Reykjavik.
Timinn átti við Jón stutt viðtal
um störf hans að útflutnings-
málum, stutt spjall um mikla
sögu, sem ekki veröa gerð nein
veruleg skil hér. Um störf Jóns
Árnasonar hefur fátt verið skrif-
að opinberlega um nokkurt skeið,
en þó mun ævisaga hans hafa ver-
ið rituð og veröur að henni mikill
fengur, þegar hún kemur fyrir
almennings sjónir.Jón var for-
stjóri Útflutningsdeildar SIS frá
árinu 1917 til ársloka 1945, er hann
varð bankastjóri við Landsbanka
Islands. Sagðis* Jóni frá á þessa
leið:
Hóf störf í SIS 1917
Ég byrjaði störf hjá
Sambandinu árið 1917 i Kaup-
mannahöfn. Sambandið var i
mótun þá og bauð Hallgrimur
Kristinsson þáverandi forstjóri
mér að velja um innflutnings
deildina og útflutninginn. Ég kaus
útflutninginn, þótt mér væri það
ljóst, að hún myndi verða erfiðari
viðfangs. Ég held að þetta val
hafi komið honum dálitið á óvart,
þvi örðugleikar voru miklir.
Ég kom heim til Islands 1917
með mótorbát. Þetta var nokkuð
söguleg sjóferð, sem minnir
dálitiðá ferð Gisla Jónssonar, al-
þingismanns og vélstóra og
þeirra félaga, er komu upp með
„Frekjunni ” i siðari heim-
styrjöldinni. Báturinn hét „Val
borg” og eigandi hans var
Brynjólfur Arnason frá Mikla
garði i Eyjafirði. Þetta var fiski-
bátur, en það var strið og það var
ekki um neitt að velja, svo ég fór
heim með bátnum. Ég var heilan
mánuð i ferðinni, þar af hálfan
mánuð á bátnum og fyrir rest
vorum við orðnir matarlitlir og
átum tóma lifrarkæfu. Ég held að
skipstjórinn hafi verið fákunn-
andi um sigiingafræði, þvi einn
daginn spurði ég hann, hvar við
værum staddir, þá sagði hann
okkur vera norður af Færeyjum,
en svo næsta morgun vorum við
útaf Eystra horni, en einhvern
veginn blessaðist þetta til lands.
Lengi mun þessi langa ferð verða
mér i minni fyrst yfir Jótland og
til Kristjanssand og siðan yfir
hafið og óvissa um allt i striði
stórþjóðanna setti skugga á
himininn.
Það kom i minn hlut hjá Sam-
bandinu að selja fisk. Viöskipta-
menn okkar voru samt bæði fáir
og dreifðir á þessum árum þ.e.
framleiðendur of fáir og dreifðir
til að hægt væri að byggja upp
sjálfstætt sölukerfi. Við seldum
þvi saltfiskinn gegnum Kveldúlf,
sem hafði á þessum árum
umfangsmikinn útflutning á salt-
fiski til Miðjaröarhafslanda og
viðar. Það var Richard Thors,
sem annaðist þessi sölumál fyrir
Kveldúlf og hefi ég aðeins gott um
þau viðskipti að segja.
Ekkert frysti-
skip i förum
Á þessum árum var litið um
hraöfrystan fisk og það sem
verra var, að ekkert skip var til,
sem flutt gat frystar afurðir.
Gullfoss, (gamli) hafði þó smá
frystiklefa og það var helzt að
maður gæti komið frosnum laxi
með skipinu til útlanda, en okkur
var ljóst að við urðum með ein-
hverjum hætti að fá frystiskip til
landsins og það kom að þvi að al-
þingi skipaði sérstaka nefnd til að
gera tillögur um frystiskip. Ég
átti sæti i þessari nefnd ( 1928) og
það varð aðdragandinn að smiði
Brúarfoss, sem var glæsilegt
frystiskip, gangmikið og velbúið i
alla staði. Við komu þess skips,
gjörbreyttust aðstæður allar. Nú
var hægt að koma hraðfrystum
afurðum á markað erlendis, kjöt-i,
og sjávarafurðum. Sambandið
fór smám saman að eflast sem
útflutningsaðili i sjávarafurðum
og við stofnuðum til viðskipta-
sambanda, sem voru notuð þar til
striðið skall á. Þá breyttist hins
vegar allt.
Störf í stríöi
Utanrikisverzlun Islendinga,
inn og útflutningur komst á eina
hendi, ef svo má að orði komast
þvi herstjórn Bandamanna varð
að samþykkja alla hluti. Við
urðum að selja vörur okkar og
það varð að tryggja landinu nauð-
synjar. Þessir samningar voru i
höndum rikisstjórnarinnar, sem
fól þá sérstakri nefnd, sem ég átti
sæti i, ásamt Magnúsi Sigurðs-
syni, bankastjóra, sem var for-
maður, Richard Thors, Asgeir
Ásgeirssyni og Kristjáni Einars-
syni. Þessi nefnd varð að semja
Jón Árnason, fv. bankastjóri f Landsbankanum (dökkkiæddur) og
Ilelgi Pétursson, Jón veitti útflutningsdeild SIS forstöðu frá 1917-1945,
er Helgi tók við starfi hans. Helgi Pétursson er látinn fyrir nokkrum ár-
um, cn hann gegndi margvislegum trúnaðarstöðum fyrir sjávarútveg-
inn og landbúnaðinn.
um allan inn- og útflutninginn. Ég
held að nefndin hafi unnið gott
starf.
Hún starfaði áfram nokkur ár
eftir striðið unz hún var lögð niður
af Bjarna Benediktssyni og gerð
að embættismannanefnd innan
stjórnarráðsins og varð þar með
úr sögunni.
Ég hygg að þetta hafi verið
misráðið. Ekki svo að skilja, að
aðstæður hafi ekki breytzt, en
með þessum hætti fengust þeir
aðilar til samstarfs, er hlutu
óhjákvæmilega að fjalla um utan-
rikisverzlunina. Hvort eð var.
Arið 1945, fór ég i Lands-
bankann. Afskiptum minum af
útflutningi Sambandsins var þar
með lokið, nema hvað bankar
starfa auðvitað að gjaldeyris-
öflun og millirikjaverzlun, en það
er önnur saga, segir Jón Arnason,
bankastjóri að lokum.
Við þetta er þvi að bæta, að Jón
Arnason, bankastjóri lét af
störfum i Landsbankanum fyrir
aldurs sakir árið 1954 nær
sjötugur og varð þá einn af
bankastjórum Alþjóðabankans i
Washington i tvö ár. Mjög fáir nú-
lifandi Islendingar hafa skipað
fleiri trúnaðarstöður i atvinnulif-
inu en Jón Arnason, bankastjóri.
Sambandshúsið. Sjávárafurðadeildin hefur aðsetur á 1. hæð I suöurálmu